Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 4
MORCVNBL .4 ÐIÐ Sunnudagur 7. aprfl Í963 Gar^ar Pálsson, skipherra: Öryggismál sjdmanna A UNDANFÖRNUM árum hefir mikið verið rætt og ritað um ör- yggismál sjómanna ög það ekki að ófyrirsynju, þar sem hvert sjóslysið hefir rekið annað. Menn hafa beint skeytum sínum í ýmsar áttir, og eins og að líkum lætur hefir Skipaskoðun ríkisins ekki farið varhluta af þeirri gagnrýni. i'egar sjóslys ber að höndum, spyrja menn gjarnan, hvar or- sakanna sé að leita, og ef niður- staðan liggur ekki ljós fyrir, þá er gagnrýninni oftast beint að þeim, sem með öryggismálin fara. l>ví verður eigi neitað að Skipa skoðun ríkisins fer með vánda- samt hlutverk, þar sem þessi mál eru annars vegar og veltur því á miklu, að framkvæmd þeirra sé í fyllsta samræmi við gildandi lög og reglur á hverj- um tíma. Hin ströngu lög og reglugerðir, sem Skipaskoðun ríkisins á að sjá um framkvæmd á, verða að teljast gagnslaus, nema þeim sé framfylgt af samvizkusemi og ábyrgðartilfinningu og að það sé ávalt haft í huga, að van- ræksla í slíku starfi eða smá linkind geta haft örlagaríkar af- leiðingar í för með sér. Sjómenn verða skilyrðislaust að geta lagt traust sitt á þessa stofnun, sem vinnur fyrst og fremst að öryggismálum þeirra sjálfra. Störf Skipaskoðunar rík- ins verða alltaf vegin og metin eftir þvi sem til tekst hverju sinni, þess vegna er áríðandi fyrir þessa stofnun að gefa ekki höggstað á sér með slælegum vinnubrögðum. Því miður hefir framkvæmd þessara mála hjá Skipaskoðun ríkisins ekki verið brotalama- laus og skulu nú færð nokkur dæmi því til sönnunar: Um hver áramót fer fram lög- boðin gkoðun á öllum skoðunar- skyldum íslenzkum skipum. Full trúar frá Skipaskoðun ríkisins koma um borð og eiga lögum sarnkvæmt að kynna sér að eigin reynd, að öryggismál viðkom- andi skips séu í fullkomnu lagi. Komið hefir fyrir að slíkir fulltrúar hafa látið sér nægja að spyrja vakthafandi stýri- mann, hvort þetta eða hitt, sem þeir tiltóku, væri ekki til stað- ar og í lagi og hafi svarið verið jákvætt, þá hafa þeir tekið það sem góða og gilda vöru. Stundum hafa skipaskoðunar- menn ríkisins fengið að láni birgðaskrá viðkomandi skips og hafi þau tæki er skoða átti, ver- ið á þeirri skrá, þá hafa þeir talið það fullnægjandi. í>ótt slík ar skrár væru sannleikanum samikvæmar, þá er ekki það með sagt að hinir sömu hlutir séu í því ásigkomulagi, sem lögin mæla fyrir um og heldur ekki víst að hlutirnir séu á þeim stöðum, sem þeim er ætlað að vera á. Þá eru til dæmi um það að umrædidir menn hafa komið um borð í varðskip ríkisins og þeim hefir láðst að skoða hin ýmsu öryggistæki í þeirri fullvissu að þar gæti í engu verið áfátt, þar sem björgunarskipin sjálf ættu í hlut. Skoðunarmenn, sem sýna slíkt ábyrgðarleysi í störfum, eru alls ekki hæfir, til þess að undirrita nein skjöl er varða öryggisút- búnað skipa. Þá erum við komin að veiga- milklu atriði, sem vert er að hafa 1 huga. Eru það ekki einmitt þessar undantekningar, sem bjóða hættunum heim og eru oft á tiðum hinn veiki hiekkur þegar á reynir. Nú kann margur að spyrja, verður öllu bjargað með því að þessum málum sé kippt í lag? Þesíu svara ég hiklaust