Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSNINGAR 1994 við fulltrúa sjálfstæðisflokks hefðu farið af stað á sunnudag til að kanna grundvöll til meirihlutasamstarfs en fulltrúar H-listan hefðu ekki haft samband við aðstandendur S-listans til að óska eftir slíkum viðræðum. Samkomulag D-lista og S-lista lá svo fyrir í gær um myndun meirihluta. Guðbjörn Arngríms- son oddviti H-lista Tiltölu- lega sáttur „VIÐ erum tiltölulega sátt við þessi úrslit. Við höldum nokkurn vegin því sem við höfðum og höldum okkar þremur mönnum inni,“ segir Guð- björn Arngrímsson, efsti maður á H-lista, vinstri manna og óháðra á Ólafsfirði. Guðbjörn sagði að að S-listinn væri nú í lykilaðstöðu í viðræðum um myndun nýs meirihluta á Ólafs- firði. Hann sagðist hafa heyrt í frétt- um að S-listi og D-listi hefðu byijað strax á kosninganótt að ræða saman um samstarfsmöguleika í bæjar- stjórn en fulltrúar þessara lista hefðu hins vegar ekkert samband haft við aðstandendur H-listans. „Við höfum ekki haft frumkvæði að slíkum við- ræðum. Við hefðum trúlega farið af stað en þegar við heyrðum af þessum viðræðum þá ákváðum við að bíða og sjá hvað verður úr þessu,“ sagði Guðbjöm. í Dalvík Trausti Þorsteins- son oddviti D-lista Mikil von- brigði „NIÐURSTAÐAN veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Trausti Þorsteinsson, efsti maður D-listans á Dalvík en meirihluti Sjálfstæðis- flokks og jafnaðarmanna féll í kosn- ingunum á laugardag þegar D-listinn missti einn bæjarfulltrúa. „Við gerum okkur ekki grein fyrir hvaða ástæður eru fyrir J>ví að við misstum þennan mann. Ég held að öllum sem þekkja til sveitarstjórnar- mála sé ljóst að staða mála hefur verið mjög góð á Dalvík. Það hefur verið öflugt atvinnulíf hérna þrátt fyrir samdrátt í kringum okkur og í fiskvinnslunni. Fjárhagsstaða bæjar- sjóðs er mjög traust þannig að við áttum okkur ekki alveg á því hvað það er sem íbúamir sjá ástæðu til að gera með öðrum hætti,“ sagði Trausti. Hann sagði að þreifíngar væm þegar byijaðar á milli B-lista og I- lista um meirihlutasamstarf. „Við höfum sagt að okkur finnist úrslit kosninganna gefa það til kynna, að þessi tvö framboð eigi að hafa fmm- kvæði í meirihlutamyndun. Okkur er í raun og vem hafnað og sagt að draga okkur til hlés,“ sagði Trausti. Kristján Ólafsson oddviti B-lista Unnum stórsigur KRISTJÁN Ólafsson, efsti maður á B-lista framsóknarmanna á Dalvík, segist vera mjög ánægður með úrslit kosninganna fyrir B-listann. „Ég tel að við höfum unnið stórsigur með því að fá 390 atkvæði og þrjá menn kjöma,“ segir hann. „Það sem hefur ráðið úrslitum fyrir okkur í kosningabaráttunni á Dalvík var að við vomm með iítinn áróður. Við vomm málefnaleg í mál- Jlutn.ingi. _Pg . settum fram __skýra. stefnuskrá en létum fólk í friði og höfðum gott og frambærilegt fólk á listanum," sagði Kristján. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og jafnaðarmanna féll í bæjarstjórn Dalvíkur í kosningunum. Kristján sagði að fulltrúar B-listans hefðu komið saman strax síðdegis á sunnu- dag til að ráða ráðum sínum um þær viðræður sem framundan væm um myndun meirihluta í bæjarstjóm. Hann sagðist ekki vilja útiloka neina samstarfsmöguleika fyrirfram. „Meirihlutinn féll og það em skilaboð til sjálfstæðismanna um meirihluta- samstarf en það er þó ekkert útilok- að enn sem komið er,“ sagði Kristján. Akureyri Sigríður Stefánsdótt- ir oddviti G-lista Besta út- koma frá upphafi SIGRÍÐUR Stefánsdóttir, efsti mað- ur G-listans á Akureyri, segir að Alþýðubandalagið hafi náð sinni bestu kosningu í kosningunum á