Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 18
18 M O R G V \ fí T. 4 fí 1 0 SunnuJagúr 7. ápríl 1963 BAHCO NÝJA rörtöng grípur betur heldur lengur • Mnn hreyfan- legi neðri skol- tur gefur vin- nusparnmð Verkfærin sem endast •V«J j&L BAHCO STJÖRNULYKLAR BAHCO BAHCO Guðbjörg FRÚ Guðbjörg Gísladóttir var fædd 3. maí 1889 að Litla Saurbæ í Ölfusi, foreldrar hennar voru hjónin Gísli Þorvarðarson og Margrét Sigurðardóttir, er þar bjuggu. Systkinin I Litla Saurbæ voru þrjú sem komust til full- orðinsára. Valgerður sem er elzt og ein lifir, Guðbjörg og Sigurð- ur (lögregluþjónn, dáinn 13/8 1947) sem voru tvíburar. Þegar Guðbjörg var barn varð hún fyrir þeirri miklu ógæfu að slasast illa, og bar hún þess merki meðan hún lifði. 3. jan. 1918 giftist Guðbjörg Stefáni Benediktssyni sjómanni, og eignuðust þau einn dreng, sama árið fékk Stefán spönsku veikina, hann andaðipt á Vífils- stöðum 29. ágúst 1919. Það var mikil og þung reynsla fyrir Guð- björgu að verða að sjá á bak manni sínum eftir svo stutta sam búð. En það varð skammt á milli stórra högga, aftur varð hún fyr- ir þeirri miklu sorg að missa son sinn, hann andaðist á nýársdag 1920, tíu mánaða gamall. Guðbjörg vann mikið meðan heilsan leyfði. Hún var ráðskona í tíu vertíðir í Sandgerði. Guðbjörg var mjög tl-ygglynd og hjartagóð kona, hún var ósér- hlífin og gerði ekki miklar kröf- ur fyrir sjálfa sig, en bar ein- staka umhygg'ju fyrir systur sinni og systkinabörnum. Þegar verkakvennafél. Fram- sókn var stofnað 25. okt. 1914, var Guðbjörg ein af stofnendum þess, og á 25 ára afmæli félags- ins var hún gerð að heiðurs- félaga Síðustu tvö árin gekk hún ekki heil til skógar, hún vissi að ekki var langt eftir, enda farin að þrá hvíldina eftir langan og strangan ævidag. Ekkert hefði verið henni þungbærara en þurfa að leita á náðir annarra, þvísjálfs bjargarhvötin var sterkur þáttur í lífi hennar. Hún andaðist í Landakotsspít- ala 17. febrúar sl., eftir stutta legu, og útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni 4. marz. Konur úr verkakvennafélaginu Framsókn vottuðu henni virð- ingu sína með því að bera kistu hennar úr kirkju. Gísladóttir Ég vil kveðja hana með orðum skáldsins: ; Þín náðin, drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafst þú mér. í þinni birtu hún brosir öll. í bláma sé ég lífsins fjöll. Ö. K. Enn gjafir til Þjóðminjasafns- ins ENN HAFA Þjóðminjasafni ís- lands borizt afmælisgjafir til.við bótar þeim, sem þegar hefur ver ið sagt frá í blöðum. Frú Ingibjörg Eyfells afhenti safninu fyrir sína hönd og systkina sinna nokkra góða hluti, er flestir höfðu áður verið i eigu foreldra þeirra, séra'Einars Páls- sonar í Reykholti og Jóhönnu Egg ertsdóttur Briem. Meðal þessara hluta er eikarkista stór, tvær fal legar riðnar tágarkörfum austan af Jökuldal, reizla úr kopar og útsaumaður upphlutur. Þórður Tómasson í SkógUm færði safninu 20 sýnishorn af gömlum ísienzkum vefnaðargerð um. Þjóðminjasafnið þakkar þessar góðu gjalir. Sjónvarpið ÉG VAR að enda við að hlusta á umræðurnar um sjónvarpið í útvarpinu, og get ekki orða bund izt um atriði, sem fram hefur átt að koma, en sem ekki voru rædd þar. Það er óhjákvæmilegt að reka