Morgunblaðið - 09.06.1960, Side 20

Morgunblaðið - 09.06.1960, Side 20
23 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júni 1960 r irotómenn ^ 7 EFTIR W. W. JACOBS — Skárri er það nú óeigingirn in, sagði CarstairS. — Nei, það dettur mér ekki í hug að kalla það, svaraði frúin, — en ef ég neyðist til að heyra fleiri hetjusögur af sjálfum hon- um, kalla ég saman skipshöfnina, tek setusalinn með áhlaupi og set hann í járn. — Nú, það er bara uppreisn! sagði Carstairs brosandi. •— Það má kalla það, hvaö sem vill svaraði hún, — en þeg- ar maður hefur svona hetju á skipinu er skömm að því, að hún skuli ekki geta sýnt einhvern lit á hetjuskapnum. Það er ósann- gjarnt gagnvart manninum sjálf- um. Carstairs brosti aftur, en frú- in gaf honum auga frá hliðinni og settist með krosslagðar hend- ur og fór að hugsa. Hún leit aft- ur á Carstairs og augu þeirra mættust. Augu hennar voru blíð leg og virtust óvenju stór, og Carstairs horfði í þau með eftir- tekt. — Ég ætlaði að biðja yður um greiða, sagði hún loksins, og' hló ofurlítið við, — en þér eruð bú- inn að vera svo góður við mann, að ég hætti við það: Það má ganga of langt í rellunni. — Nei, látið þér það koma, sagði Carstairs, alvarlega. Frúin hristi höfuðið með upþ- gerðar einbeittni, sem hann hélt að væri alvara. Hann endurtók orð sín. / — Þér mynduð aldrei ganga inn á það, sagði hún loksins. — Ef það á annað borð er framkvæmanlegt. — Það er svo stór greiði, að ég ætti ekki að biðja um hann. — Því stærri, því betra, svar- aði Carstairs mannalega. — Jæja, látið þér það nú koma. Frú Penrose hikaði og leit und an. — Nei, það er betra að láta það ógert, sagði hún og leit aft- ur til hans brosandi. — Hvers vegna eruð þér að freista mín? — Hvað er það? endurtók hann. — Gefið þér mér æruorð yðar að gera það fyrir mig? spurði hún. — Vitanlega, svo fremi það er ekki ógerningur. — Ó, hvað þér eruð vænn, sagði hún með brosi, sem hafði truflandi áhrif á Carstairs. — Munið, að þér hafið lofað. Carstairs kinkaði kölli vand- ræðalega. — Ég þykist vita, að frú penrose myndi ekki biðja um neitt, sem .... Frúin hló. — Eruð þér nú viss um það? svaraði hún. — Einmitt þess vegna tók ég af yður lof- orðið fyrirfram. Því, ef ég veit nokkurn hlut fyrir víst, þá er það það, að þér mynduð aldrei ganga á bak orða yðar. Fyrr mynduð þér láta brenna yður á báli. — Hversu óþægilegt sem.... — Eigum við nú ekki að hætta þessu leiðinlega smjaðri og kom ast að efninu? Frúin kinkaði kolli. — Gott og vel, sagði hún hressilega. — Ég vil fá höfuð Tollhursts höfuðs- manns á diski. — Var það allt og sumt? — Skárri er það nú orðafjöldinn um ekki meira efni. Ég efast ekki um, að Tollhurst sjálfur verði manna hrifnastur af því. — Hans tilfinningar skipta engu máli. En nú hafið þér gef- ið loforð yðar svo að þér sleppið ekki. Ég vil fá uppreisn um borð/ — Og höfuðið af Tollhurst í þokkabót? spurði Carstairs stein hissa. — Nei, það er innifalið í hinu. Tollhurst missir allt gagn af höfðinu, þegar uppreisnin hefst og þá er þeim þætti lokið sam- tímis. Hann skal aldrei geta litið upp á okkur framar. Carstairs varð alvarlegur á svipinn. — Yður getur ekki verið 2.08*/- CopyrigM P. >. B Bo« 6 Copenþqgew — Hættu þessum fíflalátum maður, þú ert orðinn of seinn í vinnuna! alvara, sagði hann í mótmæla- tón. — Mér hefur aldrei á ævinni verið meiri alvara, svaraði frúin hressilega. — Nei, lofið mér að vita betur. — Þér eruð allt of góðviljuð og nærgætin við aðra til þess að.. — Sleppum þessu leiðinlega ■Smjaðri, og komum að efninu, svaraði hún og endurtók orð hans brosandi. — Og þér megið ekki gleyma því, að Tollhurst er líka gestur minn, bætti Carstairs við alvar- legur. — Og þér megið ekki gleyma loforði yðar til mín, sagði frú Penrose. — Ó, ég sé sjálfa mig í anda grípa í handlegginn á hon- um og biðja hann að bjarga mér. Svona.... Hún greip létt í arm Carstairs og horfði á hann bænaraugum. — Hann myndi vafalaust bjarga yður, ef þér lituð svona á hann, sagði hann hlæjandi, er hún sleppti handlegg hans. — Vitanlega gæti hann ekki annað. Og segjum nú ,að hann taki þetta í fullri alvöru og drepi ein hvern? Auk þess verðið þér að muna, hvað hinar dömurnar verða