Morgunblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 28
28 MO&GUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. október 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — En hvað er um regnkáp- una? spurði ég. — Hvað er með hana? — Fingraför? Hann deplaði augum til mín. — Eruð þér að gera að gamni yðar? Ég benti á flíkina. Gúm- fóður. Það er alltaf hugsanlegt. Hann tók kápuna. — Hún er blaut. Ég jánkaði því. — Hún er bú- in að vera úti í rigningunni. Athugið þér hana og svo vil ég að rannsóknarstofan athugi blettinn á henni. — Blóð? sagði hann. — Já, blóð. Og reynið nú að finna eitthvað út úr þessu. Svo fór hann og var þung- stígur á stigaþrepunum. Ég skoðaði það, sem var í tösku Úrsúlu, og tók upp lykla- kippu. Ég lagði eina Yalelyk- ilinn við hliðina á þeim, sem ég fann í kápuvasanum. —.Líklega ganga þeir ekki að sömu hurðinni, eða hvað? Ég fleygði þeim til Saunders. — Viltu gá að, hvor þeirra gengur að útidyrahurðinni? Meðan hann var burtu leit ég á félagsskírteini að næturklúbb, sem kallaðist „Hásetaklúbbur- inn“ og var í Chelsea. Þetta var fréttir fyrir mig, og einhvern- veginn leizt mér sem þetta mundi aldrei verða uppáhalds- skemmtistaður minn. Mér duttu strax í hug ræfilslegir BARNAÆVINTYRIÐ ^MljóÍLeátu^jó^c arnir MADS mús hafði eignazt nýtt hjól. Það var svart og gljá- andi, með spegilfögrum hjólum og brettum. Mads var hreykinn og glaður, þegar hann sveiflaði sér á bak og hjól- aði út í skóginn. Það suðaði skemmtilega í hjólunum, þegar þau runnu eftir veginum, eins og líka ný hjól eiga að gera, og enda þótt ekki væri svo mikið sem kattarkvikindi á veginum, lét Mads bjölluna ganga í sífellu: Dingeling. Hér kem ég! Loksins hitti Mads skógardúfu. Hann stökk af hjól- inu og spurði: — Heldurðu ekki að hjólið mitt sé það fal- legasta í heiminum? Sjáðu bara, hvernig það gljáir! Og heyrðu, hvernig suðar í því! — Jú, víst er það fínt, Mads, sagði skógardúfan, en gættu að þér, að skjórinn sjái það ekki. Honum hættir til að stela öllu, sem gljáir og ef hann sér, hvernig hjólið þitt skín og glitrar í sólskininu, er hann vís til að taka það af þér. Mads sagðist skyldi gæta -að sér og svo ók hann áfram. Tveir toppskjóir, sem sátu uppi í tré, komu auga á Mads. — Hæ, hæ, gargaði annar, hefurðu séð þetta fallega, spegilfagra, sem kemur veltandi þarna eftir veginum? Það gæti orðið til prýði í hreiðrinu okkar. — Hvernig ætlarðu að ná í það, pabbi? spurði hinn. — Koma dagar, koma ráð, svaraði hinn fyrri, — en fyrst um sinn skulum við fljúga á eftir honum og sjá, hvert hann er að fara. Skömmu seinna var Mads orðinn þreyttur á að hjóla. Hann steig af hjólinu og lagði sig við vegarbrúnina, til þess að hvíla sig dálítið, en hann var nú þreyttari en honum hafði dottið í hug, og brátt var hann sofnaður. Hjólið lá þarna við hliðina á honum og glampaði á það í sólinni. Skjóirnir, sem höfðu elt Mads allan tímann, sáu, að nú var tími til kominn að taka hjólið. Þeir flugu niður á veginn og hoppuðu svo varlega nær honum. — Nú tekur þú í framlappirnar á því og ég í aftur- lappirnar, hvíslaði skjóapabbi, — og svo fljugum við burt með það. Gættu þess að vekja ekki Mads mús. En um leið og skjóirnir hjuggu hvössum nefjunum í hjólbarðana, sprungu þeir með háum hvelli. Loftið streymdi út og feykti skjóunum langt, langt eftir veginum. Mads vaknaði við hávaðann, nógu snemma til þess að sjá skjóina læðast inn á milli trjánna. Hann var fokvondur, því að nú varð hann að teyma hjólið alla leið heim. En framvegis, eftir að gert hafði verið við hjólið, gat hann farið allra sinna ferða á því í friði fyrir skjóunum. ungir menn í gallabuxum og til- svarandi ungar dömur, sem væru úti að skemmta sér — stukku í ána að gamni sínu í tunglskininu og skröltið í lög- reglubátunum, þegar verið Væri að reyna