Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGU'R 31. DBSBMBBR 1970 19 SUOÐUM ÆSKUNNAR í*egar öllu er á botninn Umsján STEFÍN HALLDÓRSSON SVEINBJDBN RAGNARSSOM hvolft... Þetta gerðist á popárinu 1970 1. HLjómsveitm Led Zeppelim komst í heimsfréttirnar í sept embermánuði. 1) Liðsmenn hennar voru gerðir að ráðherrum í stjórn Heaths. 2) Söngvarimm verpti eggi. 3) Var kosin bezta hljómsveit heims í kosningum Melody Maker. 4) Liðsmenn hennar ákváðu að setjast að á íslandi. ' í ' 2. Leikari og Óskarsverðlauna- hafi söng og sigraði heiminn með laginu „Wand’rin’ Star“. 1) Frank Sinatra 2) Batman 3) Roy Rogers 4) Lee Marvin ' í ' 3. Pau'l McCartney olli aðdáend- um Bítlanna miklum von- brigðum: 1) Tapaði fyrix Mick Jagger í ólsen-ÓIsen 2) Hætti í Bítlumum 3) Féll á bílprófi 4) Missti út úr sér fölsku tenn urnar ' í ' 4. Söngkonan Grace Slick í hljómsveitinni Jefferson Air- plane játaði að hafa fyrir löngu ætlað að fremja glæp: 1) Læðast inm í veizlu fyrir ungt háskólafólk í Hvíta húsinu og setja LSD í kaff- ið hjá Nixon 2) Ætlaði að sprengja í loft upp dómshúsið í Los Ang- . eles 3) Ætlaði að syngja allsnakin á hljómleikum í Englandi 4) Ætlaði að taka tappanm úr Atlantshafinu 5. Lítið hefur frétzt af John Lennon á þessu ári, enda hef- ur hann lengst af: 1) Staðið á haus til að ná prófi í Yoga 2) Afgreitt á ísbar í Little Mar low 3) Verið við kvikmyndaleik í sæmskri fræðslumynd um friðsamlega hagnýtingu hjónarúmsins 4) Verið í sálkönmun í Los Angeles ' í ' 6. Vinsælasta lagið í Bretlandi í maímánuði var tvímælalaust lagið „Back Home“ og flytj- endurnir voru ekki af verra taginu: 1) Geimfararnir í Appollo 13 2) Árni Johnsen & Kaaber 3) Enska landsliðið í knatt- spyrnu 4) Dýrlingurinn, Harðjaxlinn, Mannix og Fred Flintstone. ' í ' 7. Pophátíðin á Isie of Wight endaði með ósköpum: 1) John Lennon söng í öllum fötunum og þekktist ekki 2) Forráðamennirnir urðu gjaldþrota 3) Eldi og brennisteini rigndi yfir lýðinn 4) Það sprakk á eina strætia- vagninum á eynni og 300 þúsund unglingar tepptust á hátíðarsvæðinu ' í ' 8. Hljómsveitin Jackson 5 sló í gegn með laginu „I Want You Back“ og jafnframt göptu menn af undrun yfir söngv- aranum, sem var: 1) Með hár niður á nafla 2) 10 ára gamall 3) Tölva 4) Þingeyskur ' í ' 9. Enski söngvarinn Tony Burr- ows setti nýtt og glæsilegt met, sem erfitt verður að bæta: 1) Borðaði banana þversum 2) Söng poplög stanzlaust í 62 stundir 3) Söng á útihljómleikum í Hyde Park I London og svæfði 147 áheyrendur — 85 fleiri en gamla metið frá 1932 4) Átti þrjú lög í hópi tíu efstu, laga á vinsældarlistanum samtímis — sitt með hverri hljómsveitinni •’• 10. frska söngkonan Dana sló í gegn með laginu „All Kinds Of Everything“, en það lag 1) Var bara Bítlalagið „Yester day“ spilað afturábak. 