Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 ATVINNUAUQ YSINGAR Iá f M fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði Staða sérfræðings í skurðlækningum 100% staða sérfræðings í skurðlækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa víðtæka þekkingu í alm. skurðlækningum, reynsla í kvensjúkd. og fæðingarhjálp æskileg. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Jóhann- esson, yfirlæknir, í síma 94-4500 og -4512. Umsókn ásamt curriculum vitae sendist framkvstj., Guðjóni Brjánssyni, fyrir 15. des. nk., pósthólf 215, 400 ísafirði. Sölustarf - snyrtivörur Heildsölufyrirtæki með þekkt snyrtivöru- merki óskar eftir að ráða starfskraft. Starfið felst í sölu í verslunum, kynningum, léttum skrifstofustörfum og útkeyrslu. Þarf að geta hafið störf 10. desember nk. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi: ★ Vera snyrtifræðingur með góða þekkingu á snyrtivörum, eða vön snyrtivörusölu. ★ Hafa góða söluhæfileika. ★ Samviskusemi. ★ Áhugasemi. ★ Einhverja tölvukunnáttu. Umsækjendur sendi umsókn ásamt með- mælum (Ijósriti) og upplýsingum um aldur og fyrri störf merkt: „Stundvís - 12133“ fyr- ir 18. nóvember nk. Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra á deild A-3 er laus til umsóknar. Um er að ræða 80-100% starf á hjúkrunardeild með góðri vinnuað- stöðu. Unnið er eftir hjúkrunarskráningu. Hjúkrunarfræðingur, með reynslu af hjúkrun aldraðra, óskast, helst eigi síðar en 1. desember nk. Sjúkraliði Staða sjúkraliða 70% starf er laust frá ca 10. desember. Upplýsingar veita Jónína Nielsen, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, og ída Atladóttir, hjúkr- unarforstjóri, í símum 35262 og 689500. Sölustarf 295 Tímaritaútgáfa í Reykjavík óskar að ráða sölumann til að selja auglýsingar í blöð fyrir- tækisins. Vlð leitum að sölumanni sem getur unnið sjálfstætt, hefur frumkvæði í starfi og treyst- ir sér til að vinna í krefjandi starfsumhverfi. Starfsreynsla skilyrði. í boði er sjálfstætt starf hjá traustu fyrir- tæki sem býður laun í samræmi við árangur. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagva ngurhf 1 Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813Ó66 | Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Læknaritari Löggiltur læknaritari óskast í 50% starf. Umsóknir sendist læknafulltrúa á Heilsugæslu- stöðinni á Seltjarnarnesi fyrir 11. nóv. nk. Staða verkefnis- stjóra Umhverfisráðuneytið vekur athygli á því að laus er til umsóknar staða verkefnisstjóra samvinnuverkefnis um náttúruvernd á norð- urslóðum. Staðsetning verkefnisstjóra verð- ur í Kanada. Nánari upplýsingar um stöðuna eru fáanleg- ar í umhverfisráðuneyti og Náttúrufræði- stofnun Islands. Umhverfisráðuneytið. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Laus staða Staða forstöðumanns fyrir nýtt heimili fimm fjölfatlaðra barna er laus til umsóknar. Heimilið er á skjólsælum og fallegum stað í Fossvoginum. Auk meðferðarstarfa sér forstöðumaður um ráðningu starfsfólks, vaktaskipulag og fjár- reiður. Staðan krefst fagþekkingar, færni í samskiptum og hæfileika til stjórnunar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með fötluðum og þekki fjölþætt markmið þess. Staðan veitist frá 15. febrúar nk. en viðkom- andi þarf að geta tekið þátt í undirbúnings- starfi fyrr skv. nárwa samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 621388. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS STATENS FORSKNINGSRÁD THE NATI0NAL RESEARCH C0UNCIL LAUGAVEGI 13 BRÉFASÍMI 91 29814 101 REYKJAVÍK SÍMI 91 621320 Deildarsérfræðingur - tækniúttektir Rannsóknaráð ríkisins vill ráða í starf deild- arsérfræðings. í starfinu felst m.a. eftirfarandi: ★ Umsókn með úttektum á sviði atvinnulífs og tækni og aðstoð við starfshópa á veg- um Rannsóknaráðs ríkisins. ★ Umsjón með framkvæmd árangursmats á einstökum sviðum rannsókna og þróunar, samkvæmt ákvörðunum Rannsóknaráðs. ★ Erlend samskipti á starfssviðum Rann- sóknaráðs. ★ Aðstoð við mat á umsóknum til Rann- sóknasjóðs, sérstaklega á sviði upplýs- ingatækni. ★ Aðstoð við uppbyggingu og viðhald á gagnavinnslukerfi ráðsins, m.a. vegna þarfa Rannsóknasjóðs. Krafa er gerð um háskólamenntun á sviði raunvísinda og góða innsýn og reynslu á sviði tölvu- og upplýsingatækni. Góð mála- kunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum eru eftirsóknarverðir hæfileikar. Um launakjör er farið eftir reglum opinberra starfsmanna. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist Rannsóknaráði ríkisins, Laugavegi 13, fyrir 15. nóvember nk. Húsasmiður 32 ára húsasmiður óskar eftir vinnu í hluta- starf eða fullt starf. Flest kemur til greina, einnig annað en smíðar. Vönduð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 684067. Tvílembingsveiðar Bliki hf., Dalvík, sem gerir út frystiskipið Blika EA-12, leitar að samstarfsaðila sem hefur til umráða skip sem togað gæti á móti Blika EA á tvílembingsveiðum. Togkraftur viðkom- andi skips þarf að vera a.m.k. 12-13 tonn og spil þarf að rúma 1000-1200 faðma af 24 mm vír. Nánari upplýsingar og svör veitir Ottó Jak- obsson frkvstj. í síma 96-61885 á daginn en 96-61157 á kvöldin. Hafnarfirði Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar í hlutastarf á hjúkrunar- deild. Einungis vaktavinna er í boði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 653000. Stoðtækjaf ræði ng ur - stoðtækjasmiður Leitum eftir stoðtækjafræðingi eða stoðtækja- smið við fyrirtæki okkar. Áríðandi er að umsækj- endur hafi reynslu í smíði á stoðtækjum og móttöku viðskiptavina. í boði er góð vinnuað- staða í vaxandi fyrirtæki. Yfirleðrasaumur Leitum eftir starfsmanni í snið og saum á yfir- leðrum fyrir sérsmíðaða skó. Starfsmaður þarf að vera handlaginn og hafa góða sauma- og teiknikunnáttu. Reynsla í yfirleðrasaum ekki áskilin. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá okkur, Lækjargötu 4. Fullum trúnaði heitið. X STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson hf AS/400 Hugbúnaðarþjónusta NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SÍMI 69 77 00 & 69 77 77 AUiaf skreji á undan óskar að ráða starfsmann í Tæknideild vegna nýrra verkefna deildarinnar. Leitað er að drífandi einstaklingi, sem hefur reynslu af AS/400 hugbúnaði. Starfið fer að mestum hluta fram hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa trausta framkomu, vera þjón- ustulipur og tilbúinn að vinna þó nokkra auka- vinnu. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 14. nóv. nk. GijdntTónsson RÁÐCjÖF 6 RÁPNI NCARMÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.