Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kveðst ekki ætla í landsmálapólitík Tvennt ólíkt að sigra vegna verka sinna eða væntinga „ÉG ER ánægð með þessa niður- stöðu og þetta er sætur sigur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri um úrslitin í Reykjavík. „Ég er ekki síst ánægð vegna þess að þó að ég hafi verið ánægð fyrir fjóram árum var Reykjavíkurlistinn þá óskrifað blað en nú er búið að skrifa einn kafla og leggja hann undir dóm kjósenda og þeim virðist líka hann nokkuð vel. Það er auðvitað alveg tvennt ólíkt að sigra vegna verka sinna eða væntinga sem bomar em til manns." Ingibjörg Sólrún var spurð hvort hún teldi að sigurinn hefði orðið stærri ef ekki hefði komið upp um- ræða um fjármál tveggja fram- bjóðenda Reykjavíkurlistans. „Það er ómögulegt að segja, en það er ekkert ólíklegt að það hafi haft einhver áhrif á kjósendur, til þess var leikurinn gerður. Hugsan- lega hefur komið eitthvert hik á okkar fólk og það jafnvel ekld skilað sér á kjörstað. Ég hygg það hafi frekar verið þannig en að þeir hafi kosið aðra framboðslista. Kannski hefði níundi maðurinn náðst ef þetta mál hefði ekki komið upp en það em ekkert annað en vangaveltur.“ Hefur það verið rætt eftir úrslit- in hvort Hrannar B. Amarsson taki ekki til starfa í borgarstjórn strax? „Nei, við munum hittast á morg- un [mánudag] og fara yfir málin. Það sem skiptir máli er að við gef- um Hrannari tækifæri til að hreinsa mannorð sitt og með hvaða hætti hann gerir það mun hann væntanlega ræða við okkur um. Það verður að koma í Ijós hvað út úr því kemur.“ Búið að hnekkja eignarhaldi Sjálfstæðisflokksins Telurðu að þessi úrslit hafi pólitíska þýðingu í herbúðum sjálf- stæðismanna; að ná ekki því tak- marki sínu að vinna borgina aftur? „Urslitin era út af fyrir sig stórpólitísk tíðindi, að Sjálfstæðis- flokkurinn bíði ósigur í tvennum kosningum í röð í borginni og að félagshyggjuöflin fái þennan stuðn- ing. Það em merkileg pólitísk tíðindi. Mér hefur alltaf fundist Sjálfstæðisflokkurinn kasta eign sinni á borgina og í huga mínum er búið að hnekkja því eignarhaldi. Borgin er ekki eign eins flokks Morgunblaðið/Ásdís Sigrinum fagnað BORGARFULLTRÚARNIR Steinunn V. Óskarsddttir, fagna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- Guðrún Ágústsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og fleiri stjóra er úrslitin Iágn fyrir á laugardagskvöld. heldur borgarbúa og þeir gera eins og þeir telja sér henta hverju sinni.“ Sýnist þér sterk útkoma sameig- inlegra framboða á vinstri væng sums staðar á landinu koma til með að hafa varanleg áhrif? „Það er erfitt að segja nokkuð um það og ég hef ekki spáð svo mikið í kosningatölurnar. En það sem blandast mikið saman í sveit- arstjómarkosningum em annars vegar pólitískar línur og hins vegar stuðningur við einstaklinga. Það fer því óskaplega mikið eftir þeim einstaklingum, sem, ekki síst, leiða listana um allt land, hvemig úrslit- in ráðast. Mér sýnist að víða séu menn að ná verulegum árangri, t.d. á Húsavík og Austfjörðum, en ann- ars staðar era menn að tapa fylgi og ég held að það ráðist alltaf svolítið af einstaklingunum sem era í framboði bæði fyrir listana og fyrir andstæðingana.“ Má búast við að samstarf Reykjavíkurlistans haldi áfram eft- ir það kjörtímabil sem nú fer í hönd? „Mér fyndist það ekki ótrúlegt en það ræðst hins vegar af kjörtímabilinu. Þetta hefur verið mjög gott og öflugt samstarf á Arni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík hyggst hætta sem leiðtogi þeirra Fyrst og fremst sigur borgar- stjóra - með naumindum þó „ÞETTA er ákvörðun meirihluta Reykvíkinga og hún stendur auðvitað. Það er hins vegar athygl- isvert að mikill meirihluti þeirra hafnar í raun R-listanum, 45% þeirra styðja D-listann og fjórðungur þeirra sem merktu við R-listann gera alvarlegar athuga- semdir við hann. Þetta er fyrst og fremst sigur borgarstjóra, þó með nokkmm naumindum,“ sagði Arni Sigfússon, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, aðspurður um úr- slitin í Reykjavík. