Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hið nýja sveitarfélag er nafn- laust sem stendur en Austurríki hlaut flestar tilnefningar í skoðanakönnun meðal íbúa. Næst á eftir völdu þeir nafnið Firðir. „Það er ekki á hreinu hvaða lög eiga að gilda um þessa nafngift. Gömlu lögin banna heiti eins og Austurríki og Firði. Hins vegar er gert ráð fyrir því í sveitarstjórna- lagafrumvarpi sem nú er til um- ræðu að meira frelsi muni ríkja í nafngift sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir þvi að sérstök nefnd fjalli um hugmyndir að nöfnum og ég geri mér ekki grein fyrir því hvor muni gilda í okkar tilfelli, gömlu lögin eða þau nýju verði frum- varpið samþykkt," segir hann. Smári segir að nafngiftin Aust- urríki hafi upphaflega verið græskulaust gaman. „Menn vildu láta vita af sér með því að velja þetta nafn. Við erum hér austast á landinu og teljum að hér sé mjög öflugt svæði,“ segir Smári Geirs- son að endingu. Magni Kristjánsson D-lista Hefur , mikil áhrif á nefnda- störf „VIÐ stefndum á að fá þrjá menn inn en fengum tvo. Með því móti misstum við afar hæfa konu úr bæjarstjórn. Einnig hefur niður- staðan mikil áhrif á nefndastarf," segir Magni Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna á Neskaupstað. Jóhanna Hallgrímsdóttir var þriðji maður á lista flokksins. F-listinn hlaut 52,7% fylgi og fékk sjö menn kjöma. „Nefnda- kerfi bæjarins hefur verið ein- faldað til muna og nú verða fimm fimm manna aðalnefndir starfandi í stað 40-45 nefnda. Nú erum við bara fjögur í stjómarandstöðu á móti sjö og því sé ég ekki betur en að F-listinn fái fjóra af hverjum fimm nefndarmönnum. Ef D-list- inn hefði fengið þrjá fulltrúa kjöma hefðum við náð einum manni inn í hverja nefnd. Nú þarf að skipta þessum sætum milli okk- ar og framsóknarmanna. Þessi nið- urstaða skiptir því mjög miklu máli hvað varðar stjómsýslu á næstu árum,“ segir hann. Magni segir að ekki hafi verið mikill ágreiningur milli listanna. „Hins vegar er óravegur frá því að um sameinað sveitarfélag sé að ræða. Reyðarfjörður er mjög fjar- lægur Neskaupstað, Eskifjörður kannski aðeins nær. En þótt kosið hafi verið um sameiningu er öll vinnan eftir. Það á algerlega eftir að reyna á hvemig tekst til. Maður varð mjög var við það í þessari kosningabaráttunni að um er að ræða þrjá aðskilda staði,“ segir Magni Kristjánsson loks. Hornafjörður Gísli Sverrir Árnason H-lista Stefndum á fjóra og tókst það „ÉG GET ekki verið annað en mjög ánægður. Við stefndum að því að fá fjóra menn kjöma, sem tókst,“ segir Gísli Sverrir Ámason, oddviti Kríunnar, eða H-lista, í Homafirði. „Framsóknarflokkurinn stefndi á fimm en fékk fjóra og Sjálf- stæðisflokkur stefndi að fjómm 4 fulltrúum en fékk þrjá. Þannig að BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 við emm ánægð með okkar hlut,“ segir hann. Gísli bendir á að Krían sé að ákveðnu leyti sigurvegari kosninganna. „Við bættum mest við okkur, förum úr 29% í 31% og úr 333 atkvæðum í 414 og erum því að auka mest við okkur, bæði hvað varðar hlutfall og at- kvæðatölu." Gísli þakkar árangur listans sterkum einstaklingum í átta efstu sætunum sem athyglinni hafi helst verið beint að. „Hins vegar lögðum við