Morgunblaðið - 17.01.1970, Side 24

Morgunblaðið - 17.01.1970, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1970 Dirk hló. — Nú held ég, að íœyndunaraflið sé að hlaupa með þig í gönur. María andvarpaði. — í>að er sjálfsagt — en en.gu að síður verð ég fegin, þegar þið mamma og öll hin komið heim aftur. Dirk nefndi ekki þetta sam- tal neitt við Corneliu, en endur- minningin um það kvaidi hann, allan tímann, sem hann stóð við í Demerara. Stundum reyndi hann að telja sér trú um, að þetta væru bara krakkaórar hjá Maríu og raunverulega væri ekkert að hræðast, en þá gat þetta dularfu'lla innræti Francis orðið yfirsterkara í huga hans og kvíðinn greip ha.nn aftur. Ef honum fannst nokkur hlutur ó- þolandi, þá var það einhver svona ógnun, sem ekki var haegt að festa fingur á. Dularfullir hliutir höfðu aldrei verið honum að skapi, og mundu aldrei verða. Hann ákvað, að þegar hamn kæmi heim til Berbice, skyldi hann rannsaka málið nákvæm- lega og komast til botns í því. Meðan þessu fór fram, var Francis æðsta ráð í Nýmörk. Vagninn með eldra fólkinu í var varla horfinn úr augsýn, þegar Francis leit í kringum sig og á hin börnin og sagði, með silkimjúkri hálfstríðnislegri rödd: — Jæja, þá eru þau farin. Verða burtu í meira en viku. Vit ið þið, hvað það þýðir? Það þýð- ir, að í meira en viku verð ég húsbóndinn hérna. Og nú brosti hann til þeirra og það bros höfðu Dirk og hitt eldra fólkið aldrei séð á honum. Það var miklu fremur eitthvert illkvittn isglott en bros, og gert með vör- unum einum. En börnirn könnuð- ust við það. — í kvöld, sagði Francis með ábúðarmikilli rödd, — verða ill- virki framin — illvirki framin í myrkrinu. Englar Satans mumu sveima um kring hér í húsinu. Ykkur er betra að koma ykkur í bólið, öllum saman! Síðasta setn ingin var sögð í hvössum tón. Hún var skipum. María tautaði: — Þú ert ekki hann pabbi minn. Eg þarf ekk- ert að gegna þér. — Hahal Þú! Pabbastelpan! Þú ættir nú ekki hvað sízt að vera varkár, kelli mín. Myrkra- völdin hafa alveg sérstaklega auga á þér. Sybil og Amelia hlógu. Sybil var hávaxin og ljóshærð, fimm- tán ára gömul, en Amelia sextán. Amelia var alltaf hálfdularfull í augum móður sinnar, en Sybil var opinská og blátt áfram og ekki laus við hæðni. Hún sagði: — Einhvenn tíma koma þessi til tæki þín þér í bölvun, Francis. — Ætli það? Francis leit illi- lega til hennar. Hvað veizt þú um tiltæki mín, að þú getir ver- ið svona viss? — Ég veit hvað þú gerir, en ég vil bara ekki vera að sneypa þig framan í fullorðna fólkinu, en ég veit það fyrir því. — Hanrn er djöfull, tautaði María, og leit á hann, enda þótt hræðslan skini út úr augum hennar. Matilde og Harriet, syst- ur Fraricis virtust líka hrædd- ar, og gláptu á bróður sinn. Matilde var ljóshærð og hnell- in. Hún var átján ára, mjög hæg stiúika, eftirlát og laus við heimtufrekju — en karlmönn- um leizt á hana. Það voru þeg- ar tveir biðlar á ferðinmi. Harriet grannvaxin og dökkhærð, var líka hæggerð, enda þótt í fari hennar væri eimhver lymiska, sem gerði það að verkum, að henni var ekki treyst. Að ýmsu leytd var hún ekkert óáþetkk Francis, en hafði þó efckert til að bera, sem beinlínis væri hægt að kalla illsku. En hún var hræsnari. — Francis er ekkert meiri djöifull en Hendrik, sagði Harriet — og Hendrik, þrettán ára og alvarleguir á svipimn, gaf frá sér lágt urr og glápti á Harriet, sem honum var mein- illia við. Pétur, sá yngsti, sem var sex ára o g snarplegur lítill snáði, með skolleitt hár og grágræn augu, var mjög hændur