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera ekki ráðandi í málefnum borgarinnar annað kjörtímabilið í röð? „Ég tel að það hefði verið hægt að setja þetta i stærra samhengi eftir þessa nótt að Sjálfstæðis- flokkurinn kemur mjög sterkur út á landsvísu, hann styrkir stöðu sína meðan Ingibjörg Sólrún bætir við sig 0,6%. Eg sé því ekki annað en staða flokksins sé sterk og að frekar megi horfa á stöðuna sem einangrað íyrirbæri í Reykjavík sem tengist frekar persónu hennar en nokkru öðru. Ég tel því stöðuna ekki mjög alvarlega fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem heild. En ég tel hins vegar að úrslitin geti orðið Reykjavík til tjóns, öll okkar áhersla hefur verið á þörf á þróun og breytingum í stefnu borgarinn- ar og ég hef meiri áhyggjur af því og þeirri stöðnum sem hefur ríkt og það hefur ekki komið fram hjá R-listanum nein hugmyndafræði til að vinna gegn því.“ Arni sagði að auk þess þyrfti að horfa til árangurs í samstarfi Reykjavíkurlistans: „Það snýr að því hvort samstarf þeirra flokka sem standa að R-listanum, en gera það þó ekki, er líklegt til árangurs aftur. Alþýðuflokkurinn er nánast horfinn, það kemur skýi-t fram í Reykjavík og það kemur fram við- ast hvar annars staðar. Eftir stendur sterkara Alþýðubandalag sem hefur nánast gleypt Alþýðu- flokkinn og Framsóknarflokkurinn hlýtur að hugleiða með hvaða hætti hann ætlar að haga sam- starfi við R-listann. Þar hefur ver- ið gefið í skyn að þetta verði síðasta kjörtímabilið í þessu sam- starfí og það henti honum ekki þó að menn standi við orð sín gagn- vart kjörtímabilinu nú. Það em því allar líkur á að samstarf R-listans á þessu kjörtímabili verði með allt öðram hætti en því síðasta er þeim tókst tiltölulega vel að jafna ágreining, að okkar mati með að- gerðarleysi.“ Hefurðu frekari skýringar á úr- slitunum í Reykjavík? Sé ekki langtímaáhrif „í sjálfu sér ekki aðrar en þær sem ég hef þegar sagt varðandi Ingibjörgu og það er augljóst að það er naumur meirihluti sem veit- Morgunblaðið/Jón Svavarsson í hófi sjálfstæðismanna ÁRNI Sigfússon og Bryndís Guðmundsdóttir koma til ardagskvöld. Þar tóku JúlíusVífill Ingvarsson og Jóna hófs sjálfstæðismanna á Hótel Loftleiðum á laug- Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúar á móti þeim. ir henni brautargengi með því að kjósa R-listann.“ Má ímynda sér að breytingar hjá forystu sjálfstæðismanna í Reykjavík skömmu fyrir kosning- arnar 1994 hafi veikt stöðuna og hafi enn áhrif? „Um það er erfitt að fullyrða en það kann vel að vera. Allur ágrein- ingur sem kemur þannig fram kann að hafa áhrif til lengri tíma. Það er stráð efasemdum sem kunna að hafa áhrif en ég sé þó ekki að það hafi þessi lang- tímaáhrif. Mér fannst ég hafa mjög skamman tíma síðast og taldi þá að ég hefði getað breytt stöðunni ef ég hefði fengið viku til viðbótar. Mér finnst ég ekki geta yfirfært þá reynslu á úrslitin nú og sé ekki að okkur hefðu nægt örfáir dagar nú til að snúa stöðunni við.“ Er líklegt að Reykjavíkurlistinn hefði unnið stærri sigur ef ekki hefði komið til þess sem Ingibjörg Sólrún kallaði ófrægingarherferð á hendur tveimur frambjóðendum listans? „Ég vil nú fyrst vísa á bug orðinu ófrægingarherferð þvi ef þetta var slík herferð þá má segja að fjölmiðlamenn séu daglega í slíkum herferðum þegar þið reynið að draga fram staðreyndir. Það mál sem kom upp þurfti að skýra. Það varðar fjármálaferil en ekki einstaka tilfelli og það hefur áhrif því frambjóðendur og gerðir þeirra skipta máli. Hluti af málinu er kominn upp á borðið, fjár- málaóreiða og ferill í fjármálum og síðan kemur upp ótti Ingibjargar við opinbera ákæra. Það hlýtur að eiga eftir að skera úr um það. Þetta mál þurfti að skýra og það er greinilegt að borgarbúar voru sama sinnis vegna þess að það seg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.