Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 44

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Karólína Lárusdóttir gefur ný verk EFTIR messu á uppstigningardag verður opnuð sýning á nýjum mál- verkum eftir Karólínu Lárusdóttur í forkirkju Hallgrímskirkju. Mynd- irnar eru allar málaðar sérstaklega fyrir þessa sýningu Hallgríms- kirkju í tilefni 1000 ára kristnitöku á íslandi og er efni þeirra flestra sótt í Biblíuna. A sýningunni eru 12 myndir. Meðal þeirra eru fjórar olíumyndir er sýna freistingu Jesú og sjáum við þar m.a. Jesú og freistarann á þakinu á Hótel Borg þegar freist- arinn segir: „Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér hér ofan,“ eins og seg- ir í Lúkasar guðspjalli. Þegar Listvinafélag Hallgríms- kirkju var stofnað fyrir 18 árum málaði hún tíu vatnslitamyndir úr lífl og starfl Jesú og gaf félaginu til styrktar listastarfsemi í kirkjunni. Að þessu sinni gefur hún myndirn- ar til styrktar öllu starfi í kirkjunni. Sýningin verður í kirkjunni til loka ágúst. Lögfræðingur um ágreining Bergljótar Arnalds og Gerðar Kristnýjar Höfundarrétt- urinn ótvíræður BergljcSt Hróbjartur Gerður Arnalds Jónatansson Kristný TVÆR ungar listakonur, Berg- Ijót Arnalds og Gerður Kristný, tókust á í Morgunblaðinu í gær í aðsendum greinum um höfundar- rétt sinn á nýju leikriti er frum- flutt var í gærkvöld í Kaffileik- húsinu. Agreiningur þeirra virðist snúast um hvort réttur Bergljótar sem upphafsmanns hugmyndarinnar veiti henni höf- undarrétt að leikritinu Bannað að blóta í brúðarkjól, en Gerður Kristný skrifaði verkið að beiðni Bergljótar. Morgunblaðið leitaði álits Hró- bjarts Jónatanssonar hæstarrétt- arlögmanns sem hefur sérhæft sig í meðferð höfundar- og hug- verkaréttar. „Meginreglan er sú að höfundarréttur er ekki bund- inn við hugmynd,“ segir Hró- bjartur. „Hugmyndir sem slíkar eru frjáls eign og öllum til ráð- stöfunar. Dæmi um það er að hver sem er getur skrifað bók um sama efni og Sjálfstætt fólk en fari hann of nálægt í efnistökum er það orðið brot á höfundarrétti. Um þetta eru mörg fræg dæmi t.d. í Bandaríkjunum þar sem menn hafa samið skáldsögur byggðar á öðrum skáldsögum eða unnið svokölluð afleidd verk án heimildar, þ.e. gert leikrit eða kvikmyndahandrit eftir skáld- sögu. Þá verður auðvitað að fá leyfi höfundarins til að setja verkið í nýjan búning en nýi höf- undurinn á óskoraðan höfundar- rétt á hinu afleidda verki. í því tilfelli sem hér um ræðir sýnist mér spurningin ekki snúast um hver eigi höfundar- réttinn. Gerður Kristný hefur skrifað verkið ein og er þess vegna ótvíræður höfundur verks- ins og á allan rétt sem slíkur. Hins vegar virðist mér af grein- um þeirra Bergljótar og Gerðar Kristnýjar að þær hafí gert með sér munnlegan verksamning um að Gerður skrifaði leikrit sem Bergljót hafi síðan haft einhvern óskilgreindan einkarétt til þess að setja á svið. Um það atriði gæti skapast spurning um réttar- stöðu út frá samningarétti. En til þess að Bergljót ætti höfundar- rétt að verkinu þyrfti hún að hafa sett hugmyndina niður á blað, ná- kvæmlega eins og Gerður Kristný hefur unnið úr henni. Þannig stofnast höfundarréttur við framsetningu hugmyndar. Sé slíkri ritsmíð ekki til að dreifa er höfundarréttur Gerðar Kristnýj- ar að einþáttungnum Bannað að blóta í brúðarkjól