Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 13 -------~ .. r.-y.: , - ' ÍS.C" r*'íl%T 5 gv i Helztu við- fangsefni Handrita- stofnunar... Rætt við Jónas Kristjánsson I VIÐTALI, sem Mbl. átti við Jónas Kristjánsson, forstöðumann Handrita- stofnunarinnar, þegar ákveðið var um heimkomu handritanna, kvaðst hann viss um að þetta ætti eftir að verða til góðs fyrir íslenzk fræði. í upphafi sam- tals við hann nú, þegar hinar merku bækur tvær eru komnar, biðjum við hann þvi um að skýra þetta nánar og finna þessum orðum stað. — Ég skal fyrst benda á það sem er sýnilegt og stórfenglegt fyrir allra aug- um: I tilefni af heimkomu handritanna hefur verið reist geysimikil bygging, Ámagarður, sem nú er aðalsetur fyrir kennslu og rannsóknir íslenzkra fræða á vegum Háskólans. Raunar má segja að Háskólinn fái smám saman bygging- ar yfir starfsemi sina án þess að slíkir sérstakir atburðir komi til. En Hand- ritastofnunin hefur til sinna umráða 30% af Árnagarði, og sú stofnun hefði aldrei verið sett á fót nema von hefði verið um heimkomu handritanna. Við stofnunina starfar nú þegar hópur ágætra sérfræðinga, og þar munu bæði stúdentar og ungir kandidatar koma til náms og starfa á ýmsan hátt. Megin viðfangsefni stofnunarinnar hafa til þessa verið textaútgáfur og ljósprent- anir handrita, en nú erum við Uka farn- ir að snúa okkur að rannsóknum á víð- ari sviðum fræðanna — í sögu, bók- menntum og málfræði. Slíkar rannsókn- ir þurfa jafnan að haldast í hendur við útgáfur sjálfra textanna, til þess að svolítið hold verði á beinunum, ef svo má að orði komast. Ef þessi starfsemi Handritastofnunar tekst farsællega, eins og mér finnst leyfilegt að vona, þá má aftur vænta þess að hún kveiki nýjar glæður fræð- anna á öðrum stöðum, jafnvel i öðrum löndum. Nokkrir erlendir fræðimenn hafa þegar tekið að sér verkefni á veg- um stofnunarinnar, og þeim mun fara- fjölgandi, enda verður reynt að greiða götu þeirra á ýmsan hátt. Þannig leiðir eitt af öðru. Handritastofnunin hefur notið handritamálsins, og þegar handrit- in eru komin heim, munu þau laða menn til starfa, kalla menn til skyldra verkefna. — En er ekki búið að gefa út öll þessi handrit? Verða þau ekki bara dauðir hlutir, grafnir í þessum ramlegu geymslum Handritastofnunarinnar? — Þetta er ekki óeðlileg spurning. Mikið hefur verið unnið á liðnum tím- um, og nú er svo komið að flest íslenzk fornrit — þar á meðal væntanlega öll hin merkustu —- eru til í einhvers kon- ar útgáfum. En margar þessar útgáf- ur eru gamlar og þykja nú úreltar orðn- ar, og auk þess eru þær að jafnaði tor- fengnar, en dýrar ef þær bjóðast til kaups. Svolítið er enn með öllu óprent- að frá fornöldinni, en þó er miklu meira óútgefið frá síðari tímum, meðal annars kveðskapur af ýmsu tagi. Ef til vill mun aldrei þykja ástæða til að prenta það allt, en hins má minnast að verk sumra höfuðskálda eins og Hallgríms Péturs- sonar eru ekki til í neinni viðhlítandi heildarútgáfu. Finnur Jónsson prófessor var einhver afkastamesti útgefandi íslenzkra forn- rita sem uppi hefur verið. Á hans dög- um held ég að menn hafi þótzt vera öilu nær landi í fræðunum heldur en nú — nær því að eignast sæmilegar útgáfur og komast að ákveðnum niðurstöðum í rannsóknum. Þegar gamli maðurinn var spurður um skoðun sína á einhverju efni, er mælt að hann hafi gengið að bókahillunni og svarað: „Ég skal gá að því.