Morgunblaðið - 25.02.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 25.02.1990, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1990 C 5 Þjóðleikhússins og ég er viss um að það hafi ekki síður verið ánægju- legt íyrir þá leikara sem höfðu ba- rist árum saman fyrir opnun leik- hússins.“ Bryndís segir að mörg hlutverk komi upp í hugann þegar hugsað sé til baka og erfitt sé að gera upp á milli þeirra. „Líklega er mér Rósa- lind í Sem yður þóknast og Munda í Stalín er ekki hér eftirminnilegast- ar.“ - Hvaða álit hefur þú á íslenskri leiklistargagnrýni? „Þegar hún er málefnaleg á hún vissulega rétt á sér.“ - Hvernig vinnur þú þig inn í þín hlutverk? „I leiknum þarf maður að lifa sig inn í líf annarrar persónu. Maður þarf að kynnast henni af því sem hún segir og gerir, en alltaf er það sem hvergi stendur skrifað sem maður þarf að vita mest um. Stund- um koma persónurnar af sjálfu sér, stundum gerist ekkert og þá byrjar vinnan. Maður þarf að beita hug- myndafluginu, ýta við undirmeðvit- undinni svo hún rumski og fari að skapa.“ - Hvað um framtíðina? „Á meðan á viðgerð stendur á Þjóðleikhúsinu skapast millibils- ástand og hugsanlega flyst starf- semin út í bæ, m.a. hefur verið rætt um að hún flytjist í nýjan sal í Háskólabíói. Það gefur ný og spennandi tækifæri. Ég hygg að ég mæli fyrir munn allra samstarfs- manna minna, að óskandi sé að viðgerð á Þjóðleikhúsinu gangi hratt og vel, svo starfsemin færist sem fyrst í eðlilegt horf.“ - Hvað ætlarðu að leika lengi? „Ætli ég standi ekki á sviðinu þar til ég dett niður dauð.“ MORGUNBLADID A ðalhlutverkið, Rósalind, , ^ ft hina fögru og heillandi hertogadóttur, (í Setn yður þóknast) leikur frú Bryndís Pétursdóttir. Erþetta mesta og vandasamasta hlutverkið, sem fmin hefur farið með til þessa. læysir hún það aí_hendi ™eð áaætum Hún er gædd frábærum yndisþokka hreyfmgar hennar eru mjúkar og kvenlegar oghúnergRttm og gáskafull þegar það á við, en um le;ð„ómantískog ástfanrin. Rödd frúarinnar er og viðfelldin og framsogn tvímæli af um það að óhætt er að trúa henni fyrir hinum erfiðustu viðfangsefnum." / e* Þóra Borg og Bryndís Pétursdóttir sem Áslaug alf- kona og Guðrún. „EITTHVAÐ VARÐ ég að gera. Mér fannst ég hafa hæfíleika og nógu mikinn áhuga til að ná árangri. Enda kom það á daginn, ég hef varla litið upp í 40 ár,“ segir Bessi Bjarnason um aðdrag- andann að leikferli sínum. Bessi verður sextugur þann 5. septem- ber næstkomandi, en hann fór á eftirlaun í vetur, samkvæmt 95-ára reglunni. Bjessi hefur verið fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið síðan hann lauk námi frá Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins 1952 og leikið þar nálega 140 hlut- verk. Að auki eru nær óteljandi allir þeir skemmtiþættir í útvarpi, sjónvarpi og víðar sem hann hefur tekið þátt í. Fyrsta hlutverkið hans í Þjóðleikhúsinu var Litli Kláus í barnaleikritinu Litli Kláus og Stóri Kláus. Hann átti síðar eftir að fara með hlutverk í fjölda barnaleikrita auk annarra leikverka. Þegar Bessi er að því spurður hvað honum sé eftirminnilegast frá leikferlinum, segir hann að það sem mest hafi komið á óvart sé að það skyldi hafa tekið hann tíu ár að ná þeim