Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 196«. Á síðasta sjómannadegi, 28. maí 1967, Var sr. Jón Thor- arensen um borð í m.s. Dranga jökli, þar sem skipið var á siglingu á Miðjarðarhafinu. í tilefni dagsins gekkst sr. Jón fyrir messu um borð. Skip- ið var stöðvað og öll áhöfn- in kölluð á bátaþilfar til þess að hlýða á messu. Var þetta mjög hátíðleg athöfn og virðu leg. — Jóhannes Ingólfsson, sem þá var skipstjóri á Drangajökli, hefur sent blaðinu ræðu sr. Jóns, sem hér fer á eftir, með ósk um að hún yrði birt núna á sjómanna- daginn. Sjómannadagsræða um borð í Dranga j ökli á IVIiðjarðarhafi Drangajökull á siglingu. eftir sr. Jón Thorarensen Himneski faðir! Þú sem ert Herra himins og jarðar og stjórnar hafinu og lögmálum þess, lof sé þér og veg semd og þökk. Vér þökkum þér fyrir Frelsara vom Ðrott- in Jesú Krist. Vér biðjum um þína náð og blessun fyrir alla ástvini vora nær og fjær, og um hjálp þína og huggun fyr- ir alla sjúka og sorgmædda. Vér biðjum þig, að blessa og varð- veita þessa skipshöfn hér, og skipið sem vér erum á í Jesú nafni Amen. Á þessum Drottins degi sem er fyrsti sunnudagur eftir Trini tatis og um leið sjómannadagur- inn íslenzki er texti minn úr Hebrea bréfinu og hljóðar svona: Guðs traustið er akkeri sálarinnar. Amen. Það er hátíðlegt að geta minn- st Sjómannadagsins hér í Mið- jarðarhafinu, því Miðjarðarhafið er kölluð vagga sjómennskunnar. Þúsund ár á undan Rómverjum voru Fönikíumenn fyrsta sigl- ingaþjóðin á Miðjarðarhafinu, og stofnuðu borgirnar Marseille og Napólí svo nefnd séu dæmi. Og Miðjarðarhafið er líka vagga Kristindómsins hér á jörðu, því ó sjóferðum um þetta haf byggð ist útbreiðsla hinnar Kristnu trúar, og hér lenti Páll Postuli í sjóhrakningum við eyna Möltu og Lúkas Guðspjallamaður var skipslæknir á stóru fornaldar- skipi sem gekk hér um Miðjarð- arhafið. Þannig mætti halda lengi áfram að tala um Miðjarð- arhaifið í sambandi við sjó- nennskuna því ekkert haf er sögu ríkara um siglingar en það. En vér skulum nú snúa hug- um vorum heim til Fósturjarðar vorrar á þessum Sjómannadegi. í upphafi voru íslendingar miklir farmenn og áttu skip sín sjálfir allt til þess tíma að Gamli Sáttmáli var gerður á milli fslendinga og Noregskon- ungs. Þá var útlendum mönnum falið, að sjá um siglingar fyrir fslendinga, og þá hófst niður- lægingartímabil þjóðar vorrar, með fækkandi skipum og þverr- andi flutningum. Menning og velmegun hefur alltaf fylgt í kjölfarið hjá siglingaþjóðum, en niðurlæging og fátækt þegar skipum hefur fækkað og skipa- skortur orðið. Þetta alvörumál þekkir íslenzka þjóðin vel. End- urreisn íslenzku þjóðarinnar hefst ekki fyrr en að íslending- ar fara á þessari öld að eignast stór skip og annast millilanda- siglingar sjálfir. Á sjómanna- stéttinni hvílir mikið hlutverk. Þeir afla yfir 90 af öllum út- fluttum verðmætum þjóðarinnar, og þeir annazt hinar dýrmætu Sr. Jón Thorarensen uppbyggjandi millilandasigling- ar, sem eru hverri þjóð hin mesta lífsnauðsyn. Gott dæmi um það hve far- mennskan hefur verið rík í eðli fslendinga alla tíð, er Ögmund- ur Pálsson, sem var síðasti Kaþ ólski biskupinn í Skálholti. Þá voru siglingar islenzku þjóðar- innar svo að segja engar, og skipakostur íslenzkur yfirleitt ekki til. En Ögmundur Pálsson var bæði biskup og lærður er- lendis í siglingafræði. Hann var bæði framkvæmda- og hugsjóna- maður. Hann var skipstjóri áður en hann varð biskup, og stjórnaði seglskipi fyrir Skálholtsstað, en skip hans var í flutningum milli Kaupmannahafnar og Þorláks- hafnar. Frægustu orð um sjómennsk- una, sem eru heimsfræg voru sögð hér við Miðjarðarhafið af Pompeusi, rómverska stjórnmála manninum, en þau orð eru þessi: „Nevigare Necesse". sem þýða, það er nauðsynlegt að sigla. Þessu mega stjórnmála- og for- ystumenn þjóðanna aldrei gleyma. Farmenn eeu hin dýr- mæta eign hverrar þjóðar. Þeir eru langdvölum að heiman frá ástvinum sínum og skyldfólk- inu sem er heima: Hvar skyldi hann nú vera? Og hvernig skyldi honum líða? Þetta eru spurningar á andvökunóttum þeirra sem heima eru, sem elska þig, fórna sér fyrir þig, vona á þig og treysta þér. Svona er lífið allt jafnvel í meðlæti og sólskini er það blandað