laugardag frá því að flokkurinn bauð fyrst fram á Akureyri. „Við emm mjög ánægð með það, miðað við það að við höfum verið hér í meirihluta á mjög erfiðum tímum í atvinnulíf- inu. Aftur á móti hefðum við viljað fá aðeins meira þannig að það dygði okkur til að fá þriðja bæjarfulltrú- ann,“ sagði hún. Sigríður sagði að Framsóknar- flokkurinn nyti þess að hafa verið í minnihluta í bæjarstjóm Akureyrar og í stjórnarandstöðu á Alþingi og það hefði haft einhver áhrif á fylgis- aukningu hans. Hún sagði að viðræður um rneiri- hlutasamstarf væm byijaðar á milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. „Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því. Við sögðumst ganga óbundin til kosninga og höfum lýst því yfir að við værum í sjálfu sér tilbúin til viðræðna um allt en á meðan þessar viðræður standa yfir hreyfum við okkur ekki á meðan," sagði Sigríður. Sigurður J. Sigurðs- son oddviti D-lista Erum í biðstöðu „VIÐ misstum mann yfir til fram- sóknar en í kosningabaráttunni stilltu þeir Jakob Björnssyni upp sem bæjarstjóraefni. Þar sem fyrrverandi minnihluti hefur fengið 6 menn sam- tals, finnst mér ofur eðlilegt að þeirra fyrstu viðbrögð verði að kanna þann möguleika að búa til meirihluta með Jakob Björnsson sem bæjarstjóra," segir Sigurður J. Sigurðsson, efsti maður á D-lista sjálfstæðismanna í bæjarstjóm Akureyrar. Sigurður sagði að sjálfstæðismenn hefðu ekki stöðu til annars en að bíða og sjá hveiju fram vindi. „Við erum reiðubúnir til viðræðna við hvem sem er í sambandi við meiri- hlutasamstarf en við höfum enga stöðu til að bjóða," sagði hann. Um ástæður fylgistaps sem Sjálf- stæðisflokkurinn varð fyrir sagði Sigurður að Sjálfstæðisflokkurinn virtist hafa tapað á landsvísu í kosn- ingunum. „í öðru lagi held ég að Akureyringar hafi tekið undir þann áróður sem beitt var í Reykavík um breytingar. Svo hefur verið atvinnu- leysi á svæðinu og verið talað um að sveitarstjómir geri ekki nægjan- lega mikið í atvinnumáluin en á móti kemur að Aþýðubandalagið, sem var með okkur í meirihlutasam- starfi, bætir við sig verulegu fyígi. Ég get því ekki séð að menn séu 5 sjálfu sér mjög ósáttir við störf frá- farandi meirihluta. Við lentum í nokkrum hremmingum í tengslum við prófkjör okkar í vetur og það _kann_.að _vera_ að_það Jhafí, enn_ haft. einhver áhrif,“ sagði Sigurður. Gísli Bragi Hjartar- son oddviti A-lista Atvinnu- w mm höfðu áhrif „VIÐ fengum ekki eins mikið fylgi eins og ég vildi fá, það var þó meira en skoðanakönnun gaf okkur og nákvæmlega eins og Akureyringar vildu hafa okkur,“ segir Gísli Bragi Hjartarson, efsti maður á A-lista Alþýðuflokksins í bæjarstjómarkosn- ingunum á Akureyri. „Auðvitað spila atvinnumálin hér inn í alla umræðuna og það virðist vera að fólk hafi álitið að ástandið væri sjálfstæðismönnum frekar að kenna þrátt fyrir að Alþýðubanda- lagið hafí verið meira með þá mála- flokka sem snúa að atvinnumálum," sagði hann. Gísli sagðist einnig telja að aðild Sjálfstæðisflokksins að ríkis- stjóm hefði haft áhrif á að sjálfstæð- ismenn misstu mann yfír til Fram- sóknarflokks á Akureyri. Gísli sagði að þreifingar um mynd- un nýs meirihluta í bæjarstjóm hefðu byrjað stráx á sunnudag. „Við erum í viðræðum við framsókn núna um hvort við gætum náð saman um myndun nýs meirihluta. Það er enn bara á byijunarstjgi," sagði hann. Gísli sagði að ástæðulaust væri að hraða viðræðunum en sagði að flokk- amir myndu skoða þá punkta sem settir hefðu verið fram í rólegheitum. „Á þessu augnabliki sé ég ekki ann- að en hægt væri að ná saman en það hefur ekki