Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 16
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1967. Aðalfundur Meistarasamb. byggingamanna AÐALFUNDUR Meistarasam- bands byggingamanna í Reykja- vík var haldinn í félagsheimili meistarafélaganna í Skipholti 70, laugardaginn 22. apríl sl. Formaður sambandsins, Grím- ur Bjarnason pipul.meistari, setti fundinn og bauð fulltrúa vel- komna. Fundarstjóri var kjörinn Árni Brynjólfsson, rafvirkja- meistari og fundarritari Páll f>or láksson, rafvirkjameistari. I>á fluttu förmaður og fram- kvaemdastjóri Meistarasambands ins, Marinó Þorsteinsson, við- skiptafræðingur, skýrslu um starfsemi sambandsins á síðast- liðnu starfsári. Kom fram í skýrslu þeirra að starfsemi sam- bandins fer stöðugt vaxandi og hefur það beitt sér fyrir ýmsum umbóta- og hagsmunamálum fyr ir byggingariðnaðinn í Reykja- vik. Á fundinum var rætt um ýmis hagsmunamál bygginga- manna og ýmsar ályktanir gerð- ar. Verður þeirra getið hér á eftir. Grímur Bjarnason var endur- kjörinn formaður Meistarasam- bandsins, en aðrir í stjórn þess eru: Gissur Sigurðsson húsa- smíðameistari, Guðmundur St. Gíslason múrarameistari, Kjart- an Gíslason málarameistari, Finn ur K. Kristjánsson rafvirkj ameist ari og Stefán Jónsson veggfóðra- meistari. Endurskoðendur reikn- inga félagsins voni endurkjörnu, en þeir eru Jón E. Ágústsson, ijnálaxam'edstari og Tryggvi Gíslason pípulagningaxneistari. Félagsmenn eru nú um 600 að tölu. Ályktanir aðalfundar Meistara sambands byggingamanna 1967: Rannsókn á byggingarkostnaði Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1967 fer þess ein dregið á leit við Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, að hún láti nú þegar fara fram at- hugun á byggingakostnaði yfir fjölbýlishús það, sem Bygginga- samvinnufélag verkamanna og sjómanna er að byggja að Reyni- mel 86—94 hér í borg og að stofn unin kveðji sér til ráðuneytis við þessa könnun reynda bygg- ingar iðnað armenn. Fundurinn telur, að þær upp- lýsingar um byggingarkostnað framangreinds fjölbýlishúss, sem byggingasamvinnufélagið hefur látið frá sér fara, séu það at- hyglisverðar, að brýna nauðsyn beri til, að sérhæfð stofnun kanni það á hvern hátt var hægt að byggja svo ódýrt og birti síð- an niðurstöður sínar. Skipulag borgarhverfa. Aðalfundur Meistarafélags byggingamanna ítrekar fyrri ályktanir sínar um, að borgar- yfirvöld Reykjavíkurborgar gefi fulltrúum byggingariðnaðar- manna kost á að fylgjast með undirbúningi að skipulagningu nýrra borgarhverfa í Reykjavík Útboð og tilboð. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1967 telur, að að þar sem nefnd sú, er viðskipta- málaráðherra skipaði til að semja reglur um útboð og til- boð, skilaði álitti sínu fyrir sl. áramót, megi það ekki lengur dragast, að gengið verði þannig frá nefndarálitinu, að það megi þjóna þeim tilgangi, sem því var ætlaður. Innflutningur húsa. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1967 vítir harð- lega þá framkvæmd Fram- kvæmdarnefnidarbyggingaráætl- unar ríkisins að flytja inn og gera kaup á tilbúnum húsum, án þess að gefa innlendum að- ilum kost á að gera samkeppnis- tilboð. Vegna innflutnings húsa og húshluta, leggur aðalfiundur Meistarasambands bygginga- manna 1967 mikla áherzlu á, að innlendum byggingariðnaði verði gert kleift að byggja upp fyrir- tæki, sem geti framleitt hús og húshluta á sambærilegum grund velli og fyrirtæki í nálægum löndum, með skynsamlegum að- gerðum á sviði tolla- og verð- lagsmála og ennfremur að bæj- ar- og sveitafélög skapi fyrir- tækjum i byggingariðnaði að- stöðu til að reisa hús í stærri stíl en áður hefur tíðkazt hér á landi. Try ggingarf élag. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1967 fagnar því, að iðnaðarmenn og iðnrekendur hafa tekið höndum saman um stofnun tryggingafélags. Er það von og ósk fundarins, að þetta félag muni verða til mikillar hagsældar fyrir iðnað og iðju i landinu. Grimur Bjarnason, formaður Meistarasambands byggingamanna. Á sl. ári flutti Meistarasam- bandið starfsemi sína í ný og vegleg húsakynni meistarafélag- anna í Skipholti 70. Úr umferðinni Gangandi vegfarandi á forgangsrétt á merktum gangbrautum. Bifreiðastjóri, sem nemur staðar fyrir gangandi vegfaranda, skal draga úr hraða áður en komið er að gangbrautinni og æskilegt er að gefa tif kynna stöðvun bifreiðar- innar með því að rétta út hendina. Gjörið svo vel að skrifa í þar til gerða eyðu, orðið, sem vantar f eftirfarandi málsgrein: f vinstri umferð verður merkið því aðeins fullkomlega greinilegt að bifreiðastjór- arnir sitji..........megin í bifreiðunum. Þessa mynd tók Svelnn Þormóðsson uppi í hinum nýja sýningarsal Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Á myndinni eru talið frá vinstri, þeir menn, sem mest hafa til matarins unnið, þeir dr. Sigurður Þórarinsson, dr. Eyþór Einarsson, Kristján Geirmundsson, taxidermist, dr. Finn- ur Guðmundsson og Sigurjón Jóhannsson listmálari, sem réðiútliti hins nýja sýningarsalar. — Ndttúrugripas. Framh. af bls. 32 isgötu frá 1908—1960. Vegna þrengsla í Landsbókasaf u varð ekki hjá því komizt að rýma þetta húsnæði haustið 19-) >, enda voru þá flestir hinir vit .væm- ari munir safnsins orðnii- svo úr sér gengnir og skemmdir, að þeir voru vart lengur svningar- hæfir. Ástæðan til þess, var fyrst og fremst sú, að allur að búnaður gripa í sýningarsainum við Hverfisgötu var svo fruir,- stæður að ókleift reyndist að verja tiðkvæma muni fyrir skemmdum. Síðan sýningarsalnum á HVerí isgötu var lokað eru liðin 6’/4 ár, og er því ekki nema eðUlegt, að margir hafi beðið með óþreyju eftir því, að opnaður væri nýr sýningarsalur í nátt- úrufræði í Reykjavík. En þessi langi dráttur stafar bæði af þvi, að fé hefur skort til franr kvæmda. og svo hafa fram- kvæmdir tafizt mjög vegna anna arkitekta og iðnaðarmanna. Auk þess vildi svo illa til, þegar fram kvæmdir í sýningarsal voru vel á veg komnar. að mikið tjón varð á innréttingum i salium vegna vatnsflóðs á næstu hæð fyrir ofan Þetta tjón var metið á kr. 130.000,— og tafðist verk- ið vegna þess um nær eitt ár. En nú hefur sýningarsalurinn loksins verið opnaður, þótt hon- um sé skorinn aliþröngur stakk- ur. Stærð hans er um 100 ferm., en stærð gamla sýningarsalsins á Hverfisgötu var 140 ferm. Auk >ess er vart hægt að segja, að 3. hæð í s'krifstofu- og iðnaðar- byggingu sé hentug fyrir opin- bert safn. En úr þessu hefur verið reynt að bæta, með þ/í að ganga ve! frá hinum tak-nark- aða gripafjölda, sem unnt er að sýna ,og með þvl að gera þeman Utla sýningarsai skemmtllegen og aðlaðandi fyrir sýningargesti. Hann á að gefa mönnum nokira hugmynd um, hvað hægt er að gera á þessu sviði, ef næsúega stórt og hentug1’ húsnæði væri fyrir hendi. Margir hafa tagt hönd að verki til þess að ge.