Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjónrænt tungumál til tjáningar I dag opnar í galleríi i8 sýning heimsþekkts bresks listamanns, Tony Cragg, en verk hans hafa haft mikil áhrif á höggmyndalist samtímans. Fríða Björk Ingvarsdóttir leit inn í Ingólfsstrætinu og skoðaði sýningu sem er afrakstur þess er Cragg kallar „sam- skipti á milli efnisins og listamannsinsa. Tímabundin reiða á óreiðunni. Morgunblaðið/Porkell í verkinu í forgrunni mynda margir hlutir eina heild - aftar standa tvö koparverk. AF ÖLLUM þeim hlutum sem mennirnir telja nauð- synlega til að gera tilvist sína lífvænlegri standa skúlptúrar einir sér, ...því þó að skúlptúrar séu að mestu leyti ónot- hæfir, öfugt við nytjahluti, felst í þeim tilraun til að láta „heimskt" efni tjá mannlegar hugsanir og tilfinn- ingar. I þeim felst ekki bara tilraun til að yfirfæra vitsmuni á efni, heldur einnig til að nota efni til að hugsa. Skúlptúrar eru oft - og stundum í sínu besta formi - ekki aðeins af- raksturinn af því þegar listamaður tekur efni, t.d. stein eða leirklump, út úr sínu eðlilega umhverfi og þvingar það í einhverja mynd sem tjáir fyrirfram ákveðin hughrif, held- ur fremur afraksturinn af samskipt- um efnisins og listamannsins. Efnið tekur þá á sig nýja mynd og lista- maðurinn finnur sér nýtt umfjöllun- arefni og nýja merkingu." Þannig útskýrir breski mynd- listarmaðurinn Tony Cragg mögu- leika og tilgang skúlptúrverka í sam- tímanum þar sem ekki er lengur nóg að móta efniviðinn út frá fagurfræði- legum sjónarmiðum í fyrirfram ákveðnum til- gangi, heldur verður í samspili efniviðar og með- ferðar listamannsins að felast einskonar sam- skiptaferli er varpar ljósi á listaverkið sjálft - inntak þess. Á sýningu sem opnar í gall- eríi i8 í dag eru sýnd verk eftir þennan heimsfræga listamann, en sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og Reykja- víkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Von var á Tony Cragg til landsins í tilefni opnunarinnar, en vegna forfalla hans frestast koma hans til landsins um einhverja daga. Á sýningunni verða sýnd tvö brons- verk og tvö gifsverk, en annað þeirra er sett saman úr mörgum hlutum. Efniviðurinn valinn með tilliti til inntaksins Tony Cragg sem fæddist í Liver- pool árið 1949 hefur allt frá árinu 1977 verið búsettur í Þýskalandi, en hann starfar nú sem prófessor við listaháskólann í Dússeldorf þar sem hann deilir einnig stöðu rektors með öðrum. Árið 1988 hlaut hann hin virtu Turner-verðlaun sem veitt eru þeim sem þykja standa sig sérstak- lega vel á sviði samtímalista. Sem ungur maður vann hann sem aðstoð- armaður á tilraunastofum í eigu samtaka gúmmíframleiðenda. Sú vinna átti eftir að setja mark sitt á nám hans í ýmsum listaháskólum síðar, þ.á.m. við Royal College of Art í London, því að Cragg hefur allt frá upphafi listferils síns verið ákaflega upptekinn af ýmsu því sem til fellur í iðnaði og á byggingarsvæðum. Mörg verka hans eru því unnin úr óhefð- bundnum efnum - því sem hann hef- ur tínt upp af götunni eða tilbúnum hlutum, til að mynda af tilraunastof- um. Óhætt er að segja að Cragg hafi haft mikil áhrif á yngri kynslóðir listamanna og samtímalistir í gegn- um kennslustörf sín - en þó fyrst og fremst með verkunum sjálfum. Cragg segir sjálfur að um miðbik áttunda áratugarins hafi honum þótt mikilvægasta atriðið í listsköpuninni vera að finna inntak í verkum sínum, því að upp úr því spretti svo hug- mynd sem getur þróast með form- legri nálgun í vinnunni sjálfri. Inntak verka hans er því ákaflega mikilvægt við sköpun þeirra og sá efni- viður sem hann velur sér tek- ur mið af því. Til þess að koma þessu inntaki á fram- færi má segja að Cragg hafi gert til- raun, bæði með efnis- vali og formrænum útfærslum, til að endurskilgreina höggmyndalistina sem listgrein svo að hann gæti nálg- ast hana á nýstárlegan og framsæk- inn máta. Togstreita á milli einstakra hluta og heildar Eitt helsta einkenni verka Tony Cragg er ákveðin sundrung sem vissulega endurspeglar hreyfingar í listum almennt á undanförnum ára- tugum sem einnig er auðvelt að merkja í bókmenntum