Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSIMINGAR 1994 Ingíbjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn borgarstjóri Breytingar á kerfinu koma fljótt í Ijós INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir tilvonandi borgarstjóri Reykjavíkur segir að borgarbúar muni vonandi fljótlega sjá breytingar á stjórn- kerfi borgarinnar. Það verði gert opnara og betri upplýsingum kom- ið á framfæri en hingað til. Híns vegar taki aðrar breytingar, sem R-listinn ætlar að beita sér fyrir, sinn tíma, sérstaklega uppbygging leikskóla og grunnskóla. .Ingibjörg Sólrún segir að í breytingum á stjórnkerfinu þurfi ekki að felast mannabreytingar i embættis- mannakerfi borgarinnar. „Við gerum okkur ekki fyrirfram hugmynd- ir um breytingar þar. Við ætlumst til að starfsmenn borgarinnar vinni fyrir lýðræðislega kjörinn meirihluta af heiðarleik og trú- mennsku. Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en þeir g^ri það en ef ekki, þá verður að taka á því,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Feðgin fagna GÍSLI Gíslason samfagnar dóttur sinni, Ingibjörgu Sólrúnu verðandi borgarsfjóra. R-listinn fékk 53% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum og 8 *Hbrgarfulltrúa en D-listinn 47% og 7 fulltrúa. „Ég bjóst alltaf við því að mjótt yrði á mununum. En ég er í sjálfu sér ánægð með úrslitin og þau eru mjög skýr; það hefði verið erfiðara ef þetta hefði verið mjög' tæpt,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Hún sagðist telja að kjósendur hefðu verið að gera upp við borgar- stjórnina í kosningunum, lands- málin hefðu spilað mjög óverulega jnn í úrslitin. „Og ég held að það 'ké verið að gera upp við mun lengra tímabil en síðustu fjögur ár. Það eru ýmsir fortíðardraugar sem hafa orðið fólki skýrir í þessum kosningum. Ég er þarna ekki síst að vísa til framkvæmda sem tóku til sín geysilega mikið fé, eins og Ráðhús og Perla, og fjármála- stjórnina að ýmsu leyti. Fólk gerði sér betur grein fyrir því í þessum kosningum en áður hvaða upphæð- ir þarna var um að ræða,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún tók undir að stefnumál framboðslistanna, eins og þau hefðu birst í kosningabaráttunni, hefðu ekki verið svo ólík. „En fólk hlýtur að horfa til þess sem menn hafa gert, eða haft möguleika á að gera á undanförnum árum, og fer þá að setja á vogarskálarnar annars vegar þau mál sem voru sett á oddinn í þessari kosninga- baráttu og hins vegar framkvæmd- ir eins og Ráðhús og Perlu sem hafa gleypt mikið framkvæmdafé." Gott samstarf Fjórir flokkar standa að R- listanum og af hálfu Sjálfstæðis- flokksins hafa komið fram miklar efasemdir um að þetta samstarf geti gengið við stjórn borgarinnar þar sem stefnumál flokkanna séu mjög mismunandi. Um þetta sagði Ingibjörg Sólrún að hún væri mjög bjartsýn á að samstarfið gæti gengið og hún tryði því að fólkið sem stæði að R-listanum væri stað- ráðið í að vinna saman. „Ef menn hefðu viljað elta uppi allan ágrein- ing hefði það verið mjög auðvelt í kosningabaráttunni en það var ekki gert. Það er mjög mikið í húfi og væntingarnar eru miklar hjá fólki. Og þeir sem ætluðu að ' fara að hlaupa útundan sér í þessu samstarfi ættu varla bjarta póli- tíska framtíð framundan,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Um það hvort samvinna flokk- anna um R-listann geti verið vísir að samstarfi þeirra á landsvísu sagði Ingibjörg Sólrún að fara yrði varlega í slíkar ályktanir því markalínurnar væru allt aðrar í landsmálapólitíkinni en sveitar- stjórnapólitíkinni. „Þar eru þessir stóru málaflokkar eins og sjávarút- vegs-, landbúnaðar-, efnahags- og utanríkismál en í sveitarstjórnun- um er unnið innan ramma sem hefur verið_ markaður af lands- stjórninni. Ég held því að það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. En þetta samstarf í Reykjavíkurlistanum gæti haft talsverð áhrif á fólk í þessum flokk- um og eytt tortryggni sem verið hefur á milli manna. Sannarlega vona ég að þetta geti haft almenn áhrif í pólitíkinni því mér finnst hún og íslenska flokkakerfið komið nokkuð á skjön við veruleika fólks- ins.