Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1975 0 „Jú, aðaltilgangurinn með þessari ferð okkar hingað til jslands nú er einmitt að kanna möguleikana á þvl að islendingar eignist þetta heilsuhæli á Costa del Sol. Við erum búin að athuga þetta mikið, og t.d. erum við búin að fá vilyrði fyrir hagstæðu láni á Spáni með 8% vöxtum og arkitekt er búinn að gera tilboð I nauðsynlegar endurbætur, en þar eð hælið hefur aldrei verið tekið I notkun og það þvl staðið autt I tvö ár, þarf að gera það upp að nokkru leyti. Og það er óhætt að segja að allir hér hafi sýnt mikinn áhuga á að þetta geti orðið að veruleika. Vandinn er hins vegar sá að það virðist vera heldur lltið af peningum I kassanum þessa stundina." ^ Þetta sögðu þau Marln Guðrún Glsladóttir, ræðismaður íslands I Malaga á Spáni. og eiginmaður hennar, Jean Briand de Crevecoeur, sem þrátt fyrir nafnið er danskur greifi en er af franskri aðalsætt, þegar Morgunblaðið ræddi við þau nú fyrir helgina. Eins og fram hefur komið I fréttum I Morgunblaðinu stendur islenzkum aðilum nú til boða að kaupa heilsuhælið Funte Sol á sólarströnd Spánar. Heilsuhæli þetta * var byggt af Finnum sem aldrei tóku það I notkun. Í þvl eru 35 tveggja manna herbergi og nokkuð af tækjabúnaði, auk þess sem það stendur á fagurri lóð með stórum garði, Ibúðarhúsi og sundtaug. Áætlað er að hælið muni kosta um 30 milljónir peseta með nauðsynlegum endur- bótum eða um 80 milljónir króna. Ljóst þykir að legurými myndi kosta helmingi minna en á samsvarandi stofnun hér, m.a. vegna þess hve vinnuafl er tiltölulega ódýrt á Spáni og verðlag almennt lágt. Það var einmitt Marla sem upphaflega „fann" þetta tóma heilsuhæli I fyrra. „raunar af einskærri tilviljun", eins og hún segir sjálf. og i sfðustu viku hefur hún ásamt manni sinum dvalizt hér á landi og rætt við ýmsa aðila um þetta áhugamál sitt. 21 (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Jean Briand de Creveeoeur og Marfn Guðrún Gísladðttir. Heilsuhæli sem Funte Sol yrði einkum við hæfi fólks með sjúk- dóma eins og gigt, asthma og jafn- vel psoriasis. Hér ræddu þau hjón m.a við Odd Ólafsson alþingismann varðandi SIBS og Ásgeir Gunnars- son fyrir félag asthma- og ofnæmis- sjúklinga, auk þess sem málið hefur verið rætt við ráðherra og Pál Sig- urðsson ráðuneytisstjóra Allir aðilar hafa sem sagt sýnt þessu máli mikinn áhuga," sögðu þau „Við höfum látið okkur detta i hug að hugsanlega megi stofna hlutafélag lækna og annarra áhuga- manna um hælið, og okkur sýnist ekkert vera því til fyrirstöðu. En það sem allt veltur á er að ríkið samþykki nausynlegar gjaldeyrisyfirfærslur, og á því virðast vera vandkvæði Við erum þó enn bjartsýn, enda þýðir ekkert annað Einnig sýnist okkur að nauðsynlegt kynm að verða að tryggingarnar hér myndu hlaupa undir bagga er varðar uppihald sumra þeirra sjúklinga sem þyrftu á sllkri hælisdvöl að halda, þvi margir geta ekki unnið og hafa litil fjárráð Okkur finnst þetta bara of gott tæki- færi til að láta það ganga úr greipum sér Þetta er á bezta og um leið einum dýrasta stað á Costa del Sol, og Ijóst er að þótt þetta kosti skild- ing þá myndi það kosta tvöfalt ef ekki fjórfalt meir að byggja nýtt hæli af þessu tagi nú Við vitum að það er þörf fyrir svona heilsuhæli fyrir íslendinga Það hafa margir íslend- ingar t.d dvalizt á sænska heilsu- hælinu á Costa del Sol Við vitum um nokkur hjón sem dveljast þarna allan veturinn, asthmasjúklingar sem ekki þola að vera úti á götunum hér i kuldanum, en þetta fólk fær gjaldeyrisyfirfærslu vegna