að eldra bróður sínum. Hann starði eins og ósjálfrátt á Ha.rriet, en stillti sig samt. Hann var í leynum hugans hræddur við Francis. Francis leit á þau á víxl og hvert þeimra um ság leit niður undir augnatilíliti hans. — Yk'k- ur langar kanuski til að óhlýðn- ast mér, er það ekki? Þá skul- 115 uð þið muna, hvað ég sagði ykk uir einu sinni. Ég hef vald til að drepa hvert ykkar sem er — hræða ykkur þegar þið eruð sof andi, og láta ykkur aldrei vakna aftur. Þið ættuð að haga ykkur skikkaralega. Þau þögðu öll, en í saima bili heyrðist til barnfóstrunnar, sem var að kalla á Pétur. — Massa Pétur! Það er kominn matur. Þetta rauf leiðsluna, sem þau voru í. Pétur hljóp út og hin tíndust út á eftir honum. Fran- cis hélt Harriet eftir. Hann greip í handlegginn á henni og sagði. — Bíddu við, Harriet. Ég þarf að segja dálítið við þig. Harriet stirðnaði upp og hræðslan skein út úr bláu a.ug- umum. Gran.nur l.íkamin.n skalf ofurlítið. — Hvað var það, Francis? Francis beið þamgað til hin voru komin úr heyrnarmáli. — Ég vil, að þú hafir auga með þeim í kvöld og í nótt, Harriet. Harriet reyndi að brosa. — Hvað ertu nú að brugga, Francis? — Það er mitt mál, sagði Fran cis harkalega. Hann greip aftur í handlegginn á henni, en nú sneri hann upp á hann, svo að hún rak upp ofurlítið hljóð. — Þú gerir eims og ég segi, og hefur auga með þeim. Sérð um, að ekk ert þeirra fari út, þegar dimmt er orðið eða fari að elta mig. Skilurðu það? Ef eimhverjir njósnarar fara á eftir mér í nótt, þá er það þér að kenna, og þá skal það líka koma þyngst nið- ur á þér. Ég skal hefna mín á þér á grimmilegasta hátt, sem hægt er að hugsa sér. — Þú m.eiðir mig í handleggn um! — Er það? Francis glotti. — Þú mátt þakka fyrir meðan ég meiði þig ekki annars staðar, þar sem það er verulega sárt. Harriet stokkroðnaði og sleit handiegginn á sér la.usan. Höf- \ uðið skalf af reiði og blygðun. i — Einhvem tíma sikal Dirk frændi komast að því, hvernig þú ert og þá verður þér fleygt út úr húsinu. — Þa.u komast aldrei að neinu, nema eitthvert ykkar kjafti frá. Og ekkert ykkar ger- ir það. Ekki þú, eða hvað? Mundirðu gera það, Harriet. Hann horfði fast á hana og hún leit undan og roðnaði aftur. Hann kleip í kinnina á henni. — Þú gætir þeirra fyrir mig, systir góð. Þú þorir hvort sem er ekki neitt til við mig. Þú veizt verstu leyndarmálin mín, og þú hefur þa.gað yfir þeim. Og ég veit sum þinma — karlmanns leyndainmála. Þú hetfur ekki efni á að óvingast við mig, finnst þér það? Harriet sendi honum augna- tillit, sem var fullt haturs og ótta, hvort tveggja í senn. — Þú manst kannski þarna forðum, undir jamíntrénu? Hvað þú varst að gera með honum Hammond, blessuðum saklausa, u.nga verkstjóranum okkar? Harriet fölnaði en kom engu orði upp. Hún stóð á öndinni og kreppti og rétti fin.gurna á víxl. — í fyrra, Harriet. Þú varst bara fjórtán ára, systir mín litla, — Þú varst að njósna um mig, annars hefðirðu ekki séð það. — Ég njósnaði ekkert. And- arnir sögðu mér það. — Snáfaðu burt, sagði Harri- et og náði varla andanum. — Þessi Elvira fer með þig til hel vítis, einhverja nóttina, með alla þessa galdra sína — og öll þessi skuggalegu skipti sín við íjandann. Hin — hinir krakkarnir — vita ósköp vel, að þú ferð í kofanm hennar á nóttu.nni. Hendrik sá þig tvisv- ar og Amelia vaknaði eina nótt- ina og fann reykelsislykt. Þú veizt ekki sjálfur, hvað þetta er, sem þú ert að kuikla við, Francis. — O, vertu alveg óhrædd. Ég veit ósköp vel, hvað það er. Það er karlmiannaleyndarmál. Manstu