Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 33 Halldór Jónsson verkfræðingur: Um vegagerð Það er gamanmál manna, að stjórnmálamenn fyllist yfirleitt eldmóði og framkvæmdagleði þegar dregur að kosningum. Þá gangi þeir einskonar amok í að drepa fé kjósenda í þeirri von, að kjósandinn gleymi hvers fé fari hér og álíti verk stjórnmála- mannsins hans dýrð eingöngu. Menn hafa kannske haldið að kúnstir J>essar væru aðallega stundaðar af hinum minni spá- mönnum í stjórnmálaútvegnum, en hinir „alvarlegri“ gerðu sig síður bera að slíku atferli. En það er nú líklega ekki svo. Jafnvægisleitin. Okkur er daglega talin trú um það, af málgögnum ríkisstjórnar- innar, að hennar mesta dyggð sé sú, að hún sé að koma jafnvægi á í ríkisbúskapnum og berjast gegn verðbólgu. Víst mun hún eiga samningsstuðning þorra al- mennings í þeirri viðleitni. En nú ssrúst manni hún hafa fallið i gömlu gryfjuna og reynt að beita blekkingum, eða eigum við að kalla það hálfsannleik, til þess að afla sér vinsælda, um leið og hún skýtur sér undan vandanum við afgreiðslu fjárlaga. Ríkisstjórnin auglýsti, að nú myndi hún gera stórátak til þess að bæta sam- göngukerfi landsmanna á kosningaárinu. Framlög til vega- mála myndu hækka um 70% frá 1977 eða heila 3,9 milljarða, þaraf 2,2 til nýbygginga, viðhald um 1,1 Minningar- gjöf til Hall- grímskirkju HALLGRlMSKIRKJU barst á miðvikudaginn var höfðingleg gjöf frá börnum þeirra hjóna: Guðrúnar Halldóru Sigurðrdóttur (f. 13.4. 1889 — d. 22.4. 1948) og Jóns Sigurðssonar skipstjóra á Gullfossi (f. 8. 7. 1892 — d. 19.11. 1973). Var gjöfin að verðmæti til 200.000 krónur, þ.e. krónur 100 þús. f peningum og átta sjón- aukar til notkunar fyrir gesti á útsýnispalli f turni Hallgrfms- kirkju Börn þeirra hjóna eru: Anna Hulda, Mart, Richard, Sigurður Þórir, Guðmundur, Sigurveig og Helga. Sóknarpresturinn Ragnar Fjalar Lárusson og sóknar- nefndarformaður Hermann Þor- steinsson veittu gjöfinni móttöku og færðu gefendum þakklæti. (Fréttatilk.) AUGLÝSINGASÍMINN ER: ®I J JWoreunbUbib og annað um 0,6 milljarða. Eðli- legt væri því, að bifreiðaeigendur greiddu eftirleiðis 15 kr. meira fyrir bensinlitrann, sem rynnu óskiptar til vegamála. Þetta gleður Reykvíkinga langmest, þvi þeir eiga mest af bílum. Þeir sjá sjálfa sig bruna um landið á akfærum og ryklausum vegum f sumarfríinu. En er þetta svona? Sannleikurinn i þessu er sá, að verðbólgan mun þegar búin að éta um 2 milljarða af þessum 3,9, ef á bara að standa við vegaáætlunina eins og hún var. Eftir standa kannske 1,3 milljarðar af raun- verulegu nýbyggingarfé, ef það ekki hverfur þá lika í verðbólg- unni, sem nú er að magnast frem- ur en hitt. Það verður likast til litið eftir af draumsýn bíleigand- ans, sem kannske ætlaði að trúa því einu sinni til, að nú ætti að skattleggja hann í hans eigin þágu og leggja akfæra vegi með stórátaki landið fyrir peningana. Því miður hefur þetta allt verið sagt áður en vegirnir ókomnir enn. Til þesskonar vegagerðar þarf ekki l,ii milljarða heldur hundruð slíkra. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði eitthvað á þá leið á dögun- um, óséð væri hvar þéir 3,5 mill- jarðar fengjust, sem kjara- samningarnir við opinbera starfs- menn kostuðu. Þvi yrði að afla ríkissjóði nýrra tekna. Hvort skyldu landsmenn heldur vilja: Bensínið á gamla verðinu, vegina eins og þeir eru, Borgarfjarðar- brúarlausa og ívið færri opinbera starfsmenn eða nýjar álögur á umférðina og þaraf afleiðandi verðbólgu? Það er líka hægt að ná ríkissjóði í jafnvægi með því að fresta hlutum. Það getur líka ver- ið metið til tekna af kjósendum við kosningarnar. Svo er líka hægt að hugsa sér ráð. Það virðist því ráðlegt, að bíl- eigendur fari hægt í að selja at- kvæði sitt fyrir boðað stórátak í vegargerðarmálum. Raunverulegt vegagerðarátak Ég hlustaði umdaginn á hæstvirt- an forsætisráðherra flytja það mál, að siðferðisgrundvöllur islenskrar utanríkisstefnu væri sá, að láta Nato ekkert leggja fram til íslendinga nema varnar- skuldbindingar. Þessa skoðun studdi annar háttvirtur þingmað- ur við sama tækifæri og kvað sjálft þjóðarstoltið i veði. Jú, mikið rétt. Það er sjálfsagt skoðun flestra, að við viljum ekki að Islendingar verði að betlilýð, sem þarf að Iifa á hermangi af þvi að hún getur það ekki öðruvísi, svipað og S-Vietnamar voru komnir. Þetta vita kommar og því í kvöld ásamt VIKIVAKI sem vakið hefur heimsathygli HV0LL - STUÐ - BALL SÆTAFERÐIR: Frá B.S.