Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 Bjarni Forberg látinn BJARNI Forberg, fyrrverandi bæjarsimastjóri, er látinn og var hann á sjötugasta og fjórða aldursári. Bjarni Forberg fæddist í Noregi árið 1904 og var hann son- ur O. Forbergs síðar landsíma- stjóra í Reykjavík og konu hans. Hann stundaði nám við verk- fræðiháskóla í Noregi og nam einnig hjá norska ríkissímanum, en var siðan í þjónustu hans um skeið. Hann var skipaður aðstoðar- símaverkfræðingur i Reykjavík árið 1926 og var síðan skipaður bæjarsímstjóri i Reykjavík sex ár- um síðar, en því starfi gegndi hann allt til þess að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Bjarni lætur eftir sig eigin- konu, Agústu, og uppkomin börn. Veiðibann UM MIÐJAN desember 1977 voru veiðar með botn- og flot- vörpu bannaðar á utanverðu Strandagrunni til 15. janúar 1978 á svæði sem afmarkast af eftirgreindum línum: að norrtan af 67# 26’N að sunnan af 67* 07'N að austan af 20° 00’V að vestan af 20# 40’V Samkvæmt könnun á r/s Bjarna Sæmundssyni 12. janú- ar s.l. er nú talsvert af smá- þorski á þessu svæði, eða að jafnaði um 63% undir 58 cm. Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur því ákveðið að framlegja lokun svæðisins um óákveðinn tíma. Hafrannsóknastofnunin mun fylgjast með, hvort breyt- ingar verði á svæðinu. Teódór Jónsson, formaður landssambands fatlaðra tekur við gjafabréfinu úr hendi Víglundar Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra B.M. Vallár. Við hlið hans standa Magnús Benediktsson og Sigursteinn Guðsteinsson, starfsmenn B.M. Vallár, við happ- drættisbílinn. Afhentu Sjálfs- björg vinninginn VINNINGSHAFI í happdrætti Sjálfsbjargar, steypustöðvar B.M. Vallár, vildi ekki taka við vinningnum og gáfu hann landssambandinu. A blaðamannafundi með stjórn landssambands fatlaðra, Sjálfsbjörg, skýrði Teódór Jónsson, formaður sambands- ins, frá því, að steypustöðin B.M. Vallá, sem vann Ford Fairlane bifreið árgerð 1978, í happdrætti Sjálfsbjargar, hefði gefið landssambandinu vinn- inginn, sem metinn er á um 3.4 milljónir króna. Tvisvar á ári stendur Sjálfs- björg fyrir skyndihappdrætti með 100 vinningsmöguleikum, þar af einum bíl. Að sögn Teó- dórs eru þessi happdrætti ein aðaltekjulind Sjálfsbjargar, þar sem því miður sé ekki enn fundin öruggari tekjustofn. Teódór þakkaði Víglundi Þor- steinssyni, framkvæmdastjóra B.M. Vallár, Magnúsi Ben'e- diktssyni og Sigursteini Guð- steinssyni, sem afhentu gjöfina fyrir hönd fyrirtækisins, þessa höfðinglegu gjöf. Hann sagði að gjöfin kæmi sér mjög svo vel fyrir lands- sambandið, sem væri ekki of vel statt fjárhagslega, en nú væri verið að innrétta 36 íbúða álmu í húsi Sjálfsbjargar að Há- túni 12. Gjöfin myndi flýta fyr- ir þeim framkvæmdum, en fyrirhugað er að taka hluta þessara íbúða í notkun um næstu mánaðamót. FasteignagjÖld í Reykjavík: 3 gjalddagar í stað tveggja INNHEIMTA fasteignagjalda i Reykjavfk verður nú með nokkuð öðrum hætti en verið hefur, þar sem eigendum fbúða í sambýlis- húsum verður nú hverjum sendur sinn reikningur f stað sameigin- legs reiknings. Borgarstjórn Reykjavfkur hefur samþykkt að gjalddagar fasteignagjalda verði nú þrfr; 15. janúar, 15. marz og 15. aprfl, f stað tveggja áður. I frétt frá Gjaldheimtunni f Reykjavfk segir, að breytingarn- ar valdi þvf að innheimtugögn verði sfðbúin og megi búast við að sending gjaldseðla og kröfubréfa dragist að minnsta kosti viku fram yfir gjalddagann 15. janúar. 1 fréttinni segir, að tekið verði tillit til þessa, þegar kemur af útreikningi dráttarvaxta frá fyrsta gjalddaga. Með þessum breytingum skapast möguleikar á að senda gjaldendum greiðslukröfu með gíróseðlum. Gjöld þau, sem inn- heimt eru sameiginlega, eru sömu og áður; það er fasteignaskattur, vatnsskattur, aukavatnsskattur, lóðarleiga, tunnuleiga, bruná- bótaiðgjald, viðlagatryggingarið- gjald og söluskattur af tveimur síðastnefndu gjöldunum. A sfðasta ári setti Alþingi ný lög um skráningu og mat fasteigna, þar sem segir að líta beri á sér- greinda eignarhluta í fasteignum sem sjálfstæðar eindir, enda liggi skipting fyrir í þinglýstum heimildum. Eignayfirfærslur frjálsar heim en takmarkaðar út MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það hjá Gjaldeyriseftirlitinu f gær hvaða reglur giltu um eigna- yfirfærslu, annars vegar fólks sem flytti til tslands og hins veg- ar fólks sem flytti til útlanda. Ingólfur Þorsteinsson forstöðu- maður gjaldeyrisdeildar bank- anna kvað þær reglur gilda að eignayfirfærslur væru frjálsar heim en takmarkaðar út. Morgun- blaðið spurði sem dæmi um erlenda konu sem