fram mjög skýra og afdráttar- lausa stefnuskrá án alls skrums. Ég held að þetta hafi skilað okkur því sem til var ætlast,“ segir hann að endingu. Hermann Hansson B-lista Mjög viðunandi niðurstaða „NIÐURSTAÐA kosninganna er mjög viðunandi fyrir framsóknar- menn,“ segir Hermann Hansson, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins í nýja sveitarfélaginu Homafirði. „Við bætum við okkur atkvæðum og aukum fylgið í prósentum talið og erum nokkuð ánægðir með það. Atkvæðahlutfall okkar hér er hærra en hjá Framsóknarflokkn- um víða annars staðar og við get- um því ekki annað en verið sáttir," segir hann. Framsóknarflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa kjöma að þessu sinni en þrjá í síðustu kosningum. „Við hlutum 36,4% atkvæða í síðustu kosningum og fáum 37,4% nú og er- um því áfram stærsti flokkurinn, þótt við hefðum keppt að því að fá fimm fulltrúa kjörna. Flokkur okk- ar er með mesta atkvæðamagnið á bakvið sig og því tel ég að við eigum að hafa frumkvæði í viðræðum," segir Hermann. Fulltrúum í sveitarstjóm var fjölgað úr níu í ellefu þegar Nesja- hreppur, Höfn og Mýrarhreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag, Homafjörð, fyrir fjórum árum og að þessu sinni var kosið í sameinuðu sveitarfélagi Homafjarðar-, Borg- arhafnar-, Bæjar- og Hofshreppa. Kosið var um nafn hins sam- einaða sveitarfélags og vom flestir, eða 81,23%, fylgjandi nafninu Homafjörður. Ragnar Jónsson D-lista 11 at- kvæðum frá fjórða manni „ÉG HEFÐI gjarnað viljað ná inn fjórða manninum, það munaði bara 11 atkvæðum,“ segir Ragnar Jóns- son, 2. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Homafirði. Sjálfstæðis- flokkurinn náði þremur fulltrúum af 11 í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags en var með þrjá af níu eftir síðustu kosningar. „Ut af fyrir sig er ég ekki óánægður með atkvæðatöluna. Fylgi okkar er gott og traust en við hefðum viljað fá örlítið meira,“ seg- ir hann. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30,9% atkvæða að þessu sinni og segir Ragnar að fylgi flokksins hafi verið um 33% í Homafirði í síðustu sveitarstjómarkosningum. H-listinn og D-listinn mynduðu meirihluta eftir síðustu kosningar og segist Ragnar telja að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé ekki jafn mikið í minni hreppum hins nýja sveitarfélags. Vestmannaeyjar Guðjón Hjörleifsson D-lista Mesti atkvæða „VIÐ eram mjög ánægðir með okkar hlut því þetta er mesti at- kvæðafjöldi sem við höfum fengið og það þrátt fyrir að fækkað hafí um 170 á kjörskrá," segir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri sem var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum. „Þetta er líka í fyrsta skipti í sögu flokksins sem við eram með meirihluta þrjú kjörtímabil í röð. Við eram að leggja verk okkar fyr- ir kjósendur eftir átta ára stjómar- setu og eram jafnframt með fram- bærilegan og góðan lista,“ sagði Guðjón. Hann sagði menn hafa unnið vel og vildi þakka stuðningsmönnum vel unnin störf. „Við eram mjög sáttir við þessa niðurstöðu og það var óraunhæft að búast við að fá fimmta manninn enda má heldur ekki vera algjört einræði í þessu og ágætt að fá aðhald frá hinum list- anum.