symfóníuhljómsveit og þjóðleik hús, þótt það verði ekki gert án styrkja, sem nema mörgum millj. króna árlega. Það er fyrst til- tölulega nýlega að þetta hefir orðið kleift þjöOinni. Eins Og gefur að skilja, þyrfti miklu mera fé að vera til þessarar og meira fé að vera tiltækt til þess arar og markvislegrar annarra menningarstarfsemi, en er það ekki. Það eru nú einu sinni tak- mörk fyrir því, hve mikið við getum gert, fjárhagsins vegna. Þá má nefna, að skóla vantar í flestium greinum, þar með talin stækkun HásKólans. Þar er brýn nauðsyn stórfelldra fram- kvæmda, svo sem bygging lækna deildar. Barnaskólarnir eru þann ig í Reykjavík, að tvf- og þrísett er í skólana, sem veldur glund- roða heimilislífsins og truflar það að börnunum lærist hollar venj ur. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar er til heimilis í verksmiðjubygg- ingu. Sumir skólarnir, sem nú er verið að byggja, eru að nokkru byggðir fyrir samanreitt lánsfé. Þá eru vísindin. Fé vantar til þess að kaupa tæki handa rann- sóknarstofnunum, sem þegar hafa verið settar upp. Stórfé vantar til margvíslegra vísindarann sókna, sem sumar hverjar eru að kallandi vegna atvinnuveganna. Það vantar því fé, oft stórfé, til margvíslegra menningarmála, en einkum á sviði fræðslumála og vísindarannsókna. Auk þess höf um við nýlega tilkomnar fjár- hagsbyrðar þar sem er þjóðleik húsið og symfóníuhljómsveitin. Er þá nokkurt vit í því að fara að leggja milljónir króna í jafn vafasamt fyrirtæki og sjón- varpið? Þá er það og, að við höfum útvarp, sem rekið er af vanefnum og enn er ekki starf andi allan daginn. Er þjóðin nokk uðu bættari með að fara að burð ast með nýtt vanefnafyrirtæki? Væri ekki nær að nota féð, sem menn telja sig hafa til sjónvarps ins, til einhverra hinna mörgu brýnu þarfa á sviði menningar- málanna? í mínum eyrum er talið um sjónvarpið áþekkast óráðshjali flottræfla. Sjónvarpið á að bíða enn um sinn. Það bætir ekki úr neinni brýnni þörf. Hinar brýnu þarfir bíða á öðrum sviðum. Benjamín Eiríksson. „Einherjar44 á ísaf irði 35 ára SKÁTAFÉLAGHD Einherjar á ísafirði er stofnað 29. febrúar 1928, og varð þvi 35 ára um þessi mánaðamót. Aðalhvata- maður að stofnun félagsins var Gunnar Andrew, íþróttakenn- ari, og var hann foringi þess fyrstu 13 árin. Árið 1929 reisti félagið úti- leguskála í Tungudal og árið 1947 keypti félagið Skátaheimil- ið við Mjallargötu, og hefir fé- lagið komið sér þar upp ágætri aðstöðu fyrir strafsemi sína. Skátafélagið Einherjar hefir frá fyrstu tíð verið eitt af virk- ustu skátafélögum landsins. Hefir það m. a. beitt sér fyrir stofnun skátafélaga um alla Vestfirði og staðið fyrir 6 Skáta mótum Vestfjarða. í félaginu starfa nú 4 skáta- sveitir; ylfingasveit, skátasveit, dróttskátasveit og rekkasveit. Eru féiagsmenn nu um 100. í stjórn féiagsins eru nú: Jón Páll Halldórsson, félagsforingi, Gunnar Jónsson, Marias Þ. Guð- mundsson, Konráð Jakobsson, Jón Þorðarson, Garðar Einars- son, Gunnlaugur Jónasson og Árni Guöbjartsson. Félagið minnist 35 ára afmæl- isins með hátíðafundi í Skáta- heimilinu á ísafirði í kvöld. Volkswagen station í happdrætti FORRÁÐAMENN Blindra- félagsins skýrðu fréttamönn- um frá því í gær, að