Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 18
I 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 12. skákin: Fyrirfram var reiknað meö miklum sviptingum í tólftu umferð heims- meistaraeinvígisins sem fram fór þremur dögum eftir áætlaðan leikdag vegna frestunarbeiðni heimsmeistarans. Og menn voru sannspáir því báðir skákmenn sýndu ’ góöa taflmennsku framan af. En um síöir hlupu báðir keppendur á sig og yfirsást til skiptis. Þegar skákin fór svo í biö var hún orðin sjónarspil leikleysu. Korchnoi kaus að verjast hvítu mönnum Karpovs Sjónarspil leikleysu Harry Golombek skrifar fyrir Morgunblaöii) meö opna afbrigöinu af spönsku vörninni sem svo oft var notuö í heims- meistaraeinvíginu 1948. í níunda leik valdi Karpov aö leika drottningunni á e2, leik sem bæði Keres og Smyslov notuðu með góö- um árangri í því einvígi. Korchnoi náði að jafna stöðuna í 18. leik, en í 21. leik varð honum á í mess- unni. Hann lék þá af sér og missti peð og nú heföi Karpov átt að geta unniö taflið. Hann náði yfirtökun- um en missti aftur frum- kvæðiö þegar honum yfir- sást aö leika f4 í 26. leik. Þaðan í frá varö skákin jafnteflisleg og í 43. leik bauö Karpov jafntefli. Korchnoi þáöi ekki jafntefl- iö þar sem Karpov bauð það ekki í gegnum Lothar Schmidt dómara. Lék Korchnoi biöleikinn sem innsiglaöur er í umslagi og bauö jafntefli með milli- göngu Schmidts, en þá hafði Karpov yfirgefið keppnisstaö og taflið fór því í bið. Ég tel líkur á að keppendur komi sér sam- an um jafntefli án þess að leika skákina frekar. 10 ár frá innrásinni í Tékkóslóvakíu: XJtifundur á Lækjar- torgi á mánudaginn Til að minnast þess, að 10 ár eru liðin n.k. mánudag frá því að rússncskar vígsveitir réðust inn í Tékkóslóvakíu, hafa samtökin Lýðræðissinnuð æska ákvcðið að gangast fyrir útifundi á Lækjartorgi. Útifundurinn hefst á Lækjar- torgi kl. 17.30 á mánudag með því að hljómsveit, sem nefnist Hug- Ekkert nýtt í rannsókn á morði Kinks Washington, 15. áf(úst. Reuter. ENDURTEKIN rannsókn á morð- inu á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, sem rann- sóknarnefnd á vegum fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hefur unnið við að undanförnu, hefur ekki leitt í ljós neitt, sem varpað gæti nýju ljósi á morðið. Hins vegar hefur náinn vinur blökkumannaleiðtogans látna staðhæft við rannsóknarnefndina, að morðið á King hafi verið pólitískt og að hópur samsæris- manna hafi staðið að því. Þessari staðhæfingu sinni til áréttingar hefur hann bent á, að afar óeðlilegt hafi verið, að James Earl Ray hafi getað farið huldu höfði í tvö mánuði eftir morðið. Rannsóknarnefndin mun hefja endurrannsókn á morðinu á Kennedy fyrrum Bandaríkjafor- seta í byrjun næsta mánaðar. leiðing, leikur lög af fingrum fram. Þessa hljómsveit skipa m.a. Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson o.fl. Kl. 18.00 verða flutt stutt ávörp og ræðumenn verða Einar Kristinn Guðfinnsson nemi, Finn- ur Torfi Stefánsson alþingismað- ur, Jón Magnússon lögfræðingur og Jón Sigurðsson ritstjóri. Fundarstjóri verður Berglind Ásgeirsdóttir blaðamaður. Samtökin Lýðræðissinnuð æska eru starfandi allsstaðar í V- Evrópu og ú sama tíma og fundurinn verður á Lækjartorgi gangast þessi samtök fyrir sams- konar útifundum víða í Evrópu. Lýðræðissinnuð