Morgunblaðið - 09.06.1960, Side 11

Morgunblaðið - 09.06.1960, Side 11
Fimirltudagur 9. júní 1960 MORCUNfíT. AÐIÐ 1! Frá aðalfundi S.H. Ferskfiskeftirlit' dragnótaveiöar, Boðdýrarœkt o.fi. AÐALFUNDUR SH var haldinn í Reykjavík dagana 25. og 27. maí. í stjórn félagsins voru kosnir eftirtaldir menn: Elías Þorsteinsson, Einar Sig- urðsson, Sigurður Agústsson, Jón Gíslason og Jón Arnason. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktanir: „Aðalfundur SH, haldinn í maí 1960, skorar á Alþingi að sam- þykkja nú þegar frumvarp til laga um ferskfiskeftirlit, enda verði við afgreiðslu frumvarps- ips tekið tillit til þeirra breyt- inga, sem SH hefur sett fram í bréfi til sjávarútvegsnefndar efri deildar Alþingis, dags. 27. apríl 1960. Greinargerð: í staðinn fyrir 6 manna Fisk- matsráð, sem um getur í 3. grein frumvarpsins, álítum vér réttara að sjávarútvegsmálaráðherra skipi þriggja manna Fiskmats- ráð. í því eigi sæti sérfræðingar, sem eru algjörlega óháðir hinum ýmsu aðilum, sem hagsmuna eiga að gæta. Þetta þriggja manna ráð skal kalla á sinn fund, eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði, fulltrúa frá öllum að- ilum, sem hagsmuna eiga að gæta í sambandi við fiskveiðar, fiskverkun og sölu frámleiðsl- unnar, til þess að þessir aðilar geti rætt við Fiskmatsráð um framkvæmd ög tilhögun matsins. Vér viljum leggja meginþunga á, að ferskfiskmat verði tekið upp hið allra fyrsta. Byrjað verði nú þegar að þjálfa menn til þess- ara starfa, og tekið upp tilrauna- mat á fiski, sem allra fyrst, sem siðar yrði notað alls staðar á Iandinu. Vér bendum á, að nauðsynlegt er að veita nægilegt fé til þess að standast kostnað af fram- kvæmd matsins, en 1 pro mille af f.o.b. andvirði sjávarafurða, er örugglega alltof lítið. Að endingu er það skoðun vor, að ferskfiskmat geti ekki náð tilætluðum árangri nema fiskur- inn verði greiddur til sjómanna og útgerðarinnar á mismunandi verði, eftir gæðum hans“. ★ „Aðalfundur SH skorar á Al- þingi að leyfa dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi íslands undir vísindalegu eftirliti. Greinargerð: I því frumvarpi til laga, sem liggur nú fyrir Alþingi, kveður á um að samþykki margra aðila þurfi, til þess að veiðileyfi verði veitt. Má búast við, að erfitt verði að fá alla aðila, sem hags- muna eiga að gæta, til þess að samþykkja þetta veiðileyfi. Tel- ur aðalfundur SH því nauðsyn- legt að breyta núverandi frum- varpi á þann hátt, að sjávarút- vegsmálaráðherranum sé heim- ilt að gefa út veiðileyfi í sam- ráði við Fiskifélag ísla‘nds“. ★ „Aðalfundur SH, haldinn í maí 1960, skorar á Alþingi að sam- þykkja frumvarp til laga, sem nú iiggur fyrir Alþingi um loð- dýrarækt. Greinargerð: Það er skoðun vor að hér sé á ferðinni .mikið hagsmunamál fyrir þjóðina i heild. Hér eru möguleikar til þess að auka út- flutningsframleiðslu landsins, gera hana fjölbreyttari og hag- nýta íslenzkt hráefni, þ. e. a. s. fiskúrganginn á hagkvæmari hátt. Með vísindalegum starfsað- ferðum ætti útflutningur á skinn um að geta orðið stór liður í ut- anríkisverzlun landsins, auk þess, sem möguleikar skapast tíl iðnaðar hér úr skinnunum". „Aðalfundur SH, haldinn i maí 1960, skorar á Alþingi að samþykkja tillögu til þings- ályktunar um aukna tækni- menntun. Jafnframt beinir fund- urinn þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að nú þegar verði hafin ítarleg endurskoðun á nú- gildandi skólalöggjöf landsins með hliðsjón af þvi, hvernig hægt verði að auka verklega kennslu í aðalatvinnugreinum landsmanna“. „Aðalfundur SH, haldinn í maí 1960, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja nú þegar undirbúning að stofnun skóla fyrir verkstjóra og verkstjóra- efni. Engin slík stofnun er nú til hér á landi ,og má telja bað næsta furðulegt. Má ekki lengur dragast að koma á stofn slíkum skóla, sem getur þjálfað verk- stjóraefni og þá verkstjóra, sem nú starfa, á þann hátt, að sem mest og bezt afköst náist við hinar margvíslegu framkvæmd- ir, sem þeir stjórna": , „Aðalfundur SH, haldinn í maí 1960, ítrekar fyrri samþykktir um bann við frystingu á fiski, sem ekki hefur verið blóðgaður lifandi, enda sé þeim fiski hald- ið sér í bátunum og honum land- að sér. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að athuga hvort ekki sé hægt að tryggja línubátum á vetrarvertíð sérstök veiðisvæði". Marlon Brando, Glenn Ford og japanska stjarnan Mazhiko Kyo. Skólaslit Barea- skóla Akraness AKRANESI, 3. júní: — Barna- skóla Akraness var sagt upp í kirkjunni þriðjudcg. 31. maí kl. 5. — Skólastjórinn, Njáll Guð- mundsson, hélt ágæta skólaslita- ræðu. Hálft sjötta hundrað barna var í skólanum í vetur, og skipt- ist hann í 21 deild. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Jóhann Margrét Guðmunds dóttir, 9,39. Sjö börn fengu ágæt- iseinkunn. Veitt voru verðlaun þeim nemendum sem skarað höfðu fram úr við námið. Kenn- arar við skólann voru 15, auk skólastjóra. í lok skólaslita lék lúðrasveit Barnaskólans. — — Oddur skrifar um: KVIKMYNDIR Gamla Bíó: TEHÚS ÁGÚSTMÁNANS FFRIR nokkrum árum sýndi Þjóðleikhúsið „Tehús ágústmán- ans“ eftir ameríska rithöfundinn John Patrick.' Var aðsókn að leiknum mjög mikil, enda var hann bráðskemmtilegur og vel með hann farið. Leikritið hef- ur verið kvikmyndað og John Patriok einnig samið kvikmynda- handritið en leikstjóri er Daniel Mann. Myndin er í öllum megin- atriðum í samræmi við leikritið en nýtur að öðru leyti þess að kvikmyndir hafa meira svigrúm en leiksviðsverk. Efni myndarinn ar er óþarft að rekja enda mun það fjölda manns, sem leikritið Áttræður i dag: Bjarni Jónsson, Sval- harði, Vestmannaeyjum EINN kunnasti borgari Vest- mannaeyja-kaupstaðar, Bjarni Jónsson, Svalbarði, skrifstofu- stjóri og gjaldkeri Lifrarsamlags Vestmannaeyja, er áttræður í dag. Bjarni er sunnmýlingur, af hinni kunnu Viðfjarðarætt, fædd ur að Núpi á Berufjarðarströnd 9. júní 1880, en uppalinn á Stöðv- arfirði. Átján ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur í atvinnu- leit og var við verzlunarstörf hjá Gunnari heitnum Gunnarssyni kaupm. um sjö ára skeið en síðan hjá verzluninni Edinborg í Kefla vík og á Akranesi fimm ár. Frá Akranesi fluttist Bjarni árið 1910 til Vestmannaeyja og hefur dval- ið þar jafnan síðan. Um 20 ár var hann við verzlun Gísla J. Johnsen, en tók svo að sér bók- hald og gjaldkerastörf hjá Báta- ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja, en síðar eða 1932 var hann ráðinn til Lifrarsamlags Vestmannaeyja þegar það var stofnað. Vann hann framanaf fyrir bæði félögin jöfn- um höndum, -og hefur nú haft þessi trúnaðarstörf á hendi fyrir Lifrarsamlagið síðan það var stofnað. Árið 1907 kvæntist Bjarni önnu Tómasdóttir ættaðri úr Landsveit, hinni beztu konu. Hún er nú látin fyrir nokkrum árum. Þau hjón áttu 2 syni, Har- ald, sem látinn er hér fyrir nokkru síðan, og Ágúst, sem rek- ur verzlun í Eyjum. Jafnframt verzlunarstörfum í Reykjavík, sótti Bjarni kvöld- námskeið K.F.U.M. og fór síðar á 3 mánaða námskeið í verzl- unarfræði í Kaupmannahöfn. Auk þeirra trúnaðarstarfa, er Bjarni hefur frá öndverðu gegnt í Eyjum fyrir almenning og ein staklinga, hefur hann tekið þátt í atvinnulífinu á staðnum til sjós og lands. Rak t.d. útgerð í félagi við áðra, frá 1916—1948 og hef- ur hann því ekki farið varhluta af þeim örðugleikum, sem útgerð in átti við að stríða á þeim árum. Hann hefur jafnan reynst bú- stólpi og á sinn drjúga þátt í þeirri uppbyggingu atvinnulífs- ins í Eyjum, sem verða má und- irstaða góðrar afkomu komandi kynslóða austur þar, og stolt þeirra er nú lifa. Hann hefur nú á áttræðisaf- roælinu hálfrar aldar dáðríkt starf í Vestmannaeyjum að baki. Sem stendur dvelur Bjarni hér í Reykjavík á heimili tengdadótt- ur sinnar frú Önnu Kristjáns- dóttur, Borgargerði 12, og leitar sér lækninga við sjóndepru. Fyrir mína hönd og m.eð.stjórn- enda minna í Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja, og ég ætla, allra Vest mannaeyinga, vil ég á þessum tímamótum minnast með þakk- læti