veikmda sinna Raunar eru allir jafnsammála um að þetta sé einstakt tækifæri. En eins og við sögðum áðan þá strand ar þetta núna á gjaldeyrisyfir- færslunum." ÍSLENZKAR KRÓNUR OG SAKLAUSAR SPÆNSKAR HREINGERNINGAKONUR Þau IVIarin og Jean hafa búið i Malaga i 5 ár, en áður höfðu þau búið i Danmörku ..Okkur langaði til að skipta um umhyerfi og eftir að hafa skoðað okkur um á Spáni, og m.a velt fyrir okkur að setjast að á Mallorca, ákváðum við loks að slá okkur niður i Malaga Þarna er gott að búa Andalúsiúmenn er hæfilega latir og rólegir Þar er enginn að flýta sér Og loftslagið er ákaflega þægilegt." Þess má geta að þau höfðu bæði þjáðst af sjúkdómum áður en þau fluttust til Spánar, — Jean hafði verið i sifellum heim- sóknum til lækna og sérfræðinga vegna giktar, og Marín var með psoriasis sem að vísu hafði dregið mjög úr I Danmörku, þar sem hún bjó i 20 ár. En nú segja þau að báðir þessir sjúkdómar séu með öllu úr sögunni Þau sögðu að i Malaga-héraðinu byggju nokkrir íslendingar að stað- aldri. Þarna búa Einar Kvaran, sem er frímerkjasali, og Hallgrimur Thomsen, sem er lögfræðingur. „Þeir eru báðir 100% Islendingar Sjálfsagt meirí íslendingar en Is- lendingar á fslandi." Og þá búa þarna nokkrar islenzkar stúlkur sem gifzt hafa Spánverjum Þau töldu að alls væru Norðurlandabúar um 20.000 á þessu svæði Siðan dveljast sem fyrr segir íslendingar i Malaga i heilsubótarskyni á vetrum auk alls þess straums sem þangað liggur af sumarleyfisfólki. „Þá koma kannski 800 til 1000 manns með tveimur vélum i hverri viku Og ég verð að segja það að ég hitti mun fleiri íslendinga á Spáni en ég nokkurn tima gerði á meðan ég átti heima i Danmörku," sagði Marin. „Þar kemur auðvitað til að ég hef meira með þá að gera nú sem ræðis- maður." Marin hefur nú verið ræðismaður íslands i Malaga i 2Vi ár. „Ég sá að það var þörf fyrir þetta og vissulega hef ég haft gaman af þvi sjálf þótt ég hafi kannski ekki búizt við að svona mikið yrði að gera Þetta er mikill erill Alltaf eitthvað á hverjum ein- asta degi, og þá ekki sizt á sumrin En með þessu held ég lika samband- inu við Island." Og hún bar landanum bara góða sögunar „Ég verð að segja að fs- lendingarnir haga sér yfirleitt af- skaplega vel Frá hinum Norður- löndunum kemur ótrúlega mikið af hasssmyglurum og öðru óæskilegu fólki Auðvitað getur fólk ekkert gert að þvi þótt slys verði, og það kemur fyrir fslendinga sem aðra En mjög margir týna pössunum sinum. Á sumrin kemur fólk til mín í löngum bunum sem hefur tapað pössunum sinum. Fólk þarf að passa betur passana sina." „Eitt er það þó sem verður að laga," bætti Marin við „íslendingar verða að hætta að gabba saklausa Spánverja til að taka við islenzkum krónum sem greiðslu. Ég er jú ekki Landsbanki íslands Of oft koma t d til min búðarstúlkur eða þjónar eða þvottakonur með islenzka 100 eða 1 000 króna seðla og vilja fá þeim skipt, þegar þau komast að þvi að það er ekki hægt að skipta þeim i bönkum Ein vesalings hreingern- ingakona kom t.d til mln með 500 króna seðil sem hún hélt að hún gæti fengið fyrir leðurkápu á 4500 peseta. Ég reyni að skipta þessu þegar ekki er um stórar upphæðir að ræða, ekki sizt núna nýlega þvi að ég vissi að ég var að fara hingað Þetta gerist ekki oft, en nógu oft, og það spillir hinu góða orði sem hvílir á (slendingum á þessu svæði." Marín sagði einnig að það væri mikilvægt atriði hversu góðir farar- stjórar islenzku ferðaskrifstofanna á Spáni væru Allt samband farþega og fararstjóra væri mun persónu- legra en hjá öðrum norrænum ferða- skrifstofum. Hún