með söknuði og oft með tárum. En þessir menn sem sigla um höfin eru hinir dýrmætu synir þjóðanna og metnaður hverrar þjóðar og heilög skylda er að gera ávallt vel við þessa stétt, og það eiga forystumennirnir hiá þjóðunum ætíð að muna. í fornöld, löngu á undan Krists-fæðingu var grískur skip- stjóri staddur í ofsaveðri úti á Grikklandsbafi. Hann ákallaði hárri röddu í neyð sinni og Poseidon, sj ávarguðinn með hárri röddu í neyð sinni, og mælti: Faðir minn, þú sem ræð- ur yfir hafinu, bjargaðu okkur og gefðu okkur blíðan sjó, en ég skal gera skyldu mína meðan mín nýtur við til hinztu stundar. Og ósýnileg rödd svaraði í eyra hans. Af því að þú ert vakandi skyldurækinn og trúr skal ég bænheyra þig, og svo batnaði veðrið. Þessi saga flyt- ur oss enn í dag mikinn lærdóm. Skipstjórinn ákallaði Guð sinn, sem hann trúði á, og hann fékk bænheyrzlu. Og orð Biblíunnar eru eins og staðfesting á þess- ari sögu, því í Guðs orði standa þessi orð: Guðs traustið er akk- eri sálarinnar. Jesús Frelsari vor og Drottinn sagði lærisvein um sínum alltaf að vaka og biðja, að vera vakandi yfir skyldunni og lifa í trú, trausti og bæn til Guðs- Gróðurluis Gróðurhús um 80 ferm. til sölu til brottflutnings. Upplýsingar í sima 13072. í hinum stormasama heiml mannlífsins, þar sem skiptist á skin og skúrir, og gleði og sorg, og þar sem líf manna er ákaf- lega fallvallt eins og allir vita, þar er Guðs traustið akkeri sál- arinnar. Það er hin æðsta nauð- syn að ákalla Guð Faðir á hverj um degi, því hann ræður yfir hafinu og lögmálum þess. Hann ræður yfir hinu mikla hafdjúpi sem aðskilur þetta líf og hið komanda. Hann ræður yfir heilsu vorri og kröftum, hann verndar og varðveitir ástvini vora sem eru í fjarlægð. Og allt lífið frá vöggu til grafar er ein stór sjóferð hjá öllum um lífsins haf. Þetta fundu Postulamir sem skrifuðu Heilaga Ritningu. Þeir voru fiskimenn og farmenn. Jes- ús valdi þessa menn til þess að fylgja sér, það voru sjómenn, sem fyrstir boðuðu kristindóm inn hér á jörðu eru helguð þessum farmönnuim fornaldarinnjar, en ekki biskupum eða prestum. Allir sjómenn ættu að minn- ast þess, að það voru stéttar- félagar þeirra í fomöld sem lögðu grundvöllinn að kristin- dóminum hér á jörðu, fyrst hér í löndunum við Miðjarðarhafið, en héðan breiddist hann út. Nú er Kristindómurinn sem Jesúis flutti okkur, sem okkur finnst æðsti og bezti boðskapur lífs- ins, orðinn að heimstrúarbrögð- um fyrir löngu. Blessaðir séu allir sjómenn lífs og liðnir. Ég óska þess og bið á þessum hátíðisdegi ykkar sjómannanna, megi Guðs varðveizla vera með öllum farmönnum. Ég bið Guð föður að blessa og varðveita ykkur alla skipsmenn hér um borð, varðveita líf ykkar og heilsu og starfskrafta. Ég bið þess að Guð blessi öll verk ykkar, svo að lán og farsæld fylgi öllum störfum ykkar, ég bið Guð föður að vernda ykkur frá öllum hættum, hvar sem þið stigið á land, og veita ykkur þá náð að þið komfð alltaf heilir og farsælir um borð aftur, en fyrst og síðast bið ég þó þesa að þið komið alltaf heilir og hraustir úr hverri sjóferð hekn til ástvina ykkar og skyldfólks- ins ykkar heima á íslandi. Ég bið fyrir konum ykkar og börn um, foreldrum og systkinum, skyldfólki og tengdafólki og öllum þeim sem eru ykkurhjart fólgnir og kærir heima á föður- landi. Ég bið fyrir þessu faHega og yndislega skipi, sem við siglum á, að Guðs blessun sé alltaf yfir því, hvar sem það fer, og hverj- ir sem við því taka. Blessaði Himneski Faðir! Þú sem ræður yfir hafinu og yfir örlögum mannlegs lífs, já yfir hafdjúpum lífs og dauða. Vér þökkum þér fyrir þá náð þína, að vér megum vera hér saman komin, glöð og heilbrigð á þess- um hátíðisdegi. Vér þökkumþér alla varðveizlu allt til þessa dags, og vér felum þér, í nafni Jesú Krists allt Uf vort og aUa framtíð vora, því að traustið til þín er hið óbilandi akkeri sál- ar vorrar í Jesú nafni Amen. UTGERÐARMENN Stórkostleg verðlœkkun á þorskanetum var hjá okkur í fyrra. Við bjóðum þorskanet frá Kóreu, Japan og Þýzkalandi Cjörið svo vel og leitið upplýsinga Sjáið útstillingu okkar á sýningunni „íslendingar og hafið‘ HrÍAljrm (] OLInAnw Hverfisgötu 6, sími 20000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.