Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 B 3 spilum saman, verk eftir Praetorius, sem kórinn syngur líka verk eftir, og svo eftir Altenburg. Hann var prestur og samdi eingöngu kirkju- tónlist. Það fyrra skreyti ég eftir reglum þessa tíma, spila tvö tilbrigði um stefið. í bytjun 16. aldar var þetta mjög mikið gert, ekki sízt við vinsæl lög. Þau voru mest spunnin á hljóðfæri, en líka í söng. Það fólst oft mikil list í þessum útfærslum og gat krafist mikils af flytjendum. Í seinni hlutanum fer ég eins að í einleiksverki fyrir flautu, eftir hol- lenzka tónskáldið Van Eyck, spila tilbrigði og stef eftir hann og fannst því fara vel á að gera það sama í fyrri hlutanum. Van Eyck þessi var nærri blindur, spilaði klukknaspsii í kirkju nokkurri, en vann sér inn aukapening með því að spila fyrir gesti í kirkjugarðinum. Það sést á nótum hans, að hann falýtur að hafa verið mjög góður, því verkin eru sannarlega ekki einföld. Snorri spilar undir í einu ste^anna, þvi undirieik- urinn skýrir stefíð. Verkið heitir Faðir vor og er gamall sálmur. Snorri leikur svo líka tvö stutt lútu- verk." Þessi tónlist krefst nokkuð ann: arrar aðkomu en yngri tónlist. í hveg'u felst munurinn? „I raun er alveg sérstakt nám að' spila þessa tónlist, svo það er erfitt að skýra það í stuttu máli. Það þarf að gefa henni mikinn tíma, spila mikið til að fá rétta tilfinningu fyrir henni. Við spilum á hljóðfæri þessa tíma og í verkunum notum við hljóð- færi, eins og þau tíðkuðust á endurreisnartímanum. Hijóðfserin gera sitt til að ná fram réttum áhrif- um, hljómblæ og tæknilegum möguleikum. En það er ekki nóg að hafa bara hljóðfæri frá réttum tíma, en vita ekkert um tónlistina og tíðar- andann, sem hún varð til í. Og eins nást ekki rétt áhrif með þekking- unni einni saman, ef viðeigandi hljóðfæri vantar." Spuni var mikilvægur á þessum tíma. Hvemig er hægt að læra hann? „Það eru tii kennslubækur frá þessum tíma með margvíslegum dæmum og þær eru til fyrir margvísleg hljóðfæri. Svo er líka hægt að læra af öðrum hljóðfæmm en sínu eigin. Þannig er hægt að læra að skreyta tónlistina á viðeig- andi hátt, eins og var gert á þessum tíma. í náminu spilaði ég mikið tilbrigð- in úr bókum og með því að spila þau aftur og aftur fær maður tilfinningu fyrir hvemig þau eiga að hljóma og getur fetað sig áfram í að finna eig- in tilbrigði. I tónlistinni sem ég spila í dag eru ekki trillur, eins og í bar- okk-tónlist eða dönsum, heldur fyllt í með mörgum nótum.“ Fáið þið nóg tækifæri til að spila gamla tónlist? „Það er mikið undir manni sjálfum komið, hversu ötull maður er að verða sér úti um tækifæri til að spila. Ég hef haft nokkum veginn nóg. Mér finnst gaman að spila á tónleikum og þarf helzt alltaf að hafa tónleika til að stefiia að.“ Og áheyrendur hafa s'annariega tónleika til að stefna á í dag, þegar þetta ágæta tónlistarfólk ætlar að leiða okkur inn í aðventuna á viðeig- andi hátt í hljómkirkjunni, líku umhverfi og þessi tónlist hefur hljómað í um aldir og var samin fyrir. Ragnar Amason ið sköpuð. Og við sem nú lifum, kannski hundruðum ámm síðar, gætum ekki notið þeirra. Enginn vafi er á því að ritsmíðar Snorra Sturlusonar skiluðu engum arði, eða við skulum segja að stórtap varð á ritverkum hans. En við sem nú lifum hefðum verið fús til að greiða honum fyrir þetta starf ef við gætum náð til hans í tíma. Þann- ig sjáum við að þessi venjulegi hagfræðilegi mælikvarði á gildi hlutanna; sá að framleiðsla þeirra eða sköpun skili hagnaði í aðra hönd, er afskaplega óviðeigandi þegar um er að ræða listsköpun. Listin er sköpuð fyrir kynslóð dagsins í dag og allar komandi kynslóðir og á þeirri stund sem hún er sköpuð fer því fjarri að liggi fyrir hvaða gildi hún hefur. Jónas Guðmundsson Þetta þýðir ekki að hagfræði eigi ekkert erindi við listsköpun. Þetta þýðir einungis það að sú hagfræði sem beita þarf er miklu flóknari og margbrotnari en venjulega, í sam- ræmi við þetta viðfangsefni. Þegar list er sköpuð — eða með lágkúm- legra orðalagi — þegar list er framleidd, er nauðsynlegt að huga ekki einungis að þeim sem er reiðu- búinn að kaupa hana þá, það er markaðsgildi hennar á því andar- taki, heldur og öllu sem felast kann í gildi hennar í framtíðinni, ef við- komandi listaverk er varanlegt, svo og því gildi sem viðkomandi lista- verk hefur fyrir aðra sem ekki beinlínis kaupa það — og koma ef til vill aldrei til að njóta þess, en finnst samt mikils