Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPTIAIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 14. FEBRpAR 1985 B 7 þær uppfylli þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar samkvæmt staðli EAN, annast öll tækni- og upplýsingamál og hvers kyns ráðgjöf til fyrirtækja sem hyggj- ast taka upp þetta kerfi. EAN-strikalykillinn er þannig hugsaður að hver vara fær sitt “nafnnúmer" ef svo má segja en síðan er merkingunni skipt í tvennt, í tölustaf og strik af ýms- um breiddum, sem tákna tölustaf- ina. Fyrstu tvær tölurnar gefa til kynna frá hvaða landi varan sé, næstu fjórar tölur hver sé fram- leiðandinn, þá sex tölustafir sem handhafi viðkomandi númers vel- ur og síðast ein tala sem er örygg- isstafur. Strikin eru notuð viö aflestur þannig að hægt sé að koma viö vélrænu birgðabókhaldi I þeim fyrirtækjum sem nota strikalykil. EAN-merkingin er þannig heil- steypt kerfi sem hægt er að nota hjá framleiðanda, heildsala og smásölu til nákvæmari skráningar á birgðahaldi og eftirliti með ein- stökum vörutegundum. Fyrir al- menna neytendur eru einnig þeir kostir að með þessum merkingum fást betri upplýsingar um verð á einstökum vörum, rangur ásláttur á búðarkassa er útilokaður, og lægra vöruverð. góður. Þróunin eftir vinnudeiluna í fyrravetur hefur þarna skipt sköpum, því að eftir það hafa báð- ir aðilar lagt sig fram um að auka tengslin og samskiptin, svo að réttmætt er að segja að innan fyrirtækisins ríki samstarfsstefna bæði af hálfu stjórnenda og starfsmanna. Þetta samstarf vona ég að eflist," segir Jakob R. Möll- er. Jóhann Magnússon Vistaskipti JÓHANN Magnússon hefur verið ráðinn rekstrarráðgjafi hjá Hag- vangi hf. frá 1. mars næstkom- andi. Jóhann útskrifaðist frá viðskiptadeild Háskóla íslands ár- ið 1981. Hann hefur undanfarin 4 ár starfað sem markaðsstjóri hjá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. og gegndi jafnframt starfi skrif- stofu- og fjármálastjóra árið 1983. Eiginkona Jóhanns er Kristín Björg Jónsdóttir. Á markadinum ... Nú eru það trefjar í steypuna HLUTVERK sf. í Kópavoginum segist boða góðar fréttir fyrir húsbyggjendur og aðra steypunotendur. Góðu fréttirn- ar eru „undraefni fyrir steinsteypu sem í mörgum tilfellum gerir járnabindingu óþarfa og bætir flesta eiginleika steyp- una,“ eins og segir í kynningu. Þetta efni heitir Fibermesh og hefur verið framleitt um nokkurra mánaða skeið í Bandaríkjunum en hér á landi hefur Hlutverk fengið söluumboð fyrir Fiber- mesh og er sala þess þegar hafin. Fibermesh er trefjaefni og eru trefj- arnar gerðar úr sérstakri tegund plast- efna og eiginleikar þessa efnis er sagt hafa afgerandi áhrif á eiginleika steyp- unnar i þá veru að hindra sprungu- myndun, auka höggþol, slitþol og vatnsheldni, þ.e.a.s. ef trefjunum er blandað í venjulega steypu í hlutföllun- um 1 kg. af Fibermesh á móti hverjum rúmmetra steypu og núna eru 12 teg- undir þessa efnis í framleiðslu til að mæta öllum hugsanlegum þörfum neytenda. Hlutverk sf. er einnig verkfræði- þjónusta, til húsa að Reynihvammi 16 í Kópavogi og framkvæmdastjóri er Loftur Al. Þorsteinsson. Jötunn færir út kvíarnar JÖTUNN hf. í Reykjavík hefur að und- anförnu verið að auka umsvif fyrirtæk- isins til muna. Um árabil hefur það framleitt einfasa ramótora til notkun- ar í dreifbýli, þar sem enn er einfasa rafmagn en á undanförnum árum hefur Jötunn einnig aukið innflutning og hef- ur nú umboð fyrir mörg þekkt merki á sviði rafbúnaðar. Jötunn fékk þannig fyrir nokkrum árum umboð fyrir rafbúnað frá franska fyrrirtækinu Telemecanique, sem m.a. framleiðir rafskinnubrautir auk rofa og stýribúnaðar, einnig fyrir japanska fyrirtækið Nachi, sem framleiðir allar helstu stærðir og gerðir af kúlulegum. Frysti- og kælitækjadeild Jötuns hefur einnig flutt inn úrvali kæli og frysti- tækja frá þekktum framleiðendum í nágrannalöndunum, svo sem Sarbroe f Danmörku, Kværner í Noregi og Hurr- en í Finnlandi, en einnig kæli og frysti- borð fyrir verslanir frá Asko-Upo í Finnlandi og frá Pasilac f Danmörku flytur fyrirtækið inn hvers kyns tæki fyrir mjólkur- og matvælaiðnað og til smjörlíkis- og ölgerðar. Töflusmiði og uppsetning margs kon- ar stýribúnaðar er drjúgur hluti starf- seminnar á verkstæði fyrirtækisins en bæði verkstæði og skrifstofur Jötuns eru á Höfðabakka 9, og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Gylfi Sigurjóns- son. Stálvinnsian med reykofna STÁLVINNSLAN hf. hefur nú fengið einkaumboð fyrir reykofna frá AFOS Ltd. en reykofnar frá þessu fyrirtæki eru f notkun f a.m.k. 70 þjóðlöndum. Ofnarnir eru hannaðir fyrir bæði heita og kalda reykingu, þurrkun og suðu á alls kyns matvælum og unnt er að fá þessa ofna f margvíslegum stærðum. Stálvinnslan hf. er þekktust innan sjávarútvegsins fyrir framleiðslu sfna á STAVA síldar- og flokkunarvélum og hóf á sl. ári innflutning á tækjum og vörum fyrir sjávarútveg, svo sem flokk- unarvélum, og býður nú einnig fullbúin rækjuvinnslukerfi f skip. % % KS >i ®s>: ■;'5 04% TÆKNILEG ÆVINTYRI GERAST ENN Þriöji ættliöurinn í Honda Civic Hatchback-línunni byggir á margra ára reynslu — en er samt byltingarkenndur í tækninýjungum. Bíll, sem aörir bílaframleiöendur munu líkja eftir. Hann er sann- arlega frábrugöinn öörum. Bíll, sem hlotið hefur lof bílasérfræöinga, margföld verðlaun fyrir formfeg- urö, góöa aksturseiginleika og sparneytni. BÍLL, SEM VEKUR ÓSKIPTA ATHYGLI. Tæknilegar upplýsingar: Vél: 4 cyl OHC- 12 ventla — þverstæö. Sprengirými: 135cc eöa 1500cc. Hestöfl: 71 Din eöa 85 Din. Gírar: 5 eöa sjálfskipt. " , , „ ______ Viöbragö: 10,8 sek/100 km 1,31. (Á civic 9,7 sek/100 km 1,51. ^ m LxBxH: 3,81 x 1,635 x 1,34m. V Hæð undir 1. punkt: 16,5 sm. Verö: frá 380.800,- á götuna. Gengi: Yen 0,16228 2-door Hatchback HONDAl HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMAR 38772 — 39460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.