Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Sigrún Davíðsdóttir „ Gjör dymar breiðar, hliðið hátt“ í dag er fyrsti sunnudagurí aðventu og til að halda upp á það, verða aðventutónleikar í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar, Cammilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason lútuleikari, allt saman vel kynnt tónlistarfólk. En hvað hefur kórstjórinn, Hörður Askelsson, að segja um efnisskrána? Hörður Áskelsson „Eitt af grundvallarstefjum að- ventunnar kemur fram í yfírskrift tónleikanna, „Gjör dymar breiðar, hliðið hátt“. Sálmurinn, sem orðin eru úr, verður að vísu ekki sunginn á tónleikunum í dag, en við syngjum þennan texta á þýzku og skyldan texta á latínu. Orðin vísa til aðvent- unnar, sem eftirvæntingar- og undirbúningstíma jólanna. Tónlistin sem við völdum til flutn- ings í dag er öll frá endurreisnar- og barokktímanum, sumsé frá 16. og 17. öld. Þar er um mjög auðugan garð að gresja fyrir kór án undir- leiks, a cappella, eins og það heitir á tónlistarmálinu, ítölsku. Mikið af þessari tónlist hefur orðið til í um- hverfí líku því, sem við syngjum í, í þessum stóru, gotnesku og róm- önsku kirkjum. Tónskáld eins og Palestrina, Scarlatti, Praetorius og Lasso koma þá strax upp í hugann, en auk verka eftir þá flytjum við verk eftir Hammerschmidt, Tavem- er, Osiander, Raselius, Sweelinck, Hassler og Schiitz. Ekkert í efnis- skránni í dag hefur kórinn sungið áður á tónleikum, nema upphafs- og lokasöngvana, sem eru raddsetn- ingar miðaldasálma eftir Róbert A. Ottósson. Textarnir em úr ýmsum áttum, eftir ólíka höfunda, en em ýmist aðventutextar, messutextar úr klassískum messum eða Davíðssálm- ar, en efnið þá í anda aðventunnar. Þeir mynda því sterka heild. Tónlist- in er fjór-, fímm-, sex- eða áttröd- duð, en í síðastnefndu verkunum er kómum skipt í tvo kóra. Til að undir- strika áhrifín af þeirri skipan em hópamir hafðir á mismunandi stöð- um í kirkjunni. Við reynum því að nýta rýmið sem bezt, líka með inn- göngu- og útgöngusöngvum. Sem tilbreyting eða viðbót við kórtónlistina verða svo flutt verk frá þeim tíma fyrir blokkflautu og lútu, sem Camilla Söderberg og Snorri Öm Snorrason flytja. Þeirra tónlist er skemmtileg andstæða við kór- verkin. í mínum huga hefur aðventan lágstemmdan, innhverfan róm, því hún er undirbúningur fyrir þetta stóra og mikla, sem fylgir á eftir henni. A þýzku er talað um Vor- freude, forgleði, í sambandi við aðventuna. Þá er átt við innri gleði, en engan bægslagang. í Þýzkalandi er mikið lagt upp úr aðventunni. Á þeim tíma hittist fólk gjarnan og á saman rólega stund fyrir jólin, gefur smá gjafir og borðar eitthvað gott. Hér hafa ytri merki aðventunnar verið tekin upp, eins og aðventu- kransinn og glöggsamkomur, en innri merking aðventunnar hefur tæplega fylgt með. Efnisskráin okkar í dag felur ekki í sér neitt hopp og hí, en tónlistin er gleðileg í þessum kyrrláta stíl aðventunnar." En víkjum þá að framlagi Snorra Amar og Camillu til tónleikanna í dag. Camilla er sænsk, þau Snorri kynntust í Vín, mgluðu saman reit- um sínum og fluttust hingað. Camilla talar íslenzku fyrirhafnar- laust og það er hún sem segir frá efnisskrá þeirra: „Við spilum verk frá svipuðum tíma og kórtónlistin, frá lokum 16. aldar og fram um 1600. Við spilum bæði saman og svo einleik, hvort okkar. Á fyrri hluta efnisskrár okkar flytjum við gömul jólalög, sem við Hagfræði/Listir: Leikhússrekstur á íslandi „FRÆÐSLUFUNDUR um leik- hússrekstur á Islandi“ var hald- inn síðastliðinn föstudag á vegum Félags íslenskra leikara, i samvinnu við menntamálaráðu- neytið. Fundinn sóttu stjórn- mála- og embættismenn, auk leikhúsfólks. Fjallað var um yfir- skrift fundarins út frá ýmsum sjónarhornum. Frummælendur voru Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, Viðar Eggertsson, leikari, Kjartan Ragnarsson, leikari, Jónas Guðmundsson, hagfræðingur og Ragnar Áma- son, hagfræðingur. En hvað höfðu hagfræðingarnir um leik- hússrekstur að segja? Jónas Guðmundsson, hagfræðingur Margir halda að listir ogf hagf ræði eigi ekki samleið Jónas Guðmundsson ræddi um Efnahagslegar hliðar leiklistar- starfsemi á Islandi. Til grundvallar lagði hann rekstur fjögurra leik- húsa, Þjóðleikhússins, Alþýðuleik- hússins, Leikfélags Reylq'avíkur og Leikfélags Akureyrar, frá 1980 til 1986. „Það spyrja margir hvort listir og hagfræði eigi einhverja sam- leið," segir Jónas. „Margir halda