Morgunblaðið - 06.04.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1973 70 ára í dag: Sigurður Ágústsson EINN af stofnendum „Vær- tngja“ árið 1913, var Sigurður Ágústsson, sem verður sjötugur i dag. Hann var aðeins 10 ára gamall er hann hóf starf með „Væringjum", sem sr. Friðrik Friðriksson stofnaði innan K.F. U.M. Móðir Sigurðar, Ingileif A. Bartels, var ein þeirra kvenna, aem hjálpuðu sr. Friðriki til að láta sauma hina skrautlegu bún- inga, sem þeir báru; bláan kyrt- il, rauða skikkju og hvita húfu. Klæðasnið þetta var líkt því er gerðist í fornöld og setti þessi lithýri hópur mjög svip á bæinn. Síðar breyttist Væringj ahópurinn I skátafélag innan K.F.U.M. Um og eftir tvitugsaldur beitti Sig- urður sér mjög fyrir því að tengja íslenzka skáta erlendum skátabræðrum sínum í starfi. Hann var t.d. fyrstur íslenzkra skáta tii að sækja alþjóðamót skáta — Jamboree — sem þá var haldið í Danmörku árið 1924, og var hinn eini fulltrúi sinnar þjóðar. Fimm árum sið- ar varð hann fararstjóri 30 is- lenzkra skáta er sóttu Jamb- oree í Englandi með miklum myndarbrag. Eftir það tók hann þátt i mörgum erlendum skáta- mótum, sem fulltrúi þjóðar sinn- ar. Prúðmennska Sigurðar og festa mótaði mjög framkomu islenzkra drengja á þessum al- þjóðamótum. Hann vann og ágætt starf með undirbúningi og stjóm hins fyrsta landsmóts skáta hér á landi, sem háð var í Þrastarskógi árið 1925. Sigurð ur var foringi 1. sveitar félags- ins um langt árabil. Sú elja og fórnfýsi er hann sýndi í skáta- starfi sínu, um þessar mundir, verður seint fullþökkuð. Sigurð- ur átti sæti i stjóm Bandalags íslenzkra skáta í mörg ár. Árið 1929 stofnaði hann skátafélag á Sauðárkróki, á vegum B.Í.S. í sömu ferð heimsótti hann fleiri skátafélðg, m.a. nýstofnað félag á Isafirði, sem bróðir hans Henrik W. Ágústsson og Leif- ur Guðmundsson stofnuðu. Að Grettisgötu 6, þar sem bræðurn- ir Sigurður, og Henrik bjuggu, ásamt yngsta bróður sinum Har aidi og foreldrum sínum, nutu margir ungir skátadrengir skiin ings og skjóls. Eiginkona Sigurðar, Þórunn Brynjólfsdóttir, starfaði af mikl um dugnaði fyrir kvenskáta hér á landi. Hún andaðist árið 1944. Undanfarin 37 ár hefur Sig- urður Ágústsson starfað fyrir Rafveitu Reykjavíkur, enda raf virki að mennt. En Sigurði dugði ekki allt þetta. 1 frístundum sín um veitir hann nú forustu bæki- stöð Félags frímerkjasafnara að Amtmannsstig 2. Telur hann sig hafa hlotið áhuga fyrir frí- merkjasöfnun á hinum mörgu skátamótum erlendis. Sigurði hefur verið sýndur ýmis sómi i skátastarfi sínu, t.d. var hann kjörinn heiðursfélagi í Skátafé- lagi Reykjavíkur. Skátar óska þessum siunga, sjötuga manni gæfu og blessunar. Jón Oddgeir Jónsson. Ég get ekki látið hjá líða að senda vini minum, Sigurði Ág- ústssyni, ámaðaróskir, kveðjur og þakkir, I tilefni af sjötugs- afmædi hans. Ég hef þekkt afmælisbarnið í um það bil tíu ár eða frá þvi að ég gekk í Félag frímerkjasafn- ara. í starfi sinu fyrir þetta litla félag í öll þessi ár hefur Siigurður Ágústsson ekkert breytzt frá þvi, að ég sá hann fyrst í herbergi félagsins að Amtmannsstíg 2. Sigurður er hógvær, af hjarta lítillátur og hjálpsamur svo af ber við fræðsdu annarra og þá fyrst og fremst þeirra, sem eru fyrsta sinni að grennslast fyrir um þessa einkennilegu áráttu hjá sumu fólki að safna frímerkj- um. Sigurður hefur alitaf notið þess að leiðbeina öðrum, þó ekki mörgum í senn, enda er slíkt ekki hægt með góðum árangri. En burtséð frá því, hugsar hann ekki um frímerkjasöfnun eins og sumir, sem virðast telja, að frí- merkjasafnarar stígi dansinn um gullkálfinn mannýga. Öðru nær, Siguirður er ekki og verður ekki — má ég segja vonandi — rík- ur af áhugamáli sinu. Og ekki skal því gleymt, að Sigurður er einn af elztu skát- um þessa lands, þó að ég þekki þann þátt ekki náið. Ég ætla mér ekki þá dul að ræða lifs- sögu Sigurðar hér, enda er það ekki ætlun min með þessum skrifum, en eitt veit ég þó, ó- ættfróður, að Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, var langafi af- mælisbarnsins. Af því sést, að stofninn er styrkur. Hin síðari ár, þegar gamla is- lenzka sturlungaaldareðlinu hef- ur skotið upp í litla félaginu okkar, hef ég oft leitt hugann að því, hver maður það var, sem bar klæðin á vopnin og leit að- eins á okkur sem óþekka krakka. Maður er nefndur gig- urður