Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 B 5 er t.d. Lækjargata 4 sem hrundi við flutning fyrir nokkrum árum síðan en er samt ótrúlega heillegt. Það er í rauninni auðvelt að koma því saman aftur þar sem hver fjöl var merkt fyrir flutning svo og Ijós- mynduð. Grunnurinn er tilbúinn þannig að við bíðum aðeins eftir fjárveitingu til að endurreisa húsið. Það kemur til með að stórbæta aðstöðu safnsins til sýninga- og fyrirlestrahalds. Vesturgata 55 var nýlega flutt hingað í safnið og bíður endurbygg- ingar. Þannig að við getum ekki kvartað yfir verkefnaleysi. Nýlega var hins vegar lokið við endurbygg- ingu skátaskála sem var fluttur hingað fyrir mörgum árum frá Lækjarbotnum.“ • • 011 húsin hafa einhveija sér- stöðu en eru einhver hús sem skera sig úr að þínu áliti? „Árbærinn er kjarni safnsins. Hann sker sig úr að því leyti að hann hefur verið hér frá upphafi en önnur hús hafa verið flutt á safnlóðina. Umhverfi Árbæjar hef- ur verið haldið óbreyttu og ekki hefur verið sett hús á það tún er tilheyrir honum. Steinbæirnir eru einn þáttur í byggingarsögu Reykjavíkur sem er sérreykvískur og á rætur sínar í byggingarhefð íslendinga þ.e. torfliúsahleðslurnar. Eftir að ís- lendingar lærðu að höggva til gijót í kjolfar byggingar alþingishússins þá var farið að byggja þessa stein- bæi sem risu oft á lóðum torfhúsa. Það má segja að torfinu hafi verið skipt út og steinhlaðnir langveggir komið í þess stað. Við höldum upp á þá. Þetta eru sem sagt iítil hús, með hlöðnum langveggjum og timburgöflum. Það er ekki nema tæplega 30 steinbæir varðveittir í Reykjavík en það voru byggðir nokkuð á annað hundrað slíkir bæir í lok síðustu aldar. Fyrir nokkru síðan þá gerðum við úttekt á þeim steinbæjum sem eftir eru í Reykjavík og sendum síðan í fram- haldi af því tillögu til Borgarráðs um að þessi hús yrðu vernduð sem var samþykkt." — Er einhver útgáfustarfsemi á vegum safnsins? „Já, það eru skýrslur sem við birtum um rannsóknir okkar, forn- leifarannsóknirnar og bygginga- sögulegar rannsóknir. Síðan höfum við nýlega gefið út myndir Jóns Helgasonar biskups. Það er sem sagt komin út askja með myndum sem er aðeins gefln út í 500 eintök- um.“ — Hvernig er samskiptum við söfn erlendis háttað? „Við hér á íslandi erum frekar einangruð og verðum því að vera í sambandi við erlend söfn og förum reglulega erlendis til að kynna okk- ur starfsemi safna svo og á ráð- stefnur." Hver eru helstu framtíðarverk- efni safnsins? „Safnið er í uppbyggingu og meðal verkefna er endurbygging áðurnefndra húsa auk þess sem ganga þarf betur frá umhverl'i hús- anna og safnsvæðisins, gera þetta meira að Reykjavík eins og hún var þ.e.a.s. girða í kringum húsin og búa til viðeigandi garða við hvert hús, helluleggja stíga. Þetta eru nærtækustu verkefni safnsins auk þess að standa að söfnun gripa úr borgarlandinu. Við stefnum að því að fara út í skipulega söfnun á safngripum bæði munum og myndum. Síðan sjáum við fram á frekari byggingarsögulegar rann- sóknir. Við erum t.d. nú að fara af stað með úttekt á Hlíðarhverfi. Einnig er unnið að gerð tölvuskrár og er nú langt komin skráning allra húsa sem byggð voru í Reykjavík fyrir 1945, fornleifa og safngripa. Síðan má nefna þær fornleifarann- sóknir sem eru á vegum safnsins í Viðey, þannig að það má segja að um sé að ræða næg verkefni. Unnið hefur verið að geymslumál- um safnsins og nýtt húsnæði verið byggt fyrir safngripina. Stefnt er að því að opna safnið á sunnudögum yfir vetrarmánuðina því að safnið virðist falla dálítið í» gleymsku yfir veturinn. Safnið er opið á vetrum eftir samkomulagi og heimsóknir skólabarna nær dag- legar á þeim tíma.