þroska, sem þarf til að vera frambærilegur leikari. _- Leiklistargagnrýni? „Ég vil helst ekki særa fólk ef ég kemst hjá því,“ segir Bessi þegar hann er spurður um hvað honum finnist um íslenska leikiistargagn- rýni. - Staða íslenskra leikhúsa? „Leikhúsin hafa átt erfitt upp- dráttar síðustu árin. Þau hafa verið í hálfgerðri lægð, eins og allt þjóð- félagið. Nú held ég að botninum sé náð og allt fari að ganga betur, líka hjá leikhúsunum. Leikhúsið mun alltaf halda velli því það getur ekkert komið í staðinn fyrir það. Lifandi tjáning mannsins er það sem alltaf nær best til áhorfend- anna. Leikhúsin þurfa að beijast harðar nú en fyrir 40 árum vegna harðnandi samkeppni úr öllum átt- um. - Hvað um ungu leikarana okkar? „Ungu leikararnir mæta mjög vel undirbúnir til leiks og fullir lotning- ar fyrir leiklistinni." Bessi segist ekki hoppa inn í hlut- verkin sín alsköpuð, heldur lætur hann þær persónur, sem honum er ætlað að túlka, smámótast á æfin- gatímabilinu.“ - Hvað býr í framtíðinni hjá þér? „Framtíðin er alls óráðin hjá mér.“ MORGUNBLAÐIÐ 1952 Litli Kláus var leikinn af BessaBjarnasyni, nemanda við ieikskóla Þjóðleikhússins. Leikur Bessa var allur hinn frískasti, sviðshreyfingar ákveðnar og fjörlegar, fram- sögnin skýr og skemmtileg og andlitssvipur í fullu samræmi við persónuna.“ Sem Gvendur smali í Skugga- Sveini árið 1952 er honum ekki hampað jafn mikið af gagnrýnendum. Þannig segir t.d. í Morgunblaðinu að hann valdi ekki hlutverkinu enda væri það allvandasamt. Þó bæri þess að gæta að leikarinn væri ungur og óreyndur nýliði í listinni. Bessi í hlutverki Litla Kláusar. Með honum á myndinni er Arndís Björns- dóttir. ^mm^mmmmm—^^mm Róbert fæddist í Leipzig 16. ágúst árið 1923. Hann hefur leikið rúm 150 hlutverk í Þjóðleikhúsinu síðan hann lék Kára í Fjalla-Eyvindi í hátíðarsýningunni við opnun Þjóð- leikhússins. Honum hefur verið sýndur margvíslegur heiður sem leikara og má í því sambandi nefna riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu, silfurlampann tvisvar sinnum, viðurkenningu fyrir gott tungutak í útvarpi og menningarverðlaun DV 1988. Róbert var í tvö og hálft ár hjá Lárusi Pálssyni og síðan lá leið- in í leiklistarskóla Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn. Leik- ferilinn hóf Róbert hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1945 í hlutverki Salarios í Kaupmanninum í Feneyj- um og það telur hann að sé jafn: framt sitt fyrsta stóra hlutverk. í kjölfarið fylgdu fleiri hlutverk hjá LR þar til Þjóðleikhúsið hóf starf- semi. Einnig lék hann hjá Fjalakett- inum og Bláu stjörnunni og síðar einnig með Grímu og Ferðaleik- húsinu. Hann lék við mikla hylli bæði titilhlutverkið í Zorba í Lubeck og Tevje í Fiðlaranum á þakinu í Lubeck og Nurnberg, enda leikur honum þýska á tungu. Um leiklistargagnrýni segir Ró- bert: „Ætlast er til að sérmenntað fólk fjalli yfir höfuð um hinar ýmsu listgreinar. Mér vitanlega hefur það ekki verið „praktíserað“ gagnvart leiklistinni. Maður hefur það á til- finningunni að mjög flausturslega sé valið fólk til að fjalla um leik- list. Þessi listgrein er líklega í mest- um metum höfð á meðal þjóðarinn- ar. Það sýnir bæði aðsókn og áhugi um land allt. Leiklistin á það engan ara fe.fnfionS- rðh/iðHöJIUffn^ aSssasT töluven mc,A i UrÞessu m . °fu,)durinn sízrsf sssif «SSS£5! vindi. veginn skilið að til hennar sé kastað höndunum, hvorki í gagnrýni né annars konar umfjöllun. Gagnrýni á vissulega rétt á sér, sé hún sett fram á marktækan hátt.