sagði að auk afskipta af ís- lendingum á Spáni væri annar liður i starfi hennar að svara fyrirspurnum frá Spánverjum um fsland „Við vorum eiginlega alveg hissa yfir áhuga þeirra Þeir eru t d ótrúlega margir sem vilja fá vinnu á Islandi. En það hefur reynzt erfitt að útvega hana. Maður þarf helzt að vera hér á íslandi til að geta gert það Ekki sizt vegna þess hvað það er óskaplega erfitt að fá íslendinga til að svara bréfum Maður þarf eiginlega að senda sérstakt skeyti til að biðja um svar " AF HUNDUM, KÖTTUM OG ROTTUM íslenzkir blaðalesendur hafa sjálf- sagt tekið eftir þvi að Malaga var i fréttunum ekki alls fyrir löngu vegna hundaæðis sem þar hafði komið upp „Þegar við fórum frá Malaga var algjörlega búið að komast fyrir þetta," sögðu þau. „Og þá höfðu 9000 hundar og kettir verið aflifað- ir Yfirvöld tóku mjög hart á far- aldrinum Strax og hann kom upp birtust auglýsingar i blöðunum um að allir hundar ættu að vera með körfu, beizli og vera bólusettir Ella yrði eigandinn að greiða 10 000 peseta sekt Slðan voru blöðin full af listum með nöfnum fólks sem sektað hafði verið um 10.000 peseta " „Áður hafði Malaga verið full af heilum hjörðum af villihundum Sumir af þessum hundum koma til af þvi, að það er talsvert um að túristar smygli hundum inn i landið og skilja þá svo kannski eftir þegar þeir snúa aftur heim En þessir villi- hundar sem gengu lausir voru líka dálitið huggulegt fyrirbæri, þvi að hvert veitingahús sem stóð undir nafni hafði sinn hund Hundarnir fundu sér allir sinn gildaskála að búa i og þar lágu þeir fram á lappir sér " „Á hálfum mánuði tókst yfirvöldum sem sagt að útrýma þessum sjúk- dómi, — þó eftir að fjórir höfðu látizt úr honum Nei, það var enginn verulegur ótti sem greip um sig vegna hundaæðtsins. þótt það sé vissulega skelfilegur sjúkdómur Þetta gekk svo fljótt yfir Enginn frétti eiginlega af þessu fyrr en eftir að þvi var lokið Þetta var eins og hernaðaraðgerð gert á nokkrum nóttum Þarna skipti einnig máli að nýr landsstjóri hafði tekið við em- bætti i Malaga, sem er læknir að menntun, og hann skar upp herör varðandi allt hreinlætiseftirlit Og nú er það svo, að ef einhver er svo óheppinn að missa hundinn sinn einan út um dyrnar hjá sér, óbeizlaðan o.s frv þá verður hann að sjá af 10.000 pesetum " UM PÓLITÍSKA OG ÓPÓLITÍSKA SPÁNVERJA Þau Marín og Jean fóru til íslands á laugardag fyrir viku, þ e sama dag að hinar afdrifariku aftökur á andófsmönnunum fimm áttu sér stað Þau vissu þvi ekki hvernig hinn almenni Spánverji lltur á aftökurnar og eftirleik þeirra „Það er nokkuð sem við erum mjög spennt að heyra þegar við komum aftur Þegar við fórum var að visu búið að ákveða að þessa menn átti að taka af lifi, og okkur heyrðust flestir vera sammála um að þeim ætti að refsa fyrir þau morð sem þeir höfðu framið, þótt deila mætti um refsinguna " Þau sögðu að almenningur á Spáni, — eða alla vega á þessu svæði —, gæti auðveldlega fylgzt með þvi sem væri að gerast Allir hefðu sjónvarp, útvarp og blöð En auðvitað væri tekið á málunum á ýmsan hátt Þannig væru t d itar- legar frásagnir af atburðunum i nágrannalandinu Portúgal, allt að 2 siðum á dag, i blöðunum, en hins vegar væru atburðirnir ekki ræddir, ekki birtar fréttaskýringar eða gerðar Framhald á bls. 26 „Spánverjar hafa ekkí hug sa um 99 Rætt við Marínu Guðrúnu Gísladóttur, ræðismann Íslands í Malaga og eiginmann hennar, Jean Briand de Crevecoeur Heilsuhælið Funte Sol sem tslendingum gefst kostur á að kaupa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.