Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 5
Samgöngur MORGUNBLAÐIÐ, VffiSWPn JOVINNULÍF FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 B 5 Hafskip í Varberg HAFSKIP opnaði í haust skrifstofu og vörumóttöku í Varberg í Svíþjóð og er þetta sjötta skrifstofa félagsins erlendis. Ólafur Friðfinnsson veitir skrifstof- unni forstöðu en hann starfaði áður sem deildarstjóri á fjármálasviði hjá félaginu. Ólafur er á hinn bóginn gjörkunnugur sænskum aðstæðum og flutningakeðjunni þar í landi, því að hann starfaði sem framkvæmdastjóri skrifstofu Flugleiða í Stokkhólmi á árunum 1975—79. „Ástæðan fyrir því að Varberg varð fyrir valinu," sagði ólafur í samtaii við Morgunblaðið, „var einfaldlega sú að við vorum lengi búnir að reyna að semja við hafn- aryfirvöld í Gautaborg um verð sem við gátum sætt okkur við, bæði vegna okkar sjálfra en þó sérstaklega vegna flytjenda. Eftir langt stapp var félaginu boðin þarna aðstaða á alveg þokkalegum kjörum en gjöld sem átti að inn- heimta af flytjendum voru enn alltof há að okkar mati, svo að við fórum að svipast um í kringum okkur eftir öðrum möguleikum. Þá duttum við niður á þessa höfn í Varberg, sem er um 70 km suður af Gautaborg og þarna náðum við góðum samningum." Varberg er fyrst og fremst þungaflutningahöfn, einkum á timbri og pappír, að sögn Ólafs, en hafnaryfirvöld þar hafa haft áhuga á að færa kvíarnar einnig út í stykkjavöruflutninga og því var Hafskip með stykkjavöru- flutninga sína hafnaryfirvöldum kærkomin viðbót. „Okkur hefur verið tekið þarna opnum örmum", sagði Ólafur, „og við höfum fengið mjög góða aðstöðu í höfninni og sérlega hagstæða samninga bæði fyrir okkur og viðskiptavini okkar, eða sem svarar til 30—60% af- sláttar frá fob-verði eins og það gerist í Sviþjóð." Annar kostur við Varbergs-höfn að sögn Ólafs er sá, að höfnin ligg- ur mjög miðsvæðis. Evrópuþjóð- vegurinn milli Noregs og Svíþjóð- ar liggur um borgina og aðal- járnbrautalínan liggur um höfn- ina. Borgina byggja hins vegar að- eins um 43 þúsund manns þannig að stutt er í alla samstarfs- og þjónustuaðila. Starfsemi Hafskips í Varberg snerist í byrjun fyrst og fremst um íslandsflutninga en núna eru Bandaríkjaflutningarnir einnig farnir af stað, en þeir hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð að sögn Ólafs. í byrjun febrúar taka einnig gildi samningar sem tekist hafa við Bore-line skipafélagið um transit- eða umskipunarflutninga frá F'innlandi. Þetta þýðir í raun að hægt er að bjóða upp á viku- legar siglingar frá Helsinki til ís- lands. I Varberg hefur Hafskip fengið til umráða 15 þús. fermetra vöruskála og þarna verða samtals 10 skip í mánuði. „Ég held að það sé enginn vafi á því að við höfum mikinn meðbyr meðal flutningsaðila í Svíþjóð," sagði Ólafur, „og við reiknum með mjög góðri nýtingu á skipunum vestur um haf. Hvað snertir flutn- ingana austur um þá er mikið af Svíþjóðarflutningunum frá Amer- íku bundið við tiltekinn árstíma, þ.e.a.s. árstíðabundinn, en við ætl- um okkur hlut í þeim flutningum líka.“ Viðkomustaðir Hafskips erlend- is eru nú Varberg, Fredrikstad, Árósar, Leith, New York og Nor- folk og félagið er með eigin skrifstofur í New York og Varberg en umboðsmenn á hinum stöðun- um. HAFSKIP I VARBERG - skrifstofu Hafskips í Varberg ásamt — Ólafur Friðfinnsson yfirmaður samstarfsmönnum. Frá verksmióju- dyrum til viótakenda Skipadeild Sambandsins hejur um þrjú hundr- uð starfsmenn á sjó og landi, sem sjá um að Jlytja vörur heim og heiman. Þá eru ótaldir um- boðsmenn okkar og samstaijsaðilar erlendis. Sérþekking og hagræðing gerir okkur kleift að bjóða hagstæðJlutningsgjöld. Þú getur'verið áhyggjulaus — við komum vör- unniJrá verksmiðjudyrum til viðtakenda. ViðJlytjum allt, smátt og stórt.Jyrir hvern sem er, hvert sem er. Þú tekur bara símann og hringir. SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANOSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 haflega tekizt afbragðsvel. Kodak og fleiri fyrirtæki sýndu ljósritun lítinn áhuga í upphafi, og varð því Xerox eina fyrirtækið á þessum milljarða dollara markaði