Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 Konur frá þróunarlöndunum í Ásíu, Afríku og Suð- ur-Ameriku eru hlutfallslega f jölmennari í háum stjórnunarstörfum og i sendinefndum landa sinna hjá Sameinuðu þjóðunum en konur frá hinum svokölluðu ríku löndum. Þetta vakti athygli og furðu, þegar gögn voru lögð fram um það á fundi í höfuðstöðvum S.Þ. í New York í tilefni kvennaársins. Var helzta skýringin talin sú, að þessar þjóðir hefðu ekki efni á að nýta ekki þær konur, sem á annað borð hefðu menntun og hæfileika, þar sem þær eru aftur á móti taldar keppi- nautar karlmanna í okkar vestræna heimi og haldið niðri. Þegar þetta var rætt í fundarsal í New York varð mér hugsað til Thailands, þar sem ég hafði rekizt á það að konur eru i háum stöðum. Núna var ég t.d. að frétta, að fjórar konur hefðu verið skipaðar í nefnd þá, sem á að endurskoða stjórnarskrá landsins. En einkum eru konur áberandi margar í hópí auðugra kaupsýslu- manna, reka t.d. mörg stærstu hótelin í Bangkok. Þegar ég var aftur á ferðinni i Thailandi í ágústmán- uði síðastliðnum komst ég af tilviljun í kynni við nokkrar af þessum konum, einkum eina þeirra, Mad- ame Nenet Sirisamphan. Það voru mjög fróðleg kynni. Bezt að segja söguna eins og hún gekk fyrir sig. Madame Nenet stendur við sjúkrabílinn, sem er innréttaður sem læknastofa og sem Zontakonur senda með lækna og hjúkrunarkonur í fátækrahverfin og út á landsbyggðina, til að veita læknishjálp. Með henni er ein félagskvenna, sem rekur Ducitanihótelið í Bangkok. Madama Nenet Hún byrjaði með l'rtið heimabakarí og er nú ein auðugasta kona Thaiands ^ Litla kökustofan reyndist stórveldi Hitabeltissólin sendi glóandi geisla sina beint niður á höfuð okkar og hitinn var 35 stig, þegar kom fram undir hádegi föstudag- inn 5. ágúst. Geislarnir endur- köstuðust frá gylltum snúnum spirum og gljáandi tígulsteina- þökum í þessum hefðbundnu sí- ömsku appelsínuguiu og flösku- grænu litum á konungshöllunum og hofunum í Bangkok, sem við höfðum verið að skoða þennan morgun. Nú höfðum við sannar- lega þörf fyrir að komast einhvers staðar inn og fá hádegisverð. 1 hugann kom nafnið „Little Home Bakery“, sem mundi vera ein- hvers staðar í hinni löngu leið heim á hótelið okkar. Ég hafði séð nafnið á þéssari veitingastofu á lista yfir formenn hinna ýmsu Zontaklúbba i veröldinni, sem Reykjavíkurklúbburinn hafði dreift til félaga sinna. Madame Nenet Sirisamphan var þar skráð- ur formaður í Bangkok og sögð reka þessa veitingastofu. Þetta hafði ég skrifað hjá mér og stakk nú upp á að við fengjum okkur bita þar. Þá fengjum við kærkom- ið tækifæri til að spjalla við inn- lenda konu um leið, sem alltaf er fengur að í framandi landi. Eftir nokkra hrakninga og leit á hinni breiðu umferðargötu Wora- chak Road með ærandi umferð og manngrúa, fannst þessi látlausa hreinlega „litla kökustofa". Eftir að matur hafði verið pantaður, var þjónninn spurður hvort Mad- ame Nenet væri þarna viðstödd. Kannski þessi við kassann? 