Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAtMÐ MIÐV KI I) . UR 2', APRlL 1971 5 Jón Helgason Framhald af bls. 12 — Nú er ráðgert í sambandi við af- hendingu handritanna, að veita íé til danskra vísindamanna, til að fara til Isiands ef þéir þurfa í sambandi við handritarannsóknir. Þýðir þetta að hætt verður að iána handrit? — Það held ég varla. Við höfum átt afar góða samvinnu við Reykjavík i sambandi við útlán á handritum, en fjár veiting til ferðalaga til Islands getur komið sér vel ef á þarf að halda. — Hverjar eru framtíðaráætlanir yð- ar? -— Ég hef engar áætianir gert. Ég bið og veit ekkert hvað um mig verð- ur og læt hverjum degi nægja sínar þjáningar. Ég býst alltaf við þvi versta, þvi að þá líður manni skár ef eitthvað gott gerist. Ég er hvorki giaður né hryggur, ég hef reynt að forðast það. Þetta hefur verið bölvaður tími meðan handritamál- ið stóð yfir og ég má að minnsta kosti vera fegin að nú er séð fyrir endann á þvi. — Að lokum prófessor Jón ? — Ef mikil brögð verða að þvi að menn íari að þeytast fram og aftur til að ná í handrit, getur auðvitað vel far- ið svo að einhverjir detti. En það gerir minna til ef bækurnar halda áfram að vera til. Margir hafa láð Árna Magnús- syni að þegar bruninn varð 1728, not- aði hann vagninn sinn fyrst til að bjarga kerlingu sinni og fyirir bragðið fórust margar bækur, sem annars hefði mátt ná úr eldinum. En, kerlingin var komin á grafarbakkann hvort eð var, hklega álíka gömul og ég og hefði því verið lítil eftirsjá að henni. „Ekki forngripur — heldur eggjun fyrir framtíðina“ — molar úr síðdegisrabbi yið dr. Sigurð Nordal EINN þeirra manna, sem Morgunblaðið ræðdi við i tilefni heimkomu handrit- anna. er dr. Sigurður Nordal. Hér fara á eftir nokkrir molar nr því síðdegis- rabbi: Sigurður vitnaði í niðurlagsorð grein ar: Hvar eru íslenzku handritin bezt komin, sem hann skrifaði í árslok 1945, og birt var í Nordisk Tidskrift í marz 1946: „Ósk íslendinga um endur heimt handritanna er þess eðlis, að úr því að hún er einu sinni komin fram og orðin þeim ljós, mun hún aldrei geta gleymzt né niður fallið. Svo virðist sem mörgum Dönum meðal hinnar eldri kynslóðar þyki hún ósanngjöm í dag. En verði hún uppfyllt, er ekkert líklegra en að afkomendur þeirra muni á morgun líta á þetta sem sjálfsagðan hiut“. „Ég er enginn spámaður, sem betur fer“, sagði svo Sigurður, „því að meiri vandræði eru framundan í ver- öldinni en svo að mér gæfist nokkur svefnfriður, ef ég sæi þau fyrir. En ég trúði þessu, þegar ég skrifaði það. Og það hefur rætzt, jafnvel fyrr en mig þá óraði fyrir. Handritamálið hefur alla tíð verið fyrst og fremst pólitískt mál og leyst af dönskum stjórnmálamönnum, hvað sem öllum öðrum umræðum um það hefur liðið. Frá íslenzku sjónarmiði má líta á það sem endi sjálfstæðismálsins. Meðan handritin voru í Danmörku, var einn dýrmætasti hluti af arfi íslen'd- inga í vörzlum annarrar þjóðar. En skil handritanna hafa líka frá dönsku sjónarmiði verið fullkomnun — og eina viðunandi fullkomnun — skilnaðar Dan merkur og íslands. Beztu menn meðal Dana hafa fundið að án afhendingar handritanna vóru reikningarnir milli þessara tveggja þjóða ekki gerðir upp. Þeir voru ekki hreinir. Skilnaðurinn var skurðaðgerð, og eftir þess háttar aðgerð er um að gera, að ekki grafi í sárinu, af því að eitthvað hafi veríð þar eftir skilið. Það hefur oft verið sagt, en verður aldrei of oft endurtekið, að með skilum handritanna hafi Danir gert verk, sem sé einstakt í skiptum milli þjóða fram að þessu, en muni vonandi verða öðr- um til fyrirmyndar í framtíðinni. Þetta mál hefur einungis verið Ieyst vegna þess, að í Danmörku voru leiðtogar, sem sjálfir litu á þetta sem réttiætiis- mál og voru nógu víðsýnir og frjáls- lyndir til þess að leysa það á grund- velli þeirrar