enn á það reynt,“ sagði hann. Jakob Björnsson, oddviti B-lista Stóðumst inntöku- prófið JAKOB Bjömsson, efsti maður á B-lista og bæjarstjóraefni framsókn- armanna á Ákureyri, segist þakka þann sigur sem B-listinn vann í bæjarstjómarkosningunum að fram- sóknarmenn hefðu boðið fram sterk- an framboðslista og verið með mál- efnalegan og trúverðugan málflutn- ing í kosningabaráttunni. „Það hefur tekist að efla áhuga fólks og það var mjög ánægjulegt að kosningaþátttakan jókst verulega miðað við kosningarnar fyrir fjórum ámm. Þetta var í fyrsta skipti sem stillt er upp pólitísku bæjarstjóraefni og það kallar á betri vinnubrögð. Við stóðumst inntökuprófið þokka- lega, nú byijar skólinn og síðan verð- ur útskrift eða brottrekstur eftir fjög- ur ár,“ sagði Jakob. Könnunarviðræður hófust strax á sunnudag á milli framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna um hugsan- legt meirihlutasamstarf í bæjarstjóm Akureyrar. Jakob sagði viðræðumar konar vel á veg. „Við förum í þessar viðræður í fullri alvöru og af heilind- um og það hefur ekkert komið upp sem bendir til annars en að við náum saman, en það er enn of snemmt að gefa endanlega yfirlýsingu um það,“ sagði Jakob. Neskaupstadur Guðmundur Bjarna- son oddviti G-lista Glæsileg niðurstaða „ÞETTA var glæsileg niðurstaða fyr- ir okkur.“ segir Guðmundur Biarna- son, bæjarstjóri í Neskaupstað en þar jók G-listi Alþýðubandalagsins meiri- hlutafylgi sitt í sveitarstjómarkosn- ingunum um helgina og bætti við sig manni, fékk 6 fulltrúa kjöma. Guðmundur sagði að góð málefna- leg staða Alþýðubandalagsins hefði ráðið mestu um fylgisaukningu flokksins. „Menn meta okkur af verk- unum og treysta því fólki sem við bjóðum fram betur en öðrum til að vinna að hagsmunamálum sveitarfé- lagsins,“ sagði hann. Að sögn Guðmundar er G-listinn í Neskaupstað með hærra atkvæða- hlutfall en nokkur annar listi fékk í kaupstöðum í kosningunum á laugar- dag eða 57,4%. Á þessu kjörtímabili verða liðin 50 ár frá því að Sósíalistaflokkurinn, forveri Alþýðubandalagsins vann meirihluta í Neskaupstað, en það átti sér fyrst stað árið 1948 og hefur flokkurinn haldið þessum meirihluta allar götur síðan. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili sem Alþýðu- bandalagið hefur náð að fá 6 bæjar- fulltrúa kjörna í Neskaupstað en áður gerðist það í kosningum árið 1950 og 1974. Að sögn Guðmundar hefur flokkurinn sennilega aldrei fengið jafn hátt atkvæðahlutfall og í kosningunum um helgina. Vestmannaeyjar Guðmundur Þ. B. Ólafsson oddviti V-lista Vinsæll bæjar- stjóri réð úrslitum „ÞVÍ er ekki að neita að við erum mjög svekkt yfir þessum úrslitum," sagði Guðmundur Þ.B. Olafsson, efsti maður á V-lista, sameiginlegu framboði Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks í Vestmannaeyjum, sem hlaut 2 bæj- arfulltrúa af sjö. „Við vorum að reyna hér nýjar leiðir og metum það að þetta er það sem fólkið vill og við því er ekkert að gera. Þetta búum við við í lýðræð- isríki, að fólk segir sína skoðun í kosningum og við verðum bara að taka því en við héldum að við hefðum málefni og frambjóðendur sem gæfu tilefni til annarrar og betri niður- stöðu fyrir okkur. Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist í þetta sinn var mik- ill hópur af fólki sem lagði okkur lið og það stendur kannski upp úr á svona stundu að þakka því fólki fyr- ir mjög gott starf.