ekki, hvað ég sagði þér, að ég hefði séð pabba og Rósu frænku vera að gera í Kay- wanahúsinu, þegar ég var Lítil snáði? Hann pabbi kallaði það karlmannsleyndarmál.' Hann hló harkalega. Það er meiri brand- arinn! Hún Elvira hlær að því. Það er nú sitt af hverju, sem ég hef komizt að um karlmenn og kvenfólk síðan ég var tólf ára! Veiztu, hvernig pabbi og Rósá frænka dóu? Þau brunnu til bana í Edwards'húsinu í eldsvoðanum mikla. Og hvað hafa mamma og Dirk frændi sagt okkur um það? Að þau hafi verið að borða þegar kvikn aði í húsinu og það hafi hrun- ið ofan á þau. Það er meiri lygararnir þetta ful'lorðna fólk! Elvira komist að sannlei'kanum Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til náms eða rannsóknar- starfa í Finnlandi námsárið 1970—71. Styrkurinn er veittur til átta mánaða dvalar frá 1. september 1970 að telja, og er styrkfjárhæðin 750 mörk á mánuði fyrir kandídata, en 600 mörk fyrir þá, er eigi hafa lokið háskólaprófi. Umsóknum um styrk þennan skal koma til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 25. febrúar n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, meðmæli tveggja kennara og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýzku. Vakin skal athygli á, að finnsk stjórnvöld bjóða auk þess fram eftirgreinda styrki, sem mönnum af öllum þjóðernum er heimilt að sækja um: 1. Sex átta mánaða styrki til náms í finnskri tungu eða öðrum fræðum, er varða finnska menningu. 2. Nokkra eins til tveggja mánaða styrki handa vísinda- mönnum, listamönnum eða gagnrýnendum til sérfræði- starfa eða námsdvalar í Finnlandi. Menntamálaráðuneytið, 13. janúar 1970. J HEÍ XVAU iVíAriNW' "M ITEIM */>«»/.*) ,.íd „ndn* ASK.UR V. nVÐUR YÐUIt GI ,< IDARST. gríSAK0TELE1T u r GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GTÚÐARSTEIKT IúVMB IIAM BORGARA DJÚPSTEIKTAN FISIv k udurla ndsbra. ut /J sími 38550 r Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Allt sem pú segir í dag verSur tekið bátíðlega. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Sjáðu nú lífið í dýrðarljóma, ef þú getur. Hresstu upp á kropp- inn, svo að meira sé nú ekki sagt. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú hcfur mikinn starfa þcssa dagana, og skrifaðu því hjá þér allt, sem þú átt ógert. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Dagurinn virðist óvenju friðsæll og auðveidur. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Líttu eftir mikilvægum verkefnum með fyrra fallinu. Gerðu þetta sjálfur, annars fer allt út um þúfur. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Einhver kunningi þinn græðir óvænt. Þetta snertlr þig að ein- hverju Ieyti. Vogin, 23. september — 22. október. Þú græðir á þvi að taka breiðari hrautina I dag. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Nýju áformin þin koma til framkvæmdar fyrr en þú bjóst við. Þú getur skemmt þér í kvöld. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú átt svo annríkt að þú eygir enga útlcið í bili. Reyndu að fylgjast með fjöldanum og gcra rétt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Viðkvæma hluti skaltu Iáta Uggja í dag. Reyndu að gera skyldu þína, án þess að fá of mikla samvinnu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Endurskoðaðu málefni þín, og reyndu að fella úr allt, sem óþarft er. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Vertu staðfastur við þá ættingjanna, sem mest berja sér, tll tl eyðiieggja ekki daginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.