1 Thailandi gengur fólk undir skfrnarnafni sfnu, eins og á Is- landi. Það komu vöflur á þjóninn, sem bar sig saman við gjaldker- ann. Eftir að ég hafði dregið fram nafnspjaldið og útskýrt mála- vexti, var sagt að svo stæði ein- mitt á að madame væri uppi og með semingi hringt í hana. Að borðinu okkar kom innan tíðar litil, kvik kona með kolsvart hár í hnút f hnakkanum. Af and- litssvipnum mátti sjá að hún var hvorki Thailendingur né Kfn- verji, heldur upprunnin á Filipps- eyjum. Ég gerði mér það erindi að spyrja hvort Zontakonur þar í borg hefðu fund á næstunni. Hún sagði að svo stæði einmitt á að stjórn klúbbsins hefði boðað til blaðamannafundar næsta þriðju- dag, til að skýra frá sinni árlegu ferð með lækna og hjúkrunarkon- ur út á landsbyggðina, þar sem læknaskortur væri. Ur því að ég væri bæði Zontakona og blaða- maður, væri mér boðið ásamt Soffiu Theodórsdóttur f hádegis- verð á kóreönskum veitingastað á Siamstorgi og í þá ferð. 1 fyrstu hafði Madame Nenet verið varkár og hlédræg, en nú var hún sýni- lega búin að gera upp við sig að þessar ókunnu konur tvær frá fjarlægu landi væru „f lagi“. Og upp frá því voru gestrisni hennar engin takmörk sett. Hún bauð okkur upp til sfn. Það kom i ljós, að „Litla heimabakar- iið“ hennar er í rauninni heljar- mikil verksmiðja, sem framleiðir kökur og súkkulaði og selur ekki aðeins í hina mörgu veitingastaði hennar með nafninu Litla heima- bakaríið, heldur Ifka í aðrar verzl- anir, veitingahús og heimaveizl- ur. Nenet hafði komið ung stúlka til Thailands og gifzt Thailend- ingnum Monghol Sirisamphan. Fjölskylda hans átti þarna hús við umferðargötu og Nenet byrjaði að baka og selja heimabakaðar kök- ur f lftillí búðarholu á neðstu hæð. Nú er hún ein af auðugustu konum Thailands. En eiginmaður hennar rekur hveitimyllur. Þau standa hvort fyrir sínu og hafa aðskilin störf. Samt sagði hún, að þó að konur í Thailandi rækju mörg stærstu fyrirtækin, þá hefðu þær ekki mátt skrifa einar undir samninga í sinum eigin fyrirtækjum fyrr en fyrir 1—2 árum, þegar lögum var breytt. Fram að þvi urðu þær alltaf að fá undirskrifað samþykki eigin- manna sinna. Annað var það, sem hún taldi konum með einkarekst- ur mjög í óhag — og manni virtist hún hafa af persónulegan ama — börn þau, sem eiginmenn þeirra eiga með öðrum konum, hafa sama rétt til arfs eftir eiginkon- una sem hennar eigin börn. En mjög algengt mun vera að menn eigi sér þar í landi hjákonur á einhverju skeiði ævinnar. Þau Nenet og Monghol hafa íbúð uppi á lofti f verksmiðjuhús- inu, sem þau hafa reist bak við veitingastofuna fyrrnefndu og þar eru Ifka skrifstofur fyrir- tækja hennar. Þar sat ein dætr- anna, sem sér um skrifstofuhaldið með móður sinni. En þau hjónin eiga þrjár dætur, son og barna- börn. Þessi dóttir ætlaði nú að giftast lækni einhvern daginn. Beðið var eftir ákvörðun frá kon- ungshöllinni um daginn. Fjöl- skyldan er í þeim hávegum höfð, að brúðkaupið átti að hefjast með einhvers konar athöfn i hinni fornu höll Siamskonungs, þar sem konungurinn sjálfur skvettir vatni á brúðhjónin. Kann ég ekki frekari skil á þeirri athöfn. Þar sem fjölskyldan er kaþólsk, átti brúðkaup í kaþólsku kirkjunni að fylgja á eftir og siðan veizla mikil, sem varð daginn eftir að ég fór frá Bangkok. Við sátum þarna og spjöliuðum við Madame Ncnet, sem reyndist hin elskulegasta kona, en greini- lega haldin streitu, sem ekki er undarlegt, svo mikið sem hún færist f fang. Nú bættust áhyggj- urnar af brúðkaupinu ofan á ann- að. Enda hafði ákvörðunin um daginn dregizt svo lengi, að flestir ættingjarnir, sem komið höfðu frá útlöndum, Filippseyjum og Bandarikjunum, voru farnir heim aftur. Utan mágkona hennar, sem A blaðamannafundi Zontakvenna var setio við hringborð, sem snerist, með kóreönskum smáréttum. Höfundur greinarinnar með stjórn Zontakiúbbsins thailenzka. Aftan við til vinstri er Nenet Sirisamphan, og konurnar við borðið eru þekktasti kvenrithöfundur