giftist fslenzk- um manni og vildi eiga áfram eignir sem hún ætti erlendis. „Erlend kona gift íslenzkum manni og búsett hér er búsetu- maður hér og heyrir þvi undir íslenzku gjaldeyrislögin,“ sagði Ingólfur, „og því er henni skylt að flytja eignir sínar hingað nema hún sæki um annað, en hvernig slík umsókn yrði afgreidd er ekki hægt að svara um almennt. Hins vegar getur íslenzk kona gift erlendum manni og búsett erlend- is sótt um eignayfirfærslu og eru um þetta nýjar reglur sem hafa gilt í nokkra mánuði. Ef sótt er um með fullnægjandi upplýsing- um er unnt að fá í slíkum tilfell- um yfirfærðar á erlendan gjald- eyri allt að 300 þús. kr. á ári. Fjármálaráðuneytið hafnar ríkisábyrgð á stálbræðslu Sænskur sérfræðingur væntanlegur til frekari könnunar „ÞAÐ stendur i rauninni engan veginn hjá okkur með stálhræðsluhugmvnd- ina og framleiðslu steypu- styrktarjárns fyrir lands- menn,“ sagði Haukur Sæ- valdsson verkfræðingur í samtali við Morgunhlaðið í gær, en Haukur er einn sextíu og fjögurra aðila sem lagt hafa fram fjár- magn til þess að kanna möguleika á stofnun stál- bræðslu. „Fjármálaráðuneytið Rökin fyrir þeim reglum sem um þessi mál gilda eru þau að skilaskyldan á þessu landi er al- gjör fyrir þann sem er búsettur hér eða búsetur sig hér og á eign- ir erlendis, en möguleikar eru nú til þess að sækja um annað eða flytja eignir yfir á nýju gjald- eyrisreikningana hér ef um er að ræða peninga eða skuldabréf. Þess ber þó að geta að sam- kvæmt mínu mati lítur þetta mál öðruvísi út ef um er að ræða mann sem ekki er íslenzkur ríkis- borgari og yrði væntanlega tekið tillit til þess þótt hann væri búsettur hér.“ Borgarstjóri: Tók mið af tillögum atvinnuveganna við samningu tSlagnanna TILLÖGUR borgarstjóra Re.vkjavíkur að stefnuskrá í atvinnu- málum voru nýverið kynntar í Mbl. Viðbrögð forystumanna í atvinnumálum við tillögum borgarstjóra hafa verið jákvæð og hafa menn sérstaklega lofað vinnubrögð þau sem viðhöfð voru við undirbúning tillagnanna, en leitað var álits atvinnuveganna og starfsfólks hvernig framtíð í atvinnumálum Reykjavfkur skyldi mótuð. Til að fræðast um þá starfshætti sem viðhafðir voru leitaði Mbl. til borgarstjóra í gær: veganna og stéttarsambanda um skýrsluna. Óskað var eftir hugmyndum frá þeim um at- vinnumálin og hver aðili beð- inn um að skila skýrslu uti) málin. Jafnhliða þessum fundarhöldum vann ég svo sjálfur að tillögunum. Tók ég mikið mið af hugmyndunum sem fram komu á fundunum og í greinargerðum viðræðufull- trúa. I samvinnu við embættis- menn borgarinnar samdi ég síð- an tillögur þessar eins og þær liggja nú fyrir,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson í gær. „Upphaf þessara mála er að nokkrum embættismönnum borgarínnar var í ársbyrjun 1976 falið að gera sérstaklega könnun og úttekt á atvinnumál- um Reykjavíkur. Skýrslu um þessi mál var skilað á síðast- liðnu sumri. Var hún kynnt al- menningi og lögð fram í borgar- stjórn og varð tilefni til allmik- illa umræðna þar, í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Þegar skýrslan lá fyrir var nefnd sett á laggirnar og fundir haldnir með fulltrúum atvinnu- Birgir Isleifur Gunnarsson hefur hafnað að sinni a.m.k. beiðni okkar um rík- isábyrgð fyrir 3A hlutum af stofnkostnaði, en hann er áætlaður um 2 milljarðar í dag. Þessi mál fara þó væntanlega að skýrast bet- ur á næstunni. Við eigum von á sænskum sérfræð- ingi hingað til lands á okk- ar vegum til þess að yfir- fara með okkur áætlunina um uppbyggingu og rekst- ur fyrirtækisins. Við höf- um að sjálfsögðu margoft farið yfir þetta og Þjóð- hagsstofnun þrisvar ávallt með jákvæðri útkomu. Jóhannes Ölafsson læknir Framhald á bls. 47. Jóhannes Olafsson til læknisstarfa í Eþíópíu JÖHANNES Ölafsson kristni- boðslæknfr hélt til Eþfópfu í gær frá Ósló til starfa á fylkissjúkra- húsinu f Irgalem, en eins og sagt hefur verið frá f fréttum fóru íslenzku kristniboðarnir frá Eþfó- píu s.l. ár af öryggisástæðum þeg- ar óeirðir með blóðsúthellingum blossuðu upp þar f fyrra. Innlend- ir kristniboðar tóku þá við stjórn fslenzku kristniboðsstöðvarinnar f Konsó og á öðrum stöðum það sem tslendingar höfðu verið. Doktor Jóhannes Ólafsson hef- ur verið 15 ár kristniboðslæknir í Eþiopiu og í grein um hann í Morgunblaðinu s.l. ár kom fram að hann hefur sinnt þar um 300 þúsund sjúklingum á læknisferli sinum þar i landi. Jóhannes mun vinna við læknisstörf i Irgalen í 3 mánuði, en þangað koma, eins og til margra annarra sjúkrahúsa í landinu, særðir menn úr þeim bardögum sem víða eiga sér stað í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.