Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Árbæjar er fyrst getið í heimildum 1464 en þó-er Ólöf ríka loftsdóttir þar stödd ósamt óbótanum í Vióey. Ekki er ólíklegt aó bærinn hafi þó verið eign Viðeyjarklausturs. Um siða- skipti er bærinn orðinn konungseign og var það til órsins 1838, en var þó seldur einkaað- ila. Meðal þeirra sem óttu jörðina voru þeir feðgar Benedikt Sveinsson yfirdómari og Einar Morgunblaðið/Einar Falur Benediktsson skóld. Siðustu óbúendur voru Eileifur Einarsson og Margrét Pétursdóttir og varð bærinn vinsæll óningarstaður. Eftir dauða Eileifs bjó Margrét þar til dauðadags ósamt Kristjönu dóttur sinni. Reykjavíkurbær kéypti Árbæ órið 1906 vegna fyrirhugaðra vatnsveitu- framkvæmda. H< sé Viðtal við Margréti Hallgríms- dóttur borgarminjavörð Árbæjarsafn er orðið til úr tveimur söfnum sem Reykjavíkur- bær kom á fót á sjötta áratugnum, annars vegar byggða- og útisafninu að Arbæ, hins vegar Minjasafni Reykjavíkur. Sá sem fyrstur setti fram hugmynd að stofnun minjasafns fyrir Reykjavíkurbæ var Arni I. Arnason bókari hjá Gasstöð Reykja- víkur. Hann ritaði bæjarráði bréf þess efnis í október 1942. Bæjarráð fól þáverandi borgarstjóra, Bjarna Benediktssyni, að athuga málið en hann hafði samband við Reykvíkingafélag- ið og bað um tillögur þess. Haustið 1945 keypti bærinn 118 málverk og teikningar af dánarbúi Jóns Helgasonar biskups og kom þeim í vörslu skjalasafns bæjarins og var það fyrsti vísir að minjasafninu. Þess má geta að nú stendur yfir sýning á myndum Jóns Helgasonar í Prófessorsbústaðnum í tilefni af útgáfu safnsins á verkum hans. Skjalasafnið var í höndum Lárusar Sigurbjörnssonar sem falið hafði verið að taka saman gögn um sögu Reykjavíkur. Imarsmánuði árið 1947 sam- þykkti bæjarstjórn tillögu frá Jóhanni Hafstein þess efnis að koma upp bæjar- safni Reykjavíkur og stofna til bæjarsýningar. Reykja- víkursýning var haldin árið 1949 í Þjóðminjasafni íslands. Skjalasafnið var til húsa í Ing- ólfsstræti 5 frá 1949 og þar voru einnig geymd málverk Jóns biskups og nokkrir munir frá Reykjavíkur- sýningunni. Það var þó ekki fyrr en haustið 1954 að söfnin voru formlega stofnuð og Lárus Sigur- björnsson skipaður skjala- og minjavörður Reykjavíkurbæjar. Skjala- og minjasafnið var til húsa í Ingólfsstræti 5 frá 1949 en flutti 1957 að Skúlatúni 2. Ekki var safn- ið opið almenningi á þessum árum. Þann 16. apríl árið 1957 var gerð samþykkt í bæjarráði Reykjavíkur um byggðasafn og endurreisn Ár- bæjar. Gert var ráð fyrir að fluttar yrðu þangað og endui-reistar menn- ingarsögulega merkar byggingar. Þann 22. september 1957 var Árbæjarsafn fyrst opnað almenn- ingi til sýnis af Gunnari Thorodds- en borgarstjóra. Árbæjarsafn var þá hugsað sem deild í skjala og minjasafni Reykjavíkur og fyrsti vísir að byggðasafni Reykjavíkur. Haustið 1967 lét Lárus Sigur- björnsson af störfum. Ári síðar voru starfsheitin borgarskjalavörð- ur og borgarminjavörður samþykkt í borgarráði svo og _að sameina skyldi minjasafnið og Árbæjarsafn. Árið 1974 var ráðið í stöðu borgar- minjavarðar og varð borgarminja- vörður þá jafnframt forstöðumaður Árbæjarsafns. Nanna Hermannson gegndi embættinu frá árinu 1974 til ársins 1985 að Ragnheiður H. Þórarinsdóttir tók við en hún gegndi starfinu á árunum 1985-89. Núverandi borgarminjavörður er Margrét Hallgrímsdóttir frá 1. nóv. 1989. vert er hlutverk safnsins? „Hlutverk safnsins er í raun þríþætt," segir Margrét, „þ.e. að safna, skrásetja og varðveita muni sem tengjast menningarsögu Reykjavíkur. Annað hlutverk safnsins er að standa fyrir margþættum rann- sóknum á sögu Reykjavíkur. Fyrst og fremst byggingarsögulegum rannsóknum, og fornleifarannsókn- um. Þriðja hlutverk safnsins er að miðla niðurstöðum rannsókna og sýna muni og minjar sem safnið varðveitir." — Hvernig er safnið deildar- skipt? „Hér eru starfandi fimm safn- verðir sem hver hefur sitt afmark- aða verksvið. Unnur Björk Lárus- dóttir sagnfræðingur hefur umsjón með sýningarstarfi. Nikulás Úlfar Másson arkitekt hefur m.a. með byggingarsögulegar rannsóknir og Tvö hús fró Vopnafirði, byggð 6 lofti annars hússins órið 1869. fyrri hluta 19. aldar, voru flutt 6 Árbæjarsafn 1974. Kristján Jónsson Fjallaskáld lés Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.