í fyrstu. Þegar Kodak loks kom með Ekta- print-ljósritunarvél sína árið 1975, reyndist hún mjög fullkomin, og gæði ljósritanna mun meiri en hjá Xerox. En undirbúningur að smíði vélarinnar hafði tekið 12 ár, og á þessum tíma höfðu mörg afbrigði verið afskrifuð, því þau voru ekki fullkomin. Sérfræðingar segja að Kodak hefði getað komið með mjög samkeppnishæfa ljósrit- unarvél mörgum árum fyrr. Þegar Ektaprint kom á markað- inn gat Xerox ekki boðið neina sambærilega Ijósritunarvél. En í stað þess að hefja öfluga söluher- ferð, fór Kodak hægt af stað heima fyrir, og komst ekki inn á Evrópumarkaðinn fyrr en árið 4000-disk- vélin 1982 oriítn og kom of seint 1982, eða sjö árum eftir að vélin var fullhönnuð. Þetta gaf Xerox tíma til að svara, og þeir voru komnir með nýja ljósritunarvél á markaðinn 1979. Það tók svo Kod- ak sjö ár að koma með endurbætta vél, en þá hafði Xerox komið með betri vélar hálfu ári fyrr. Samskipti við starfsmenn versna Talað hefur verið um að Kodak hafi á margan hátt svipað til jap- anskra fyrirtækja að því leyti að oft kom starfsfólkið þangað beint úr skóla eða háskóla — eins og bæði stjórnarformaðurinn, Colby Chandler, og aðalforstjórinn, Kay Whitmore — og reiknaði þá með því að starfa hjá fyrirtækinu þar til það kæmist á eftirlaun. Var starfsandinn löngum aðdáunar- verður. Kodak er eitt fárra stór- fyrirtækja, sem ekki hefur eigin verkalýðsfélög, en félagið hefur búið vel að starfsmönnum sínum með aukagreiðslum, tómstunda- aðstöðu og hlunnindum. Aldrei í sögu Kodak hefur starfsfólkið þar boðað til sérverkfalls né átt í nein- um teljandi deilum um kaup og kjör. En mikil breyting varð á starfs- andanum hjá félaginu þegar Kod- ak greip til þess ráðs á árinu 1983 að fækka starfsmönnum með upp- sögnum og lækkun eftirlaunaald- urs um 11.000 manns, eða 8%. Það kom mörgum á óvart hve starfs- mannafækkunin var mikil, og einnig vakti það óánægju að launahækkun þeirra sem eftir sátu dróst frá því í desember þar til í júní 1984. Á meðan flestir starfsmenn þurftu að bíða bættra kjara, voru þeir Chandler og Whitmore skipaðir í æðstu stöður hjá félaginu, og fengu strax sínar launahækkanir, Chandler fékk 12% hækkun upp í $729.000 árs- laun og Whitemore hækkaði um 18,5% í $449.000. Tæknihyggja — ekki markaðshyggja Lengi var það svo að Kodak þurfti litlar áhyggjur að hafa af samkeppni, en nú er það gjör- breytt. Á meðan Kodak réð ferð- inni, sem félagið gerði í nálægt því heila öld, kom það ekki að sök þótt hægt væri farið í þróun nýrra véla og varlega staðið að því að koma þeim á markaðinn. Nú skiptir þetta máli. Og þegar félagið nú er að reyna að ryðja sér braut á nýj- um mörkuðum, þar sem sterkir keppinautar eru fyrir, getur það valdið félaginu erfiðleikum og haft alvarlegar afleiðingar hvað þar hefur lengi ríkt sú hefð að fara að öllu með gát. Kodak hefur lengst af verið starfrækt sem sjálfstæð heild, þar sem forystusveitin hefur jafnan unnið sig upp eftir metorðastigan- um innan fyrirtækisins. Og allt frá stofnun hafa aðeins verkfræð- ingar og vísindamenn komizt þar í æðstu stöður — menn sem láta sig tæknilega fullkomnum meiru skipta en markaðshugsjónir. Chandler hefur verið hjá Kodak í 34 ár, Whitmore í 27 ár. Báðir eru verkfræðingar. Geta menn, sem lengi hafa starfað hjá félaginu, og alizt upp í því andrúmslofti varúð- ar og aðgætni sem þar ríkir, tamiö sér þann viðbragðsflýti, sem á þarf að halda í samkeppninni? Ef til vill, en reynsla undanfarinna ára lofar ekki góðu. Chakravarty og Ruth Sim- on í tímaritinu Forbes) TÖLVUSKJÁR, ADM220 frá Lear Siegler, Inc. DEC VT220, VT100 og VT52 sambærilegur. 105 lykla ásláttarborð skv. DIN staðli. 15 flýtilyklar og 30 forritanlegir lyklar. Allir íslenskir stafir. „Lifandi" eða „dauður" broddur. 7 eða 8 bita samskiptastaðall. RS-232C eða RS-422 tengi. Tengi tyrir prentara. 12" eða 14" skjár, grænn eða gulur. Verð miðað við gengi 4. februar 1985 ISI LEAR SIEGLER. INC. kr. 44.950,— GERIÐ VERÐSAA/IAMBURÐI Digltal Equipment Corporation. DEC VT220, VT100 og VT52 eru vorumerki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.