Í. — Selfossi — Hveragerði — Þorlákshöfn — Stokkseyri og Eyrarbakka. og varnir Halldór Jónsson hafa þeir haldið öllum islenzkum stjórnmálamönnum i gíslingu hvað þessi mál snertir, landinu til skaða. Landsöluhrópin hafa yfir- gnæft allar raddir um að ræða málin af yfirvegun. Samt er hér um að ræða mál, sem varðar líkamlegt öryggi íslendinga og því meira ábyrgðarleysi en siðferðisbrestur að þegja. Þjóðin situr hér klofvega á skot- skifu stórveldanna, líklega hvort sem hún vill eða ekki. Hvers vegna leiða menn ekki hugann að því, hvað getur gerst ef braka fer i vopnum. Mikil hætta er á kjarn- orkuárás á Keflavíkurflugvöll og jafnvel Reykjavik lika, beint eða óbeint. Á þessu svæði býr helmingur þjóðarinnar. Ef árás væri yfirvofandi er sú ein vörn til að flytja fólkið brott og það fljótt. Hvernig? Á bilum. Hvernig? Eftir greiðfærum vegum? Hvert? Austur eða norður eftir vindátt, hvort sem er vetur eða sumar. Hvernig á að taka á móti þessu fólki? Hvernig á það að lifa eftir að það hefur misst heimili sín? Hvernig eigum við að gera út og heyja eftir að olíuflutningar hafa stöðvast? Hvernig eigum við að halda við veiðarfærum og öðrum nauðsynjum þegar aðdrættir hafa stöðvast? 1 dag er svarið: Algert öngþveiti. Hversvegna æfa Rúss- ar fólksflutninga í stórum stíl frá stórborgunum? Er stríð í þeirra augum aðeins vondur draumur, sem aldrei verður? Af hverju sagði Geir Brésnef þetta ekki um daginn, svo hann gæti sparað Rússum þessa fyrirhöfn og þeir gætu látið sér líða vel eins og Islendingum? Nato og við Það tekur á taugarnar að hlusta á blóma þjóðarinnar við Austur- völl rembast við að láta hið gjald- þrota dæmi íslenzkra efnahags- mála ganga upp við þær forsend- ur, að Islendingar skuli búa við hæstu lífskjör á öllum sviðum og hafa góða vegi um allt land, svona fáir í svona stóru landi. Hver milljarðsskatturinn eftir annan er upphugsaður til þess að gera draumsýnir landsfeðranna að veruleika. En verkið er stórt og hægt gengur. Enginn þeirra þorir opinber- lega að taka eftir þvi, að Nato- þjóðirnar aðstoða hver aðra i öryggismálum innanlands. M.a. hafa Norðmenn fengið hundruð milljarða til vegagerðar hjá sér frá bandalaginu, vegna beinna öryggisástæðna. Við Islendingar greiðum skv. frumvarpi til fjár- laga 1978 27 milljónir til Nato. Væntanlega gleður það Norðmenn að keyra á norskum vegum lögðum fyrir þessa aura okkar, hvort sem er i striði eða friði. En Islendingar? Á hverju eiga þeir að keyra ef það kemur stríó? 11.11. 1977 Halldór Jónsson verkfr. ENSATT í Háskólabíói í dag laugardaginn 19. nóv. k/. 14.00 Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir leyfir. Állir velkomnir '--------------------------------------------------------N Glæsileg kynningarsamkoma: 1. Ávarp: Guðjón H. Sigvaldason form. Gigtarfélags ísl 2. Ræða: Vilhjélmur Hjálmarsson menntamálaráðherra 3. Einsöngur: Sigriður E. Magnúsdóttir óperusöngkona m/undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. 4. Gamanþáttur: Hjálmar Gislason. 5. Erindi: Jón Þorsteinsson. læknir: Gigtarsjúklingar og sam- félagið. 6. „Simtalið": Frumsaminn þáttur eftir Loft Guðmundsson, Sigrún Björnsdóttir, leikkona flytur. 7. Ástarljóðavalsar Brahms op. 52. Flytjendur Sigurður Björnsson, Sieglinde Kahman, Rut Magnúsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Undirleikarar: Guðrún Kristinsdóttir og Ól. Vignir Albertsson. 8. Lokaorð: Halldór Steinsen læknir. Skólahljómsveit Kópavogs leikur í upphafi. Stjórnandi Björn Guðjónsson. Húsið opnað kl. 13.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.