Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 B 11 _ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 Morgunblaðið/Sigurður Fannar Fagnað í Hveragerði STUÐNINGSFÓLK Bæjarmálafélagsins í Hvera- lágu fyrir. Félagið fékk meirihluta í bæjarfélaginu gerði hafði ástæðu til að fagna er kosningaúrslitin og fjóra fulltrúa kjörna. Akureyri Kristján Þór Júlíus- son D-lista Vilja koma sterkari til leiks „ÉG ER mjög ánægður og glaður með þessa niðurstöðu," sagði Krist- ján Þór Júlíusson, oddviti D-lista. „Við erum þakklát fyiár það traust sem okkur er sýnt,“ sagði hann. „Ég þakka góðu fólki þessa niðurstöðu, bæði kjósendum og eins frambjóðendum og aðstandendum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Ég held að þessi niðurstaða sýni að Ak- ureyringar vilja gjarnan koma sterkari til leiks heldur en verið hef- ur undanfarin fjögur ár.“ Kristján sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn væri þegar kominn í viðræður við F-listann, Akureyrar- listann, um meirihlutasamstarf en þeir fengu tvo fulltrúa í bæjar- stjórn. Oddur H. Halldórs- son L-lista Ánægður með viðbrögðin „VIÐ erum ánægðir með þau viðbrögð, sem við fengum," sagði Oddur H. Halldórsson, oddviti L- lista, sem fékk einn mann kjörinn í bæjarstjórn Akureyrar. „Við teljum að málflutningur okk- ar hafí náð eyrum fólks,“ sagði hann. „Okkur var farið að ganga betur í þessum fáu skoðanakönnun- um sem gerðar voru og fengum við ennþá betri útkomu en síðustu skoðanakannanir gáfu til kynna. Við erum í sjöunda himni og komum til með að gera eins og við getum til að standa undir þessum væntingum." Oddur sagðist ætla að einbeita sér að því að komast í meirihluta og beita sér fyrir því að bærinn tæki fé til framkvæmda og skapaði þannig aukna vinnu í bæjarfélaginu með byggingu grunnskóla og annarra mannvirkja. „En það er alveg sama hver verður í stjórn, það verður að taka á uppsögnum kennara," sagði hann. Jakob Björnsson B-lista Settum markið hærra „ÞETTA er ekki það, sem ég hafði vonast tfl,“ sagði Jakob Björnsson oddviti Framsóknarflokksins á Ak- ureyri. „Við höfðum sett markið hæn-a.“ Jakob sagðist telja augljóst að það hefði haft áhrif að einn úr hópnum hafi farið í sérframboð. „Hann er því ákveðinn örlagavald- ur í þessum kosningum,“ sagði hann. „Við höfum einnig staðið í erfíðum málum eins og skólamál- um, sem hafa verið umdeild vegna uppsagna kennara. Þá er sam- starfsflokkurinn ekki með okkur í kosningabaráttunni til að verja það sem gert hefur verið og þá stefnu sem mörkuð hefur verið á síðasta kjörtímabili. Þannig að allt beinist að okkur. En þetta er lýðræðisleg niðurstaða sem við hlítum eins og aðrir. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem studdu okkur. Við verðum síðan að sjá hvað framtíðin ber í skauti sínu með þessa niður- stöðu á borðinu." Benti hann á að nokkrir kostir væru um myndun meirihluta, þar á meðal með þátttöku Framsóknar- flokksins. Þeir myndu því fylgjast með þeim þreifíngum, sem þegar eru hafnar milli sjálfstæðismanna og Akureyrarlista. Ásgeir Magnússon F-lista Talsverð vonbrigði „ÞAD er ljóst að niðurstöðurnar eru talsverð vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Asgeir Magnússon, oddviti F- listans, Akureyrarlista en það er sameiginlegt framboð Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista á Akureyri. „Við vorum að vona að staðan yrði mun betri en þetta,“ sagði hann. „Við stefndum að því að halda svipuðu fylgi og flokkamir fengu sameiginlega í síðustu kosningum, sem hefði þá tryggt okkur fjóra full- trúa.