“ Hann hafði, auk þess að búa text- ana til prentunar, sjálfur skrifað um flesta þætti fræðanna, og gat síðan gengið að því vísu. En þetta er aðeins önnur sagan. Hin er sú að hann hafi iðulega hafizt upp úr eins manns hljóði, stunið við og sagt: „Allt er ógert!“ Við sem nú störfum við Handritastofnun fs- lands þurfum að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af verkefnaieysi. — Er þá ekki eitthvað sem liggur á að gefa út öðru fremur? Geturðu e.t.v. nefnt einhver dæmi um slikt? — Já, ég nefndi áðan kveðskap Hall- gríms Péturssonar, og frá svipuðum tíma mætti nefna önnur skáld eins og Stefán Ólafsson og Bjarna Gissurarson. Kveðskap þeirra tíma þarf að kanna að miklu leyti í samhengi, meðal annars með kvæðaskrám sem nú er unnið að á ■ ■" ■ _’ L L" I. ! . I ií'j ■l!HBil!HHS!|||p| I|iia| | b ii nn vegum Landsbókasafns. Síðan geta kom ið útgáfur eftir efnum og ástæðum. Helztu viðfangsefni Handritastofnun- arinnar eiga að vera þau að grafast fyr- ir rætur og hlaða grundvöll sem staðið geti lengi og orðið undirstaða annarra verka. Ég skal nefna dæmi þess hversu við reynum að gegna þeirri skyldu: Unnið hefur verið að útgáfu tveggja elztu ættartölubóka okkar, sem kennd- ar eru við séra Jón Erlendsson í Vill- ingaholti og séra Þórð Jónsson í Hít- ardal, en þeir klerkar voru uppi á 17. öld. Þessar bækur hafa aldrei áður ver- ið prentaðar, en þær urðu síðan kjarni í yngri ættarbókum, og er sú bók- menntagrein allmikil að vöxtum. Ingvar Stefánsson magister annast þá útgáfu. Þá hefur Jón Samsonarson magister unnið að útgáfu á elztu bókmennta- sögulegum heimildum frá síðari timum, eftir Pál lögmann Vídalín og fleiri. Ef litið er til fornaldarinnar, munum við bæði gefa út rit sem áður eru með öllu óprentuð og einnig leitast við að endurbæta eldri útgáfur. Til dæmis höfum við unnið að útgáfu fornra rímna (frá 15. og 16. öld), og á hún að taka við þar sem sleppti útgáfu Finns Jónssonar. Síðan ætlum við að endur- gera útgáfu Finns eftir kröfum okkar tíma. Yrði þá komin heildarútgáfa allra gömlu rímnanna, á að gizka 10 dávæn bindi. Og þarna kemur líka fram eitt sjónarmið Handritastofnunar: að gera áætlanir, taka fyrir stór verkefni og vinna þau til hlítar, enda þótt það taki langan tíma. Útgáfur annarra kunnari fornrita munum við smám saman endurgera eft- ir þörfum. Þannig höfum við þegar gefið út eina Islendingasögu, Svarf- dælu, en fleiri munu fylgja á eftir. Þó má vera að önnur fornrit gangi heldur fyrir Islendingasögum. Við munum hafa nána samvinnu við Hið íslenzka fornritafélag, og sú samvinna verður meðal annars í því fólgin að við velj- um verkefni okkar að nokkru sam- kvæmt þörfum Fornritafélagsins. Fyrst koma textaútgáfur — eða að minnsta kosti handritarannsóknir — frá okkur, en síðan útgáfur Fornritafélagsins, sem í senn eru ætlaðar fræðimönnum og al- menningi. Fornritafélagið hefur þegar gefið út nálega allar Islendingasögur, auk Heimskringlu og Orkneyjasögu; en þó er áætlun félagsins ekki hálfnuð enn, og meðal annars er eftir að gefa út Sturlungu og báðar Eddurnar: Snorra- Eddu og- Kvæða-Eddu (sem ranglega var um skeið kennd við Sæmund fróða). — En er ekki þessi starfsemi býsna fjarlæg öllum almenningi hér á landi, sem nú þykist hafa heimt dýrgripi sína úr útlegð? — 1 fljótu bragði má svo virðast. En Framhald á bls. 14 ***** iv |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.