neitandi, hér koma fieiri til, eða sjómenn- irnir sjálfir og ekki er þeirra hlutur betri, þegar málin eru rannsökuð niður í kjölinn. Hver skyldi trúa því að sjó- menn gerðu leik að því að hlunn fara skipaskoðunarmenn, sem að þessum störfum vinna og með því móti stofna sínu eigin ör- yggi í hættu. En því miður eru Garðar Pálsson. til dæmi um það, að slíkt hefir átt sér stað og jafnvel gengið svo langt að öryggistæki hafa verið fengin að láni frá öðrum skipum, til þess að fullnægja kröfum skipaskoðunarmanna við slíkar skoðanir, og andvara- leysið hefir verið svo mikið að menn hafa hælzt um á eftir. Þá hefir það komið fyrir að sjómenn hafa fjarlægt öryggis- .tæki til stundar notkunar, en ekki hirt um að setja þau á sama stað aftur. Slikt kæru- leysi er vítavert og ætti ekki að líðast á neinu skipi. Ekki er til of mikils mælzt, að sjómenn sinni sínum eigin öryggis og vel- ferðarmálum af heilum hug og skulu þeir því hvattir, til þess að vera vel á verði og láta aldrei sinnuleysið ná tökum á sér í þessum málum til ófarnaðar. Sjómenn, tökum höndum sam an við Skipaskoðun ríkisins og rennum styrkari stoðum undir þetta starf með því að vera bet- ur á verði en endranær. Við skul- um tilkynna Skipaskoðuninni tafarlaust, hvenær sem við verð um varir við að öryggisútbúnað- aði skips er áfátt í einhverju. Skipaskoðun ríkisins ætti að sjá svo um, að dæmin sem rakin eru hér að framan og snerta hana, endurtaki sig ekki. Aðalfundíir Meistarasam- bands bygginga- manna AÐALFUNDUR Meistarasam- bands byggingamanna var hald- inn 17. marz sl. Formaður sambandsins, Grím- ur Bjarnason, setti fundinn og tilnefndi Gissur Sigurðsson, húsa- smíðameistara, fundarstjóra og Jökul Fétursson, málarameist- ara, fundarritara. Þessu næst ræddi formaður um ýmis hags- muna- og framfaramál iðnaðar- manna, eins og sameiginlega uppmælingarstofu meistara, hús- næðismál iðnfélaganna og aukna menntun iðnaðarmanna. Þessu næst flutti framkvæmda stjóri sambandsins, Bragi Hannes son, skýrslu um starfsemi Meist- arasambandsins á sl. ári, en starf semi sambandsins hefur verið fjölþætt og árangur náðst i mörgum málum, sem að hefur verið unnið. Miklar umræður urðu á fund- inum um skýrslu formanns og framkvsemdastjóra. Var Braga Hannessyni, lem lætur nú af Sú óvænta áhætta, sem sjó- menn eiga við að glima, er nógu mikil, þótt þeir hlutir sem ráða má við í tíma auki ekki á erfið- leikana. Sjómenn ættu að kynna sér eftirfarandi lagagrein, sem fjall ar um öryggi skips. í lögum um eftirlit með Skipum nr. 50, 31. júlí 1059 gr. 58 segir svo: Nú er skipi, sem eigi hefir gilt haffærisskírteini eða farbann hvílir á, lagt úr höfn eða skip er annars á ferð óhaffært, án þess að brýnasta nauðsyn sé til, og skal þá eigi beita vægari refs- ingu en varðhaldi. Réttindasviptingu samkvæmt þessari grein skai beita við yfir- vélstjóra, loftskeytamenn og aðra yfirmenn skips, eftir því sem við á ef þeir gerast, brotlegir gegn lögum þessum eða taka þátt í brottum þeim. Fyrir noikkrum vikum var skipi lagt úr höfn hérlendis án haffærisskírteinis og auðvitað án lögskráningar. Hefði skip- stjórinn ótfrað eftir lögskrán- ingu, á skipið, þá hefði lög- skráningarskrifstofan neitað hon um um