Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBT.AÐ © ■ í,L'1) ' GUR 21. APRÍL 1971 „Þetta hefur verið bölvaður tími meðan handrita- málið stóð yfir“ „Málalokin gleðja mig, en sú gleði er ekki óblandin“ Rætt við prófessor Jón Helgason Fyrsíu handritin eru nú komin heim eltir ianga og oft og tíðum harða bar- áttu. En um leið og þau koma til Is- iands hverfa þau úr vörzlu þeirrar stofnunar, sem hefur varðveitt flest þeirra um aidaraðir, Ámasafni. t»að eru iíklega engar ýkjur að segja, að þegar minnzt er á handritin heima, kemur eitt nafn oftast upp í hugum manna i sömu andrá, Jón Helgason, prófessor við Kaupmannahafnarhá- skóla og forstöðumaður Ámasafns. Mbl. hitti prófessor Jón að máii í Áma- safni í sl. viku og reeddi við hann um handritin, afhendingu þeirra og starfið I Árnasafni. — Nú er stundin runnin upp próí- essor Jón, hvemig er yður innan- brjósts? — Kemur það nokkmm manni við? Ég er nú búinn að vera nágramni Flat- eyjarbókar og Codex Regius um margra ára skeið og í gær fór ég og kvaddi þau, strauk þeim ofurlétt um vangann. Ég býst við, að ég komist meira við en þau. Auðvitað verð ég að segja sem Islendingur, að máiaiokin gleðja mig, en sú gleði er ekki óbland- in. Ég hef alið aldur minn að mestu ieyti á bókasöfnum frá því að ég var 17 ára unglingur, eða í 55 ár og lengst af í Kaupmannahöfn. Mér þykir því eðiilega leiðinlegt, þegar gömlum söfn- um er tvístrað. Ég er líka búinn að vera hér svo lengi, að ég skil vel, að ýmsum dönskum mönnum, þyfki dapurlegt að sjá eftir þessum hlutum. Eftir þvi, sem ég bezt veit, er afhending handritanna, einsdæmi í veraldarsögunni. Ég tel að Danir hafi sýnt fádæma góðvild, sem varla muni hægt að finna dæmi til annars staðar. — Hvenær haidið þér að byrjað terði að afhenda handrit úr Ámasafni? — Það hef ég ekki minnstu hug- mynd um. Það er eftir að skipa nefnd- ina, sem á að ákveða, hvað skuli af- henda og ég veit hreinlega ekkert um þá nefnd. Mér skilst, að hún verði skipuð tveimur Islendingum, tveimur Dönum og oddamanni. Ég hef hálí- gerða ótrú á því að nokkur maður fá- ist til að verða oddamaður i nefnd- inni, en vonandi fæst einhver til þess. Ef ég lifi það að farið verður að flytja handritin héðan, geri ég ráð fyr- ir, að ég kveðji hvert einstakt hand- rit með söknuði og von um að því líði vel á nýja staðnum. Ég er orðinn þeim mjög ánetjaður. Samt kemur mér einatt i hug að mér væri hollt að segja skib'ð við öll handrit og byrja upp á nýtt á einhverju abt öðru. Þetta vih hjakka abt í sama farinu, þótt hvert viðfangs- efni hafi sín séreinkenni. En líklega yrði ég þá að fara á þessháttar stað, þar sem ekki væri hægt að ná í nein handrit, þvi að ég myndi sækjast eftir þeim eins og drykkjumaðuT í vin. — Nú verða handritin afhent á 25 ára timabili, til að gefa Árnasafni tæki færi til að taka ljósmyndir af þeim öll- um. Hvernig er að vinna að rannsókn- um eftir Ijósmyndum og hvernig miðar ijósmynduninni áfram? — Ég hef nú stundum viljað haida þvi fram, að ljósmyndarinn sé einn þarfasti starfsmaður stofnunarinnar. Við erum alitaf að kaba í hann til að taka myndir af einhverju. Mér finnst miklu betra að vinna með myndunum. Bækumar eru stórar og þungar í vöf- um ekki hsegt að taka þær með sér heim. Ljósmyndir getur maður alltaf tekið með sér og auk þess eru þær ein- att greinilegri og læsilegri. Ég hugsa að svo sem 90% af öbu útgáfustarfi, sem við vinnum, sé unnið eftir ijósmynd- um. Að visu er mjög misjafnt hvem- ig skinnbækur myndast, og séu mynd ir óglöggar þykir sjálfsagt að hta á sjálft handritið, í von um að geta lesið betur úr, en sjaldnast hefur maður þá erindi sem erfiði. Við eigum orðið all- gott Ijósmyndasafn alls staðar að, t.d. úr Stokkhólmi, Ósló, af Bretlandi og viðar. Ljósmyndunarstarfinu verður aldrei lokið tb fullnustu, því að sægur handrita er mikbl og aðferðir fara batn andi. Ég minnist þess fyrr 40—50 ár- um, hvílík vandræði vom ef líta þurfti í handrit úr öðrum löndum. Þá varð að skrifa langar lánsbeiðnir og þegar lánið var loksins veitt, var mað- ur búinn að gleyma viðfangsefninu. Nú göngum við beint að hillunni og tökum fram