“ Sagði hann að eftir að skoðanakannanirnar voru gerðar hefðu þeir að vísu ekki gert sér von- ir um að halda nema þremur full- trúum. „Það vantaði aðeins 54 atkvæði upp á að við næðum því,“ sagði hann. „Þannig að þetta eru tals- verð vonbrigði." Húsavík Kristján Ásgeirsson H-lista Mikil vinna og gott sam- starf KRISTJÁN Ásgeirsson, oddviti H- lista á Húsavík, sagðist þakka mik- illi vinnu og góðri samstöðu gott gengi Húsavíkurlistans en hann fékk fímm menn kjörna af níu bæjarfulltrúum. Húsavíkurlistinn er sameiginlegt framboð Alþýðu- bandalags, Óháðra og Alþýðuflokks. „Þetta gerist ekki hjá neinum einum,“ sagði hann. „En svo eru það einnig þau málefni sem unnið var að á síðasta kjörtímabili að ógleymdri framtíðinni. Ég held að það hafi aldrei gerst fyrr síðan Húsavík varð bær að einn flokkur hafi náð hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Þannig að þetta er stór sigur.“ Kristján sagði að atvinnumálin yrðu efst á baugi á kjörtímabilinu og möguleikar á að afla tekna til að veita þá þjónustu sem bæjarbúar gerðu kröfur til og óskuðu eftir. „í atvinnumálunum eru það hafnar- málin og orkumálin," sagði hann. Aðalsteinn Skarp- héðinsson B-lista Niðurstað- an er dómur kjósenda „NIÐURSTADA kosninganna er dómur kjósenda," sagði Aðalsteinn Skarphéðinsson, oddviti B-lista. „Þessi úrslit komu mér á óvart,“ sagði hann. „Við vorum með þrjá fulltrúa en fengum tvo.“ Aðalsteinn sagði að fyrir síðustu kosningar hefði verið lögð fram stefnuskrá, sem fylgt var eftir og að staðið hefði verið við flest kosningaloforðin. „Við Framsóknarmenn lögðum áherslu á framtíðina í okkar kosn- ingabaráttu en kosningarnar á Húsavík snerust um fortíðina," sagði hann. Dagbjört Þyrí Þor- varðardóttir D-lista Héldum okkar hlut „VIÐ héldum okkar hlut Sjálf- stæðismenn eftir að hafa verið í meirihluta," sagði Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Húsa- víkur. „Við höldum okkar tveimur full- trúum inni en þeir eru báðir nýir,“ sagði hún. „Það má segja að þessi úrslit séu dómur bæjarbúa á stefnu meirihlutans og nú koma nýir menn og taka við. Við munum eftir sem áður fylgja okkar stefnu og gera okkar besta í bæjarstjórn." Dagbjört sagðist vera hugsi yfir hlut kvenna í kosningunum. „H-list- inn býður fram fímm fulltrúa og í þeim hópi er engin kona,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvernig húsvísk- ar konur eiga að taka því.“ Egilsstaðir Jón Kristófer Arnarson F-lista Náðum þriðjungi atkvæða „VIÐ komum auðvitað mjög vel út úr þessum kosningum. F-listinn er nýtt stjórnmálaafl sem ekki er háð neinum stjórnmálaflokki og nær þriðjungi atkvæða. Við getum því ekki verið annað en mjög ánægð með okkar hlut,“ segir Jón Kristó- fer Ai'narson, oddviti F-lista - Félagshyggju við FHjótið. Jón Kristófer segir hafa verið mjög erfitt að spá í spilin fyrir kosningar. Hann er framkvæmda- stjóri BaiTa, hefur búið á Egils- stöðum í fimm ár og segir setu sína á F'-lista frumraun í stjórnmálum. „Ég tel ástæðu árangurs okkar ekki síst þá að við höfum skoðað alla málaflokka í víðu samhengi og lagt áherslu á skipulagsmál, um- hverfismál og skólamál. Slagorð okkar var nýtt afl, ný sýn, ný úrræði og þriðjungi kjósenda virðist hafa fallið það vel í geð,“ segir hann loks. Broddi Bjarni Bjarnason B-lista Ánægjuleg niðurstaða fyrir okkur „ÞETTA er mjög ánægjuleg niður- staða fyrir B-listann. Sveitar- stjómarfulltrúum