Morgunblaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 1
53. árgangwr. 3. tbl. — Fimmtudagur 6. janúar 1966 PrentsmiSja Morgunblaðsins. tað komast ekki fleiri! Aðþrengdur lestarvörffur á járnbrautarstöff einni í Bronx-hverfi New Yorkborgar vísar mönnum frá. Lest þessi flytur aff jafnaffi fólk sem heima á utan borgar- innar til vinnu í Manhattan og þar nærri. En nú er svo mikil ásókn New York-búa sem endra nær nota neffanjarffarlestirnar á öllum biðstöðvum innan bor gar aff til vandræffa horfir. Verk- fall starfsmanna neffanjarffarb rautanna hefur nú staffið í fimm daga. Lindsay skerst r f leikinn IVfókKir samgömyuerfiðleikar i Mew ¥ork New York, 5. janúar, NTB, AP. JOHN Lindsay, borgarstjóri New Yorkborgar skarst í leikinn í dag og bauff fram aðstoff sína að reyna aff leysa vandræði þau er hlotizt hafa af verkfalli flutn- ingaverkamanna, einkum starfs- manna neðanjarðarbrautanna, sem nú hefur staffið í fimm daga. Er þaff ráð Lindsays að komið verði á bráðabirgðasamkomulagi og flutningaverkamenn hef ji aft- ur vinnu meðan unnið verði að endanlegum samningum. Michael Quill, leiðtogi flutn- ingaverkamanna, sem fékk að- svif — að öllum líkindum að- kenningu af hjartaslagi — um það bil tveimur timum eftir a'ð hann og fleiri verkalýðsleiðtogar voru handteknir í gær fyrir að virða að vettugi fyririhæli hæsta réttar New York, sem lýst hafði verkfallfð ólöglegt — er enn á sjúkrahúsi en ekki sagður hættu lega veikur. Verkfallið, sem nær til um 35.000 manna, hefur orðið New York-búum til gífurlegra vand- ræða og hefur þeim tilmælum verið beint til manna, að þeir sem telja að komist verði af áu þeirra á vinnusta'ð sitji heima. Quill og félagar hans fjórir sem handteknir voru höfðu IýstA sig staðráðna í því að halda verk. fallinu til streitu, án tiliits tjl fangelsisvistar sjálfra þeirra.' Þau tilmæli hafa borið minni árangur en við var búizt, og víða horfir til vandræða vegna samgöngutruflana í borginni. Bandaríkin hvetja S. Þ. til að stuðla að samningaviðræ ðum um Vietnam Friðarviðleitni Bandaríkjastjórnar heldur áfram Washington, 5. janúar, AP, NTB. BANDARÍKIN fóru þess á leit við aðildarríki Sameinuðu þjóð- amna í dag að þau styddu við- Heitni Johnsons forseta til aff koma á samningaviðræðum um 'Vietnam-máliff. Arthur J. Gold- berg, aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá S. I>. ritaffi U Thant bréf í dag og minnti á að Banda- ríkin væru reiffubúin til skil- yrðislausrar samvinnu við Ör- yggisráðið um málið. Baff Gold- berg þess aff skýrsla hans yrði send rikjum þeim er sæti eiga í Öryggisráffinu og fór þess á leit að allar stofnanir samtak- anna „tækju til vandlegrar yfir- vegunar" hvaff þau gætu gert til þess aff styrkja viðleitnina til að koma á friffi í Vietnam. Goldberg minnti á fyrri til- mæli Johnsons forseta í júlí í fyrra og sagði endurnýjaffa frið- arsókn Bandaríkjanna m. a. sækja styrk til friðarboðskapar Páls páfa VI og tilmæla hans ognam hefur tök á að ráða sjálft U Thants fyrir jól um að reynt yrffi aff koma á friffi í Vietnam. „Það getur tæpast hafa fariff framhjá neinum" sagffi Goldberg. „aff viff höfum gert meira en mælzt var til“. Siffan rakti hann nokkuff þróun mála undanfariff og sendifarir manna Johnsons út um allar jarðir og minnti á að ekki hefðu veriff gerffar loftárás- ir á N-Vietnam síðan fyrir jól. Hermt er eftir Goldberg, að þessi séu helztu atriði í boðskap Bandaríkjastjórnar: 1. Bandaríkin eru reiðubúin til vfðræðna eða samningagerða án fyrirfram settra skilyrða eða á grundvelli Genfar-samþykktanna frá 1854 og 1962. 