Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 39 Elli sýnir í Galleríi List MYNDLISTARMAÐURINN Erl- ingur Jón Valgarðsson (Elli) opnar sýningu í Galleríi List í Skipholti 50d laugardaginn 3. júní kl. 15. Á sýning- unni verða málverk og skúlptúrar. Sýningin nefnist Helga jörð.Um sýn- inguna segir listamaðurinn: „Jörðin á skilið virðingu, auðmýkt og aðdá- un. Gjöfult líf hennar, fegurð, dulúð og máttur lætur engan ósnortinn. Til að heiðra hana fyrir gjafir hennar og líf, og ekki síst að sýna henni auð- mýkt og virðingu, hef ég unnið mál- verk og skúlptúra sem sýna tilbrigði hennar í litum, formum og áferð.“ Elli er fæddur 1961. Hann stund- aði listnám við Myndlistarskólann á Akureyri, hjá Rafael Lopes í Falun í Svíþjóð og við Haraldsboskolan á sama stað. Elli er búsettur á Akur- eyri og hefur haldið nokkrar einka- sýningar þar, sem og í Reykjavík. Hann hefur einnig tekið þátt í sam- sýningum bæði hér heima og í Sví- þjóð. Sýningin er opin virka daga frá 11 til 18, um helgar frá 11 til 17 og henni lýkur 18. júní. -----H-*------ Karneval- stemmning á Þjóðlaga- hátíð ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN á Siglufirði hefst 18. júlí. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafs- son tónlistarmaður og segir hann að á hátíðinni verði ekki aðeins fyrirlestrar og námskeið heldur einnig opin dagskrá fyrir áhuga- hópa. „I lok hátíðarinnar, helgina 22. og 23. júlí, gefst áhugahópum víðs vegar að af landinu tækifæri á að koma fram í opinni dagskrá. Þar munu þjóðdansahópar, hljómsveit- ir og sönghópar koma fram, svo og kvæðamenn, glímugarpar og aðrir sem leggja stund á þjóðlega íþrótt. Hóparnir koma fram vítt og breitt um bæinn og búast má við að karnevalstemmning verði allsráð- andi í bænum og munu tónlistar- menn og dansar spretta upp fyrir- varalaust á götum úti. Innlendir og erlendir listamenn hafa sýnt hátíðinni mikinn áhuga og vonast ég til að sem flestir taki þátt í þessari veislu og er skráning þegar hafin á heimasíðu Þjóðlaga- hátíðar sem er www.siglo.is/festi- val,“ segir Gunnsteinn að lokum. Astin blómstrar á skálda- kvöldi ANNAÐ skáldakvöld af þremur verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á vegum Listahá- tíðar. Dagskráin nefnist Ástin blómstrar á skáldakvöldi og munu að þessu sinni lesa úr verkum sínum þau Pétur Gunnarsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristín Ómars- dóttir, Sigurður Pálsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Þá mun Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona lesa ljóð eftir Theodóru Thoroddsen, Ólöfu á Hlöðum og Huldu. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Dagskrá- in stendur í um það bil klukkustund og er aðgangur ókeypis. Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Hægan Elektra. Síðustu sýningar Borgarleikhúsið Hægan Elektra Sýningum á leikritinu Hægan El- ektra eftir Hrafnhildi Hagalínfer senn að ljúka og verða síðustu sýn- ingar laugardaginn 3. júní og sunnudaginn 4. júní. Sýningarnar eru á Litla sviðinu. Það eru þær Edda Heiðrún Backman og Steinunn Óli'na Þor- steinsdóttir sem fara með hlutverk mæðgna, sem báðar eru leikkonur. Þær eru staddar á óræðum stað á óræðri stund og endurlifa leiksýn- ingu sem þær léku eitt sinn saman, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þriðja hlutverkið í sýningunni er leikið af Atla Rafni Sigurðarsyni. Hægan Elektra er á dagskrá Menningarborgar 2000. Karlakór- inn Heim- ir á Snæ- fellsnesi KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Félagsheimilinu Klifi í Ólafs- vík föstudagskvöldið 3. júní kl. 21. Kórinn heldur tvenna tón- leika á laugardaginn; þá fyrri í íþróttahúsinu í Laugagerðis- skóla kl. 16 og hina síðari í Stykkishólmskirkju kl. 21. Á söngskrá kórsins eru m.a. íslensk lög, óperukórar, rúss- nesk þjóðlög, Vínarvalsar, létt lög og lagasyrpur. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason og und- irleikarar Thomas Higgerson, Jón St. Gíslason og Guðmund- ur Ragnarsson. Einsöngvarar með kórnum eru Einar Hall- dórsson og Álftagerðisbræð- ur. Kórinn leggur í ferð til Þýskalands og kemur fram ásamt fleiri íslenskum lista- mönnum á heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover 30. ágúst. Sýningu lýkur Gallerí Fold, Rauðarársti'g Afmælissýningu Tryggva Ólafs- sonar lýkur á sunnudag. Á sýning- unni eru 34 ný akrýlmálverk. Gallerí Fold er opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17. f allt sumar 1 MÁLNINGARDAGAR Vidurkennd vörumerki Irniitn SKIN10 4 Ltr. Verð íirá kr. 1.990.- PLUS10 4 Ltr. 5 Verðfrákr. 1.990.- STEINTEX 4 Ltr. Verð frá kr. 2.850.- 10 Ltr. Verð frá kr. 6.695.- Yiðarvöm KJ0RVARI 4 Ltr. Verðfrákr. 2.758.- Taklð Við reiknum Grensasvegi 18 s: 581 2444 Myndbönd í LÍ Á SÝNINGUNNI Nýr heimur - stafrænar sýnir er sýnt úrval ís- lenskra og erlendra myndbands- verka í sal 2. Á sýningunni eru verk eftir marga af þeim listamönnum, sem mótað hafa þessa ungu listgrein á síðustu áratugum. Neðangreind verk eftir- talinna listamanna verða sýnd næstu daga kl. 12 og 15. I dag, fimmtudag, verða sýnd verk eftir Peter Roehr: Filmmontagen 1-7,1965. Peter Roehr 1944-1968. Fæddist í Lauenburg, Pommem í Þýskalandi og lést í Frankfurt/Main tæplega 24 ára að aldri. Haldnar hafa verið fjölmargar sérsýningar á verkum hans, m.a. í Stadtisches Museum Leverkusen 1971; Kunsthalle Túb- ingen, Stedelijk Van Abbemuseum, Eindhoven og Frankfurter Kunst- verein 1977; Kunstmuseum Luzern og Museum of Modem Art, Oxford 1978, og Paul Maenz, Köln 1971-76, 1981,1985 og 1988. Eftir Klaus Rinke verður sýnt verkið: Wasser Holen, 1970. Klaus Rinke er fæddur í Watten- scheid í Þýskalandi 1939. Stundaði nám við Folkwang-Schule í Essen- Werden, Þýskalaridl Prófessor við Staatliche Kunstakademie í Dússel- dorf. Eftrn Egon Bunne verða sýnd verkin Fleischer und Frau, 1985, Ir- onland, 1986, og Hank Bull/Eric Metacalfe: Sax Islands, 1984. Á morgun, föstudag, verða sýnd verk eftir Richard Serra: Hand catching lead, 1968/69. Richard Serra fæddist 1939 í San Francisco, Bandaríkjunum. Stund- aði nám við University of California 1957-61 og við Yale University School of Art and Architecture í New Haven 1961-64. Bjó í París og á ít- alíu 1964-66, en settist þá að í New York þar sem hann býr enn. Hefur unnið ýmis stór útilistaverk og lands- lagsverk frá 1970-71. Verk hans em víða um heim, t.d. Áfangar í Viðey. Eftir Douglas Davis verða sýnd verkin Studies in myself, 1973 og Studies in Black and White, 1971. Douglas Davis er fæddur 1933. Stundaði nám við American Univeri- ty (BA) og Rutgers University (MA). Hefur skipað mikilvægan sess í sam- tímalist frá 1970 og telst einn af frumkvöðlum myndbandalistar á átt- unda áratugnum. Davis hefur kennt við fjölmarga háskóla, skrifað bækur og flutt fyrirlestra. Hefur hlotið við- urkenningar frá National En- dowment for the Arts, Rockefeller Foundation og DAAD. Hefur m.a. haldið sérsýningar í Centre Georges Pompidou, París; Metropolitan Mu- seum í New York; Everson Museum of Art, Syracuse og á Kjarvalsstöð- um. Byggingaplatan WD1M)(£® sem allir hafa beðið eftir VIROC*byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VIROC*byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC*byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIRQC® byggingaplatan er umhverfisvaen VIROC*byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PÞ &CO Leitið frekari upplýsinga h.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU 29 S: 5S3 8640 4 568 6100 ANTIK Frábært úrval af ALVÖRU fornhiísgögmjm á góðu verði: Borðstofuborð, stólar, skatthol, fataskápar og margt fl. Islantik-Sjónarhóll Hólshrauni 5, 220 Hafnarfirði, sími 565 5656 Fyrir aftan Fjarðarkaup - Oplð alla helgina - WWW.islantik.COni skoðið heimasíðu okkar Þú þarft ekki einu sinni skæri til að stytta þær Convertible buxur Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum. 100% bómull, léttar og þægilegar. Kr. 5.990.- ►Columbia Sportswcar Company, l^. ÍE T l ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL Skeifunni 19-S. 5681717 Opiö mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.