sannfæringar. Þeim nægði ekkert minna en að fullkomna skilnað- inn með svo veglyndum hætti, að ekk- ert væri framar til fyrirstöðu sátta og vináttu í framtíðinni. Það er vissulega ánægjuefni að geta nú fagnað hér sumum þeirra ágætismanna, sem hafa átt vinsamlegan þátt í þess- um gieðilegu málalokum. Hér er ekki rúm til þess að telja mörg nöfn. En eins manns, sem þvl miðúr er horfinn af sjónarsviðinu, verð ég að geta og honum mega íslendingar aldrei gleyma. Það er Hans Heðtoft. Hedtoft var lausn handritamálsins og góð vinátta Dana og íslendinga í fram- tiðinni svo mikið hjartans mál, að ég þori að fullyrða, að ég hef engan Xs- lending þekkt, sem bar þessa lausn fyr ir brjósti af meiri einlægni". Sigurður tók nú fram úr pússi sínu grein, sem hann ritaði í Lesbók Morg- unblaðsins 17. nóvember 1966: „Lok handritamálsins“, og las þar úr: „Vafalaust er öllum ljóst, að með end urheimt handritanna eru íslendingar að takast nýjar skyldur á herðar og það er ekki ástæðulaust að reyna að átta sig á þeim þótt hér sé íátt eitt unnt um það að segja. í fyrsta Iagi er sjálfsagt að sjá þess um dýrgripum fyrir sem öruggastri geymslu. í þvi er vandalaust að jaín- ast við Dani, þótt miðað sé við það húsnæði, sem notað hefur verið allra síðustu árin. í öðru lagi er naumast orða vert, að ströngustu kröfur verður að gera til þess að vanda það, sem unnið er. Um það er margt til fyrirmyndar, sem gert hefur verið í Árnasafni í Höfn á síðari árum, — og verður vonandi haldið áfram að gera þar framvegis. í þriðja lagi er skylf að skapa bæði íslenzkum og erlendum mönnum, sem úr handritunum vilja vinna, sæmileg starfsskilyrði. Eitt er vafalaust, að sem vinnuhúsnæði ber hús Handritastofn- unarinnar mjög af salarkynnum Árna- stofnunar í Höfn. Hins vegar má játa, að bæði almennur bókakostur og fjár- magn til starfslauna og útgáfustarf- semi er takmarkað og úrbætur hvors tveggja undir högum þjóðarinnar komn ar“. Síðan hélt doktor Sigurður Nordal áfram: „Þeir kjörgripir, sem nú hafa verið færðir okkur heim í hlað, Kon- ungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók, hafa stækkað ísland að sínu ieyti, eins og þegar landhelgin verður færð út, gert Reykjávík að meiri höfuðborg en hún áður var. En gleymum ekki heldur, að þessar bækur eru einungis tákn þess, sem hér á landi var einu sinni unnið fyrir mörg um öldum. Með tækni nútímans til lestrar og ljósmyndunar opna handritin sjálf fáar leiðir til nýrra rannsókna. Fyrir okkur skiptir tilfinningagildi þeirra mestu. Flutningur þeirra til ís- lands á ekki að gera neina breytingu á hinni fræðilegu starfsemi Árnastofnun- arinnar í Höfn, sem hefur staðið með svo miklum blóma hin síðari ár. Af því að skinnbækurnar hafa svo margt af frægustu fornmenntum íslendinga að geyma, munu ýmsir erlendir menn hugsa sér, að flutningur þeirra til íe- lands sé fremur öllu til þess gerður, að íslenzkir fræðimenn sökkvi sér nið- ur í nákvæmari og nákvæmari staí- krókarannsóknir. En sannast að segja er fjöldi pappírshandrita í Ámasafni frá seinni öldum, sem jafnbrýnt eða brýnna er að vinna úr. Merkasti samtíðarmaður Árna Magn- ússonar í Danmörku, Ludvig Holberg, fór um hann þessum orðum: „Han sidder vel hjemme og gnaver paa sine gamle skinnpjalter". Holberg skildi ekki, að Árni var að hugsa um fram- tíð íslendinga, ekki síður en fornöld- ina. Og við nútíðarmenn eigum hvorki að sitja heima, né jóðla of mikið á hin- um gömlu skinnbókum. Því aðeins get um við tekið við þeim kinnroðalaust, að við lítum ekki fyrst og fremst á þær sem fomgripi, heldur sem eggjun. fyrir framtíðina, — brýningu til þess ‘að skapa ný menningarverðmæti á hinum eldra grunni, hvort sem er frá 12., 17. eða 19. öld“, sagði doktor Sig- urður Nordal að lokum. w: jf; J ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.