Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 EGEREKKI AFLOTTA eftir Pál Þórhallsson GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðis- og tryggingaráð- herra vísar því á bug að hann sé á hröðum flótta undan öllum sínum helstu tillögum. Þvert á móti sjái hann fram á að sín meginmarkmið varðandi t.d. vistheimilið í Gunnarsholti og leik- skóla Ríkisspítalanna náist. Ráðherrann segir að þau mál sem mest hafi verið rætt um feli þó ekki í sér nema lítinn hluta af spamaðinum sem undir hans ráðuneyti heyri. Hann bindur vonir við að draga megi úr kostnaði ríkisins með því til dæmis að koma í veg fyrir að læknar þiggi greiðslur úr mörgum áttum og með því að auka samkeppni í lyfjaverslun. Guðmundur Árni spáir því að athugun sem gerð hefur verið á vegum ráðuneytis- ins á nýtingu spítala úti á landi eigi eftir að vekja mikla at- hygli, en þar komi í ljós að heimamenn nýti oft og tíðum ekki sín sjúkrahús. En allar góðar tillögur þurfa þróun og umræðu áður en þær verða að veruleika, segir Guð- mundurÁrni Stefánsson heilbrigðisráð- herra t I C I t t Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nú hefur þú átt undir högg að sækja í ráð- herraembætti, a.m.k. hefur þú verið umdeild- ur, voru það mistök að setjast í þennan ráðherrastól? Jafngildir það „pólitísku harakiri"? „Nei, það held ég sé af og frá. Auðvitað gerði ég mér ljóst þegar ég tók við þessu starfi að þar yrðu sviptivindar. Það hefur ekkert kom- ið mér sérstaklega á óvart varðandi það andstreymi sem ég hef mætt með ýmsar tillögur mínar, einkan- lega varðandi fjárlagagerðina. Hins vegar finnst mér andstaðan við hugmyndir mínar um leikskóla spít- alanna og vistheimilið í Gunnars- holti sýna að það vantar breidd og heildaryfírsýn í umræður um heil- brigðis- og velferðarmál. Þótt þetta séu stórmál fyrir þá sem hlut eiga að máli, eru þetta mál sem ekki skipta sköpum um þjónustu í heil- brigðiskerfínu, en ráðuneytið veltir rúmum 47 milljörðum á ári. Eg hef trú á því að þennan vind lægi og menn glöggvi sig á því að ég og ráðuneytismenn erum að fást við það erfíða verkefni að treysta vel- ferðarkerfíð á tímum kreppu í at- vinnu- og efnahagslífi." Læknar þjóna tveimur herrum - Þú segir að menn sjái ekki hlut- ina í víðara samhengi og að þetta séu litlar upphæðir. Þarf ekki ein- mitt víðtækari stefnumótun af hálfu ráðuneytisins og aðgerðir sem spara stærri fjármuni? „Það má vissulega til sanns veg- ar færa. Þau dæmi sem ég nefndi eru heldur ekki burðurinn í þeim spamaði sem ég legg upp með í þessari fjárlagavinnu. Hann er upp á tvo milljarða króna og lýtur að veigaþyngri atriðum en þeim sem ég nefndi sem dæmi um það sem fjölmiðlar og almenna umræðan hefur snúist um. í þessum tillögum mínum er verið að stíga fyrstu skref í þá vem t.a.m. að gera gleggri grein fyrir störfum lækna. Ríkis- endurskoðun er að taka út að minni beiðni störf lækna og hvaðan þeim koma laun. Það hefur verið fyrir- liggjandi að þeir sumir hveijir em í vinnu sem læknar á spítölum sem em reknir fyrir opinbert fé en taka á sama tíma laun sem verktakar vegna starfa á eigin stofum. Þessi algenga tvískipting er óskynsamleg og leiðir til hærri útgjalda án þess að þjónustan sé betri. Fyrstu tölur sem ég hef séð frá Ríkisendurskoð- un sýna að það er mjög algengt að læknar em að vinna á mörgum stöðum og taka laun úr ólíkum átt- um. Mér sýnist að þær staðfesti að á þessu þarf _ að gera allvemlega uppstokkun. Ég vil að ferliverkin, minniháttar aðgerðir sem em i stór- um stíl framkvæmdar utan spítal- anna, færist í auknum mæli inn á dagdeildir spítalanna og þá þannig að þeir læknar sem þar em í vinnu inni þær af hendi en þar er í sumum tilfellum ónýtt aðstaða. Ég held að spítalar geti aukið afköst að þessu leyti. Verði þessar aðgerðir færðar inn á spítalana þarf hugsanlega að bæta þessum sömu læknum þetta í kjömm. Þetta er ekki auðveld breyting því launakjör lækna hafa byggst á þessu tvöfalda kerfi. En ég held að það sé nauðsynlegt að það séu skýrar línur þama á milli. Annaðhvort verði menn i vinnu á spítölunum eða reki einkapraxís úti í bæ og fái sinn hluta greiddan frá tryggingastofnun eins og verið hef- ur. Eg held það sé erfitt í þessu eins og öðm að þjóna tveimur herr- um.