Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 27 Clara Jóna jónsdóttir - Fædd 24.3. 1902 Dáin 30.9 1975. Þegar við enn erum ung og heil- brigð, finnst okkur lífið svo óra- lángt sem framundan er, og dauð- inn fjarlæg staðreynd. En þegar vinur kveður i hinzta sinn, lítum við til baka, rifjum upp kynnin og komumst að þvi að lífið er stutt og það, sem liðið er, aðeins augna- blik í allri eilífðinni. Og þannig var þvi farið þegar ég frétti lát móðursystur mlnnar, hennar Clöru. Clara var önnur í röð barna foreldra sinna, þeirra Halldóru Hildibrandsdóttur og Guðjóns Jónssonar járnsmíða- meistara hér f borg. Hún fæddist í húsi þeirra, Garðastræti 13, þann 24. marz árið 1902. Þar ólst hún I upp í stórum systkinahópi, varð snemma atorkusöm og drjúg í verkum sem að sjálfsögðu kom 1 sér vel á svo stóru heimili. Alls voru börnin 13 og amma þeirra og afi í sambýli við fjölskylduna meðan bæði lifðu. Og eins og að líkum lætur þá féllu ýmis störf innan heimilisins í hendur eldri systranna á meðan hin voru enn —F jölbrautaskóli Framhald af bls. 10 hans muni alls verða sextán talsins íslenskudeild; erlend máladeild; stærðfræðideild; eðlis- og efnafræði- deild; náttúrufræðideild; samfélags- og uppeldisdeild; viðskiptadeild; hússtjórnardeild; iðnfræðsludeild; sjómennskudeild; mynd og hand- menntadeild; lista- og tónmennta- deild; heilsugæslu- og heilbrigðis- deild; félags- og tómstundadeild; Iþróttadeild og sérkennsludeild. Deildirnar skapa sérstaka aðstöðu til að byggja upp og þróa hin óliku fræði- svið, bókleg og verkleg og búa nemendum og kennurum þá starfsað- stöðu sem fræðisviðin gera kröfu til. Að lokum sagði Guðmundur Sveins- son: „Fjölbrautaskóli er þrennt I senn: Margþætt skólastofnun; félags- og menningarmiðstöð svo og heimili. Verður reynt að búa Sem best að hinum þrem þáttum að orðið geti nemendum til þroska og manndóms Þegar fjölbrautaskólinn i Breiðholti er fullskipaður, en skólinn er hannaður og skipulagður fyrir 1400 nemendur, munu auk beinna kennslukrafta starfa við skólann þrlr ráðgjafar, I námsráð- gjöf, starfsvalsráðgjöf og vinnu- miðlunar-ráðgjöf. Það verða og i hópi starfsliðs skólans tveir sálfræðingar, annar með sérmenntun i skólasálfræði, en hinn með sérmenntun i námsmati og prófagerð, félagsráðgjafi, bóka- vörður með fullgilda menntun skóla- bókavarðar og i bókasafnsfræðum, að- stoðarbókavörður, kennslugagnaleið- beinandi, ráðgjafi um verkefnaval og námstækni. Enn verður við mennta- stofnunina skólalæknir eða skóla- læknar, hjúkrunarkona með viðbótar- menntun i félagsráðgjöf auk annarra er þar sinna störfum. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti leggur verknám og bóknám að jöfnu og verður lagt kapp á að búa á engan hátt siður að verknámi i skólanum heldur en bóknámi. Það verður llka að veru- legu leyti verknámið sem tryggir nem- endum hæfni til starfa úti í atvinnullf- inu og veitir þeim réttindi I ýmsum atvinnugreinum. Má segja að einmitt sú áhersla sem lögð verður á verknám i Fjölbrautaskólanum geri hann að sér- stæðri menntastofnun og gefi Ijósast til kynna þá miklu möguleika á fjölbreytni í námi sem skólinn býður upp á." Guð- — Kveðja ung að aldri og lét Clara þar ekki sinn hlut eftir liggja. Hún var ósérhlífin og röggsöm, gekk