“ Ingibjörg Sólrún sagðist aðspurð telja að það hefði góð áhrif á Kvennalistann að hún tekur nú við embætti borgarstjóra. Hún sagði Kvennalistann hafa setið ómaklega undir því ámæli að vilja ekki fara inn í stjórnkerfið. Nú væri búið að sýna fram á að það væri ekki rétt. Árni Sigfússon fráfarandi borgarstjóri Munum áfram vinna vel fyrir Reykjavík ÁRNI Sigfússon fráfarandi borgarstjóri segir að líklegustu skýring- ar á tapi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum séu þeir erfiðleikar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum og þetta hafi verið fyrstu kosningarnar þar sem kjósendur fengu að skamm- ast í kjörklefunun. Hann segir að ef flokkurinn beri gæfu til að halda sig við hina einu réttu sjálfstæðisstefnu sé hann sannfærður um að þessi stærsti flokkur þjóðarinnar eigi eftir að verða enn stærri. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu stuðningsmanna "Ö-listans sem lögðu sig alla fram í mikilli baráttu,“ sagði Árni Sig- fússon við Morgunblaðið í gær. „Það var ljóst að það yrði á bratt- ann að sækja og við náðum veru- lega að saxa á forskotið sem R-list- inn hafði frá upphafi kosningabar- áttunnar, en við náðum ekki að vinna það upp og það er mjög miður. Við sjálfstæðismenn höfum unn- ið vel í borginni og lagt fram áætlanir til framtíðar. Ef R-listan- um tekst að vinna með þær áætlan- !i'r kvíði ég ekki framhaldinu fyrir hönd Reykvíkinga en ég hef auð- vitað áhyggjur af því að þessir íjór- ir flokkar fari að breyta út af og koma á framfæri sínum stefnumál- um sem eru ólík og sundurleit, og það muni kalla yfir borgina mikla erfiðleika.“ Sjálfstæðisstefnan Árni sagði aðspurður að ef ástæðurnar fyrir tapi Sjálfstæðis- flokksins væru ljósar þá væri hann sannfærður um að tekist hefði að vinna flokkinn út úr vandanum. „En í mínum huga eru líklegustu skýringarnar þeir erfiðleikar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum. Aflabrestur, atvinnuleysi, harðn- andi alþjóðleg samkeppni sem hef- ur kallað drunga yfir landsmenn og borgarbúa. Þetta eru fyrstu kosningarnar þar sem menn fá tækifæri til að skammast í kjör- kiefunun. Auðvitað verðum við sjálf- stæðismenn svo að skoða okkar verk og sjá hvar okkur hefur mis- tekist að upplýsa og gera rétt. Ég er þó ekki að mæla með einhvers- konar naflaskoðun; Sjálfstæðis- flokkurinn hefur oft farið í gegnum slíkt og lítið komið út úr því. En ef flokkurinn ber gæfu til að halda sig við hina einu réttu sjálfstæðis- stefnu, þar sem stétt starfar með stétt og þar sem menn vinna á grundvelli einstaklingsfrelsisins en hafa í huga mannúð og mildi, er ég sannfærður um að þessi stærsti Úrslitin rædd ÁRNI Sigfússon fráfarandi borgarstjóri ræðir málin við samherja eftir að úrslitin í Reykjavík voru ljós. flokkur þjóðarinnar á eftir að verða enn stærri.“ — Hefur flokkurinn þá að þínu mati gleymt þessum hugtökum upp á síðkastið? „Hann hefur ekki gleymt þeim en ég tel að við þurfum að stunda oftar þessa endurskoðun okkar svo við séum trú þeim gildum sem þar eru.“ Hert á áherslum Því hefur verið haldið fram að Árni hafi í kosningabaráttunni fært borgarstjórnarflokk Sjálf- stæðisflokksins inn á miðjuna með því að leggja aðrar áherslur en flokkurinn hafi gert áður. Um þetta sagði Árni, að hann hefði ekki viljað orða það svo. „Ég hef fundið fyrir þessum sterku línum sjálfstæðisstefnunnar í flokknum og borgarstjórnarflokknum síðustu átta ár. Það sýnir sig best á þeim tölum um fé sem lagt hefur verið til margvíslegra mála eins og skólamála, dagvistarmála og um- hverfismála. Þar hefur verulega verið tekið á um leið og atvinnu- málin hafa haft forgang. Það hefur í sjálfu sér ekki breyst. En eðlilega hef ég hert á þessum áherslum þar sem þær eiga betur við mig.“ Árni sagði það mjög miður ef flokksforingjar vinstri flokkanna teldu sig nú hafa unnið sigur í Reykjavík. „Borgin og þjóðin hafa þörf fyrir atvinnustefnu sem bygg- ist á sjálfstæðisstefnunni, sem þýð- ir að það þarf að að tryggja undir- stöðurnar og skapa starfsumhverfi fyrir fyrirtæki sem gerir þeim sjálf- um kleift að starfa þannig að frelsi manna njóti sín. Það gerist ekki með hefðbundnum aðferðum fé- lagshyggjunnar. Hins vegar er fjöl- skyldustefna og félagshyggja ekki það sama.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.