æska eru samtök, sem eru ekki bundin neinum sérstökum stjórnmálaflokki en hafa að markmiði að berjast fyrir mannréttindum, lýðræði og gegn heimsvaldastefnu kommúnista. Stjórn SH á fund á morgun STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna kemur saman til fundar á morgun til að ræða frekar um vandamál frystihús- anna, en sem kunnugt er er fjöldi þeirra þegar hættur rekstri og fleiri bætast í hópinn 1. september n.k. Svæðafundum frystihúsa innan SH og sjávarafurðadeildar Sam- bandsins lýkur í dag, en þá verða haldnir fundir á Austfjörðum, á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Karpov missti af gullnu tækifæri í tólftu einvígisskákinni brá fyrir nokkrum spennandi stöðum þegar Kortsnoj var kominn á yztu nöf með að tapa skákinni. Hann reyndi nú sem fyrr hið beitta afbrigði Spánska leiksins en Karpov valdi nú nýja leið sem virtist gefa honum mjög góða möguleika. En í 26. leik fann hann ekki bezta framhaldið og glutraði niður því frumkvæði sem hann hafði fengið og Kortsnoj slapp fyrir horn. Biðstaðan er hinsvegar hnífjöfn og allar líkur á jafntefli og alls óvíst að þeir tefli þessa skák frekar. Kortsnoj getur hrósað happi í þessari skák og það þarf mikið hugrekki hjá honum ef hann ætlar að voga sér einu sinni enn í þetta afbrigði því nú virðist Karpov loksins hafa fundið öflugt framhald fyrir hvítan. En hvað tekur þá við hjá Kortsnoj. Kannski Franska vörnin sem hann var einu sinni svo frægur fyrir? 12. einvígisskákin Hvítti Karpov Svarti Kortsnoj Spánski leikurinn (Ópna vörnin) 1. e4 — e5,2. Rí3 - Rc6,3. Bb5 — a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. (H) - Rxe4, Enn á ný heggur Kortsnoj í sama knérunn, en þessu afbrigði hefur hann beitt fjórum sinnum áður í þessu einvígi. Leikurinn er, eins og áður hefur verið vikið að, upphafið að einu hvassasta afbrigðinu í Spánska leiknum og vörnin ekki teflandi nema sam- an fari mikil kunnátta og hæfileg dirfska en Kortsnoj skortir hvorugt! Kortsnoj fór samt halloka í 8. skákinni er hann beitti þessu afbrigði en þá brá hann fyrir sig mjög hæpn- um leik (10. — g6?) sem leiddi til glötunar. í þessari skák verður það Karpov að þessu sinni sem bregður út af frá fyrri olf Q l/’ll TYl I 6. d4 - b5, 7. Bb3 - d5,8. dxe5 — Be6, 9. De2 (Hér bregður Karpov út af frá taflmennsku fyrri skáka í einvíginu. Áður hefur hann undantekningar- laust leikið 9. c3 sem er langal- gengasti leikurinn. Textaleikur- inn hefur hinsvegar oft sézt líka en upphafsmaður að honum er hinn nýlega látni eisllenzki skákmeistari Paul Keres sem beitti honum óspart í heims- meistaraeinvíginu 1948 með góðum árangri. Aðaltilgangur þessa leiks er að rýma dl-reit- inn fyrir kóngshrókinn og herja á peðið á d5. Til þess að hraða þessari áætlun frestar hvítur að leika c3 og hirðir ekki um að búa kóngsbiskupi sínum undan- komureit). 9. - Be7,10. Hdl - 0-0,11. c4 — bxc4,12. Bxc4 — Bc5, (Áður fyrr reyndu sókndjarfir skák- menn í þessari stöðu að fórna drottningunni með 12. — dxc4!? og fengu viss færi en með beztu taflmennsku heldur hvítur öllu sínu. En svartur verður að bregðast hart við í stöðunni ef hann á ekki að verða undir í baráttunni). 