“ Þorgerður Jóhanns- dóttir V- lista Ánægð að fá þriðja manninn „VIÐ erum mjög ánægð hjá Vest- mannaeyjalistanum að fá þriðja manninn inn, hefðum auðvitað viljað ná fjóram en við tökum það bara næst,“ sagði Þorgerður Jóhannsdóttir, efsti maður listans. „Við fengum mann frá klofn- ingsframboði sjálfstæðismanna sem var síðast og erum mjög ánægð með það, höfum aukið fylgi okkar um 10% og fjölgað bæjar- fulltráum um 50%. Við unnum á mjög heiðarlegan og málefnalegan hátt. Vestmannaeyjalistinn var á undan Sjálfstæðisflokknum með stefnuskrá sína og við leiddum í raun og vera stefnuvinnuna því þeir fóru mikið inn á sömu þætti,“ sagði Þorgerður ennfremur. Hún sagði málefnaágreining listanna ekki mikinn, hann hefði helst varðað það atriði að auglýsa stöðu bæjarstjóra og fjármál at- vinnulífsins. „Hér hlýtur að koma blómleg byggð, íþróttahús og sam- komuhús og annað sem lofað var,“ sagði Þorgerður einnig og kvað fulltráa V-listans mundu vinna markvisst í stjómarandstöðu næstu fjögur árin. Árborg Sigríður Ólafsdóttir Á-lista Höldum þriðja manni „MÉR líkaði þetta mjög vel. Þrátt fyrir að það séu komin fram fjögur framboð þá höldum við okkar þriðja manni, sem ekki leit út fyrir í skqðanakönnunum," sagði Sigríð- ur Olafsdóttir, oddviti Árborgar- listans, sem hlaut 27,6% atkvæða í nýju sameinuðu sveitarfélagi og þrjá bæjarfulltráa kjöma. Aðstandendur Árborgarlistans og sjálfstæðismenn hafa verið í meirihlutasamstarfi og hélt meiri- hlutinn velli. Aðspurð um framhald samstarfsins sagði Sigríður að þreifingar væra í gangi en ekkert væri ákveðið. „Núverandi meiri- hluti er ekki fallinn, við eram áfram með sex fulltráa,“ sagði hún og kvaðst ekki hafa séð nein teikn um annað en að framhald yrði á meirihlutasamstarfinu. Ingunn Guðmunds- dóttir D-lista Sátt við að tapa ekki manni „ÉG er sátt við að halda þremur bæjarfulltráum vegna þess að þama kom fram nýtt framboð, sem enginn vissi svo sem fyrirfram hvar mundi taka fylgi,“ sagði Ing- unn Guðmundsdóttir, oddviti sjálf- stæðismanna í Árborg. „Þannig að ég varð mjög fegin að við skyldum sleppa við að tapa manni, það var ljóst að einhver mundi tapa manni.“ Ingunn upplýsti í samtali við Morgunblaðið á sunnudag að sjálf- stæðismenn, sem hafa starfað með félagshyggjuflokkunum í meiri- hluta í bæjarstjórn Selfoss, hefðu ákveðið að ganga til meirihluta- viðræðna við framsóknarmenn í sveitarstjóm hins sameinaða sveit- arfélags. „Það era miklar breyting- ar hér á listum og landslagið er allt annað eftir að sveitarfélagið er sameinað. Við þurfum að horfa yfir allt svæðið, við Selfossbúar ráðum því ekki ein. Það er erfitt að segja að við séum að slíta meirihlutasam- starfi því við verðum að h'ta til þess að við sjálfstæðismenn höfum verið í minnihluta á Stokkseyri og Eyr- arbakka. Við megum ekki leyfa okkur að horfa bara á eitt sveit- arfélaganna í þessu samhengi." Kristján Einarsson B-lista Missum reyndan mann „ÉG VAR ekki ánægður að missa reyndan mann úr bæjarstjóm. Við voram með mann sem hefiir unnið mikið og gott starf í veitumálum og byggingamefnd á Selfossi og þetta Z-framboð gerði að verkum að við misstum manninn," sagði Kristján Einarsson, oddviti framsóknar- manna í Árborg. Kristján