“ „Ég veit ekki hvað ég get sagt að sé mér eftirminnilegast. Það er svo óskaplega margt eftirminnilegt eftir svona langan tíma,“ segir Róbert. „Jú, ætli það megi ekki segja að eftirminnilegast á mínum lífsferli sem leikara hafi verið þegar mér gafst tækifæri til að leika á þýsku leiksviði hér fyrir nokkrum árum, eða frá árinu 1971. Þá fékk maður a.m.k. mannsæmandi laun, þó ekki sé nú annað. Þar var þetta líka allt öðruvísi en hér og viðhorf fólksins til leikhússins stendur þar á svo miklu eldri menningarlegum merg. Leikarar og leikhúsfólk er mjög í hávegum haft í þessum lönd- um. Fagið er aftur á móti svo ungt hér hjá okkur. Segja má að atvinnu- mennska í leiklist byiji ekki fyrr en með opnun Þjóðleikhússins þó að Leikfélag Reykjavíkur hafi tekið til starfa seint á síðustu öld. Leik- félagið er alls góðs maklegt. Það byijar auðvitað á því sem síðan fellur í okkar skaut að viðhalda. Það var bara töluverður langur ' aðdragandi að atvinnumenns- kunni.“ Róbert segir að sér finnist vera mikil gróska í íslensku leikhúslífi. „Við höfum getað haldið úti Þjóð- leikhúsi. Borgarleikhús er líka stað- reynd og hinir fijálsu leikhópar alls staðar bera þess vott að hér á landi er mikill og vaxandi leiklistaráhugi og þó hefur hann aldrei verið léleg- ur. Við verðum að gæta að því að aðsókn í íslensk leikhús er sennilega hvergi eins gífurleg og hér á landi. Gróskan er framstíg og á hraðri leið upp á við þó auðvitað komi upp lægðir, tímabil þegar einhveijar stefnur verða ráðandi og erfitt er að eiga við. Samt sem áður eru þessir „ismar“ og þessar útúrstefn- ur næring fyrir hina hefðbundnu leiklist þegar allt kemur til alls. Ég er mjög ánægður með það hvernig íslenskt leikhúslíf blómstrar, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Nú menntun leikara færist í aukana. Við eigum ríkisrekinn Leik- listarskóla sem útskrifar afbragðs- leikara. Því miður fá ekki allir vinnu, en það er búið að sýna sig að margt af þessu fólki á það sann- arlega skilið að fá eitthvað að gera. Það er líka hægt að offramleiða leikara eins og annað í þessu landi. Miðað við þær kringumstæður, sem eru ríkjandi og aðstæður til að taka á móti leikurum, er offramleiðsla. En hvað á að gera? Það er ekki hægt að stöðva fólk, sem fær þá köllun að bjóða sig fram í leiklist- ina, því ekki verða menn feitir af því að verða ieikarar.“ - Framtíðin? „Ég held að framtíðin hljóti að vera ákaflega björt. Að minnsta kosti er verið að telja okkur trú um það með yfirlýsingum, sem fylla heilu opnurnar í blöðunum á hveij- um einasta degi. Það endar með því að búið verður að heilaþvo landslýðinn og þegar því verki er lokið, geta þessir háu herrar byijað að svíkja okkur aftur eins og þeir hafa alltaf gert eftir samninga - þó að maður voni að í þetta skipti fari að bjarma fyrir nýjum degi í efnahagsmálunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.