hræddar. Nei, þetta er óframkvæmanlegt. — Ég skal sjá um dömurnar, svaraði frúin þurrlega. — Og þetta er ekki heiðarlegt gagnvart Tollhurst, svaraði Carst airs, þvermóðskulega. — Það er sem sagt óframkvæmlanlegt. — Hvers vegna svo sem? Það gefur honum einmitt tækifærið, sem hann hefur beðið eftir allt sitt líf, að sýna hugrekki sitt. Þér efist væntanlega ekki um karlmennsku hans, eða hvað? — Tvöfeldni yðar gengur al- veg fram af mér, sagði Carstairs dapur í bragði. — Og þó held ég skipshöfnin hefði gaman af þessu. Aumirigja karlarnir; þeir hafa svei mér ekki of margt sér til skemmtun- ar í gráum hversdagsleikanum. Já, hann er í hæsta máta grár hjá þeim, herra Carstairs. — Ekki mikið móti því, sem hann yrði hjá mér, sagði Carst- airs. —- Þér ætlið vonandi ekki að halda mér að loforði mínu? — Ekki dettur mér annað í hug, svaraði hún. — Og hér kem ur Vobster skipstjóri, bætti hún við, er þrekið vaxtarlag skipstjór ans kom í ljós, er hann steig nið- ur úr brúnni. — Ó, skipstjóri! — Já, frú. Skipstjórinn stað- næmdist og lyfti húfunni. — Herra Carstairs þarf að biðja yður um dálítið, sagði hún, — og hefur bara beðið eftir tæki færi til að nefna það við yður. — Já, hvað var það, herra minn, svaraði skipstjórinn og leit af frúnni og á Carstairs. Carstairs varð ókyrr í sæti sínu. — Frú Penrose finnst lífið hérna tilbreytingarlaust, skip- stjóri, sagði hann, eftir vandræða lega- þögn, — og var því að stinga upp á dálítilli tilbreytingu, sem ég er bara sannfærður um, að þér mynduð aldrei sam- þykkja. — Þetta er ekki fallega gert af yður, herra Carstairs, sagði frúin hvasst. Skipstjórinn leit á frúna aðdá unaraugum. — Já, en ef ég gæti gert eit-thvað frúnni tjl þægðar.. ,Frúin svaraði augnaráði skip- stjórans með blíðu augnatilliti. — Þakka yður orðið, Vobster skipstjóri, sagði hún innilega. — Ég vissi, að þér mynduð ekki bregðast mér. Aftur varð löng þögn þangað til Carstairs varð til þess að rjúfa hana. — Frúin var að láta sér detta í hug, hvort þær gætuð séð okkur fyrir dálítilli skemmt- un, sagði hann í örvæntingartón. — Skemmtun? svaraði skip- stjórinn og yppti húfunni og klór- aði sér í hárinu, eins og til þess að geta hugsað betur. — Við viljum fá skipshöfnina til að skemmta okkur, sagði frú- in, svo sem til skýringar. Nú birti yfir svip skipstjórans og húfan komst í sínar skorður. — Skipshöfnin, sagði hann hugs- andi. — Látum oss sjá. Einn af skipshöfninni spilar á harmon- íku, veit ég, af því að ég er bú- inn að banna honum það, hvað eftir annað. Og einn er fjandi fimur að ganga á höndunum. Hr. Pope mætti honum á þilfarinu eitt kvöldið, og ætlaði alveg að ganga af göflunum. Carstairs arfdvarpaði. — Ég er hræddur um að frú Penrose léti sér ekki nægja hollar skemmtan ir af því taginu; hún vill hafa það eitthvað mergjaðra. Ég treysti því, að þetta samtal okkar fari ekki lengra, skipstjóri? — Vitanlega, svaraði skipstjór inn, og skildi hvorki upp né niður. — Það er .. nefnilega .. hún vill, að þér látið gera uppreisn. — Og það sem fljótast, áður en það berst út til hinna, bætti frúin við brosandi. — Á morg- un ætti að vera nógu snemmt. — Uppreisn? át skipstjórinn eftir steinhissa. — Uppreisn á mínu eigin skipi? — Vitanlega bara uppgerðar- uppreisn, flýtti Carstairs sér að segja. — Bara látalæti. — Já, bara ofurlítinn skop- leik, útskýrði frúin. — Skips- mennirnir taka farþegana hönd- um — þó auðvitað bara karlmenn ina — og.loka yfirmennina inni. — Loka inni! Mér er rétt sem ég sæi þá gera það! æpti skip- stjórinn og ætlaði varla að koma út úr sér orðunum. — Mér er sem ég sæi.... Andlit skipstjórans varð svar- blátt og æðarnar á hálsi hans tútnuðu út. Hann æddi fram og aftur og kom ekki upp neinu hljóði, þótt kjálkarnir væru í sí- felldri hreyfingu. Frúin norfði á hann með rólegri athygli. Þetta er bara í gamni gert, skipstjóri, sagði hún lágt, — og ég veit að skipsmennirnir hefðu gaman af því. Þeir virðast ekki hafa miklar skemmtanir, aum- ingjarnir. Það er ekki nema grár hversdagsleikinn hjá þeim. Skipstjórinn snarstanzaði og horfði á hana. — Já, og hann skyldi verða bæði blár og rauður, áður en ég sleppti þeim, ef þeir ætluðu að leggja hendur á mig, svhraði