sagðist hins vegar sátt- ur við atkvæðahlutfallið því mjótt var á munum, aðeins 26 atkvæði skildu að lista framsóknarmanna og Árborgarhstann sem hlaut 3 menn í bæjarstjóm. „Það kemur mér veralega á óvart að það var aðeins 81% kjör- sókn; það era rámlega 700 manns sem ekki koma á kjörstað,“ sagði Kristján, sem sagði að vanalega væri um og yfir 90% kjörsókn á svæðinu. Ólafur Grétar Ragn- arsson Z-lista Fólk þreytt á gömlu flokkunum ÓLAFUR Grétar Ragnarsson, bæjarfulltrái Dizkólistans í Ár- borg, er meðal yngstu bæjarfull- tráa landsins eftir kosningamar, 19 ára gamall. Dizkóhstinn hlaut 17,3% greiddra atkvæða í sveit- arfélaginu. „Við bjuggumst við að ná einum manni inn, þó að við fengjum 2 í skoðanakönnuninni fannst okkur það fullmikil bjartsýni fyrir nýtt framboð en það er gleðiefni að ná manni inn,“ sagði Olafur Grétar í samtah við Morgunblaðið. Hvaða skýringar hefur Ólafur Grétar á þeim hljómgranni sem Dizkólistinn fékk í sveitarfélaginu? „Ætli fólk hafi ekki verið orðið svohtið þreytt á gömlu flokkunum og hafi viljað fá nýtt, ungt fólk inn. Við eram með skýra og góða stefnuskrá." Hann sagði að Dizkólistinn mundi halda uppi starfi á kjörtíma- bilinu. „Við stefnum að því að stofna félag í kringum þetta og halda þessu gangandi," sagði hann. Hveragerði Gísli Páll Pálsson L-lista Óvænt hve niður- staðan var afgerandi „ÉG HAFÐI skynjað þetta að vissu marki, en hversu afgerandi niðurstaðan var kom mér á óvart,“ sagði Gísli Páll Pálsson, oddviti hsta Bæjarmálafélags Hveragerð- is, sem hlaut 50,5% greiddra at- kvæða og hreinan meirihluta í bæjarstjóm Hveragerðis. Lista Bæjarmálafélagsins skipa m.a. fyrrverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði sem reknir vora úr sjálfstæðis- félagi bæjarins. Gísli Páll sagðist aðspurður telja að skýringin á niðurstöðunni segði sig sjálf; „bæjarbúar treysta þessu fólki, sem er í framboði fyrir bæjarmálafélagið," sagði hann. Einar Hákonarson D-lista Náttúru- lega von- brigði „SVONA er lýðræðið, þetta era náttúralega vonbrigði en þetta er niðurstaðan og menn verða að sætta sig við hana,“ sagði Einar Há- konarson, oddviti D-lista Sjálf- stæðisflokksins í Hveragerði, sem hlaut 17% atkvæða og einn mann kjörinn. Miklar deilur hafa verið meðal sjálfstæðismanna í Hveragerði og klofningshsti sjálfstæðismanna í bænum, L-hsti Bæjarmálafélags Hveragerðis, hlaut 4 menn kjöma og hreinan meirihluta í bæjarstjóm. Aðspurður um skýringar á út- komu Sjálfstæðisflokksins sagði Einar Hákonarson að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði alltaf haft mikið fylgi í Hveragerði en L-listinn hefði tekið 1-2 menn af H-lista vinstri manna í bænum. „Þannig að allt lausafylgi í Hveragerði hefur sópast til þeirra.“ Hann sagði í sjálfu sér ekki und- arlegt að fylgi sjálfstæðisflokkslist- ans í Hveragerði væri minna en fylgi flokksins nokkurs staðar ann- ars staðar í þéttbýh á landinu. „Það er ekkert undarlegt vegna þess að þarna er um klofningsframboð að ræða frá Sjálfstæðisflokknum. Þarna hafa átt sér stað miklar deil- ur, sem ég hef ekki komið að en get ekki séð betur en séu milli persóna frekar en að þær snúist um málefni," sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.