“ Einar Orn Gunnarsson MARIMBUKONSERT ASKELS FRUMFLUTTUR í SVÍÞJÓÐ ábær var reistur 1867 af Jóni Vigfússyni tómthúsmanni, og stóð við Grettisgötu. Steinbæir, eins og Hóbær, eru með rreykvískum byggingarstíl. Þar gætir óhrifa fró torfbæjum. ir tónlistargagnrýendur tóku vel við sér og hældu verkinu og flutn- ingnum á hvert reipi. „Þetta er eini konsertinn sem saminn hefur verið fyrir þessa hljóðfæraskipan að því er ég best veit, en þetta er samt að verða eitt af mínum mest fluttu verkurn," sagði Áskell. Hann sagðist ekki hafa haft fregnir af þessum tónleikum fyrr en eftir á, en kvaðst auðvitað mjög ánægður með viðtökurnar. „Glennie hafði samband við mig og lét mig vita af þessum tónleik- um og einnig að hún hygðist flytja trommukonsertinn minn á næsta ári í Ástralíu með Fílharmóníu- hljómsveitinni f Queensland. Hún á einnig bókaða tónleika með Guildford Fílharmóníusveitinni í Bretlandi í apríl á næsta ári svo ég get ekki arinað en verið ánægð- ur,“ sagði Áskell. Evelyn Glennie er einn af þekktustu slagverkslei- kurum Evrópu um þessar mundir og heldur fjölda tónleika á ári hveiju víða um heim. Áskell sagði áhuga Glennie hafa komið sér á óvart en hann væri vissulega glað- ur yfir því að verk hans heyrðust sem víðast. „Evelyn Glennie er einstök í hópi hljóðfæraleikara vegna þess að hún er heyrnarlaus en það virðist samt ekki há henni við hljóðfæraleikinn. Það skilur enginn hvernig hún fer að þessu en hún gerir það samt og gerir það vel,“ sagði Áskell að lokum. hs „Við leggjum áherslu á að reyna að endurskapa það umhverfi sem var. Það er kannski einmitt það sem gerir Árbæjarsafn meira lifándi en mörg önnur söfn. Við erum að reyna að setja fortíðina pínulítið á svið með því að koma inn á ýmsa þætti mannlífsins fyrr á tímum, t.d. eru ýmsir handverksmenn að störfum um helgar. í safninu er að finna starfandi verkstæði eld- smiðs, skósmiðs, vefara, bókbind- ara og prentara. Tónlist frá ýmsum tímabilum er spiluð og við höfum nokkur húsdýr sem tilheyrðu um- hverfinu. Auk þess eru til sýnis heimili frá ýmsum tímum. Dillonshús gegnir stóru hlutverki þar sem eru kaffiveitingar, pönnu- kökur, vöfflur og slíkt á boðstólum. Það eru ýmsir aðrir þættir svo sem messa um helgar í safnkirkj- unni. Hér er að finna krambúð þar sem seldir eru þurrkaðir ávéxtir, nýbrennt kaffi, te og slíkt. í Árbæ •er unnið við vefnað og lummu- bakstur. I stærsta húsi safnsins, pi'ófess- orsbústaðnum, eru fastar sumar- sýningar. Má þar nefna sýningar á hlutum frá stríðsárunum og mann- lífinu á þeim tíma í Reykjavík. Einnig stendur yfir lítil sýning á þeim fornleifum sem hafa^ fundist við uppgröftinn í Viðey. í öðrum húsum eru sýningar, t.d. er athygl- isverð ljósmyndasýning í „Lauga- vegi 62“ þ.e. efri hæð miðasölunn- ar. Það eru verk Vigfúsar Sigur- geirssonar og Ralph Hannam og eru það myndir af Reykjavík fyrri tíma. Myndir Sigfúsar eru góðar heimildarmyndir af gömlu Reykja- vík og myndir Ralphs eru óvenju- lega skemmtilegar og bera vitni um næmt listrænt auga.“ — Hversu mörg eru húsin? að eru varðveitt hérna um þrjá- tíu hús sem flest eru frá seinni hluta nítjándu aldar, elstu húsin eru frá 1820 og þau yngstu síðan rétt um aldamót, þá tel ég auðvitað ekki með þau mannvirki sem tengj- ast starfsemi safnsins svo sem skemmur, geymslur og verkstæði. Það má segja að þau hús sem aðal- lega eru flutt hingað séu dæmigerð fyrir ákveðna þætti í okkar bygg- ingarsögu. Það er ætlunin með þessu húsasafni að greina frá bygg- ingarsögu og þeirri þróun sem varð í húsagerð í Reykjavík. Reyndar eru nokkur hús hérna sem hafa verið flutt utan af landi t.d tvö pakkhús frá Vopnafirði en þjóð- minjaráð samþykkti nýlega að Ár- bæjarsafn eignaðist húsin og tæki við rekstri þeirra. Þau hafa verið notuð sem geymslur á vegum Þjóð- minjasafnsins fram til þessa. Pakk- húsin verða notuð til sýningahalds þannig að þau verða einnig hluti af sýningarsvæðinu. Það má því segja að hér sé vísir að landsbyggð- arsafni. Kirkjan er t.d. flutt utan af landi og