Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 1
SKJÁÞJÓNUSTA REUTERí ÍSLENSKA BANKA Reuter hefur komið upp öflugu auglýs- inganeti sem dreifir fréttum og tölfræði- legum upplýsingum á skjá til fjármála- stofnana víða um heim. Seðlabankinn og Landsbankinn hugleiða nú að fá þessa þjónustu hingað. B4 ATHAFNAMENN í HÁSKÓLANN Háskólinn og Félag ísl. iðnrekenda hafa sameinast um að fá fjóra þekkta athafnamenn til að flytja háskólafyr- irlestra um vöruþróun og markaðs- mál. Davíð Sch. Thorsteinsson ríður á vaðið í kvöld. B8 KODAKI KREPPU Kodak er enn stöndugt fyrir- tæki, en engu að síður þykir fyrirtækinu hafa hrakað þar sem forráðamenn þess þykja fremur tæknilega sinnaðir en markaðslega — og því sitja þeir í súpunni hvað eftir annað. B4 vroaapn AiviNNULír „ PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS FIMMTUDAGUR14. FEBRÚAR1985 BLAÐ XÍ Atlantis hf. Hefur tekið við verk- efnum frá Óðni sf. RAFEINDAFYRIRTÆKIÐ Atlantis hf. er ad færa út kvíarnar um þessar mundir. Hefur það hafið undirbúning að nýjum framleiðsluvörum og mun í framtíðinni leggja mcgináherslu á framleiðsluþáttinn, en fela öðrum aðilum að sjá um sölu og þjónustu. Vegna þessara auknu umsvifa stendur til að auka hlutafé fyrirtækisins og taka inn nýja eignaraðila. VÍKINGALEIÐIN — Svo kallar Hafskip siglingaleiðina milli Evrópu og N-Ameríku en bæði Eimskip og Hafskip eru að gera tilraunir með beinar áætlunarsiglingar þarna á milli sem utangarðsfélög, því að þessum leiðum ráða risastór skipafélög sem skipta flutningunum á milli sin. Þetta er tvisýn barátta hjá íslensku skipafélögunum og þá sérstaklega Hafskip sem berst á sama tíma fyrir lífi sínu sem þriðja aflið í áætlunarsiglingum til íslands og frá. Við segjum frá ástandinu í kaupskipaútgerðinni á næstu síðu. Samstarfsnefnd fjögurra ráðuneyta Kannar möguleika á þekkingarútflutningi SAMSTARFSNEFND nokkurra ráðuneyta vinnur nú að því að kanna hvar helstu möguleikar íslendinga í útflutningsstarfsemi liggja, en í nefnd þessari eiga sæti Magnús Gunnarsson, sem er formaður, Björn Líndal, Þorsteinn Ingólfsson og Andrés Svanbjörnsson. Þeir eru tilnefndir af sjávarútvegsráðu- neytinu, iðnaðarráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu, cn það var viðskiptaráðherra sem skipaði nefndina. Ásgeir Bjarnason, stjórnarfor- maður Atlantis, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið væri eins og hálfs árs gamalt og hefði hingað til sérhæft sig í framleiðslu GENGIS- SKRÁNING NR. 30 13. febrúar 1985 Kr. Kr. Toll- Ein. KL 09.15 Kaup Sala gengi 1 Pollari 41350 41,970 41,090 lStpund 45375 45,705 46,063 Kaa. dollari 31,216 31306 31,024 1 Donskkr. 33517 33619 3,6313 lNorskkr. 4,4251 4,4377 45757 ISjposk kr. 4,4356 45085 45361 1 Fi mark 6,1247 6,1423 6,1817 1 Fr. franki 4,1631 4,1751 45400 1 Belg. franki 0,6335 0,6353 0,6480 ISv. franki 14,3358 14,9786 15,4358 1 HoU. gyllini 113228 113550 11,4664 1 V-þ. mark 12,7043 12,7413 12,9632 lítlíra 0,02067 0,02073 0,02103 1 Austurr. sch. 13089 13141 15463 lPortescudo 05293 05300 05376 lSp.peseti 05303 05310 05340 IJap.yen 0,15908 0,15954 0,16168 1 Irskt pund SDR. (SérsL 39569 39,683 40550 dráttarr.) 40,1255 405410 Beli.fr. 0,6300 0,6318 íslensku tölvunnar Atlantis ásamt framleiðslu á hugbúnaði. Nú væri verið að styrkja fyrirtækið sem framleiðslufyrirtæki og bæta við nýjum framleiðsluvörum. Því hefði verið gerður samstarfssamningur við rafeindafyrirtækið Óðinn sf. í Vestmannaeyjum. Atlantis hefði tekið við nokkrum framleiðsluverk- efnum frá óðni og jafnframt hefði aðaleigandi óðins, Halldór Axels- son, gerst hluthafi í Atlantis hf. Meðal verkefna sem Atlantis tekur við af óðni má nefna gengis- töflur sem þegar eru komnar upp í nokkrum bönkum. Byggja þær