Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 B 7 Nýlistasafnið Safnið býr hér við þröngan kost en hefur þó hleypt leikhópum inn á sig. EGG-leikhúsið frumflutti hér tvö verka sinna ogí kjölfarið kom Alþýðuleikhúsið með sýningu. Skiptiþá engum togum, salurinn sem leikið hafði verið í var rifinn að hálfu af eigendum hússins, Alþýðubankanum, sem þufti að stækka við sig (sjá efri hæð). Salurinn er ekki lengur nothæfur til leiksýninga. Leikskemma LR Fyrir um ári síðan hófust sýningar Leikfélagsins á verkinu Þar sem Djöflaeyjan rís oghefur gengið síðan fyrir troðfullu húsi. Umáramótætla leikfélagsmenn að frumsýna þarnýjan íslenskan söngleik — en það verður skammgóður vermir því Leikskemmuna á að rífa á sumri komanda. Sjálfstæðishúsið - Sigtún við Austurvöll Margir íslendingar sem komnir eru af allra léttasta skeiði eiga minningar um óborganlega skemmtun í þessu húsi. Hér var aðalvígi revíunnar um tíma. Bláa stjarnan átti sviðið eins og sagt er á leikhúsmáli. Hér má ekki Ieika lengur því starfsmenn Pósts ogsíma koma hér saman til að borða hádegismatinn sinn. Kjarvalsstaðir Kjarvalsstaðir er alhliða menningarmiðstöðmeð aðaláherslu á myndlist. Þar hafa verið haldnirýmsir menningarviðburðir, þ. á m. leiksýningar, þó það henti ekki alls kostar til slíks fremur en svo mörg hús. Skiptarskoðanir hafa verið um hversu velþað henti til myndlistasýninga oghefurþáloftiðí húsinu verið þyrnir í augum margra myndlistarmanna. Fyrir um tveimur árum stóðu salarkynni i húsinu auð vegna ákvörðunar stjórnar hússins um að láta rífa niður loftið. Ekki náðist samkomulag við arkitekt hússins, svo Alþýðuleikhúsið fékk að hlaupa þar inn með sýningu á hinum ónýtta tíma. Gárungar vildu meina að meðþeirri ákvörðun vildi stjórn hússins freista þess hvort ekkigengi betur að losna við loftið vegna þess h ve oft það hefur sýnt sig að niðurrif húsa gengur greiðlega eftir að Alþýðuleikhúsið hefur átt þar viðkomu. Loftið fór ekki niður og engin leiksýning hefurgist húsið síðan. „Spurn ing um tíma“ eftir Nicolai. Nicolai í París Frá Elínu Pálmadóttur í París. Á ferð minni í París rak ég aug- un í auglýsingar um málverkasýn- ingu landa okkar, sem gengur undir listamannsnafninu Kristinn Nicolai, í Galerie Facade skamrrit frá Beau- bourg-safninu, og leit þar inn. Þama sýnir Nicolai um tug olíu- málverka, sem sum eru gríðar stór. Þau voru nær öll seld, stóru mál- verkin fýrir 50.000 franka, sem er um 300 þús. ísl. krónur. Myndir Nicolais hafa mikið breyst síðan ég sá síðast sýningu með honum fyrir allmörgum árum. Þá voru fyrir- myndimar mest konur, nú má sjá svín á nær hverri mynd. Ekki þó öllum. Þó má greina sama hand- bragðið og liti frá fyrri tíð. Nicolai hefur nýlega sýnt í South- ampton í Bandaríkjunum og fyrir dyrum hjá honum er einkasýning í Madrid í vor. Hann hefur sýnt mik- ið á undanfömum árum, hingað og þangað. Á íslandi sýndi hann á Kjarvalsstöðum 1978 og síðan hef- ur hann haft einkasýningar í Tókýó, í París 1980, 1983 og 1984 og nú í október. Kristinn Nicolai er fædd- ur 1959 á íslandi og býr og starfar í París. Hefur síðan 1982 tekið þátt í íjölda samsýninga í Frakklandi og víðar, auk einkasýninganna, sem að ofan eru nefndar. Á sýningunni er vönduð sýning- arskrá með litmyndum af nokkmm verkanna. E.Pá. Um hvað fjallar „1919 - Árið eftír spönsku veikina“ Þú spyrð ekki um lítið Venjulega era það gagnrýnendur og bókmenntafræðingar sem segja okkur um hvað bækur fjalla. Og þá sannast iðulega að engum kem- ur niðurstaðan jafn mikið á óvart og höfundinum. Þetta kann að vera eðlilegt því sagan sem höfundur ætlaði að segja er ef til vill ekki sú sem skráð er í bókinni. Þess vegna verður höfundargrejrið dálftið raglað, það telur sig hafa skrifað allt aðra sögu. Það er því hið mesta háskaspil að láta hafa sig út í þá vitleysu að svara spumingunni. En hvað gerir maður ekki til að þóknst öðram eins fjölmiðli og Morgunblaðinu. Séð frá bæjardyrum mínum er „1919 — Árið eftir spönsku veik- ina“ harmsaga sem greinir skref fyrir skref frá upplausn á heimili suður á Vatnsleysuströnd, allt frá andláti af völdum spönsku veikinn- ar 1918 þar til tvístranin er alger árið 1920. Sagan nær því í raun- inni yfir hálft annað ár og fetar sig frá einni árstíð til annarrar í lýsing- um á daglegu lífí bama og fullorð- inna í sæld og sút. í öðra lagi er hér örlagasaga stúlku sem um aldamótin síðustu leggur af stað ofan af Skipaskaga til að kanna heiminn. í janúarmán- uði 1919 tekur hún að sér heimili suður á Vatnsleysuströnd án þess að renna gran í það sem bíður henn- Jón Dan ar, enda hefur hún fyrirfram fírrt sig ábyrgð, að hún telur, með því að ráða sig aðeins til ársins. í þriðja lagi fjallar „1919 — Árið eftir spönsku veikina" um ástina sem er að vísu öli undir yfírborðinu þar til í lok sögunnar að hún lætur undan fargi og brýst út. Þar er leit- að að ást, stritast gegn ást, henni afneitað, reynt að forðast hana. Og hvoragur aðili gerir sér grein fyrir að ástin hefur skotið rótum, báðir era blindir þar til á úrslitstund þeg- ar sundranin mikla er nær fullkom- in.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.