skráningu, þar sem haf- færisskírteinið var ekki í gildi fyrir þá sök að öryggisútbúnaði skipsins var áfátt. í þessum tilfelli verður ofan- greindri lagagrein vafalaust beitt gagnvart öllum yfirmönnum skipsins, sannist það að þeir séu brotlegir. Sjómenn ættu að vita það, að þessa lagagrein er erfitt að brjóta, ef lögskráð er á skip, það sem lögskráningarskrifstof- an sér um að öllum reglum sé fylgt. Nú vaknar sú spurning, hvort árleg skoðun sé fullnægjandi og hvort hún ein sé nógu mikið aðhald kærulausum útgerðar- mönnum og sinnulausum sjó- mönnum. Ég fyrir mitt leyti held að ráða mætti bót á þessu með því að Skipaskoðun ríkis- ins hefði tvo færa starfsmenn í sinni þjónustu, sem framkvæmdu fyrirvaralausar skoðanir á skip- um og bátum allt árið um kring. Starfsvið þeirra ætti ekki að takmarkast við Reykjavík, held- ur vera allt landið. Ekki ættu þessar skoðanir að tefja neitt skip, nema að öryggisútbúnaður þess sé í ólagi, og þá er til- ganginum líka náð. störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins, þar sem hann hef- ur verið ráðinn bankastjóri Iðn- aðarbankans, þökkuð vel unnin störf í þágu Meistarasambands- ins. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn að sambandinu og er það Otto Schopka. Formaður var endurkjörinn Grírnur Bjarnason, en aðrir í stjórn eru: Halldór Magnússon, mglaram., Ólafur Guðmundsson, veggfm., Ingólfur Finnbogason, húsasmm., Finnur B. Kristjáns- son, rafvm., og Hörður Þorgils- son, múraram. Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra kaupir Reykjadal AÐALFUNDUR Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra var haldinn sunnudaginn 24. marz. Formaður félagsins, Svavar Pálsson, las upp ársreikninga og skýrði þá. Starfsemi félagsins var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Æfingastöðin að Sjafnargötu 14 var rekin allt ár- ið og um 40 fötluð börn voru í 2ja mánaða sumardvöl að Reykj- um í Hrútafirði við sundæfingar. Tekjur félagsins voru alls kr. 1.158.000,00, en 680.000,00 kr. fóru til að greiða rekstrarhalla á æfingastöðinni og kr. 136.000,00 til að greiða rekstrarhalla á sum- ardvölum fötluðu barnanna, en kr. 342.000,00 fóru til einkaaukn- ingar. Hrein eign félagsins í lok reikningsárs 30. sept. 1962, var 3,9 millj. kr., og eru þá allar eignir metnar nokkuð undir dag- virðL Formaður gat nokkuð um það, sem skeð hefir á yfirstandandi ári og fyrirhugaðar framkvæmd- ir. Fyrst nefndi hann hve mikill stuðningur það væri við félagið að eignast húseignina Eríksgötu 19. Ástríður heitin Jóhannesdóttir prófastsekkja, arfleiddi félagið að þessari eign sinni Tekjur félagsins af sölu merktu eldspýtnastokkanna hafa nú ver- ið hækkaðar. Af þessum ástæðum hefir fjár- hagur félagsins nú batnað svo, að talið var fært að ráðast í að kaupa Reykjadal í Mosfellssveit til þess í framtíðinni að reka þar sumardvalarheimili fyrir fötluð börn. íbúðarhús, útihús o.g 4 'ú hektarar lands voru keyptar fyrir 1250 þúsund krónur. Þá kvað hann ákveðið að hafa símahappdrættið í haust, til þess að afla fjár til þessara fram- kvæmda. Læknir æfingastöðvarinnar, Haukur Kristjánsson, skýrði frá því, að 314 sjúklingar hefðu fengið alls 6619 æfingameðferðir á liðnu ári. Ræddi