Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 41 Varar við stór- felldri hækkun vörugjalds MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áljktun frá framkvæmda- Ntjórn Landssambands iðnadar- manna, sem samþykkt var á fundi 19. nóvembersi. „Fjármálaráðherra hefur nýver- ið lýst þeirri stefnu, sem hann hyggst fylgja á næstunni í fjár- málum ríkissjóðs. Af þessu tilefni vill framkvæmdastjórn Lands- sambands iðnaðarmanna koma á framfæri eftirfarandi athuga- semdum: 1. Landssamband iðnaðarmanna telur áform fjármálaráðherra um nokkurn niðurskurð á ríkisútgjöld- um og erlendum lántökum virðing- arverð, þótt vart geti þau talist nema mjög lítið skref í baráttu við sífellda útþenslu ríkisbáknsins. 2. Landssamband iðnaðarmanna lýsir hins vegar vonbrigðum sínum yfir, að þessi niðurskurður skuli látinn bitna verulega á fram- kvæmdum, þrátt fyrir fyrirsjáan- legan samdrátt í ýmsum atvinnu- greinum, þar sem áhrifanna gætir hvað mest. 3. Meðal þess, sem ætlunin er að skera niður, eru framlög til vöru- þróunar- og markaðsdeildar Iðn- lánasjóðs. Landssamband iðnaðar- manna bendir á, að ráðstöfunarfé sjóðsins er þegar það takmarkað, að hann getur ekki sinnt á viðun- andi hátt álitlegum verkefnum iðnfyrirtækja á sviði vöruþróunar og útflutningstilrauna. í þessum niðurskurði á framlögum til sjóðs- ins felst því þversögn við þá yfir- lýstu stefnu ríkisstjórnarinnar, að hvetja til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. 4. Áformaðar breytingar á toll- skrá eru í meginatriðum til bóta. Framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna mótmælir hins vegar harðlega ráðagerðum um stórfellda aukningu á skatt- heimtu í formi nýs vörugjalds. Vörugjald er í eðli sínu afar órök- ræn skattheimta, þar sem það leggst á suma vöruflokka en aðra ekki og hefur þannig óeðlileg áhrif á neysluval almennings og sam- keppnisstöðu hlutaðeigandi fram- leiðenda. Þannig er t.d. óviðun- andi, ef leggja á vörugjald á brauð- meti, sem er viðurkennd hollustu- vara, en jafnframt verði flest önnur matvæli án vörugjalds hér eftir sem hingað til. Landssamband iðnaðarmanna minnir á samþykktir 41. Iðnþings íslendinga, sem haldið var nýlega, en þar köm m.a. fram, að við endurskoðun á óbeinum sköttum rfkissjóðs væri nauðsynlegt að líta á þá skatta í heild sinni, til þess að skattheimtan geti orðið rökræn og sanngjörn. í þessu felst m.a., að breytingar á tollskrá, sem m.a. fela í sér að dregið verði úr mis- mun milli atvinnugreina, missa marks, ef þeim fylgir stórfelld hækkun vörugjalds, sem leggst á sumar vörur en aðrar ekki.“ 1—2—3 rakvélin frá Braun vinnur verkið fullkomlega 3 33 333 1111 1 1 1 111111 1 1111 1111 1111 11111 11111 f 1 1 1 1 1111 """ 111111 1111111 1111111 1111111 11111111 111111111 111111111111 111111111112 111111111222 1111112222 ,1 1 1 1 1 2 2 2 2 .1 1 22222 2222222 Þeir hjá BRAUN vilja vera fremstir. Þess vegna hönnuöu þeir rakvél sem þú getur veriö fullkomlega sáttur við. Þeir kalla þetta „Kerfi 1—2—3". Eins og myndin sýnir hafa karlmenn þrenns konar skegg- vöxt. Kerfi 3 snyrtir barta og skegg. Kerfi 2 rakar linari og „óþekk" hár. Kerfi 1 sér um hina venjulegu skeggrót, rakar þéttar og betur en áður. Rakþynnan vinnur eln og rakar hM vanjulaga akagghkr á klnnum og höku. Karfi 2. A þaaaari stilllngu kamur bart- skarinn upp að rakþynnunnl og kllpplr löngu og „óþakku" hárin á hálalnum. Samatilling rakþynnu og bartakars I Karfl 3. Bartakarinn far I atllllngu og þú anyrtir barta og akagg. Nú eru götin á rakþynnunni stærri en áður og það þýðir fljótvirkari og betri rakstur. Gott hefur orðið ennþá betra. Þú hefur þvl 1—2—3 nýjar ástæður til að prófa 1—2—3 rakvélina. Í tilefni þessara tímamóta hjá BRAUN hefur verslunin PFAFF, ásamt umboðsmönnum um land allt, ákveðið að gefa kaup- endum skilafrest ef þeir eru ekki ánœgðir með þá BRAUN rakvál sem þeir kaupa nú á næstunni. Skila- fresturinn er til 31. d**. BRAUN hefur enn einu sinni sannað að þeir eru i fremstu röð Verslunin PFAFF Borgartúni 20 *í desember geturðu ferðast á óvenju hagstæðum fargjöldum til fjölda í Evrópu Allan liðlangan mánuðinn býður Úrval sérstök jólafargjöld sem gera þér kleift að lækka ferðakostnaðinn til muna. Gildir þá einu hvort um er að ræða skemmti- eða viðskipta- ferð - svo ekki sé minnst á heimsóknir til ættingja og vina. Komdu við hjá Úrvali og kynntu þér hagstæðu fargjöldin í desember. London kr. 11.760,- Osló kr. 12.320,- Luxemborg 11.620.- Stokkhólmur 15.400.- Khöfti 13.230.- Gautaborg 13.350.- Flug fram og til baka. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrvat við Austurvöll, sími (91)-26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.