hann urrandi. — Þér neitið þá að gefa sam- þykki yðar, skipstjóri, sagði - Ég á vin, sem framleiðir tar útiíþrótta kvikmyndir, rni og ég er viss um að hann rr áhuga á Bangsa. — En hvernig getur hann hjálp að mér, Markús? — Það er alveg upplagt fyrir hann að kvikmynda sanna sögu um blindan hund, sem raunveru- lega finnur og vísar á akurhæn- ur. Skotfélög um allt land munu sækjast eftir að fá myndina! — Þetta hljómar dásamlega, Markús. Heldur þú að hann fáist til að gera þetta? — Við hringjum til hans. Ég i held ég geti fengið hann til þess. Vobster skipstjóri og átti ennþá bágt með andardráttinn. — Ég hef verið beðinn um sitt af hverju um dagana, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verið beð- inn um að láta háseta — land- eyðu-blækur — leggja hönd á mig. Aldrei! — Mér þykir þetta leitt, sagði Carstairs og sneri sér nú að frú Penrose, — en nú sjáið þér, hvern ig landið liggur. Ég var svo sem alltaf hræddur um að skipstjór- inn væri ekki tilkippilegur. Það er nefnilega svona með agann til sjós.... — Já, ég veit það allt saman, sagði frúin með óþolinmæði, — en þetta er nú samt vonbrigði fyrir mig. Lofið þið mér að vera í næði svo sem tvær mínútur — ég þarf að hugsa. — Mér þykir þetta leitt, end- urtók Carstairs og stóð upp. — Komið þér með mér, skipstjórL — Nei, ég vil tala við hann, sagði frúin rólega og skipstjór- inn sneri þegar við, til þess að verða við ósk hennar. Carstairs brá við, en gat mætt augum skipstjórans og sendi hon um viðvörunar-augnagot, en skipstjórinn svaraði með ein- hverju, sem líktist eins mikið glotti og skipsaginn leyfði. — Setjizt þér hérna, sagði frú Penrose, með vingjarnlegu brosi, er Carstairs gekk burt. Mig lang ar að tala við yður. Skipstjórinn leit vandræðalega kring um sig, en þarna var ekk- ert annað að gera en hlamma sér niður í stólinn. Gamalt skurð- goð hefði verið líklegra en hann til að láta telja sér hughvarf. — Þarna sat hann og rétti úr sér með kreppta hnefa, reiðubúinn til að neita öllum bónum, sem fram kynnu að koma. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 9. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikajr — 8.30 Fréflflr — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegiaútvarp' (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 17.45 Utvarp frá íþróttaleikvanginum 1 Osló: Landsleikur i knattspyrnu milli Norðmanna og Islendinga (Sigurður Sigurðsson lýsir síðari hálfleik). 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá tónleikum í Austurbæjarbíó: Rússneski fiðluleikarinn Olga Parkhomenkó og Asgeir Bein- teinsson píanóleikari leika sónötu 1 g-moll eftir Tartini og sónötu nr. 2 op. 94 í D-dúr eftir Pro- kofieff. 21.05 Börnin undir múrnum, — hug- leiðing (Einar Pálsson). 21.50 Upplestur: Vilborg Dagbjartsdótt ir les ljóðaþýðingar eftir Einar 9 Braga. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunjiar: ,,Fárveifan“ eftir Vsavleod Garsjin í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar (Þor- steinn O. Stephensen). 22.35 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. Islands í Þjóðleikhúsinu í fyrra mánuði. Stjórnandi: Dr. Václav Smetácek. Sinfónía nr. 4 í d-moll eftir Schu mann. 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 10. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Gamlir og nýir kunningjar". 15.00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. x9.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregríir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 A förnum vegi í Skaftafellssýslu: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við bændurna Bjarna Run- ólfsson í Holti á Síðu og Valdimar Lárusson á Kirkjubæjarklaustri. 20.55 Kórsöngur: Karlakórinn Fóst- bræður syngur. — Söngstjóri: Ragnar Björnsson. 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas'* eftir Nikos Kazantzakis, í þýð- ingu Þorgeirs Þorgeirssonar; — XXIV (Erlingur Gíslason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Fanney á Furuvöll- um“, kafli úr óprentaðri bók eft- ir Hugrúnu (Höfundur les). 22.30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey- land).’ 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.