2) Tryggði henni sigur í Euro- vision-sönglagakeppninni 3) Var eftir fyrrverandi for- sætisráðherrafrú, Mary Wil son 4) Var upphaflega samið fyrir sög og pianó & 11. Ný hljómsveit kom fram í sjónvarpsþætti og vakti mikla athygli. Bar hún nafn- ið „Samsteypan“ og var skip- uð: 1) Fjórum starfsmönnum Steypustöðvarinnar 2) Rakara, kennara og blaða- manni 3) Guðmundi JónSsyni og Svavari Gests 4) Fimm liðsmönnum nokk- urra af þekktustu popp- hlj óms veitunum ' í ' 12. Nýtt þjóðlagatríó kom fram á sjónarsviðið — aðallega þó sviðið í Iðnó — og varð frægt fyrir flutning sinn á lögunum í leikritinu „Þið munið hann Jörund“ 1) Þrjú með skalla 2) Þrjú á palli 3) Jesper, Kasper og Jónatan 4) Þrjú á sama koppi ' í ' 13. Hljómsveitin Júdas var á stöðugri uppleið þa,ngað til í júní sl. Þá 1) Fór Magnús Kjartansson í Trúbrot og Júdas var úr sögunni 2) Bilaði lyftan 3) Gekk Júdas út og hengdi sig 4) Missti hljómsveitin af áætl uiniarbílnium til Reykiavíkiur. ' í ' 14. Hljómsveitim Led Zeppelin var ákaflega vel tekið á ís- landi og meðal annars var hljómsveitinni boðið í 1) Bað 2) Glímukeppni við hljómsveit ina Trúbrot 3) Glaumbæ 4) Heyskap á Korpúlfsstöðum. ' í ' 15. Hljómsveitin Kinks vakti heldur minni lukku, en þó voru menn ákaflega umdc- andi yfir hæfni píanóleikar- ans John Gosling, sem tókst næstum því að 1) Sjá út úr hárlubbanum 2) Spila með báðum höndum í einu 3) Ganga yfir Kyrrahafið 4) Æra dansgesti í Glaumbæ ' í ' 16. Hljómsveitirnar Náttúra, Ævintýri, Óðmenn, Pops og Mánar komu af stað miklum deilum og blaðaskrifum: 1) Fóru á myndina í Hafnar- bíói 2) Neituðu að taka þátt í popp kosningum Gluggans 3) Reyndust vera ei,n og sama hljómsveitin í mismunandi dulargervi 4) Liðsmenn þeirra misstu heyrnina vegna hávaðans, sem þeir framleiddu. ' í ' 17. Ný og óþekkt hljómsveit sigr aði í hljómsveitakeppninni á sumarhátíðinni í Húsafellfl- skógi um verzlunarmanna- helgina: 1) Gaddavír 70 2) Gaddavír 75% 3) Gaddavír 75 4) Gaddavír 4 — K.R. 2 ' í ' 18. Hljómsveitin B.G. og söng- konan Ingibjörg sungu inn á eitt vinsælasta lag ársins — samkvæmt óskalagaþáttun- um: 1) Þína einu skó 2) Vestfjarðaþokuna 3) Mína innstu þrá 4) Draum Freymóðs ' í ' 19. Ríó-tríó hljóðritaði nýja hljómplötu við sérstæð skil- yrði: 1) Á sunnudagseftirmiðdegi á Lækjartorgi 2) í Kópavogsstrætó 3) í hljómleikaferð í Austur- ríki 4) Á hljómleikum í Háskóla- bíói 20. Sigurður Rúnar Jónsson, fiðlu- og orgelleikari hljóm- sveitarinnar Náttúru, lék á mjög sérkennilegt hljóðfæri í sjónvarpsþætti: 1) 9 strengja gítar 2) Greiðu 3) Fimmtán mismunaindi víni- glös 4) Hausinn á sér. (Lausnir á bls. 2),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.