Thailendinga, tanniæknir, varafor- seti Bangkok-banka og læknir. Ljósmyndir E.Pá. lengi hefur starfað hjá Samein- uðu þjóðunum, elskuleg kona sem við áttum eftir að kynnast betur. — Maður segir ekki konunginum fyrir verkum, svo mikill heiður sem þetta er, sagði Nenet til skýr- ingar. Ráðgjafar hans þurfa að ævafornum sið að reikna út hvaða dagur er hagstæður. % Ffna máltíðin og músin Zontakonur þær, sem stóðu að blaðamannafundinum í kóreanska veitingahúsinu við Síamstorg, voru greinilega miklar höfðingskonur. Þarna hittum við m.a. einn helzta kvenrithöfund Thailendinga. Hún hefur skrifað nokkrar skáldsögur, verið að gefa út a.m.k. eina þeirra í þýðingu f Bretlandi. Og i Bangkok var verið að sýna kvikmynd, gerða eftir einni af sögum hennar. Allt voru þetta konur með menntun og f góðum stöðum. A hringborði var austurlenzkur matur, sem maður borðaði með prjónum. Ótal smá- réttir á miðju borðsins sem snér- ist, svo hægt væri að velja sér rétti. En þessar auðugustu konur Thailands eru sýnilega ekki fyrir bruðl, þrátt fyrir allt. Eftir að þær voru búnar að borga reikninginn, bað Madame Nenet um litla plast- poka, sem hún lét setja alla af- ganga af fötunum í og skipti milli stjórnarkvenna. Sjálfsagt þótti að taka þennan mat, sem þær höfðu borgað, með sér heim. Broslegt atvik kom fyrir þarna. Ég varð allt í einu vör við að þjónustustúlkan var á einhverj- um hlaupum fyrir aftan mig. Beygði sig niður eins og til að grípa bolta. Eg leit við. Þarna var músargrey á flótta. Ég lyfti fótun- um frá gólfinu svo lítið bar á undir borðinu og stifnaði upp. Hinar voru sýnilega búnar að taka eftir þessu og létu ekki á sig fá. Sessunautur minn sagði aðeins afsakandi, að liklega væri þessi lokaði sérsalur litið notaður og þvi hefði mús komizt þar inn. Um það leyti var stúlkan búin að grfpa músina og fjarlægði hana. Við héldum áfram máltíðinni enda þarf að hafa hugan við það, þegar borðað er með prjónum. Chinda nokkur Charungchare- onvej, sem við siðar vissum að er varaforseti Bangkok-banka, frétti í spjalli við gestina, að við hygð- umst fara norður í fjöllin til Chiang Mai, værum að hugsa um að taka áætlunarbfl norður eftir Thailandi, til að sjá sem mest af landinu. Hún tók málið snarlega i sínar hendur, kvað miklu ódýrara og betra að fara með næturlest- inni, þar sem sætin væru gerð að svefnbekkjum á nóttunni og þá með áætlunarbíl til baka. Svo vel tók hún okkur að sér, að hún ók sjálf með okkur niður á járn- brautarstöð í bílnum, sem beið með bílstjóra eftir henni fyrir ut- an. Þar fékk hún miða, pantaði svefnrými í lestinni og tiltölulega ódýrt hótel i Chiang Mai, áður en hún skildi við okkur og hélt til banka sfns. Við sóttum farangur- inn heim á hótel og vorum lagðar af stað norður eftir Thailandi síð- degis þann sama dag. Ferðin varð þannig mun ódýrari en ef við hefðum ferðazt „með hagkvæm- um kjörum“ sem túristar. % 1 Mávaþorpi við Sfmasflóa Kynnum okkar Madame Nenet var ekki þar með lokið. Þegar það hafði borið á góma að við hvgð- umst fara á hina frægu baðströnd Pattaya við Simasflóa, hafði hún sagt að þau hjónin ættu með nokkrum ættingjum og vinum lit- ið sumarhúsaþorp með einkabað- strönd rétt norðan við ferða- mannastaðinn. Þangað færu þau gjarnan um helgar. Mundum við vilja koma með, ef þau færu þang- að næsta föstudagsmorgun? Við gættum þess þvi vandlega að koma að norðan á fimmtudags- Texti og myndir: Elín Pálmadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.