13. Be3 — Bxe3, 14. Dxe3 — Db8, (Með þessum leik hótar svartur að drepa biskupinn á c4 og ógnar um leið peðinu á b2) 15. Bb3 - Ra5, 16. Rel! (Þessum leik beitti fyrstur vestur-þýzki stórmeistarinn Robert Húbner í alþjóðlegu stúdentamóti árið 1969 og vann glæstan sigur. Hvítur hótar fyrst og fremst að reka riddar- ann af höndum sér með f3 því riddarinn á engan undankomu- reit. Andstæðingur Húbners valdi að leika 16. — Rxb3, 17. axb3 — Db6, 18. Dxb6 — cxb6, en eftir 19. b4! fékk hvítur yfirburðastöðu. Þessa tafl- mennsku verður Kortsnoj nú að endurbæta). 16. — Db6! (Kortsnoj býður drottningauppskipti strax) 17. Dxb6 — cxb6, 18. f3 (18. Bxd5? gengur að sjálfsögðu ekki Skák Gunnar Gunnarsson skrifar um tólftu einvígisskákina vegna 18. — Had8 og hvítur missir mann). 18. — Rxb3, 19. axb3 — Rc5, 20. b4 - Rd7, 21. Rd3 - g5? (Óhætt er að gefa þessum leik spurningarmerki þó tilgangur- inn sýnist helga meðalið. Korts- noj vill koma í veg fyrir f4 hjá hvítum en tekur á sig óþarflega miklar kvaðir þar sem leikurinn veikir alvarlega kóngsstöðu svarts og g-peðið verður ákjós- anlegur skotspónn. Leikurinn er samt einkennandi fyrir hinn hvassa stíl Kortsnojs!) 22. Rc3 - Hfc8, 23. Rf2 - (Vegna veika peðsins á g5 er nú þessi leikur mögulegur. Eftir skipti á peðum 23. — Rxe5, 24. Rxd5 — Bxd5, 25. Hxd5 stendur hvítur betur). 23. — d4! (Aftur mjög einkenn- andi leikur fyrir Kortsnoj sem nýtir til hins ítrasta þá mögu- leika sem felast í stöðunni). 24. Re2 (Eftir 24. Hxd4 — Rxe5, hefur svartur staðið af sér mesta storminn). 24. — d3 (Svartur kýs að fórna peðinu heldur en að leika 24. — Rxe5 því eftir 25. Rxd4 stendur hvítur tií muna betur að vígi; ógnandi t.d. Re4 sem opinberar óþyrmilega veikleika svörtu kóngsstöðunnar) 25. Rxd3 - Bc4 26. Rg3? (Með þessum leik missir hvítur af gullnu tækifæri sem var fólgið í framrás f-peðs- ins: 26. f4! og hvítur heldur umframpeðinu og hefur dágóðar vinningshorfur. Eftir t.d. 26.... gxf4, 27. Re2xf4 getur hvítur undirbúið framhaldið Hel og síðar He3. Eftir þennan leik Karpovs færist jafnteflisblær yfir skákina). 26.. .. Bxd3. 27. Hxd3 - Rxe5, 28. Hd5 - Rg6, 29. Hxg5 (Hvítur hefur nú unnið peð á g5 en hann hefur vanmetið næsta leik svarts). 29. ... Hc2! (Samkvæmt hinni gullvægu reglu: að takist hrók að festa sig í sessi á annarri eða sjöundu reitaröð andstæðingsins jafn- gildir það sama og að vinna peð! Eftir þessu að dæma hefur Kortsnoj tekist að fá nóg mótspil fyrir hið tapaða peð sem raunar kemur vel í ljós). 30. b3 — IIb2, 31. Rf5 (Hvítur kýs að gefa peðið til baka því reyni hann að válda það með 31. Ha3 fær svartur hættulegt mótspil eftir 31. ... Hc8!) 31. ... IIxb3, 32. h4 - Kf8. 33. h5 - Re7, 34. Rxe7 - Kxe7, 35. Hel - Kf8, 36. IIe4 - a5! (Svartur myndar sér hættuleg- an frelsingja á drottningar- væng) 37. Heg4 - Ke7, 38. bxa5 - Hxa5, 39. h6 - Hxg5, 40. Hxg5 - b5, 41. IIg7 - Hbl, 42. Kh2 - Hdl, 43. Hxh7 (Hér bauð Karpov jafntefli en láðist að fara að óskum Kortsnojs og gera það með milligöngu skákdómar- ans eins og Kortsnoj hefur óskað eftir heldur flutti mál sitt munnlega til áskorandans sem hunzaði boðið og lék áfram). 43.. .. Hd8, 44. Hg7 (Þegar hér var komið sögu innsiglaði Kortsnoj biðleik sinn og bað skákdómara einvígisins Lothar Schmid að bera Karpov jafntefl- istilboð sitt. Allar líkur eru því á jafntefli í þessari skák. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.