-a þetta kleift. Arkitektarnir G mn- xaugur Halldórsson og Guð'nuvd ur Kristinsson hafa teiknað all- ar innréttingar í salnum og Sig- urjón Jóhannsson hefur uinið að uppsetningu sýningarsafns- ins, þ.e. hann hefur skipað gnp- um í skápa og borð. Síðast en ekki sízt ber að nefna Krsíján Geirmundsson, sem hefur sett upp alla íslenzka fugla og ónnur íslenzk dýr, sem eru í þev.um nýja sýningarsal. Hér er þrí að mestu leyti um nýtt safn að ræða, því að munir úr dýrarjk- inu í gamla salnum við Hverfls- götu reyndust flestir ónýtú* Það er því fjarri lagi að tala u.-n að flutningur sýningarsafnsins úr safnahúsinu við Hverfisgótu í nýja húsnæðið við Hlemmtorg hafi tekið 6 ár, því að á þassum tíma hefur raunverulega verið byggt upp nýtt sýningarsafn. Hins vegar hefði eigi að síður verið hægt að opna hið nýjs safn miklu fyrr, ef áðurgreindar orsakir hefðu ekki tafið opnun þess.“ Og það er reglnlega skemmti- legt að ganga um þennan hlýja og bjarta sal, þar sem N'áttúru- gripasafnið hefur nú fengið inni. Við hittum þarna að máli, fyrir utan dr. Finn Guðmundsson, dr. Sigurð Þórarinsson, dr. Ey- þór Einarsson og Kristján Geir- mundsson. sem hefur veg og vanda af því erfiða verAo sð stoppa út fugla og önnur dýr. Þeir voru sarrmála um þaf, að þessi sýningarsalur, þótt ekki sé stór, myndi koma í góðar larfir. Eyþór sagði okkur, að ennþá bæri lítið á plöntusafni. en sagði, að síðar 1 sumar m /ndu plöhtusöfn prýða veggina, en iað tæki allt sinn tíma . Sigurður Þórarinsson leiddi ókkur að fallegum skrau'steln- um frá Teigarhorni og víðar að af landinu, steingerfingu n <rá Selárdal og Brjánslæk. „J’á, mér er það fullko'n'egt alvörumái', sagði dr. Sigurður, ,,að brýna nauðsyn ber til a3 friða, a.m.k. hálffriða þessa staði. Til dæmis um Steingeif- ingagil hjá Brjánslæk. Ektci þarl nema 2—3 vörubíla, til þess a8 þessu merka gili sé búið að gjöi- spilla. Flytja þessar fornu minj- ar jafnvel til útlanda. Það ex á stöðum eins og þessum, sem náttúruverndarráð og nefndiz eiga að grípa innL „1 fuglasafninu eiga að vera. allir .íslenzkir fuglar, auk þess flestir flækingar. Þetta er nýtt safn, sett upp af Kristjáni Geir- mundssyni. Gamla safnið á Hverfisgötu var illa útleik.ð en þó eru hér ýmsir munir það n, sem sjál’fsagt gleðja augu gam- alla Reykvíkinga, tígrisdýrið og aparnir tveir“, sagði dr. Finnur. „Má ég þá bæta því við, að hérna I bergkassanum er að finna nýja bergtegund fyrir fs- land. Antamarit. frá Hvamms- gili undir Eyjafjöllum. Þannig bætist íslenzku náttúrugripa- safni 'hlutir daglega, en okKur vantar meira pláss. íslenzk nátt- úra er stórfengleg, og það er okkar hlutverk, náttúrufræðing- anna, að kunna á her.ni nokkur skil. en ekki síður hitt, að koma þeirri þekkingu okkar út til þjóðarinnar, og þessvegna erum við ánægðir með þeman litla sýningarsal, og vonu a hið besíta". „Má ég svo leggja ánerzlu á það að lokum“ sagði dr. Finnur, að naestu mánuði verð'tr sýn- ingarsalur þess. opin á hverj- um degi frá kl. 1—7, og þótt við bjóðum alla velkomna hingað, eru það eindregin tilmæ i, a5 fyrstu vikurnar stilli fó'k heim- róknum sínum 1 hóf, og geta menn þá betur notið þð^i, sem hér er að sjá“. Við kömum tilmælum þeisum til almennings, og við vitum, að jafnmikil og ánægjan er af þ>d að sjá og sýna börnum sínum sal þennan, er hitt ekki minna virði, að þangað safnist ekki alltof margir í emu, svona fyrsta kastið. — Fr. S. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.