ótvíræður," segir Hróbjartur Jónatansson hæstarréttarlögmaður. Himnastef í Brydebúð ÆJA opnar málverkasýninguna mannaeyjum 1831 en flutt til Víkur Himnastef í sýningarsal Brydebúð- ar í Vík í Mýrdal í dag, fimmtudag, kl. 13. Sýningin er haldin í minn- ingu góðrar frænku og vinkonu Æju, Hafdísar Halldórsdóttur og barna hennar; Halldórs Birkis og Steinunnar Katrínar. Sýningin er einnig þáttur í kristnihátíð Skafta- fellsprófastdæmis og Víkurpresta- kalls og stendur Víkursókn í Mýr- dal fyrst og fremst að sýningunni en hún er unnin í náinni samvinnu við stjórn Menningarfélags um Brydebúð. Prófastur Skaftafells- prófastdæmis, sr. Haraldur M. Kristjánsson, opnar sýninguna og flytur ávarp. Æja hefur haldið margar einka- sýningar hérlendis og erlendis og jafnframt tekið þátt í samsýning- um. Verk hennar prýða mörg fyrir- tæki í opinberri eigu. Sýning Æju stendur til 20. júní og er opin alla daga frá kl. 11- 23. Brydebúð er gamalt verslunar- hús, upphaflega byggt í Vest- 1895 af J.P.T. Bryde, dönskum kaupmanni og gróssera. Húsið á sér merka sögu enda næstelsta timburhús á Suðurlandi. Undanfarin tvö ár hafa staðið yf- ir endurbætur á húsinu með því markmiði að færa það í uppruna- legan stíl og er þeim að mestu lokið, fyrir utan efri hæð hússins. í fram- tíðinni mun Brydebúð hýsa menn- ingarsetur Mýrdælinga. I júlíbyrj- un er á döfinni að setja upp sýningu um náttúrufar, sögu og menningu í Mýrdal með Kötlu í forgrunni. Hönnuður sýningarinnar er Björn G. Björnsson en hann hann- aði m.a. sýninguna „Á Njáluslóð“ á Hvolsvelli og vinnur nú að uppsetn- ingu á sýningu í tengslum við Kristnihátíð. Einnig verður í dag opnað kaffi- hús í Brydebúð, sem verður í anda hússins. Það mun bera nafnið Hall- dórskaffi í höfuðið á Halldóri Jóns- syni, bónda og kaupmanni í Suður- Vík (1854-1926). Listatöfrar ítafíu 12.-27 ‘Ennfáem „___ í pessa ífassíslqaferð, sem íqjnnir afft pað Besta, sem , Ítafía fæfur að Bjóða uncfir íeiðsöfjn Ingóffs CjuðBrancfssonar PÖNTUNARSÍMI: 562 0400 Útnefnd í alþjóðasamtök ferðaskrifstofa EXCELLENCE IN TRAVEL fyrir ffábærar ferðir UmruzCi umferðina: "Ojý ferðareynsía oy Cífsreynstal j 4 ‘Við znssum effq fyrr, að svona yóðarferðir vceru tií!" "‘Óið erum að fara ferðina í annað sinn, pví að offurfinnst etfiertjafnast á við fiana.l" HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS FERÐASKRIFSTOFAN piyMA? Þríhjól 1 —— Barnahjól fyrir 3-6 ára frá i Fjallahjói fyrir dömur frá Fjallahjól fyrir börn frá i SCOTT • GIANT• BRONCO ■ BRONCO og DIAMOND wm Alvöru Hjólin eru afhent ti _________Fiallahjól frá DIAMOND búin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiöhjólaverkstæö ótrúlegt úrval og frábært verö Vandið valið verslið í sérverslun Fjallahjól frá scon Fjallahjól frá BRONCO 7-t— ------------- Ars ábyrgð Reiöhjólahjálmar frá Brancale og Hamax og trí upphersla 9| nitONCo ^ |&«gst%y;tsg HAMAX. viví ■eaorruaai omnt eunosTAtt diamönd Fjallahjól frá GIANT m á n u ð e i n n Barnasæti frá Hamax m-m VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraöamælar, brúsar, töskur, körfur, dempara- gafflar, hjólafestingar á bíla og margt fleira. 5% staögreiöslu- afsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Armúla 40 Sími: 553 5320 kérslunin At4RK TSjPíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.