hann nokikuð og skýrði þennan meginþátt starfsemi féiagsins. í stjórn voru kosnir: Svavar Pálsson form.; Andrés G. Þormar og Baldar Sveinsson, meðst j ór nendur. í varastjórn voru kosnir: Friðfinnur Ólafsson, varaform.; Eggert Kristjánsson og Vigfus Gunnarsson, varam.eðstj. í framkvæmdaráð voru kosnir til 3ja ára: Haukur Kristjánsson, læknir, Haukur Þorleifsson, bankafull- trúi, Sigríður Bachmann, yfirhjúkr- unarkona Páll Sigurðsson, f.v. trygginga- læknir, og Guðjón Sigurjónsson, sjúkra- þjálfari. Framkvæmdastjóri félagsins, Sveinbjörn Finnsson, lét af starf- inu í des. sl., en annar hefir ena ekki verið ráðinn í hans stað. Forstöðumaður æfingastöðvar féélagsins er nú Guðjón Sigur- jónsson, kennari og sjúkraþjáif- ari. FAO-styrkir auglýsiir MATVÆLA- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) veitir árlega nokkra rann sóknarstyrki, sem kenndir eru við André Mayer. Hefur nú verið auglýst eftir umsóknum um styrki þá, sem til úthlutunar koma á árinu 1963. Styrkir þessir eru ýmist veittir vísindamönnum til að vinna að tilteknum rannsóknarverkefnum eða ungum vísindamannsefnum til að afla sér þjálfunar til rann- sóknarstarfa. Styrkirnir eru bundnir við það svið, sem starf- semi stofnunarinnar tekur til, þ.e. ýmsar greinar landbúnaðar, skóg rækt, fiskveiðar og matvæla- fræði. Styrkirnir eru veittir til allt að tveggja ára, og til greina getur komið að framlengja það tíma- bil um 6 mánuði hið lengsta. Fjárhæð styrkjanna er breytileg eftir framfærslukostnaði í hverju dvalarlandi, eða frá 150—360 dollarar á mánuði, og er þá við það miðað, að styrkurinn nægi fyrir fæði, húsnæði og öðrum nauðsynlegum útgjöldum. Ferða- kostnað fær styrkþegi og greidd- an. Taki hann með sér fjölskyldu sína, verður hann hins vegar að standa straum af öllum kositnaði hennar vegna, bæði ferða- og dvalarkostnaði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins fyrir 10. maí nk. Sér- stök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. — Um- sókn fylgi itaðfest afrit af próf- skírteinum, ivo og meðmælL Það skal að lokum tekið fram, að ekki er vitað fyrir fram, hvort nokkur framangreindra styrkja kemur í hlut íslands að þessu sinni. Endanleg ákvörðun um val styrkþega verður tekin í aðal- stöðvum FAO og tilkynnt í haust. (Frá menntamálaráðu- neytinu). Strengleikar ný bók eftir Jónas Tómasson STREN GLEIK AR, ljóð eftir Guðmund Guðmundsson, löig eftir Jónas Tómasson, heitir ný bók, sem Sunnustef á ísafirði hefir gefið út. Ljóðaflokkurinn er 30 stutt ijóð, sem mynda þó eina heild. Efnið er hugleiðing skólapilts, sem að loknu námi heldur heim til æskustöðvanna. Hann hraðar ferðinni, því að heima býst hann við að hitta unnustuna. Eftirvæntingin er mikiL Lögin eru 21 við jafnmörg ijóð, og segir Jónas i formáia meðal annars: „Hefi ég reynt að velja þau þannig, að þráðurinn héldist nokkurn veginn. En vit- anlega eru margir bláþræðir á tónverkinu frá minni hendi. Það er unnið í ígripum, — hjáverk- um við önnur og ólík störf, i stuttum og strjálum tómstund- um. Með þeim vinnubrögðum hefir það tekið mig næstum 50 ár. Fyrstu lögin komu út 1914. En það síðasta var fullgert í ár,**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.