Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 19 PRESTAR SAKAÐIR UM MORÐ. Á Filippseyjum fara nú fram réttarhöld yfir tveimur prestum og sjö öðrum kirkjunnar mönnum og eru þeir sakaðir um að hafa myrt Pablo Sola, bæjarstjóra í bænum Kabankalan, og fjóra aðstoðarmenn hans. Voru morðin framin árið 1982. Vitni bera, að prestarnir hafi kennt Pablo um dauða sjö bænda og því talið rétt og sanngjarnt, að honum væri rutt úr vegi. Á meðfylgjandi mynd sést þegar prestarnir tveir voru leiddir fyrir dómarann, en þeir eru Niall O’Brian, írskur að þjóð- erni, og Brian Gore, sem er ástralskur. Aðrir sakborningar eru Filippseyingar. AP Tímamót í baráttunni viö Aids: Tókst að ein- angra AIDS- veiru í Los Angeles, I. mars. Al\ VÍSINDAMENN, sem vinna aö rannsóknum á Aids-sjúkdómnum, áunninni ónæmisbæklun, skýrðu frá því í gær, að þeim hefði tekist að einangra veiru, sem veldur svipuð- um sjúkdómi í öpum, og sýkja með henni heilbrigða apa. Dr. Preston Marx, veirufræð- ingur, sagði, að tekist hefði að ein- angra „retro-veiru af D-stofni“ úr blóði rhesus-apa, sem var sjúkur af þeirri tegund Aids, sem leggst á apa, rækta hana og sýkja síðan með henni þrjá unga og heilbrigða apa. „Þetta er í fyrsta sinn sem Aids hefur verið framkallað í öp- um með ræktaðri veiru,“ sagði Marx. öpum Þessi uppgötvun eykur mjög lík- urnar á að Áids í mönnum stafi af skyldri veiru og mun að sögn Marx auðvelda vísindamönnum leitina að henni og lækningu. Aids í mönnum og öpum lamar ónæm- iskerfi líkamans og gerir hann berskjaldaðan fyrir hvers kyns sjúkdómum. Augljóst þykir, að sjúkdómurinn sé ekki mjög smit- andi en helstu smitleiðirnar eru kynmök, óhreinar sprautunálar og blóðgjafir. Þeir hópar manna, sem helst hafa orðið fyrir barðinu á Aids, eru kynvillingar, fólk frá Haiti, eiturlyfjaneytendur og dreyrasjúklingar. Aukakosningar í Chesterfield: Verkamannaflokknum spáð miklum sigri Chesterfield, Knglandi, 1. mars. AP. Aukakosningar fara í dag fram í bænum Chesterfield á MiA-Eng- landi og cr útlit fyrir metþátttöku. Skoðanakannanir, sem birtar voru í gærkvöldi, benda til, að Verka- mannaflokkurinn með Tony Benn í fararbroddi muni vinna stórsigur og jafnvel tvöfalda meirihluta sinn. í síðustu kosningum bar Verkamannaflokkurinn sigur úr býtum í Chesterfield með 7.763 atkvæða meirihluta en skoðana- könnun, sem Daily Express birti í gær, gefur til kynna, að hann kunni að tvöfalda meirihlutann nú. í Chesterfield, sem er náma- bær, er atvinnuleysi mikið og stjórn Margaret Thatchers og íhaldsflokknum kennt um. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og var kosninga- þátttakan strax mikil þrátt fyrir rigningu. Tony Benn, frambjóðanda Verkamannaflokksins, er í skoð- anakönnunum spáð 55% at- kvæða en frambjóðandi íhalds- flokksins verður að láta sér nægja 14% og þriðja sætið á eft- ir frambjóðanda kosninga- bandalags frjálslyndra og jafn- aðarmanna, sem spáð er 28% at- kvæða. Tony Benn er af aðals- ættum en afsalaði sér greifa- titlinum fyrir 21 ári vegna rót- tækra skoðana sinna. Nokkuð mikið er í húfi í Chesterfield fyrir báða stóru flokkana, Verkamannaflokkinn Þúsundir Mósamhíkmanna, jafn- vel íbúar heilu þorpanna, hafa flúið þurrka og borgarastríð heima fyrir og lagt leið sína til Zimbabwe. Talið er að tugþúsundir manna líði hungur í Zimbabwe og flóttamannastraumur- inn gerir illt verra. Embættismenn í Zimbabwe giska á að 30 þúsund Mósambík- og íhaldsflokkinn. Verkamanna- flokkurinn hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og góður sigur nú yrði til að styrkja mjög stöðu Neil Kinn- GEORGES Marchais, leiðtogi franskra kommúnista, er reiður ráða- mönnunum í Moskvu og hefur mót- mælt harðlega nýútkominni bók aust- ur þar en í henni er gerður skýr grein- armunur á Frökkum og öðru fólki, sem í Frakklandi býr. Sagði frá þessu í gær í málgagni kommúnistaflokks- ins, L’Humanité. I bókinni, sem heitir „Fólk um víða veröld", segir, að í Frankaríki búi Frakkar og „annað" fólk líka, t.d. Elsassbúar, Baskar, Bretónar, Katalóníumenn, Korsíkubúar, Gyð- ingar