að svo sé ekki. Hinsvegar eru menn famir að viðurkenna að í listum og tengslum þeirra við þjóðfélagið, geti verið viðfangsefni sem em áhugaverð fyrir hagfræðinga. Þeir sem reka listastarfsemi gætu haft gagn af að kynna sér umfjöllun um þessi efni. Það er mjög athyglisvert, efna- hagslega séð, ef menn fletta upp í reikningum þjóðhagsstofnunar, að vinnsluvirði (það sem maður leggur saman til að fá þjóðarframleiðslu), er mjög lágt fyrir leikhús. Hinsveg- ar er það viðurkennt að leikhús- rekstur hefur áhrif á margar aðrar atvinnugreinar. í Bretlandi, til dæmis, er Shakespeare einn af þeim mönnum sem hefur lagt til mestar tekjur í breska þjóðarframleiðslu, og London færir milljarða punda frá túristum í gegnum leikhúsin. Ef við tökum dæmi héðan, má benda á ferðalög innanlands og hótel og veitingarekstur í kringum leiklistarstarfsemi. Það hefur syo lengi verið viður- kennt að leikhússrekstur getur ekki spjarað sig, svo vel sé, af sjálfs- dáðum á venjulegum markaði og því hefur það lengi viðgengist, allt frá dögum Grikkja að fomu, að ríki og sveitafélög styrki slíka starf- semi. Og fyrir slíkum styrkjum má færa margvísleg hagfræðileg rök. Ein höfuðröksemdin er sú að í raun og veru njóti miklu fleiri góðs af þessari leiklist en þeir sem borga sig inn á leiksýningar og að raun- verulegur vilji almennings speglist ekki í því. Síðan getur orðið mikil- vægt fyrir framtíðarkynslóðir að hafa byggt þetta upp, því reynslan sýnir að eftir því sem þjóðfélögin verði ríkari, þá eyði þau stærri hluta af tekjum sínum í listir. Listimar verða sífellt mikilvægari þáttur í velferð fólksins. Það er alveg greinilegt að á þess- um áratug, hafa framlög ríkisins til leiklistarinnar farið minnkandi og það er alveg sama hvemig á það er litið — hvort það er með því að meta þessi framlög á föstu verð- lagi, eða sem hlutfall af gjöldum leikhúsanna, eða sem hluta af heild- argjöldum fjárlaga. Þetta hefur vafalaust haft mikil áhrif á rekstur leikhúsanna, sem kemur að hluta til fram í því að heildartap flögurra stærstu leik- húsanna var árið 1986 um 60 milljónir. Ef við framreiknum tap ársins 1980 til ársins 1986 er það 7 milljónir. Sem hlutfall af útgjöld- um fjárlaga var framlag ríkisins til allrar leiklistarstarfsemi 0.34% árið 1980, en 0.20% árið 1986. Þessi stefna virðist hafa orðið til, svo til af sjálfu sér. Hún er ekki hluti af ákveðinni markaðri leiklistarstefnu ríkisins. Því fínnst mér tími til kominn að staldra við og meta upp á nýtt þau rök sem liggja að baki styrkveitingum ríkis- ins til leiklistar og marka meðvitaða stefnu. Þá meina ég fjármála- og styrkjastefnu. Ríkið þarf í þessu sambandi að gera upp við sig hvort að framlag þess á að vera að einhveiju leyti skilyrt. Til dæmis með þeim hætti að leikhús ættu að afla rekstrarfjár hjá einkaaðilum í einhveiju hlutfalli við það sem þau fá frá ríkinu. í sumum löndum hefur skattakerfinu verið beitt til að hvetja einkaaðila til að styrkja leikhús. Til viðbótar við þessa heildar framlagastefnu, þarf að endurskoða margt annað, til dæmis hvort við erum að styrkja réttu leiklistina, hvort það séu réttu aðilarnir á hveiju ári sem skipta þessari köku og hvort lagðir eru nægilegir fjár- munir í framsækna list eða nýsköp- un, það er að halda þróuninni áfram svo kerfíð staðni ekki.“ Ragnar Ámason, hagfræðingur Þjóðhagslegt gildi sést ekki á rekstrar- reikningum eingöngu Erindi Ragnars Ámasonar nefndist Gildi leikhússrekstrar fyrir þjóðarhag: Kostnaðar-ábata- greining. En hefur allur þessi tap- rekstur leikhúsanna eitthvert gildi fyrir þjóðarhag? Er þetta ekki pen- ingahít sem best væri að losna við? „Ég held að vissulega sé hægt að færa góð rök fyrir því að við eigum ekki að gera annað en það sem er gagnlegt," sagði Ragnar. „En þegar maður kemur að listum er erifítt að átta sig á því hvað er gagnlegt og eykur yndi fólks. Þar við bætist að sennilega verður mað- ur einnig að hugsa til framtíðar hvað þetta snertir. Eitt er alveg ljóst, að rekstrarafkoma listgreina, hvort sem það er nú leikhús eða gallerí, eða búreikningur lista- manns, er enginn mælikvarði á það hversu viðkomandi listsköpun er gagnleg eða þjóðhagslega hag- kvæm. Margir helstu menn sögunn- ar hafa verið bláfátækir. Ef þeir hefðu hugsað um að „hámarka" tekjur sínar, eins og hagfræðinni er gjamt að telja að fólk hegði sér, þá hefðu listaverk þeirra aldrei ver-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.