á örtölvubúnaði sem er tengdur við tölvubanka. Eftir eitt símtal breyt- ist gengið á töflunni á örskots- stund. Asgeir sagði að þeir hefðu fengið fyrirspurnir um gengistöfl- urnar erlendis frá en væru ekki enn tilbúnir til að sinna útflutningi. Einnig má nefna rafeindastimp- ilklukku, sem kölluð er tímavörður, sem Óðinn hefur verið að þróa. Tímavörðurinn les segulkort sem skráð er á nafn og númer starfs- manna og safnar upplýsingum saman yfir starfsdaginn og sendir þær áfram til tölvu til frekari vinnslu. Býður þessi hugmynd upp á ýmsa möguleika sem verið er að athuga nánar, að sögn Ásgeirs Bjarnasonar. Að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar var nefndin sett á laggirnar síð- sumars á síðasta ári og hefur síðan haldið fjölda funda. Nefndarmenn hafa rætt við fjölda aðila í tengsl- um við atvinnulífið og fengið á sinn fund aðila úr sjávarútvegi og fisk- iðnaði, úr verktakaiðnaði og raf- einda- og hugbúnaðariðnaði, svo og kannað með hvaða hætti opinberir aðilar geta tengst þessari starfsemi t.d. í sambandi við orkumál. „Við höfum lagt áherslu á að at- huga á hvaða sviðum útflutnings- möguleikar koma einkum til greina, I öðru lagi hvar markaðirn- ir liggja og hvað leiðir eru færar til fjármögnunar þessa og markaðs- setningar,** sagði Magnús. „En það er mikið starf enn óunnið í nefnd- inni og ég vil hvetja menn að koma hugmyndum sínum í þessum efn- um á framfæri við okkur, því að tilgangur nefndarinnar er sá að leita að nýjum möguleikum I út- flutningsstarfseminni og taka við hugmyndum." botnlögunum fyrir sunnan og norðan miðlínuna við Jan Mayen. Aftenposten hefur eftir Egil Bergsager hjá Olíustofnuninni norsku að gert sé ráð fyrir að niðurstöður þessarar athugunar verði seldar til olíufélaganna og með þeim hætti muni fást tals- vert upp í kostnað við rannsókn- irnar. Talið er að ýmsir aðilar muni hafa áhuga á gögnum um þessar rannsóknir og þá ekki endilega vegna þess að svo mikl- ar líkur séu á að olía eða gas finnist á þessum slóðum heldur vegna þess að þessar rannsóknir eru taldar geta gefið mikilsverð- ar upplýsingar um líkur á olíu- fundi á hinum norðlægari slóð- um. Olíurannsóknir Norðmenn verja 50 milljón um í olíuleitina við Jan Mayen SÉRFRÆÐINGAR frá Orkustofnun og frá OHustofnuninni norsku munu í sumar taka þátt í frumrannsóknum á Jan Mayen-svæðinu með það fyrir augum að kanna hvort olíu eða jarðgas sé þar að fínna. Norðmenn hafa ákveðið að verja 12 milljónum norskra króna eða liðlega 50 milljónum íkr. til rannsókna á þessu svæði nú í sumar og reiknað er með að til komi eitthvert íslenskt framlag á móti þótt fjárhæð þess sé ekki ákveðin, að sögn Guðmundar Pálmasonar hjá Orkustofnun. íslendingar eru þó ekki og Noregs, þar sem kveðið er á um skiptingu þessa svæðis, og samkvæmt þessu samkomulagi eiga um 25% verðmæta af nýt- ingu auðlinda eins og oliu að koma í hlut íslendinga. Að sögn Guðmundar Pálmasonar skuldbundnir til þess að leggja peninga í þessar rannsóknir samkvæmt samkomulagi milli aðila. Þessi samvinna byggist á ákvæðum Jan Mayen-samkomu- lagsins milli ríkisstjórna íslands var haldinn fundur hér á Islandi milli fulltrúa Orkustofnunar og Olíustofnunarinnar norsku fyrir um mánuði siðan, þar sem geng- ið var frá hinum tæknilegu og framkvæmdalegu atriðum við þessar rannsóknir á sumri kom- anda. Rannsóknir þær sem fram fara í sumar, og gert er ráð fyrir að taka muni einn mánuð, byggj- ast einkum á bergmálsmæling- um en einnig fara fram segul- og þyngdarmælingar á svæðinu. Reiknað er með að hægt verði að fara yfir 3.000 til 4.000 kilómetra og þess er vænst að þessar rann- sóknir skeri úr um möguleikana á því að olíu og gas sé að finna í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.