2. Báðir aðilar skulu leggja niður hernaðaraðgerðir og Eom- ið ver’ði á vopnahléi þegar náðzt hafi samkomulag um viðræður. 3. Bandaríkin eru reiðubúin til þess að flytja brottu her sinn frá S-Vietnam „þegar er S-Viet- Shastri og Ayub Khan halda áfram viðræðum Tasjkent, 5. janúar, NTB, AP. AYUB Khan Pakistanforseti og Lal Bahadur Shastri forsætisráð herra Indiands, áttu með sér óformlegan fund í morgun. Voru viðræðurnar sagðar hinar gagn- legustu og miða í samkomulags- átt þótt hægt færi. Þetta er annar fundur þeirra Shastris og Khans eftir komuna til Tasjkent. Báðir hafa þeir auk þess rætt við Kosygin forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sqpi bauð til fundarins í upphafi. Er sagt að Kosygin leggi fast að Shastri að fara að óskum Ayub Khans um að taka á dagskrá Kasmír-deiluna en Indverjar hafa eins og kunnugt er ekki hvikað frá þeirrí skoðun sinni að Kasmír sé óaðskiijanlegur hluti Indlands og því ástæðulaust að ræða málið. ráðum sínum um framtíð lands- ins án íhlutunar annarra“. 4. Bandaríkin hafa ekki hug á því að hafa áfram í landinu setulið eða herstöðvar. 5. Suður-Vietnambúum ber að ákveða sjálfir hversu skuii fara um stjórnmálaskipan í landinu framvegis og gera það á lýðræð- islegan máta. 6. Sameining Norður- og Suð- ur-Vietnam er mál sem lands- menn beggja hljóta að skera einir úr um eða án íhlutunar. Um það bil 350 manna lið Viet Cong galt mikið afhroð í loft- árásum bandarískra flugvéla á dal einn 64 km nor’ðan flugstöðv- arinnar i Da Nang réttum sól- arhring eftir að svipuð árás hafði verið gerð á stað einn 370 km norðaustan Saigon. í þeirri árás réðust sex Skyraider-vélar á um það bil 300 manna lið Viet Cong og felldu um 60 af skæruliðum. í dag leið einnig að lokum hinna hörðu bardaga sem staðið Framhald á bia. 23 Adenauer níræður Bonn, 5. janúar, NTB. KONRAD ADENAUER, fyrrum kanslari V.-Þýzklands, hélt í dag hátifflegan 90. afmælisdag sinn í Bonn meff skörungsskap aff vanda og veitti vifftöku fjölda gjafa og heillaóska, m.a. frá Páli páfa VI., Johnson forseta og De Gaulle. Eins og aðra daga var það fyrst morgunverka Adenauers að sækja messu. Þessu sinni fór hún fram í kapeliu Elísabetarsjúkra- hússins og prestur var sonur Adenauers, Fáll. Hádegisverð snæddi kanzlarinn fyrrverandi með fjölskyldu sinni, en hann Framliald á bla. 23 Ródesía Olíuskortur oröinn tilfinnanlegur Langvaraiidí þurrkar eyða gróðri í Hlatabelelandi Salisbury, 5. janúar. NTB-AP ERFIÐLEIKAR steffja nú aff Ródesiu úr öllum áttum og ekki aðeins af manrna völdum, Þegar er faxiff aff gæta áhrifanna af efnahagsrefsiaðgerðum þeim sem gerffar hafa veriff gegn stjórn lan Smitih og Jjóst þykir aff þess sé skammt að biða aff verulega íari aff sverfa aff mönnum þar syffra. En nú hefur þaff bætzt viff aff óskapleglr þurrkar eru í miðvesturhluta landsins, þar sem heitir Matabeleland í þriðja áriff í röff og genigur svo nærri kvik- fénaffi aff ef fáist bann ekki fluttui brottu á sæmilegt beiti- land, er viðbúið aff hann strá- ialli. Ródesíustjóm hefur gert ráð- stafanir til að flytja 100 til 200 þúsur.d kvlkfjár frá þurrkasvæð- unum og bændur reyna að sá til fljóttekins gróðurs á skræl- þurrum ekrum sínum. Víða hef- ur orðið uppskerubrestur á þess- um slóðum, enda ekki komið þa?- deigur dropi úr lofti í ár að heitið geti, og jafnvel þó hann tæki upp á því að rigna nú — sem engar líkur eru á — er ólík- iegt taiið að það muni bjarga við nerna harðgerustu fóðurjurt- um. Ródesía er aliajafna sjálfri sér nóg um landbúnaðarafurðir og þessi uppskerubrestur getur hæg Framhald á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.