hleypt hefði verið af stað nýju happ- drætti félagsins, þar sem stærsti vinningurinn er Volks wagen Station-bíll, af nýjustu gerð, 175 þúsund króna virði. Bílar af þessari gerð eru nýir af nálinni, og verður happ- drættisbíll Blindrafélagsins einn sá fyrsti af sinni gerð, er til landsins kemur. Ekki -dregur það úr verðmæti vinn ingsins, og annarra vinninga í happdrættinu, að þeir verða að öllum líkindum skattfrjáls Ingibjörg Guð- mundsdóttir form. Kvenstúdenta- félagsins NÝLEGA var haldinn aðalfundur Kvenstúdentafélags fslands. For- maður var kosinn frú Ingibjörg Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur. í stað Frú Ragnheiðar Guðmunds dó.ttur, læknis, sem baðst ein- dregið undan endurkosningu. Aðrar í stjórn eru: Erla Elías- dóttir, Ólöf Benediktsdóttir, Guð- rún Erlendsdóttir, Ólafía Einars- dóttir, Svava Pétursdóttir, Bryn- hildur Kjartansdóttir, Anna Júlí- usdóttir Smári, Sigríður Érlends- dóttir og Sigríður Jónsdóttir. Nýju-Dehli, 3. apríl (NTB) FRÁ ÞVÍ var skýrö í Nýju-Dehli í dag, að landvarnaráðherrann, Y. B. Chavan, telji brýna nauð- syn til þess bera, að Indverjar auki tölu herskyldra manna um helming. Hætta sú, sem stafi af Kína sé svo mikil, að aukinn viðbúnað þurfi. ir. Á þingi er nú verið að ræða að gera alla vinninga skattfrjálsa, er menn hljóta í happdrættum öryrkja. Tæp tvö ár eru nú liðin, frá því, að heimili Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 var tekið x notkun. Þar búa nú að staðaldri um 16 manns, í 4 tveggja manna íbúðum og 8 einstaklingsher- bergjum. Það húsnæði, þótt nýtt sé, nægir þó ekki tií að full- nægja eftirspurn eftir húsrými, enda staðið til frá upphafi fram- kvæmda, að stækkun skyldi fara fram, þegar fjárhagur leyfði. í núverandi húsnæði, auk íbúða, er að finna Vinnuher- bergi, þar sem 12 manns vinna að staðaldri, að meira eða minna leyti. Aðrir vinna störf sín úti. Ætlunin er nú að hefja fram- kvæmdir við viðbótarbyggingu, þar sem hægt yrði að koma fyrir nýjúm vistmönnum, jafnt eldri sem yngri. Er hugmyndin að bæta hag blindra, er í Hamra- hlíð dvelja framvegis, með þvi að koma upp betri skilyrðum til félagsstarfsemi, afþreyinggr o.fí. Sérstök áherzla yrði þar iögð á að koma upp aðstöðu til meiri og betri kennslu, þá eink- um fyrir yngri vistmenn, börxx. og aðra. Til þess þarf mikið fé, og því leggur nú Blindrafélagið í nýja fjáröflun, happdrætti. Er það í fyrsta skipti, sem samtökin hyggj ast afla fjár með þessum hætti, en fram til þess hafa þau stuðzt við fjárframlög einstaklinga og opinberra aðila, auk merkjasölu, þar sem samtökin hafa engan fastan tekjustofn haft. Eins og áður segir, þá eru aðrir vinningar í háppdrættinu; flug- ferð fyrir tvo tii London, hlutir eftir eigin vali fyrir 10.000 krón- ur og hringferð um landið. Miðar verðá til sölu um lánd allt, en aðalútsölustaður í Reykja vík er að Hamrahlíð 17. Þá verða meðlimum samtakanna og vel- unnurum sendir miðar, til kaups og sölu. S P Ö R T U fermmgarfölin í m i k 1 u úrvali: HERRABÚÐIN Austurstræti 22 og Vesturveri. L. H. MULLER HERRAFÖT H.F. Hafnarstræti 3. DANIEL Laugavegi 66. Verksmiðjon Borgartúni 25. — Símar 16554 — 20087.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.