að bjarga þeim og flytja þau upp eftir ánni í fanga klefa, þar sem þau fengju að þorna og ná sambandi við uppá- halds blað sitt. Svo var þarna púðurdós með — Hvað varð af þéssum mynd af Sidneybrúnni á lokinu, varalitur, vasaklútur og allt þetta venjulega, sem ung stúlka hefur með sér einnig var mynd af ungum manni í einkermis- búningi flughersins, með áritun- inni: „Sjáumst aftur, Alligator. Bert“. Á baki myndarinnar var nafn einhvers ljósmyndara í Halton, Bucks. Og svo var penni.... ódýr, blár kúlupenni með málmhring um sig miðjan. Ég var að smella honum, þeg- ar Saunders kom aftur úr leið- □---------------------------□ 3 □----------------------------n angri sínum. Hann kastaði sér yfir hann eins og gammur. — Það er bara annar, sagði ég við hann, þurrlega. — En þeir eru alveg nákvæmlega eins. — Já, er það ekki skrítið? sagði hann. — Skrítið? sagði ég. — Hvort er framdyralykillinn? — Hann lagði lyklahringinn frá sér. — Þessi hér. — Og þessi, gat ég mér til, og tók hinn af honum,— geng- ur að Hásetaklúbbnum í Chels- ea. Hann leit á mig tortrygginn. — Og hvar er hann í borginni? — S. W. 3, svaraði ég, glott- andi. Einhversstaðar niðri glumdi í símanum. Ég leit á Saunders, en hann hreyfði sig ekki. — Er hann, hvað hann nú heitir þarna niðri? spurði ég og átti þar við lögregluþjóninn. Líklega hefur svo verið, því að hann sannaði nærveru sína með því að birtast í dyrunum, nokkr um sekúndum síðar. Hann hafði tekið ofan hjálminn og það leyndi sér ekki, að hausinn á honum var ekki nærri eins odd- mjór, hjálmlaus. Hann virtist vera eitthvað í vafa með að skilja en stundi upp: — Albert Hall er í símanum herra minn. — Ha? — Albert Hall er að spyrja eftir ungfrú Twist. Hélt kannski að þér vilduð. tala við þá þar. Ég leit til Saunders. — Vildir þú tala við Albert Hall, lið- þjálfi. Hann yppti öxlum. — Það er þá að minnsta kosti nýlunda fyrir mig tautaði hann og gekk til dyranna. (Ég fékk einusinni hringingu frá Buokinghamhöll- inni og móðgaði einhvern þar með því að halda, að það væri' gistihús í Cromwellgötu, og sá, sem ég talaði við, varð hálf hundslegur. Ég sópaði dóti Úrsúlu í plast- töskuna, og ákvað að taka það með mér til Scotland Yard. Það er aldrei að vita með svona dót, stundum getur það hrækt rétta svarinu beint framan í mann. Saunders var að pexa við einhvern uppi í stiganum og kom brátt í ljós, rauður í fram- an. — Þetta var ekki Albert Hall, heldur maður, sem hét Al- bert Hall. Vinur Úrsúlu. Kall- aður Bert. — Aha! sagði ég og dró ljós- mynd upp úr töskunni. — Er þetta hann? Hann leit kuldalega á mig. — Hann var í símánum. — Og hvað sagðirðu honum? — Ég spurði hann, hvort hann vildi vera svo vænn að líta inn hérna. — Hvað? í kvöld? — Eftir tíu mínútur. — Ég leit á úrið mitt. Klukk una vantaði tíu mínútur í tvö. — Brosið. Hann er seint á ferli, finnst þér það ekki? Ég geispaði þreytulega og renndi fingrunum gegn um hár- ið á mér, — það sem eftir var af því. Ég gekk inn í baðher- bergið og átti erfitt með að skola niður. Vatnskassinn var einn af þessum úr postulíni með krómhandfangi. — Þú hefur skemmt þetta, ásakaði ég Sa:mders hátt og tók lokið af kassanum. En ég var að gera honum rangt til. Hefði ekki hann, eða einhver annar, tæmt kassann ,hefði ég aldrei fundið það, sem ég fann. Þarna, rétt undir flotkúlunni lá lítil skammbyssa. Saunders kíkti inn fyrir hurð- ina. Ég rétti honum kassalokið, stakk blýanti inn í hlaupið á skammbyssunni og veiddi hana þannig upp úr. Vatnið lak af henni á gólfið. Við litum á hana og ég hristi höfuðið. — Skárri er það nú staðurinn að koma af sér byssu. Komdu með þennan vasaklút þinn aft- ur. Ég skal bölva mér upp á, að hann er tandurhreinn! Ég lagði byssuna varlega á vasaklútinn, og við bárum hana 'nn í svefnherbergið, þar sero við lögðum hana