og Armeníumenn. í bréfi, sem Marchais sendi sovéska kommúnistaflokknum 17. febrúar sl., mótmælir hann harðlega þess- ari undarlegu skilgreiningu og seg- ist yfir sig „hneykslaður á þessum ósmekklegu aðdróttunum". Bréfið frá Marchais er síðasta dæmið um þau stirðu samskipti, menn hafi lagt leið sína yfir fjall- garðinn, sem skilur löndin að, flest- ir síðustu tvo mánuðina. Starfsfólk í trúboðsstöðvum giskar á að talan 50 þúsund sé nær lagi um flótta- mannafjöldann. Flóttamannastraumurinn hófst fyrir alvöru í ágústmánuði í fyrra. ocks sem formanns hans. Á hinn bóginn yrði það alvarlegt áfall fyrir efnahagsmálastefnu Thatchers ef íhaldsflokkurinn bíður auðmýkjandi ósigur. sem nú virðast vera milli hinnar nýju forystu í Kreml og franska kommúnistaflokksins, sem löngum hefur þó kunnað að fóta sig á Moskvulínunni. Fyrir skömmu gagnrýndu franskir kommúnistar Moskvumenn fyrir að hafa sent sendinefnd á fund kommúnísks klofningsflokks í Portúgal, hvöttu jafnframt til, að Nikita Krúsjeff yrði veitt uppreisn æru og lofuðu mjög Yuri heitinn Andropov fyrir að hafa reynt að koma á umbótum í Sovétríkjunum. Franskir stjórn- málaskýrendur segja augljóst, að Marchais og samstarfsmenn hans búist ekki við miklu af Konstantin Chernenko, eftirmanni Andropovs. Bókin fyrrnefnda er gefin út hjá frönsku forlagi, sem gerir lítið ann- að en gefa út sovéskar bækur af ýmsu tagi. Eins og áður sagði er í henni gerður skýr greinarmunur á Frökkum og „hinum" og jafnvel Búist er við að ekkert lát verði á straumi Mósambíkmanna til Zimb- abwe á þessu ári. Alþjóðlegar hjálparstofnanir segja að eitt- hundrað þúsund manns hafi dáið úr hungri í Mósambík frá því í fyrrasumar og óttast er að jafn- margir deyi af sömu sökum á þessu ári. Tony Benn gengið svo langt, að sagt er um fólkið í Elsass-Lótringen, að það hafi „náin tengsl við Þjóðverja". „Frakkland er ekkert þjóðabanda- lag. Það er eitt land, ein þjóð, ávöxtur langrar sögu,“ sagði Marchais í bréfi sínu. Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboð á íslandi. Atlas hf ARMULA 7 SÍMI 26755 Flóttamenn streyma frá Mósambík til Zimbabwe Marymount-trúboAsstödinni, Zimbabwe, 1. mars. AP. „í Frakklandi eiga heima Frakkar og „annað fólku Marchais, leiðtogi franskra kommúnista, mótmæl- ir „ósmekklegum aðdróttunum“ í sovéskri bók París, 1. mars. AP. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 24. mars Bakkafoss 4. april City of Hartlepool 14. april Bakkafoss 24. april NEW YORK City of Hartlepool 23 mars Bakkafoss 3. apríl City of Hartlepool 13. april Bakkafoss 23. apríl HALIFAX Bakkafoss 16. mars Bakkafoss 7. apríl BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 19. febr. Eyrarfoss 26. febr. Alafoss 4. mars Eyrarfoss 11. mars FELIXSTOWE Álafoss 20. febr. Eyrarfoss 27. febr. Álafoss 5. mars Eyrarfoss 12. mars ANTWERPEN Álafoss 21. febr. Eyrarfoss 28. febr. Álafoss 6. mars Eyrarfoss 13. mars ROTTERDAM Álafoss 22. febr. Eyrarfoss 29. febr. Álafoss 7. mars Eyrarfoss 14. mars HAMBORG Álafoss 23. febr. Eyrarfoss 1. mars Álafoss 8. mars Eyrarfoss 15. mars WESTON POINT Helgey 14. mars LISSABON Vessel 21. mars LEIXOES Vessel 22. mars BILBAO Vessel 24. mars NOROURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 2. mars Mánafoss 9. mars Dettifoss 16. mars Mánafoss 23. mars KRISTIANSAND Dettifoss 5. mars Mánafoss 12. mars Dettifoss 19. mars Mánafoss 26. mars MOSS Dettifoss 2. mars Mánafoss 13. mars Dettifoss 15. mars Mánafoss 27. mars HORSENS Dettifoss 7. mars Dettifoss 21. mars GAUTABORG Detfifoss 7. mars Mánafoss 14. mars Dettifoss 21. mars Mánafoss 28. mars KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 8. mars Mánafoss 15. mars Dettifoss 22. mars Mánafoss 29. mars HELSINGJABORG Dettifoss 9. mars Mánafoss 16. mars Dettifoss 23. mars Mánafoss 30. mars HELSINKI Irafoss 7. mars írafoss 2. apríl GDYNIA Irafoss 12. mars írafoss 4. april ÞÖRSHÖFN Mánafoss 24. mars VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla f immtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.