Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 t ASDIS S. JOHNSSON frá NorðfirAi lést aö heimili sínu í Suöur-Karólínu, Bandaríkjunum, 19. janúar s.l. Sytfkini hinnar látnu. Látinn er + SVEINN JÓNSSON, frá Kothúsum. Olga Gjöveraa, börn og ættingjar. t Eiginmaöur minn, EGGERT ÞORLEIFSSON, Skólageröi 39, andaöist í Borgarsjúkrahúsinu þriöjudaginn 16. maí. Fyrir hönd aöstandenda, Magöalena Andrésdóttir. Stjúpmóðir okkar + INGIBJORG PÁLSDÓTTIR Stigahliö 18 veröur jarösungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 19. mai kl. 13.30. Páll Skúli Halldórason, Kristín Halldórsdóttir, Aóalheióur Halldórsdóttir. t Eiginmaóur minn JOSEP FLÓVENZ Sporðagrunni 2 veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Blóm'vinsaml. afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Lovísa Snorradóttir. + Móöir okkar, SIGURLAUG LARUSDÓTTIR, sem lézt 13. þ.m. veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik, föstudaginn 19. maí kl. 10.30. Hrefna Pjetursdóttir, Elín Pjet. Bjarnason. + Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, LAUFEY EIRÍKSDÓTTIR veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 19. maí kl. 15. Barói Jónsson, börn og tengdadætur. + Útför föðurbróöur míns INGÓLFS EINARSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 18. maí kl. 3 e.h. Erna Másdóttir. + Sendum þakkir öllum, fjær og nær, sem auösýndu vináttu og heiöruðu minningu ESTRID FALBERG BREKKAN. Sérstakar þakkir eru sendar hjúkrunarliöi Grensásdeildar Borgarspítalans. Ásmundur Brekkan Ólöf Helga S. Brekkan Eggert Brekkan Björk E. Brekkan barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Halldór Guðmunds- son byggingameistari Er vorið kveður dyra, vekur það vonir með hverju mannsbarni hér á norðurslóðum og gefur klaka- kaldri jörð yl, ljós og líf. . En vald vorsins er ekki ætíð einhlítt. Vorhretin eru oft sárköld og nöpur og skella oft yfir snöggt og óvænt. Það var helkalt hret er flutti þá fregn að Halldór Guðmundsson, húsasmíðameistari, væri látinn. Hann andaðist á Landakotsspítala hinn 8. maí s.l. eftir stutta legu. Víst er það sælt að ganga frá verki í fullu fjöri mót örlögum sínum, en fyrir aðstandendur og vini er það helkalt hret — snöggt og óvænt. Að vísu hafði Halldór fyrir nokkrum árum orðið fyrir sjúk- dómsáfalli, en hafði náð sér að mestu, þótt menjar bæri hann þess sjúkdóms til æviloka. Halldór var yfirsmiður Hall- grímskirkju frá því grunnur var lagður að þeirri byggingu, oftast með einn smið sér til aðstoðar. Frá þessu mikla verki var Halldór nú kallaður, ef svo má segja með hamarinn í hendi. Hér verða ekki rakinn æviatriði Halldórs, en hann var fæddur að Vatnsleysu í Biskupstungum 20. mars 1907, yngstur 12 systkina. Varla mun þar hafa verið auður í búi eða nægtir í búri. Þeir tímar voru ekki ár allsnægta, síst hjá barnmörgum fjölskyldum. Mér er í minni er ég kynntist þeim mágum Halldóri og Gísla Þorleifssyni, múrarameistara, en hann lést fyrir aldur fram fyrir 24 árum. Báðir voru þeir þá nýút- skrifaðir iðnsveinar, ungir, fram- sæknir æskumenn, fullir bjartsýni þó pyngjan væri létt. Brátt tókst þeim að hasla sér völl og láta að sér kveða við byggingarfram- kvæmdir í höfuðborginni og víðar. Sú saga verður ekki rakin hér, en + Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu, móöur, tengdamóöur og ömmu okkar, RANNVEIGAR J. EINARSDÓTTUR, frá Bolungarvík Matthias E. Jónsson, Leifur A. Símonaraon, Ingibjörg E. Kristjánsdóttir, og barnabörn. + Alúöarþakkir sendum viö öllum þeim, er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir færum viö eigendum H. Benediktsson h.f. fyrir aö heiöra minningu hins látna. Kristjana Axelxandersdóttir, Alla Ó. Óskarsdóttir, Karl K. Guömundsson, Daniel G. Óskarsson, Guórún Siguróardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum vió öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför tengdamóöur og ömmu JÓNÍNU OLADÓTTUR frá Siglufiröi. Kristín Jónsdóttir, Anna Reinhardsdóttir, Valgarö Reinhardsson, Auöur Reinhardsdóttir, Stefanía Reinhardsdóttir, Elísabet Reinhardsdóttir, Reinhard Reinhardsson. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar, eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUNNARS SVANHÓLM JÚLÍUSSONAR, Hjaltabakka 30, Rósa Kolbeinsdóttir, Guórún Gunnarsdóttir, Asgeír Sigurðsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Birna Gunnarsdóttir og barnabörn. + Ég þakka öllum sem hafa sýnt mér vinsemd og velvilja í sambandi viö fráfall konunnar minnar. - ■ ... ................. | " - í 9 h Hákon O. Jónasson. + Þakka innilega samúð og hluttekningu vió andlát og jaröarför unnusta míns BALDURS PÉTURS STEFÁNSSONAR Víkurbraut 6, Grindavfk. Sérstakar þakkir til Sjómannafélags Grindavíkur. Karólína Jónsdóttir. er allt að einu heillandi og lærdómsrík. A þessum árum hófust kynni okkar Halldórs og hafa haldist óslitin síðan. í nærri fjórðung aldar spiluðum við saman „Gosarnir". Við spilaborðið kemur skaphöfn manna oft skýrt frám. Aldrei varð séð, hvorki í orði eða æði Halldórs hvort vel var spilað eða allt fór úrskeiðis. Stór orð og hvatskeytlegar aðfinnslur spila- félaganna lét hann sem vind um eyru þjóta. Tæki steininn úr í rökræðum, brosti hann kankvís. — Við þrír, sem „enn stöndum á eyri vaðs“, þökkum þessar og aðrar ánægju- og gleðistundir með honum. Þau gleymast ekki „Gosa- gildin" né heldur glaðværar kvöld- stundir á heimili þeirra hjóna. ■ Þar fór saman höfðingleg reisn og Ijúft viðmót. Þá ríkti gleði og gaman. Sönglistin fékk ómældan skerf. Röddin var hvergi spöruð. Fjárlögin sungin spjalda á milli. Hljómmikil baritón-rödd Halldórs hóf þau í hærra veldi. Ég minnist veiðiferða okkar í kyrrð fjallavatnsins og vor- og nóttleysukvöldanna í Brekkukoti. Þær stundir voru að vísu of fáar, en lifa í minningunni skýrar, bjartar og hugljúfar. Samferðamenn eru snar þáttur í lífi hvers manns. Traustur vinur er ómetanleg gjöf. Halldór var tryggur vinur, fastur fyrir en óáleitinn. Óhnýsinn um annarra hagi, en greiðasemi og góðvild voru honum í blóð borin. Hann var samferðamaður, sem skilur eftir góðar og bjartar minningar. Hann hóf sig úr fátækt til mikilla verka, sem lengi munu standa og bera vott snilld handa hans og hugar. Við spilafélagarnir og fjölskyld- ur okkar þökkum langa og órofa vináttu, sem aldrei bar fölskva á. Konu hans, Guðfinnu Þorleifsdótt- ur, sem sér nú á bak traustum lífsförunaut, sendum við hugheilar samúðarkveðjur og þakkir, svo og vinum hans og vandamönnum. Vertu sæll, við söknum þín. Jón Pálsson. „Ef Drottinn byxgir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. „Sálm. 127. Við höfum þurft að horfa á bak tveimur kirkjusmiðum Hallgríms- kirkju með stuttu millibili. Gunn- ar Eiríksson lézt á s.l. vetri og Halldór Guðmundsson bygginga- meistari nú fyrir sLömmu. Hann er til moldar borinn í dag. Það þótti mikið fyrirtæki og ef til vill ekki alls kostar skynsamlegt að hefja smíði Hallgrímskirkju á sínum tíma. Mörgum hefur eflaust fundizt viðvörunarorð Lúkasar- guðspjalls eiga þar við, þar sem segir: „Því að ef einhver yðar ætlar að reisa turn, þá sezt hann fyrst niður og reiknar kostnaðinn, hvort hann hafi það sem þarf til að fullgjöra hann, til þess að eigi fari svo, að þegar hann er búinn að leggja grundvöllinn, en geti ekki lokið við smíðina, þá fari allir sém það sjá að spotta hann og segja: „Maður þessi fór að byggja en gat ekki lokið við það!““ Já, sumum kann að finnast að fyrirhyggjuna hafi vantað við þessa framkvæmd a.m.k. í upp- hafi. En þeir Halldór, Gunnar og félagar þeirra, og raunar eiga þar hlut að máli allir hinir mörgu vinir Hallgrímskirkju, hafa í röst áranna þaggað niður þessar radd- ir. — Turninn mikli er risinn, sömuleiðis kór með hvolfþaki sínu, og það er táknrænt að Halldór og menn hans höfðu hrært síðustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.