á borðið, og meðan Saunders horfði á hana eins og dáleiddur, fór ég fram og gat nú skolað niður úr vatns- kassanum. Ég klappaði á lokið. — Vel að verið sagði ég. Saunders skrifaði hjá sér núm erið á byssunni. — Jæja þá! Ég brosti glað- lega til hans. — Þá höfum við fundið bæði líkið og vopmð, nú vantar okkur ekki annað en til- ganginn og morðingjann. Og svo vil ég komast £ bælið. • Albert Hall var maðurinn á myndinni — án flugmannsbún- ingsins. Hann var laglegri en myndin gaf til kynna, hávax- inn, ljóshærður með kvikar var- ir og vel eygður. Hann deplaði augunum ofmikið, því að hann var taugaóstyrkur og þegar ég sagði honum ástæðuna til veru okkar þarna, lá við, að hann félli í yfirlið. Hann náfölnaði, og blóðið hvarf algjörlega úr kinn- um hans og vörum, og Saunders, sem jafnan var nærgætinn, var fljótur að skjóta undir hann stól. Frú Twist hafði komið fram aftur og stóð nú hjá unga manninum, greip hönd hans og klappaði henni mjúklega. Saunders gaf honum glas af vatni. Albert Hall sagði, vesældar- lega: — Já, en það er ekki lengra síðan en í gær, að ég^ sá hana! Ég leit á konuna. — En hitt- uð þér hana ekki í kvöld? Hann hristi höfuðið þegjandi. Frú Twist greip fram í: — En hún ætlaði að hitta þig ein- hversstaðar í kvöld? Það sagði hún mér að minnsta kosti...... Það var eins og hann heyrði þetta ekki, en starði bara út í bláinn, en liturinn kom smám- saman upp í kinnarnar á hon- um. Hann saup aftur á vatn- inu. — Hvenær gerðist þetta? — Rétt eftir ellefu, eftir því, sem næst verður komizt. — Hvar er hún? — Það er búið að flytja hana burt. Frú Twist ókyrrðist eitthvað og endurtók: — Hún sagðist ætla að hitta þig í kvöld. Hann hristi höfuðið þreytu- lega. — Ég sagði henni, að ég gæti ekki komið, en skyldi hringja til hennar í staðinn. Ég spurði: — Voruð þér ekki úti í kvöld? — Nei, ég þurfti að vinna. Ég á að taka próf í næsta mánuði. — Hvaða próf? Hann leit á mig spurnaraugum. — Til hvers eru þessi próf? — í lögum. Ég er að lesa lög. — Svo að þér hafið þá setið yfir bókunum allt kvöldið? Hann kinkaði kolli. — Getið þér sannað það? Sá yður ein- hver? Augun í honum fóru undan í flæmingi. — Húsmóðir mín færði mér mat......Hann þagn- aði og roðinn minnkaði aftur. — Þér eruð væntanlega ekki að gefa í skyn, að ég hafi myrt hana? Ég dró andann djúpt og horfði á Saunders, sem flýtti sér að skjóta glasinu frá, til þess að athuga síðar fingraför á því. — Munið þér, klukkan hvað þér fenguð þennan mat? — Líklega um klukkan níu ... eitthvað þar um bil. —• Tók húsmóðir yðar borð- búnaðinn frá yður aftur? — Já. — Svona klukkustund seinna, eða hvað. — Já, það kynnl að vera. — Hvar eigið *þér heima? — í Fulhamstræti. — Einn saman? — Já. — Ég skil. Ég horfði á hann hugsandi stuundarkorn. — Og þér hringduð klukkan rétt fyrir tvö í nótt. Það finnst mér nokkuð seint. — Já, úrið mitt hafði stanz- að. Hann ýtti upp erminni og ég sá, að úrið var ekki nema nokkr ar mínútur yfir ellefu. — Ég vissi ekki, að það hafði stanz- að. — Og þér eruð ekki farinn að setja það aftur? — Ég vissi ekki af þessu fyrr en á leiðinni hingað, þegar ég leit á klukku. — Hvernig komuð þér hing- að? — I leiguibíl. Ég leit snöggvast framan í hann. — Ég skil. Við héldum svona áfram í nokkrar mínútur. Það var ekki mikið upp úr honum að hafa. Það virtist helzt sem samkomu- lagið hefði ekki verið í bezta lagi hjá þeim, og síðustu tvær vikurnar fór því fjarri, að þau hefðu hitzt á hverju kvöldi, því að þau höfðu ekki verið sam- an nema þrisvar. Ég barði blýantinum á tenn- urnar í mér, en það er leiður ávani, sem ég hef stundum, og svo sagði ég Albert Hall, að hann gæti farið heim ef hann vildi, og meðan Saunders fylgdi honum út úr stofunni, sagði ég nokkur orð að lokum við móð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.