“ Aðspurður af hveiju hann teldi að málflutningur V-listans hefði ekki fengið hljómgrunn í bænum sagðist Guðmundur telja að Sjálfstæðis- flokknum hefði eina ferðina enn tek- ist að setja upp sinn málflutning í kringum eitt atriði. „í þessu tilfelli var það í kringum Guðjón Hjörleifs- son, sem hefur náð til fólks sem vin- sæll bæjarstjóri og mér sýnist að barátta þeirra með það eitt að leiðar- ljósi að Guðjón yrði áfram bæjar- stjóri hafí skilað sér,“ sagði Guð- mundur Þ.B. Ólafsson, efsti maður á V-lista i Vestmannaeyjum. Georg Þ. Kristjáns- son oddviti H-lista Sérstakur sigurfyrir Guðjón „ÞETTA er meiriháttar árangur sem ég þakka góðu starfi góðra sam- starfsmanna. Þetta hlýtur að vera hrós fyrir það starf sem ég er búinn að vera að vinna á undanförnum árum fyrir bæjarfélagið," sagði Ge- org Þór Kristjánsson, fyrsti maðuij á H-listanum í Vestmannaeyjum, klofningsframboði frá Sjálfstæðis- flokknum. Georg hlaut kosningu í bæjarstjóm. Hann sagði að sér þætti miður að hafa ekki náð að komast í oddaaðstöðu í bæjarstjóminni eins og að hafði verið stefnt. „Ég hlýt að verða einn af minni- hlutamönnunum og mun starfa eftir því í þágu bæjarfélagsins og taka á hveiju máli fyrir sig,“ sagði Georg aðspurður um hvernig hann hygðist haga starfi sínu í bæjarstjórn. Hann kvaðst ekki mundu leita eftir sam- starfi við meirihluta sjálfstæðis- manna eða leita inngöngu í Sjálf- stæðisflokkinn að nýju. „Eg og mitt fólk munum vinna áfram að því starfí sem við emm búin að byggja upp. Sjálfstæðisflokkurinn kemur það sterkt út úr kosningunum að hann hlýtur að spjara sig einn. Þetta er sérstakur persónulegur sigur fyrir Guðjón Hjörleifsson en ekki sigur Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Georg og kvaðst telja skýringuna þá að Guðjón væri prýðismaður sem hefði gengið vel og væri vel þokkaður, og hefði haft sterkt batterí á bak við sig. „Við byijuðum frá grunni og okk- ar árangur byggist á starfi sem er búið að standa í 6 vikur. Okkar árangur hlýtur því að vera stórkost- legur, sérstaklega ef miðað er við vinstri flokkana þar sem þrír flokkar sameinuðust í samstarfí með þijú batterí á bak við sig en okkar fá- menni hópur náði þessum glæsilega árangri," sagði Georg Þór Kristjáns- son. Guðjón Hjörleifsson oddviti D-lista Vinstri menn töp- uðu 11%á samein- ingu „VIÐ höfðum sterka málefnalega stöðu og höfum rekið markvissa kosningabaráttu auk þess sem þetta er sá dómur sem fólk er að leggja yfir mín störf á kjörtímabilinu. Þau hafa greinilega verið farsæl og Eyja- menn treysta mér til að vera áfram í þessu,“ sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem var í baráttusæti D-listáns, sem tryggði áframhaldandi meirihluta sinn í bæjarstjórninni. Guðjón sagði, að ef lagt væri sam- an fylgi D-listans og klofningsfram- boðs H-listans hefðu sjálfstæðismenn rúmlega 67% fylgi meðal kjósenda í Vetmannaeyjum. „Þannig að með sameiningunni hafa vinstri menn tapað 11% af sínu fylgi, sem er at- hyglisverð andstæða við R-listann í Reykjavík," sagði Guðjón og kvaðst telja skýringuna á útreið vinstri flokkanna annars vegar ákveðna óánægju með hið sameiginlega fram- boð auk þess sem málefnastaða sjálf- stæðismanna hefði verið mjög góð. „Ég tel einnig að kosningabarátta þeirra hafi ekki verið nógu málefna- leg. Hún byggðist um of á persónu- legum árásum og það er ekki sá stíll sem menn vilja hérna í Eyjum,“ sagði Guðjón, sem sagðist vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra sem hefðu unnið að sigri Sjálf- stæðisflokksins. Selfoss Sigurður Jónsson oddviti D-lista Óhress með tapog dræma kjörsókn „VIÐ erum ekki hress með að hafa tapað manni en þó heldur óhressari með það hversu kjörsóknin var dræm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.