Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 32

Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 32
32 C_______ BAKÞANKAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 f „Maður er kven- manns gaman “ Elsku Edda mín. Mér sárnaði nú smá við lestur síðasta pistils frá þér. Það var bara engin kveðja til elsku mín. En þegar ég athugaði málið nánar skildi ég að þér hefur verið svo mikið niðri fyrir vegna frétt- arinnar í „þínu blaði" að mann- kynið hefði aðeins 40 ár til hreinsa móður jörð og þar með komast lífs af, að lítil kveðja til min varð hjáróma í því sam- hengi. Enda beið mín kveðja annars staðar í blaðinu. Heldurðu að það sé ekki bláókunnug kona, sem býðst til að strauja skyrtur og hál- stau af bónda minum. Henni finnst hann alltaf eitthvað svo krumpaður, ja, ég ætla nú ekki að segja þér hvað ég varð fegin að henni fannst hann ekki alltaf svo skítugur því ég fór strax að hugsa um hvenær ég baðaði hann síðast. En hugsaðu þér umhyggjuna sem fólk getur borið fyrir náunganum. ■ Þú getur ekki ímyndað þér hye glöð ég varð að finna þennan náunga- kærleik streyma frá ókunnugri konu sem býr meira að segja í öðru landi. Hún hafði svona mikinn skilning á að ég stæði í stórræðum við að afla tekna til heimilisins að hún býður fram sína ómetanlegu aðstoð. Ég gaf mér strax smá tíma til að rífa nokkrar skyrtur úr skápnum og troða ofan i tösku og batt utan um hana með nokkrum skrautlegum hálsklútum. Ég verð reyndar að játa að ég lét detta með ofan í töskuna nokkrar tuskur af mér og samfesting af Lilla, svona ' "^leiðinni. Ég vona að hún taki því ekki illa. Ég veit svo sem að bóndi minn er kannski ekki beint smáfríður og ég get vel játað að ég hef séð laglegri menn, bæði í kvikmynd- um, blöðum og jafnvel á götum úti. En sannast ekki þarna hið fornkveðna: „Hverjum finnst sinn fugl fagur, þótt hann sé bæði hor- aður, magur og krumpaður." En kannski er þetta ranghverfa á „að maður sé kven-manns gaman”?, Það er alveg ótrúlegt hvað margt á að loða við og ekki að loða við konur í kvennabrölti. Ekki bara að hata karlmenn og allt karlkyns og eru þar væntanlega feður, mak- ar og synir innifaldir, heldur þykja þær algjörar druslur heima fyrir, t^jað er að segja loksins þegar þær láta sjá sig þar. Þær eiga að vera gjörsneyddar öllum kvenlegum eig- inleikum og kvenlegum dyggðum. Það sem hangir með á kvenrembu- spýtunni er alveg ótrúlegt magn af vanhæfni og almennu verk- kunnáttuleysi, fyrir utan skert til- finningalíf. Því er bara slegið föstu af hvaða Jónu Jónsdóttur úti i bæ að slíkar konur vilji ekki, geti ekki, kunni ekki og svo framvegis. Það er bara hlaðið á þessar konur eða tekið frá þeim sem fólki dettur í hug. Já, Édda mín, það er alveg ótrúlegt hvað manneskjan er furðuleg. Manneskjan sem er stærsta undur veraldar, svo full- komin og um leið svo ófullkomin. Lífið, það dýrinætasta sem við eig- um, það viðurkennum vlð öll, en Twerum um leið þátttakendur í að eyða því með því að ganga of nærri móður jörð. Manneskjan, þessi fullkomna vera er versti óvinur mannkynsins. Um daginn var ég að hlusta á son minn lesa og sagði: „Já, þú ert alveg að verða læs. Það hefur tekið þig 7 ár að ná þessum stóra áfanga." Ég fór að hugsa um hvað það tekur okkur manneskjurnar langan tíma að þroskast og verða fullorðin þegar aðeins sá þroski að verða læs tekur manninn um 7 ár. Síðan fylgja öll árin að komast tij manns og læra að lifa lifinu. Nú blasir við mannkynínu að læra að ’*Tifa upp á nýtt. Breyta algjörlega sínum lífsháttum, til að komast lífs af. Við verðum að vona að 40 ára skólinn sem okkur er spáð nægi mannkyninu til að læra að lifa með móður náttúru en ekki á móti. Kannski þurfum við að taka manninn niður af stallinum og hætta að dýrka hann og setja dýrin á þann stall. Þau gætu kennt okk- úr að lifa af. Eitthvað róttækt verð- um við að gera. Annars er sagan öll. IILSANDER COLOUR PURE Gólfbvottai með vinnubreidd frá 43 irélar til 130 cm. & L~l Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum. i Gólfþvottavélar með sæti Hako vélará íslandi (BÉSIÁ) Nýbýlavegi 18, simi 64-1988. ÍSLENDINGUM ÞYKIR ENN í DAG MIKILS UM VERT AE> EIGA GÓÐAR BÆKUR LANDSBÓK L er sannarlega goó bok Jynr unga sem aldna. Landsbók er ný verðtryggð 15 mdnaða bók sem ber 5,75% vexti og tryggir því mjöggóða raunávöxtun sparifjár. Allir íslendingar œttu að eignast Landsbók. Pvífyrr, því bctra. *Heimild: Bókmeimlir, tíókaútgáfa Menningarsjóðs 0)> Þjóðvinafélagsins, Rvk. 1972. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Skarðsbók AM 350fol. er íslensk skinnbók frá miðri 14. öld, eitt glœsilegasta handrit Jónsbókar með litskrúði í upphafsstöfum og mörgum myndum. Á Skarðsbók er skráð, auk Jónsbókar, Hirðskrá, réttarbœtur, Kristniréttur Árna biskups o.fl* Mytidin er aflitprentaðri útgáfu sem kom út hjá bókaforlaginu Lögbergi árið 1981 í samvinnu við stofnun Árna Magnússonar á íslandi. -I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.