var fjölgað úr sjö í níu og nýju fulltrúarnir tveir komu báðir í okkar hlut. Við emm ánægð með þessa aðstöðu okkar,“ segir Broddi Bjami Bjamason, oddviti framsóknarmanna á Egils- stöðum. „Ái-angurinn þakka ég málefna- legi'i vinnu síðasta kjörtímabils hjá okkur framsóknannönnum. Auk þess erum við með fólk á listanum sem hefur mikla reynslu í sveitar- stjórnarmálum,“ segir hann. Fjárhagsstaða bæjarins versn- aði nokkuð á síðasta kjörtímabili en Broddi segir að ekki megi ein- blína á það. „Það er langt í frá að taka þurfi fjárhag sveitarfélagsins í gjörgæslu," segir hann. Broddi segir aðspurður um ági’einingsefni innan sveitarfélags- ins að auðvitað sé áherslumunur -> milli fólks. „En það er ekki um neitt bil að ræða milli listanna sem ekki er hægt að brúa, að mínu mati. Fyrst og fremst þarf að ríkja óskorað traust milli manna og ég hef trú á því að svo sé,“ segir hann. Sigrún Harðardóttir D-lista Frekar ósátt „ÉG ER auðvitað frekar ósátt við útkomuna. En við megum kannski vel við una miðað við aðstæður,11 segir Sigrún Harðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöð- um. Sjálfstæðismenn og Alþýðu- bandalag voru í meirihluta í síðustu stjóm sveitarfélagsins og segir Sigi’ún að ekki hafi allir verið ánægðir með það samstarf. „Framsóknarflokkurinn var í minnihluta og sigraði í þessum kosningum, sem er í samræmi við það sem við mátti búast. Þótt ástæðumar fyrir gengi okkar séu eflaust margar er þetta það fyrsta sem manni kemur til hugar. Einnig var nýr valkostur, F-listinn, í fram- boði nú,“ segir hún. Konur skipuðu þrjú efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Egils- stöðum og segir Sigrún Egilsstaði annan tveggja staða á landinu þar sem uppröðun var með slíkumn hætti. „Við voram fyrst og fremst að hugsa um að velja hæfa einstak- linga, ekki um kyn. Fólk þarf hins vegar kannski að aðlagast slíkri hugsun. Það getur vel verið að þessi uppröðun hafi spilað inn í nið- urstöðuna," segir Sigrún Harðar- dóttir loks. Austurríki/Firðir Smári Geirsson F-listanum Geysilega ánægður ÉG ER auðvitað geysilega ánægð- v ur með úrslitin," segir Smári Geirsson, oddviti Fjarðarlistans sem hlaut 52,7% atkvæða í sameig- inlegum kosningum Neskaupstað- ar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og sjö fulltrúa kjörna af ellefu. Smári segir úrslitin ekki hafa komið ýkja mikið á óvart því niður- stöður Gallup-könnunar tíu dögum fyrir kosningar hafi gefið vísbend- ingu um slíkt fylgi. „Við eram hins vegar óvön slíkum könnunum hér og ég þorði hreinlega ekki að trúa því að útkoman yrði með þessum hætti,“ segir hann. Árangurinn þakkar hann fram- bærilegu fólki á listanum, góðum stuðningsmönnum og góðri * málefnastöðu. „Stefnumótunin var með nýstárlegum hætti og að henni komu margir. Við voram til dæmis með nýjar hugmyndir á sviði at- vinnumála. Þarna hjálpaðist margt að,“ segir hann. Austurríki til gamans Fyrsta verkefni nýrrar sveitar- stjómar verður fyrirhuguð samein- ing sveitarfélaganna Neskaupstað- ar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. „Það þarf að koma upp stjórnsýslu- kerfi hins nýja sveitarfélags og það ætla menn að gera á ákveðnum tíma. Menn ætla ekki að skella á nýju stjómkerfi svo íbúar upplifi það sem flóðbylgju breytinga. Undirbúningurinn hefur staðið lengi og við ætlum okkur að skapa breiða og góða samstöðu innan bæjarstjórnar og meðal íbúa um þessa sameiningu," segir hann. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.