Morgunblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 3
f ■ Sunnudagtfr 17. október 1965 MORCU N BLAÐIÐ Haustregn í borginni ÞAÐ ER laugardagur, dagur anna og amsturs. Það er baust og það rignir án afláts. Karl- meiui, konur og börn streyma um miðbæinn, þeir fyrst- nefndu eiga kannski vixil á síðasta degi og það er ekki ótítt að heyra einhverja segja: — Leiðindi að þurfa að standa í svona vesini í þessu veðri, og svo bölva þeir veðurguðunum hressilega. Á meðan þessu fer fram kaupa konur í belgar- matinn ásamt börnunum. — Já, ég ætla að fá eitt læri, heyrir maður þær segja við afgreiðslustúlkuna, og vilduð þér gjöra svo vel að pakka því vel inn, fyrst veðrið er svona. Dökkur skýjahjúpur liggur ýfir borginni og skyggnið er afleitt. Meira að sgja stolt borgarinnar, Esjan, hefur horf — Nei, fjandakornið, hann hlýtur að vera búinn að væta úr sér þá. Já, og þó að veðrið verði svona á morgun held ég að maður skelli sér nú, þetta er nú einu sinni leikur ársins. — Jæja, maður sér þig þá á morgun, segir hinn og svo lyfta þeir höttunum, kinka kolli og hverfa sitt í hvora átt ina. Það heldur áfram að rigna. í gamla daga sungu allir „Water, water, everywhere, því platan fæst í Vesturver“ í svona veðri. Þetta ómerki- lega „ljóð“ átti svo sannarlega vel við í gær. Vatnið flóði um göturnar í endalausum straum um, og t.d. myndaðist hið mesta flóð á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar, þar sem ræsi þar hafði stífl- Á harðahlaupum regninu. undan Séra Jón Auðuns, dómprofastur: I brofinn baug ÉG sagði á sunnudaginn var, að þótt sitt hvað í kirkjukenning- unni væri æði vafasamt og jafn- vel sumt það, sem Kristur er bor inn fyrir á blöðum Ritningarinn- ar, þá væri það ekki gild ástæða fyrir þig til að segja skilið við kristna kirkju. Stóraukin þekking á allsherjar trúarstarfi mánnskyns gerir auð- sætt það, að afstöðu kirstindóms- ins til annarra trúarbragða þarf að endurskoða, og að fullyrðing- arnar um, að kristindómurinn búi einn yfir sannleikanum og sann- leikanum öllum, er fjarstæða byggð á þeim trúhroka ,sem er arfur frá gyðingdómi. Þessar full yrðingar eru síðan endurteknar í kristinni túlkun, og þrásinnis eins og þar væru börn að tala en ekki fullorðnir menn. Þetta viðurkenna þeir fræði- menn í trúahbragðavísindum, sem mark er tekið á. Fáir þó fremur en próf. Arnold Toybee sem mikið hefir um þetta mál skrifað. Hann skoðar ekki önnur trúahbrögð í gegn um gleraugu vestrænnar guðfræði. En hann er maður kristinn vel. Varnaðarorð hans gegn þeirri fjarstæðu, að kristindóumr búi Fólkið ruddíst ir.n í stríutisvagninn á flótta undan resmmu. ið bak við þokumóðuna 1 norðri. Ökumennirnir rýna i gegnum bílrúðurnar, sem regnið lemur ósleitilega, og það er ekki nema rétt svo að þurrkurnar hafi undan. Fólk- ið hefur leitað skjóls undan regninu í anddyrum verzlan- anna og reynir að standa af sér mestu dembuna. — Það hlýtur að fara að stytta upp, segir einhver um leið og hann mænir til himins biðjandi aug um. En hvorki bænir né böl- bænir hafa neitt að segja, því að veðurguðinn er þrjósk- ur, þegar hann hefur tekið eitthvað í sig. Fyrir framan bókabúð Máls og Menningar hittast tveir kunningjar og taka tal saman. — Djöfuls veðurlag er þetta, segir annar og horfir til him- ins. — Já, svarar hinn, það verð ur ekki gaman, ef veðrið verð ur svona á morgun. -Þá held ég, að maður nenni ekki á völlinn til þess að sjá Skag- ann vinna Suðurnesjastrák- ana. Regnhlífin var þarfasti þjónninn í gær. ast. Varð að lokum að fá lög rgeluþjón til þess að hreinsa frá ræsinu, þar sem fólkið komst ekki af þessum sökum, yfir götuna. Já, svona var á fleiri stöðum í bænum, þótt það kæmi hvergi eins að sök og þarna á gatnamótunum. En regnið hafði líka fleira illt í för með sér. Umferðin, sem alltaf er mest á laugar- dögum, gekk nú miklu hægar fyrir sig og mynduðust oft miklir umferðarhnútar, sem lögregian átti fullt í fangi með að leysa. En hvað um það. Þótt nokkrir bölvuðu veðrinu og aðrir kveinkuðu sér undán því, tóku flestir þessu af sannri karlmennsku, því að við íslendingar erum jú, vanir þessu, þar sem við fáum á hverju hausti ■— ekki eina, heldur margar rigningar af þessu tagi. Og við vitum það af gamalli reynslu að ekki tjá- ir að deila við veðurguðina. Austurstræti i haustrigningu. einn yfir sáluhjálparlegum sanu' leika lesa margir, sem treysta ekki guðfræðingunum. En þótt þessari kenningu, að kristindóm- ur einn flytji sannleika, sé ekki mjög á lofti haldið