“ - Ertu að segja að það séu dæmi um að menn séu hluta af þeim vin- nutíma sem þeir eiga að vera á spítala í starfi úti i bæ? „Ég ætla ekkert að fullyrða í því efni. En ef svo er ekki, sýna þær tölur sem ég sá að margir læknar em býsna duglegir á kvöldin og næturnar. Það er óheppilegt að al- hæfa um þetta efni, en ég verð var við það hjá yngri læknum að þeir eru áfram um að línur séu skýrar í þessu efni. Ég bað ekki um þessa athugun Ríkisendurskoðunar til að skapa tortryggni í garð lækna. Þetta kerfi hefur verið svona og það hafa allir vitað. En það hjálpar að staðreyndirnar liggi á borðinu og menn geti þá snúið sér að því að breyta uppbyggingunni." - Þetta minnir á ummæli í nýj- ustu skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem heilbrigðisráðherra er hvattur til að fyrirskipa að stimpil- klukkur verði innleiddar í stofnun- um sem undir hann heyra. „Þessi ábending kemur í kjölfar þess að Ríkisspítalar stóðu í stappi við ákveðinn hluta starfsmanna vegna stimpilklukkna. Mér skilst að þeim hópum fækki sem noti ekki stimpilklukkur. Ég mun gera gangskör að því að verða við þess- um tilmælum." Heimamenn nýta ekki spítalana Hvað aðrar spamaðaraðgerðir varðar nefnir Guðmundur Árni frumvarp um lyfjamál sem nú sé til umfjöllunar í ríkisstjórnarflokk- unum. Aukin samkeppni muni lækka lyfjaverð auk þess sem ákvæði sé í frumvarpinu vegna samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið sem eigi að leiða til lækkaðs lyfjaverðs. Nú fari mestur hluti lyijaverslunar okkar í gégnum Danmörku en vitað sé að sambæri- leg lyf séu ódýrari í Svíþjóð til dæmis. „Innflytjendur lyfja hér hafa haft einkarétt á tilteknum lyfjaheitum og átt að langmestu leyti í viðskiptum við Danmörku þó að þar séu lyf mjög dýr. Þetta frum- varp og EES-samningurinn munu leiða til þess að aðrir umboðsmenn geta flutt samskonar lyf inn frá öðrum aðila í öðru landi. Það hefur ekki verið hvati í núverandi kerfí til að kaupa inn á sem hagstæðustu verði erlendis." Guðmundur Árni segist einnig stefna að því að lækka gjaldskrár vegna röntgen- og rann- sóknaþjónustu þar sem ný tækni hafí leitt til þess að það séu ekki forsendur til að halda henni jafn- hárri og verið hefur. Þróun spítala- mála á höfuðborgarsvæðinu sé kap- ítuli út af fyrir sig. Loks hafi nefnd á vegum ráðuneytisins unnið að því að kortleggja spítalaþjónustuna í E landinu. „Og þá kemur í ljós að einhverra hluta vegna eru sjúkra- hús úti um land, sem mörg hver 1 eru ágætlega búin, ekki nýtt sem skyldi af heimamönnum. Þeir fara stundum yfir lækinn til að sækja vatnið og koma hingað til Reykja- víkur á hátæknispítalana. Mörg sjúkrahús eru því fyrst og síðast langleguspítalar fyrir aldraða. Það verður mikil umræða um þetta í kjölfar skýrslu þessarar nefndar og tillagnanna sem þar koma fram. Annars vegar er hægt að treysta starfsemi sem flestra spítala úti um land og senda sérfræðinga þangað og tryggja það að heimamenn sæki sína þjónustu í sínu héraði. Ellegar að viðurkenna þær staðreyndir að fólk sækir þangað sem hátæknin er mest og öryggið kannski þar með tryggast." Þetta eru að sögn ráðherrans ■ örfá af þeim stóru málum sem ver- ið er að fást við og það taki meira en eitt fjárlagaár að fínna þeim ■ eðlilegan hagrænan farveg. Hann vill leggja meiri áherslu á forvarnir og stuðlað verði að því að einstak- lingurinn skynji að hann ber sjálfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.