virði að það hafi verið skapað. Ég tek sem dær listaverk eins og Monu Lisu. Það mætti segja mér að allur þorri fólks væri reiðubúinn til að gera eitthvað til að varðveita það listaverk, en aðeins nokkrir þeirra fá tækifæri til að beija það augum. Þessvegna er til dæmis sala leik- hússmiða í Þjóðleikhúsinu enginn mælikvarði á það gildi sem starf- semi þess hefur fyrir þjóðina. Fjölmargir sem mjög sjaldan koma í leikhús — búa kannski fjarri höf- uðstaðnum eða hafa ekki tækifæri til að sækja leikhús af öðrum ástæð- um — vilja gjaman að hér starfi gott leikhús sem setur upp fyrir- myndarverk, til þess að þeir eigi þess kost að sækja leikhúsið ef sú staða kemur upp að þeir hefðu skyndilega tök á því. Þessi sérstaka tegund eftirspumar er þekkt í hag- fræðinni og kallast á enskri tungu „optional demand". Það er að segja eftirspum eftir að eiga kost á því. Auk þessa eru Qölmargir sem vilja gefa talsvert fyrir það að í landinu sé sköpuð góð list, á leiksviði eða öðmm sviðum, alveg án tillits til þess hvort þeir ætla sjálfir að kaupa listaverk eða aðgöngumiða að leik- sýningu. Þessu fólki líður einfald- lega betur ef góð list er sköpuð. Þetta er svona líkt því, ef maður má taka alþýðlega samlíkingu, að þjóðin fagnar því ef íslenska hand- knattleiksliðið sýnir góðan leik. Þetta gildi listsköpunar kemur ekki heldur fram í sölu listaverka eða aðgöngumiða að leiksýningum. Hún er engu að síður raunverulegt hagrænt fyrirbæri. Auk þessa alls má ekki gleyma því að rekstur Þjóð- leikhússins, til dæmis, og reyndar annarra leikhúsa, felur í sér útgjöld sem koma öðmm atvinnugreinum til góða. í leikhúsinu em með æm- um tilkostnaði þjálfaðir leikarar, leikstjórar, ljósamenn, leikmynda- teiknarar, og svo framvegis. Þetta fólk fer síðan með menntun sína til starfa í kvikmyndagerð, í sjón- vaipi og útvarpi og síðast en ekki síst í auglýsingagerð. Þessi starfsemi nýtur góðs af kostnaði sem leikhúsin greiða. Frá hagfræðilegu sjónármiði á sá kostn- aður ekki að leggjast eingöngu á leikhúsin. Þetta segir í megindráttum það að lítið vit er í því að líta eingöngu á rekstrarreikning þegar verið er að athuga þjóðhagslegt gildi list- anna og í megindráttum er það þannig að þjóðhagslegt gildi þeirra er miklu meira en sem nemur „bók- færðum tekjum“. Þeir áköfu markaðshyggjumenn sem halda því fram að einungis sú listastarfsemi sem standi undir sjálfri sér á mark- aðnum, eigi rétt á sér, fara stórkost- lega villir vegar. Maður getur spurt: Ef það liggur ljóst fyrir að það borgar sig að styrkja listir til að ná þjóðhagslegri hagkvæmni, hvemig á þá að ákvarða upphæð styrksins. Með öðrum orðum; hversu mikið á um- fang listastarfseminnar að vera? Þá er hægt að grípa til tæki sem þekkist í hagfræðinni og nefnist Kostnaðar-ábatagreinmg. Kjami hennar er sá að reyna að mæla allan kostnað og ábata af einhverri tiltekinni starfsemi til að íjár, hvort sem kostnaðurinn og ábatinn eiga sér stað á markaðnum eða ekki. Ég mæli með þvi að reynt verði að framkvæma og halda við kostnað- ar-ábatagreiningu á listastarfsemi í landinu. Það kæmi mér ekkert á óvart, þótt niðurstaða þeirra grein- ingar yrði að hagsæld þjóðarinnar fælist i meiri opinberum stuðningi við listastarfsemi í landinu en nú er. Framlög einkaaðila til leikhúsa hér á landi eru talsvert minna hlut- fall af heildarstuðningi við þau en viðast erlendis, þar á meðal Bret- landi. Mér finnst koma mjög til álita að auðvelda mönnum Qárhagslegan stuðning við leikhússtarfsemi hér á iandi. Einkum og sér í lagi finnst mér sjálfsagt að framlög einkaaðila af þessu tagi, bæði einstaklinga og fyrirtækja, verði frádráttarbær frá skattstofni þeirra, að minnsta kosti upp að vissu marki. En þvi miður fela núgildandi staðgreiðslulög skatta í sér afnám heimildarákvæð- is skattyfirvalda að þessu leyti, hvað einstaklinga varðar." Þú talaðir um það áðan að sumir mestu listamenn sögunnar hefðu verið bláfátækir og ef þeir hefðu ekki verið það, væru stór- kostleg listaverk þeirra ekki til. Er það álit þitt sem hagfræðings að sveltandi listamenn skapi bestu listaverkin? „Síður en svo. Helst vildi ég að öllum liði vel. Maður hefur hinsveg- ar stundum heyrt því fleygt að andleg þjáning sé hvati að góðri listsköpun. Það kann að vera satt, en þó efast ég stórlega um það. Ég get alveg ímyndað mér að skort- ur geti komið í veg fyrir sköpun góðra listaverka." Texti/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.