og margir reyni að draga yfir hana fjöður, þá er hún eitt meginatriði þess rétttrúnaðar, sem kirkjan hefir enn ekki haft þrek til að afneita og taka afleiðingum þess. Forseti Indlands, Radakrishn- an, er maður hálærður og hefir m.a. skrifað vjðlesna bók um „Austræn trúarbrögð og vest- ræna hugsun". Þekking hans á kristindómi er djúptækari en þekking alls þorra kristinna guð- fræðitúlkenda á trúarheimi Ind- lands. Radakrishnan harmar hina hrokafullu afstöðu kristn- innar til annarra trúarfbragða, telur hana bæði fráleita með öllu og stórskaðlega einingu mann- kyns. Bækur þessara tveggja víð- frægu manna eru lesnar með at- hygli um gervallan vestrænan heim. Þeir óttast báðir þröng- sýni það og umburðaleysi, sem kristindómurinn — eins og íslam — tók í arf frá gyðingdómi. Þeir óttast vegna sannleikans, — og vegna kristinsdómsins sjálfs. Raunar er þröngsýni heima- fætt í lúterskri kristni. Þegar Liúther fregnaði, að svissneski siðbótarfrömuðurinn Zwingli gerði ráð fyrir, að Aristóteles og fleiri göfugir spekingar Grikkja, sem uppi voru öldum fyrr en Kristur kom fram, kynnu að öðl ast sáluhjálp, — þá aftók Lúter að slíkir heiðingjar gætu fengið hlutdeild í friðþægingarblóði Krists og orðið hólpnir. Og hann lýsti yfir, að hann efaði sálu- hjálp sjálfs Zwinglis, úr því að hann aðhylltist svo hræðilega ókristilegar hugmyndir. Menn viðurkenna nauðsyn nýrrar siðbótar innan kirkjunn- ar, og raddir eru að verða há- værari og háværari um það inn- an kistninnar. Menn sjá, að það þarf að gera hreinskilnislega úpp reikningana við ýmsar úreltar hugmyndir. Gagnvart þeim eig- um vér að vera frjálsir, — frjáls- ir en ábyrgir menn. Sumir mestu alvörumenn segja mannkynið vera að ganga inn í „eftirkristið tímabil“. Sé svo, er ábyrgð vor geigvænleg. Hvað missir sú kynslóð, sem missir tengslin við Krist hans heilögu veru, hans heilaga orð, hans heilaga líf? Þarjji ómetan- lega fjársjóð berum vér í brot- hættu keri, og kerið er kirkjan og guðfræði hennar. Þú kannt að líta svo á, að sam- leið getir þú ekki átt með kirkju, sem leitar aftur í aldir að kenn- ingum, sem búnar eru að gegna sínu hlutverki og ganga sér til húðar, — eða að messusiðum, sem hæfðu löngu liðinni öld, — eða að innantómri tilgerð um klæðnað klerka og sitt hvað ann- að. En gættu þess, að láta ekki sprungið ker villa þér sýn um fjársjóðinn sjálfan. Hafnaðu ekki perlunni, þótt hún sé greypt í brotinn baug. — Fjársöfnun Framh. af bls. 2 Madagaskar varð frönsk ný- lenda 1896, sambandsríki Frakka 1946 og sjálfstætt lýðveldi 1958. Landið tilheyrir nú franska sam- veldinu, án þess að Frakkar hafi þar stjórnarfarsleg afskipti. Mannfjöldi á eyhni var fyrir skömmu 4% milljón, þar af 73 þúsund Frakkar og annarra út- lendinga. Þá eru um 183 þúsund íbúar í höfuðborginni Tananar- ive. Frum'byggjar á eynni voru að því að talið er sæfarendur frá Polynesíu og Melanesíu sem létu þangað berast undan vind- um og straumum. Annar stofn er kominn frá Afríku sá þriðji frá Indlandi. Marco Polo hafði spurnir af tilveru Madagaskar, en fyrsti Evrópumaðurinn sem leit eyna, var portúgalskur skipstjóri, Diego Diaz að nafni. Það var árið 15CK) og þá, þann 10. ágúst kom skipstjórinn auga á strönd Madagaskar. Bretar óg Frakkar slógu sér niður á eynni kringum aldamótin 1800, og um sama leyti varð eyjan mesta sjóræningja- bæli. Frakkar tóku ráð eyjar- skeggja í sínar hendur 1896 og yfirráð þeirra héldust í hálfa öld. Verklegar framkvæmdir eru heldur litlar á Madagaskar, en Frakkar hafa látið nokkuð til sín taka í menningarlegum efnum. Um helmingur íbúanna játar kristna trú, ýmist kaþólska eða lúterska. Aðrir viðhalda fornum siðum, en mynda þó engin viss trúarbrögð. Aðalatvinnuvegur á eynni er akuryrkja, sérstaklega hrísgrjóna rækt, en aðalútflutningsvaran er kaffi. Vinnuaðferðir eru frum- stæðar og vöruskiptajöfnuðurinn mjög óhagstæður. Hið nýstofnaða lýðveldi á iþví við mikla fjár- hagsöruðugleika að etja. f dag er minnzt í kirkju landsins 150 ára afmælis hi íslenzka biblíufélags, og mei hvattir til að taka höndum sar an með félaginu til að koma nýrri, fagurri útgáfu hinn helgu bókar. Því kalli á land mönnum að vera ljúft að hlýg Á blaðsíðum hinnar helgu bó ar kann sitt hvað að vera, se ekki rekur erindi Krists, en hf á sitt eilífa gildi af því að hí er heimild vor um Krist,hans h< aða orð, hans heilaga líf, ha: heilögu persónu. Blessuð umfra allar aðrar bækur er bókin u hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.