skrúðhúsið einnig. Ég sé ekki fram á að mikið verði flutt hingað af húsum í framtíðinni því að það er fyrst og fremst stefna núna að hús séu varðveitt á sínum upprunalega stað og ef að það er óhjákvæmilegt þá er miklu fremur mælt með því að þau séu flutt inn- an sama hverfís. Það er ekki mælt með því að flytja hús á safn því að þau halda ekki lífi sínu á sama hátt og ef þau standa í sínu rétta umhverfi. Við óskum sem sagt ekk- ert sérstaklega eftir því að fá hús nema það sé óhjákvæmilegt að þau víki og séu það merkileg að við viljum ekki að þeim sé neitt breytt t.d. aðlöguð að einhverri nútíma starfsemi. Það er algjör undantekn- ing og það stendur ekki til að flytja neitt á næstunni. Það eru þegar nokkur hús óendurbyggð hér. Það Tveir geisladisk- ar í undirbúningi Tónverk eftir Áskel Máson tón- skáld hljóma víða þessa mánuð- ina. I Bretlandi hefur einn þekktasti ásláttareinleikari þeirra tekið ástfóstri við tón- smíðar Áskels og í Svíþjóð stendur fyrir dyrum frumflutn- ingur á marimbukonsert og í kjölfar þess útgáfa sama tón- verks á geisladisk. Það er Sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg sem frumflyt- ur marimbukonsertinn 7. nóvember næstkomandi og ein- leikari á marimbu er Roger Carl- son. Þeir Áskell og Roger Carlson hafa átt með sér náið samstarf um langt skeið og hefur Áskell áður samið verk fyrir Carlson. „Þetta er búið að standa lengi til,“ sagði Áskell í samtali við Morgun- blaðið, „og er auðvitað mjög þýð- ingarmikið fyrir mig. Samstarf okkar Rogers hefur staðið í 12 ár og ég hef áður samið fyrir hann mörg verk. Eitt af þeim er einleiksverk, sónata fyrir slag- verk, sem kemur bráðlega út á geisladisk í Svíþjóð í flutningi Carlsons." Að sögn Áskels er marimbu- konsertinn saminn eftir pöntun NOMUS, Norræna tónlistarráðs- ins, og hefur útgáfufyrirtækið Áskell Másson tónskáld. Intim Musik í hyggju að gefa konsertinn út á geisladisk ásamt konsertum eftir tvö önnur norræn tónskáld, A. Sallinen frá Finn- landi og P. Lindgren frá Svíþjóð. Breski slagverksleikarinn Evel- yn Glennie hefur undanfarið ár flutt vet'kið Pnm á tónleikum víða um Evrópu. í júlí sl. var konsert Áskels fyrir litla trommu og hljómsveit frumfluttur af Glennie ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Birmingham á tvennum tónleikum í Sheffield og Birmingham. Bresk- uppbyggingu safnhúsanna að gera. Helgi M. Sigurðsson sagnfræðing- ur hefur umsjón með minjasafninu og skráningu safngripa. Ljós- myndadeild Árbæjarsáfns er í höndum Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings og safnkennari er Aðalbjörg Ólafsdóttir fornleifa- fræðingur. Við safnið starfa fimm smiðir sem hafa umsjón með uppbyggingu safnhúsanna. Örn Erlendsson er ráðsmaður og hefur m.a. umsjón með gæslu. Við safnið er deildar- fulltrúi svo og ýmist aðstoðarfólk. Fyrir utan sumarstarfsfólk þ.e. leiðsögumenn og fornleifafræð- inga. Safninu tengjast einnig verk- takar og það eru almennt fastir aðilar sem eru orðnir sérhæfðir í gömlu handverki. Auk þess starfar forvörður við frágang fornleifa frá uppgreftinum í Viðey sem er gerð- ur á vegum safnsins. Aðsókn að safninu hefur aukist mjög síðustu ár í tengslum við aukna sýningarstarfsemi safns- ins. Það er í fyrsta sinn nú í sumar sem við erum með prentaða dag- skrá og það hefur gefist mjög vel. I fyrra var aukningin frá árinu áður um fimmtíu prósent og það virðist stefna í að það verði enn meiri aukning nú í ár frá því í fyrra. Það sem er skemmtilegast við þessa fjölgun gesta er að aðsókn íslend- inga hefur aukist mest. Það vill oft brenna við að söfn verði aðeins viðkomustaðir ferðamanna sem af skyldurækni skoða helstu söfn þeirra staða sem þeir heimsækja.“ — Hvað er gert til að gera safn- ið lifandi? ;ta hús safnsins. Þar eru fastar sumarsýn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.