mynd. — Hvað er langt frá því að Ijós- myndun handritanna hóíst? -— Það eru kringum 15 ár. Ljósmymd- arinn er nú fastur starfsmaður hér og heíur auk þess aðstoðarmenn með sér. Starf þeirra hefur að talsverðu leyti verið fólgið í því að taka myndir af handritum, sem við höfum fengið að láni. Upphaflega var þetta nokkuð erf- itt. en var síðar lagað með meiri f jár- veitingu. En við höfum ekki húsakynni né áhöld til að auka þessa starfsemi eða hraða henni til muna fram yfir það sem nú er. — Mynduð þið geta sent ein- hver handrit héðan heim á morgun ef málum háttaði þannig? — Já, en við gerum ekki ráð fyrir að þurfa að senda þau með dags fyrirvara. — Hversu mörg handrit eru hér, hver eru þau verðmætustu og hversu mörg er gert ráð fyrir að fari til Is- lands? — Hér eru um 2000 handrit af ís- lenzkum uppruna og auk þess um 800 erlend, mest norsk og dönsk. Við laus- lega áætlun mun víst hafa verið gert ráð fyrir að um 1500 handrit að minnsta kosti fari heim og efst á lista mundu þá verða handrit að íslendingasögum og lögbækur. Þetta er þó allt mjög óljóst enn og það kæmi mér ekki á óvart þó að nokkrar deilur ættu eftir að risa upp um hvað af handritunum eigi að af- henda. Sumt af þeim er skrifað eftir daga Áma Magnússonar og ég er hræddur um að ýmis orð eigi eftir að falla, áður en málið verður útkljáð. Sum helztu handritin fékk Ámi erlend- is, eins og t.d. Möðruvallabók og Reykjabók að Njálu. Margt af því sem hann fékk heima á íslandi voru ritjur og slitrur. Hvað verðmæti handritanna viðvikur þá er afskaplega erfitt að svara svo öllum líki, því að verðmæt- ið fer fyrst og fremst eftir því hverju menn sækjast eftir. Maður sem vinnur að rannsóknum á tíðasöng á miðöldum, er hrifnastur af einhverjum rifrildum, sem hann finnur um þau mál. Og mað- ur sem er að rannsaka klæðaburð, þyk ist hafa himin höndum tekið, ef hann finnur blöð, sem hafa verið klippt í snið. — Hvað er yðar álit á aðstöð- unni heima á íslandi og eigið þér eftir að koma heim i sambandi við störf yðar? — Það vantar ekki að þar séu góð og mikil herbergi. Þetta er allt fallegt og ef peningar fást getur aðstaðan orð- ið mjög góð. Starfsmennimir eru vel- menntaðir og því ætti þeim ekki að vera neitt að vanbúnaði. Hvað sjálfum mér viðvíkur vil ég segja það, að það er aldrei hægt að notast við eitt safn ein- göngu og ef ég held áfram, geri ég ráð fyrir að skreppa heim öðru hverju, eins og ég hef gert fram til þessa. Ég veit raunar ekkert hvar ég er í dag. Ég er að verða 72 ára og átti að fara á eftir- laun fyrir tveimur árum, en embætti mitt var framlengt um þrjú misseri og rann framlengingin út um sl. áramót, þannig að ég er raunverulega hvergi starfsmaður. Ég hangi bara hér af göml- um vana. Ég flyzt ekki til íslands fyrst um sinn og ef ég geri það ekki, fyrst um sinn þá verð ég dauður. Ég er byrjaður á svo mörgu hér, sem ég þyrfti að leiða til lykta áður. — Hversu margir starfa við safnið? — Hér eru 5 starfsmenn fyrir utan mig. Auk þeirra eru nokkrir stúdentar, sem eru á tímakaupi. Ef stúdentar hafa vilja og áhuga þá geta þeir fengið laun fyrir að vinna að rannsóknum fyrir út- gáfu á bókum eftir handritum. Við er- um nú búnir að gefa út milli 60—70 bindi. Það má segja að báðir að- ilar hagnist á sliku starfi. Við kostum starfið, starfsmennimir þiggja laun og síðan er bókin gefin út undir þeirra nafni. Það má taka það fram í þessu sambandi, að nú er enginn Islendingur starfandi hér fyrir utan mig, frá því að Stefán Karlsson fór heim. -— Er eitthvað um það að stúdentar komi hingað til rannsókna? — Það er heldur litið. Þróunin í náms greinavali er á þá leið, að stúdentar eru að verða fráhverfir þessum gömlu vísindum. Það er þó alltaf slangur af fólki, sem kemur hingað til að stunda rannsóknarstörf, en þeim fækkar held- ur, sem fást við þessi fræði. Við höf- um einatt gesti úr öðrum löndum, Bret- landi, Bandaríkjunum og viðar að. Auk þess lánum við út handrit, þannig að fólk þarf ekki endilega að koma hing- að til að stundá rannsóknir, enda er burðargjald ódýrara en farseðill. Framh. á bls. 5 /%* /y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.