Morgunblaðið - 28.11.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.11.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 19 Næröll virkjana- ráðgjöf ernú í höndum Islendinga RAFORKUFYRIRTÆKI hér á landi reiða sig nú að mestu leyti á ráðgjafar- þjónustu íslenskra verkfræðinga við virkjanaframkvœmdir. Hlutdeild ís- lenskra ráðgjafa í heildarkostnaði Landsvirkjunar af aðkeyptri verk- fræðiþjónustu á síðustu fimm árum er 78%, en útlendinga 22%. Á árunum 1966—1970 var hlutfallið öfugt; þá var hlutur íslenskra verkfrsðinga um 18%og erlendra 82%. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, um virkjanaframkvæmdir og verk- fræðiþjónustu á vetrarfundi Sam- bands íslenskra hitaveitna og Sambands íslenskra rafveitna, sem haldinn var dagana 14. og 15. nóvember. Halldór sagði, að þjón- usta verkfræðilegra ráðunauta væri stór liður í virkjanarannsókn- um svo og öðrum undirbúningi og framkvæmd virkjana. Kostnaður við þessa þjónustu er yfirleitt um 10% af stofnkostnaði vatnsafls- virkjana. Er nú unnið að bættum samningum við ráðgjafa til að gera starf þeirra markvissara með auknu aðhaldi, án þess að gæði þjónustunnar minnki. Dr. Sigurður B. Stefánsson, verkfræðingur, flutti á fundinum fyrirlestur um lánamál orkufyrir- tækja. Hann ræddi þá miklu erfið- leika, sem orkufyrirtæki hér á landi hafa lent í vegna erlendra lána frá um 1982, þegar gengi krónunnar lækkaði um 18% á einu og hálfu ári. Þá ræddi hann um fjárhagsstöðu orkufyrirtækjanna, sem er mjög misjöfn. Hann gat um leiðir sem unnt er að fara til að létta erlenda skuldabyrði og taldi að Landsvirkjun væri það orkufyrirtæki, sem mest hefði orðið ágengt í að hagræða skuldum sínum til hins betra. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu á vetrarfundinum, þ. á m. stjórnkerfi Landsvirkjunar og Hitaveitu Reykjavíkur, stöðlun i rafmagnstækni, orkusparnaðar- átak o.fl. í erindi sem Þorbjörn Karlsson, prófessor, flutti um orkunýtingu í hitaveitum kom fram, að Verkfræðistofnun Há- skóla íslands hefur gert samkomu- lag við Samband íslenskra hita- veitna um athuganir á rekstri hitaveitna. Er það m.a. gert í því skyni að skapa traustari hönnun- arforsendur, t.d. við gerð hita- veitumælis. Þorbjörn greindi frá því, að meðalnýting vatnshita væri talsvert meiri en áður var talið. Gerir þetta hagkvæmni hitaveitna þeirra sem í hlut eiga meiri t.d. í samanburði við aðra orkugjafa. Stal bflum af bflasölu LIÐLEGA þrítugur piltur var hand- tekinn um helgina eftir að hafa stolið þremur bifreiðum af bílasölunni Bfla- torg við Borgartún. Ein bifreiðin fannst vestur á Granda og kom í Ijós, að brotist hafði verið inn í fyrirtæki þar og talstöðvum stolið. Önnur bif- reið fannst vestur í bæ og hafði verið skipt um númer á henni. í stað Reykja- víkurnúmers hafði M-númer verið sett á hana. Þriðja bifreiðin fannst á bfla- stæði við Sparisjóð Reykjavíkur. Ný númer höfðu verið sett á hana og í henni fannst þýfið frá innbrotinu á Grandagarði. Bifreiðin var mannlaus og biðu lögreglumenn eftir að þjófurinn léti sjá sig. Liðu nokkrar klukku- stundir án þess að hann kæmi og hugðust lögreglumenn þá flytja bifreiðina inn í Borgartún, en I sömu svifum bar þjófinn að og var hann umsvifalaust handtekinn. I ljós kom, að hann hafði í vikunni brotist inn í fyrirtæki, sem fram- leiðir bílnúmer og hafði hann nokkur á brott með sér. tormerhi Svigskíði og gönguskíði við hæfi hvers og eins. gönguskíðastafir úr fíber. í/j Svigskíðaáburður og 3 gönguskíðaáburður handa þeim kröfuhörðu ásamt ýmiss konar tækj- um handa byrjendum jafnt sem keppendum. TYROLIA Total diagonal bindingar - meira öryggi en áður þekktist. Svig- stafir fyrir byrjendur og keppendur. Gott tösku- úrval. adidas = gönguskíðaskór sem hinn kröfuharði göngumaður biður um. DACHSTEIN Skíðaskór sem koma til móts við þínar þarfir. Bindingar settar á meöan beðiö er. TOPPmerkin í íkíðavörum öfiið d CtiJAfyXrictaqum ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 Aðrlr útaöluataðir: Pipulagningarþj ónustan Ægisbraut 27 300 Akranes versl. Vélsmidjan Þór Einars Gudfinnssonar h/f 400 ísafjörður 415 Bolungarvík Versl. Húsið Bókaversl. Kaupf. Fram Jón Halldórsson 340 Stykkishólmur Þórarins Stefánssonar 740 Neskaupstað Drafnarbraut 8 640 Húsavík skiðaþjónustan 620Dalvík Gestur Fanndal Fjölnisgötu 4. Versl. Skógar 580 Siglufjörður 600 Akureyri 700 Egilsstaðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.