hreint til verks og vann vel, það vissu þeir bezt sem hennar verka nutu. Eins og oft vill vera með slíkt dugnaðarfólk, var hún skap- rfk kona, kom ætíð til dyranna eins og hún var klædd og talaði ekki tæpitungu. Hún var einstak- lega raungóð og greiðug, stórtæk í gjöfum og gestrisni allri. Ekki gleymist mér hversu barngóð hún var, enda hygg ég að fátt hafi henni þótt bruðl sem börnum var látið i té. Nutu dótturbörnin hennar tvö þess í ríkum mæli, en þau voru henni sólargeislar á ævi- kvöldi. Sjálf giftist hún ung að aldri Ölafi Gunnlaugssyni kaup- manni hér i borg. Þeim varð tveggja dætra auðið en urðu fyrir þeirri sorg að missa eldri dóttur- ina, Jóhönnu, tæpra þriggja ára. Fann ég að Clara hafði af því hlotið sár sem aldrei greri að fullu. Yngri dóttirin, Halldóra, lifir móður sína. Hjá henni og manni hennar, Öla Þ. Haralds- syni, bjó hún ásamt dótturbörn- unum tveimur, Emil Gunnari og Ölöfu Hönnu. Þar lagði hún sitt af mörkum meðan heilsa leyfði, rétt eins og á bernskuheimilinu forð- um. Þau Clara og Ölafur slitu sambúð eftir nokkurra ára hjóna- band og starfaði hún síðar að verzlunarstörfum, meðal annars hjá Kron og Mjólkursamsölu Reykjavíkur. Clara var alla ævi heilsuhraust en síðasta árið varð henni erfitt sjúkdómsstrið. Hún bugaðist ekki heldur hélt sinni reisn, áhugasöm um lífið og til- veruna eins og alltaf áður. Hún naut umhýggju dóttur sinnar og fjölskyldu í veikindum sínum og hjá þeim var hugur hennar allur. Nú þegar leiðir skilja, þakka ég henni ánægjuleg kynni. Ég minnist þess hve góðgerðasöm hún var, hve vel henni lét að veita öðrum af raukn og hversu ánægjulegt var að vera gestur hennar. Brynhildur. ásamt afsláttarseöli á kr.JQQQ ryllið út afklippuna neðst í auglýsingunni og sendið okkur ásamt kr. 1000.-. Þá fáið þér vörulistann sendan ásamt leiðbeiningum. Afsláttarseðill að upphæð 12 þýsk mörk fylgir hverjum lista. Quelle vara er gæðavara á góðu verði. © 0 o o O V ' ■ e o o o O Heilsumktin HEBA AuÖbiúku 53 síuti 42360 Dömur athugið Það er 13. október sem nýtt 6. vikna megrunarnámskeið hefst hjá okkur. Þar sem frí ferð með Flugfélagi Islands til Kanaríeyja er í verðlaun fyrir beztan árangur. Því miður getum við ekki sagt ykkur úrslit í síðasta námskeiðiþar sem það stendur enn yfir, en samanlagður árangurþeirra 50 þátttakenda sem það stunda, er sem komið er 330 kíló og í metrum 18 '/z metrar. Svo þið sjáið að ekki er með öllu árangurslaust að koma á þessi sérstöku megrunarnámskeið, sem er leikfimi 4. daga vikunnar, matarkúr og vigtun í hverjum tíma, auk þess sem málin eru tekin, einu sinni í viku. Ef þátttakandi léttist ekki meira, en 2 kíló á námskeiðinu, fær hún frítt í næsta námskeið. Eina skilyrðið er að þátttakandi sé minnst 12. kílóum ofþung. Komið og sjáið virkilegan árangur og hver veit, kannski færð þú að launum fría ferð til Kanaríeyja með Flugfélagi íslands Við bjóðum ennfremur upp á leikfimi tvisvar í viku. Innifalið í verðinu er: sturtur, sauna, Ijós, og hvíldarherbergi, sápa, shampoo, olíur, og kaffi. Nudd á boðstólnum eftir tímana og nægt er, að fá 10 tíma nuddkúra. Nuddið er ódýrara fyrir þær, sem stunda leikfimina. Innritun og upplýsingar í símum 42360, 31486 og 43724.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.