og tónlist. Verk hans eru gjaman sett saman úr óteljandi hlutum sem saman mynda þó ótvíræða heild. Skynrænu áhrifin eru samt sem áður oft þess eðlis að togstreitan á milli einstakra hluta og heildar er slík að áhorfandinn hefur jafnvel á tilfinningunni að verkin muni tvístrast aftur eða falla saman. Þannig kemur Cragg ákveðinni eða stundum bara tímabundinni reiðu á óreiðu, sem frá sjónarhóli áhorfand- ans hefur beina vísun í margbreyti- leika umhverfisins og sundurleitan lífsmáta í samtímanum. Með list sinni leikur Cragg sér að því að láta áhorfandann velta fyrir sér uppbyggingu verkanna um leið og hann veltir fyrir sér þeim ein- stöku hlutum (sem geta verið flösk- ur, diskar eða plastdrasl) sem þau eru búin til úr. Slík upplifun, sem kannski mætti lýsa sem virku skoð- unarferli, verður til þess að ekki er hægt að staðsetja sögulegan veru- leika verkanna, vegna tengsla ein- stakra hluta þeirra við annan veru- leika þar sem þeir voru bara hversdagsleg söluvara. Um leið og búið er að gefa „venjulegum" hlutum yfirfært hlutverk í listaverki verður vísun verksins sem heildar óræðari. Þannig hafa allar þær vísanir og tengingar sem uppruni efniviðarins og efniviðurinn sjálfur ber með sér inn í verkið mikilvægu hlutverki að gegna, þrátt fyrir ómerkilegan upp- runa sinn, sem einskonar tungumál er tjáir flóknustu hugmyndir og til- finningar - bæði innan og utan þess samhengis sem felst í verkinu sjálfu. Sá heimur sem Cragg fjallar um liggur þannig í samfélagi okkar og þeim upplýsingum sem allir ein- staklingar búa yfir um umhverfið og einstaka hluti þess. Því er ekki nóg með að verk hans séu myndræn út- færsla á sundrung samtímans, held- ur er hugmyndafræðilegt inntak þeirra einnig byggt í kringum sund- urleita þekkingu okkar og tilraunir með yfirfærslu á upplausn henni tengdri í ákveðnum formum. Verkin örva sjálfstæð hug- myndatengsl áhorfandans Áhorfandinn verður því fyrir hrif- um sem Cragg útskýrir sem sam- skipti við hluti í heiminum sem hann álítur ekki möguleg innan hefðbund- innar höggmyndalistar. Hann ætlast til þess að verk hans örvi sjálfstæð hugmyndatengsl áhorfandans við umhverfi sitt og víkki þannig sjón- deildarhring þess sem horfir, öfugt við hefðbundnari höggmyndir sem oft hafa tilhneigingu til þess að njörva niður afmarkaða hugmynd af alvöruþrunga sem rekja má til minn- ismerkja. Hefð höggmyndalistarinnar eða skúlptúrsins sem minnismerkis sem að einhveiju leyti drottnar yfir um- hverfi sínu er nokkuð sem Cragg hefur vísvitandi reynt að vinna gegn í sínum verkum. Áfstaða þeirra og samspil við það rými sem þau taka er þó engu að síður mjög mikilvægt. í tilraun til að leiða áhorfandann inn í þessa rýmishugsun hefur Cragg til að mynda notað innra rými högg- mynda sinna, opnað þær upp svo að innra rýmið og ytra rýmið renna saman og tengsl verksins við um- hverfið eru ekki einungis út á við heldur einnig inn á við. Cragg segist alltaf verða fyrir vonbrigðum þegar hann bankar í skúlptúr og heyrir að hann er holur að innan svo að sú rýmishugmynd sem verkið gefur í skyn er að einhverju leyti blekking. Verk hans eru því þannig uppbyggð að enginn hluti þeirra er áhorfand- anum óviðkomandi, bæði innra rými þeirra og afstaða til ytra rýmis skipt- ir máli í því flókna táknmáli hrifa og upplýsinga er í þeim felst. Það er kannski lýsandi fyrir viðhorf Cragg til hlutverks verka sinna gagnvart áhorfandanum að eitt sinn þegar hann var spurður að því hversu langt eitt verka hans væri, þá svaraði hann: „Frá mér til þín“. I bæklingi um sýninguna er ágæt grein eftir Christopher Kool-Want, en hann kennir listasögu við Gold- smiths-listaskólann í London, þar sem hann segir að Cragg gefi í skyn að samtímaskúlptúr sé á hálum ís þar sem í honum felist skilningur á eigin takmörkunum. Því geti jafnvel skilgreiningin á höggmyndalistinni sjálfri verið að leysast upp. En það er einmitt „í þessari upplausn sem list Craggs verður til og öðlast tæki- færi til að afhjúpa sambandið á milli sín og annarra hluta í þessum heimi,“ segir Kool-Want. Kristinn Sigmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.