Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 30
Sá íslenzkur frjálsíþróttamaður, sem náði beítum árangri á árinu var án vafa Erlendur Valdimarsson, ÍR, sem margbætti íslandsmetið í kringlukasti, og náði 60 metra markinu (60,06 m). Hann bætti einnig metið í sleggju- kasti. Annars vakti frammistaða íslenzka frjálsíþróttalandsliðsins mikla at- bvgli, en það tapaði naumlega fyrir Dönum, — svo og frammistaða fjögurra okkar beztu frjálsíþróttamanna: Erlends, Guðmundar Hermannssonar, Jóns 1». Ólafssonar og Bjarna Stefánssonar, í keppnisferðalagi til Norðurlandanna. þar sem þeir unnu marga góða sigra. Svipmyndir frá íþróttum ársins 1970 ÁRIÐ 1970 var fyrir margra hluta sakir eftírmfinnileg^ íjirótfaár. Me.rkasti innlendi íþróttaviðbiirður ársins var tvimælalaust hin velheppnaða íþróttahátíð ISÍ, þar sem keppt var í nær ölhim þeim íþróttagrreinum sem iökaðar ern hérlendis, og fjölmargir erlendir íþróttaflokkar komu hingrað til keppni. Merkasti erlendi íþróttaviðburðiir árs- ins var svo án tvímæla Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er fram fór í Mexikö. Hefur sennilega aldrei farið fram íþrótta- keppni, að Olympíiileikjunum undanskildiim, sem jafn mikla athygli hefur vakið. Þá fór einnig fram heims- meistarakeppni i handknatt- leik í Frakklandi, og náðu ís- lendingar þeim áfanga að komast í 16 þjóða úrslit. í sjálfri lokakeppninni gekk á ýmsu hjá íslendingum, en þeir höfnuðu að lokuni í 11. sætí, sem teljast verður vel frambærilegur árangur. I>á ber efmnig að minnast gla>silegs árangurs íslenzka landsliðsins í knattspyrnu, er gerði jafntefli við Dani og sigraði Norðmenn, og góðs árangurs íslenzka sundfólks- ins í Iandskeppnum við Skota og Ira, Hér á opnunni er brugðið upp nokknim svipmyndum frá liðnii ári. íslendingar lé'cu 15 handknattleiksleiki á árinu og sigruðu í 8 þeirra. Hinn snjalli handknattleiksmaður úr FH. Geir Hallsteins- son. skoraði langflest mörk í [>essuni landsleikjum og á þessari mynd sést hvernig hann skorar á móti Luxemburgurum, Þann leik unnu Islendingar 35:12, en aðrir leikir landsliðsins fóru þann- ig: Island — USA 27:9, ísland — USA 25:12, tsland — Ungverja- land 9:19, island — Danmörk 13:19, ísland — Pólland 21:18, ísland — Japan 19:20, ísiand —* Rússland 15:19, island — Frakkland 19:17. island — USA 30:14, island — USA 28:17, island — Júgóslavía 15:24, ísland — V-Þýzkaland 13:20, island — Rússland 17:32, is- land — Tékkóslóvakía (ul) 18:17. islenzka unglingalandsliðið 1 handknattleik, kom á óvænt með sigri sínum í Norðurlandameistaramótinu og færðu islandi fyrsta Norðurlandameistaratitil sem landlð vinnur í flokkaiþróttum. Það er þvi ekki að furða þótt þeir Stefán Gunnarsson, sem var fyrlrliði liðsins og Axel Einarsson, form. HSÍ, séu hýrir á svipinn, þegar þeir meðhöndla bikar- inn. Axel lét annars af formannsstörfum í HSl á árinu, eftir mikil og heilladrjúg störf í þágu handknattleiksíþrótt- arínnar. Úrslit í unglingaiandsleikjunum voru þessi: ísland — Noregur 16:13. island — Svíþjóð 9:8, Ísland — Dan- mörk 21:15, Ísland — Finnland 14:12. Íþróttahátíð ÍSÍ, var sá iþróttaviðburður sem hæst bar á sl. ári. Stóð hátiðin i marga daga, og hingað komu til keppni fjölmargir erlendir íþróttaflokkar. Uátiðin þótti heppnast það vel, að ákveðið var að efna til sliks móts á 10 ára fresti. Þessi mynd var tekin við hina hátíðlegu setningarathöfn, og eru það ungar stúlkur, sem mynda stafina i S i á Laugardalsvellinum Ferðir íslenzkra knattspyrnu- liða í hinar ýmsu Evrópubikar- keppnir voru ekki til fjár eða frama á árinu, með þeirri und antekningu þó, að Keflvíking- ar stóðu sig með sóma á móti enska meistaraliðinu Everton. Var heimsókn Everton hingað einn merkasti viðburðurinn í knattspyrnulífinu. Englending- arnir sigruðu 3:0, en myndin sýnir fyrirliða þeirra — Alan Ball — einn fremsta knatt- spyrnumann beimsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.