Ágústsson. Vinur minn, ég flyt þér mínar innilegustu árnaðaróskir á sjö- tugsafmælisdaginn og óska þess, að þú megir njóta ævi- kvöldisins í hljóðlátri kyrrð og gleði, svo sem þú hefur unnið ti'l. Björn Þ. Þórðarson. KAUPMENN ATHUGIÐ: Sérstakt tækiíæri í marígold Chic, gúmmíhönzkum Getum nú boðið frítt eitt dúsín af hinum vel þekktu Marigold, Chic, gúmmíhönzkum fyrir hver 12 dúsín, sem pöntuð eru fyrir 15. apríl nk. HÁLFDÁN HELGASON SF., umboðs- og heildverzlun, sími 18493, Brautarholti 2, Reykjavík. SA 9128 4 rása stereo segulbandstæki lERA SA8479A Hi-Fi stereo plötuspilari IERA SA9118AT Kassettu-segulbandstæki f. rafhlöður eóa 220V. o * cmh » o v om.i u- tr- » SA5929 A 2X30W Hi-Fi stereo magnari Siera hljómflutningstæki eru vönduð og glæsileg fermingargjöf. Eitt elzta og vírtasta gæöamerki hljómflutningstækja á markaðinum. RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVtK • SÍMI 18395 IERA Sjötugur er í dag Sigurður Ágústsson, rafvirkjameistari, Reynimel 44, Reykjavik. Á þess- um merku timamótum í lífi Sig- urðar, langar mig að senda hon- um nokkrar línur til að þakka honum fyrir 44 ára vináttu. Sig- urð sá ég fyrst i marz 1929, er hann kom til Sauðárkróks á veg- um Jónasar Kristjánssonar hér- aðslæknis og Bandalags ísl. skáta, i þeim tilgangi að stofna skátafélag, hvað hann og gerði 22. marz. Okkur strákunum er vorum með Sigurði þann tima er hann dvaldi á Króknum, og stofnuðum með honum skátafé- lagið Andvarar, vorum mjög hrifnir af leikni hans t.d. í „spinn ing“, sem við höfðum aldrei séð áður. Okkur þótti gott að njóta leiðsagnar hans, hann hafði gott lag á að leiðbeina og stjórna drengjum, enda hafði hann feng ið góða þjálfun í því er hann var á skátaforingjaskóla í Dan- mörku 1924. Skóli þessi Gilwell- skólinn, er æðsta stig foringja- þjálfunar fyrir skátafcxringja. Sigurður var fyrsti ísJendingur- inn, er útskrifaðist frá slíkum skóla. Þetta sama ár tók Sig- urður þátt i aiheimsmóti skáta Jaimboree, er var haldið rétt ut- an við Kaupmannahöfn. Þetta var II Jamboree-mótið er haldið var og var Sigurður fyrsti Islend- ingurinn er fór á Jamboree. Sigurður á langa og merka sögu að baki sem skátaforingi. Hann gerðisit skáti á bernsku- árurn skátahreyfingarinnar hér á landi í skátafélaginu Væringj- um og var í foringjaliði þess í áratugi. Hann átti og sinn þátt í því, að Bandal. ísl. skáta var stofnað og sat hann í stjórn þess árum saman og mótaði oft stefn- una. Hann var oft mótsstjóri á Jamboree, eða oftar en nokk- ur annar ísl. skátaforingi. Hanm hefir oft séð um skátasýningar og tekið að sér ótal verkefni fyrir skátana. Ég hefi hér að framan, stikl- að á stóru, aðeins til að sýna lítinn hluta af störfum Sigurð- ar. Smáatriðum sleppi ég, en þau eru svo mörg og i raun það mikilvæg, að varla er rétt að kalla þau smá. Sem dæmi um, hvað Sigurður Ágústsson var langt á undan sinni samtíð í mörgu, vii ég geta eins. Er ég sótti Gilwell- skólann, var annar íslendingur- inn er það gerði, þá voru liðin 15 ár frá því að Sigurður út- skrifaðist. Ég hefi minnzt á nokkur stærri verkefni er Sigurður tók að sér fyrir skátana, en margt er ósagt og verður það geymt. Ég er ekki að skrifa ævisögu hans. Sigurður á vonandi langa og starfsama ævi eftir. Hann er starfsamur maður og notar vel hveirja stund. Hin síðari ár eft- ir að hann dró sig í hlé frá skáta- störfum, hefir hann m.a. feng- izt við listmálun, en Sigurður er listfengur mjög og smekkmað- ur. Miklum tima hefir hann var- ið í frímerkjasöfnun og á hann mjög gott safn. Ungum drengj- um og fullorðnum hefir hann oft leiðbeint við söfnun fri- merkja. Sigurður var einn af stofnendum Félags frí- merkjasafnara og heíir lengst af átt sæti í stjórn þess. Hann hefir séð um herbergi félagsins og upplýsingaþjónustu árum saman. Og allt er þetta geri ut- an venjulegs starfsdags. Þetta geta aðeins þeir, sem eru góðir skipuleggjarar. Sigurður er ekki allra vinuir, en þeir sem eignazt hafa vin- áttu hans, hafa eignazt góðan vin. Ég tel <mig eiga góðan vin, þar sem Sigurður er og ég sendi tionum mínar innilegustu afmæl is- og vinarkveðjur og þakka honuim fyrir áratuga langa vin- áttu. íslenzkir skátar senda honum afmaslis- og skátakveðjur með þakklæti fyrir vel unnin störf fyrir islenzka æsku. Franch Michelsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.