þessa okkar ágæta samverka manns, starfs hans og trausts í hvívetna, og senda honum beztu árnaðaróskir. Jóhann Þ. Jósefsson. sáu í fersku minni. Hin skemmti- lega sjálfsgagnrýni og sjálfsháð Ameríkumanna kemur þarna ágætlega fram og niðurlagsorð myndarinnar sem hinn ameríski kapteinn segir við íbúa japönsku eyjarinnar Okinava: Við komum hingað og ætluðum að sigra ykk- ur, en urðum sigraðir", eru at- hyglisverð. Marlon Brando leikur Sakini, éitt veigamesta hlutverk myndar innar og hið sama og Lárus Páls- son lék hér með mikilli prýði. Er leikur Brando’s bráðskemmti- legur. Hið sama er að segja um alla sem þarna fara með meiri- háttar hlutverk, svo sem Glenn Ford í hlutverki Fisby’s kapteins, Paul Ford í hlutverki Purdy’s of ursta og japönsku leikkonuna Maohiko Kyo, sem leikur Lotus- blómið og á til að ber heillandi framkomu og mikinn yndis- þokka. Mynd þessi er afburðagóð og skemmtileg, svo sem vænta mátti. Hún er tekin í litum og Cinemascope. Nýja Bíó: SUMARÁSTIR í SVEIT Þetta er amerísk mynd í liturn og Cinemascope. Hún gerist í sveit í Bandaríkjunum og segir frá ungum pilti, Nick Connover (Pat Boone), sem kemur frá Ohicago og sezt að hjá frænda sínum á búgarði hans, en ástæðan var sú að Nick hafði lent í klandri við lögregluna í Chicago út af því að hann og félagi hans höfðu tekið bifreið ,,að láni‘ Hann slapp við dóm gegn því að flytjast upp í sveit og var sviptur ökuleyfi. — Þarna í sveitinni kynnist Nick nágrannafólkinu, meðal annars Liz Templeton (Shirley Jones), sem er dóttir ríks hrossaræktarmanns. Ahugi hennar er allur á hestum en hug- ur Nick’s mest við bílana. Þau verða samt góðir vinir og fella brátt hugi saman þó að tregt gangi fyrir þeim að viðurkenna það hvort fyrir öðru. En úr því rætist þó að lokum blessunar- lega. Mynd þessi er ekki efnismikil, en húr. er notaleg og vafalaust mjög við hæfi unga fólksins, enda leikur þarna og syngur Pat Bonne, sem margar telpur eru hrifnar af og Shirley Jones á án efa marga aðdáendur meðal ungra pilta hér sem annarsstað- ar. Ólaíur Ásmimtls- son jarðsimgimi • AKRANESI, 30. maí. — Á laug ardaginn fór fram jarðarför Ó1 afs Ásmundssonar. Hann var sonur Ólínu, dóttur Bjarna Brynj ólfssonar, bónda á Kjaransstöð- um og Ásmundar Þórðarsonar frá Elínarhöfða. Ásmundur gerðist snemma formaður og bjó á Há- teigi. Ólaf skorti 8 mánuði til sjö- tugs, er hann lézt, fæddur 10. jan. 1891. Hann var kvæntur Helgu Oliversdóttur frá Stöðulkoti í Sandgerði á Miðnesi. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp slysturson Helgu, Óliver að nafni. Ólafur var tryggur í lund, eins og hann átti kyn til. Hann var um árabil verkstjóri hjá bróður sínum, Þórði Ásmundssyni og vann fyrirtækinu af trú og dyggð. Við jarðarförina voru á annað hundrað manns. Sóknar- presturinn, sr. Jón M. Guðjóns- son, flutti bæn heima, ræðu í kirkjunni og söng yfir moldum hans. —O. Ibnrekendur Frafh. af bls. S ársþing iðnrekenda 1960 á rik- isstjórnina að beita sér fyrir því að Alþingi afnemi stóreignaskatts lögin með ölllu. ítrekar þingið fyrri ábending- ar sínar þess efnis að innheimta stóreignaskattsins verður til þess að lama hina þjóðhagslegu starf semi fyrirtækjanna.' Framleiðslutollurinn. Ársþing iðnrekenda 1960 átel- ur harðlega sífellda hækkun fram leiðslutollsins, sem þegar hefur valdið framleiðslusamdrætti í viðkomandi iðngreinum, sem hlýt ur að enda með því, að tekjur ríkissjóðs fara minnkandi af þess um tekjustofni. Endurskoðun tollskrárinnar Ársþing iðnrekenda 1960 bend* ir á að vegna síaukinnar tækni ög breyttra framleiðsluhátta er nauðsynlegt að tollskráin sé end- urskoðuð með skömmu millibili m. a. með tilliti ti Iþarfa iðnaðar- ins. Jafnframt beinir þingið því tl fjármálaráðherra, að F. í. I. fái fulltrúa í- endurskoðunar- nefnd tollskrárinnar og þeirri endursknðun verði hraðað. Söluskattur Á undanförnum árum hefur F. I. I. og önnur samtök iðnaðar- ins háð harða baráttu gegn hin- um illræmda söluskatti á iðnað- arvörum, sem olli margvíslegu misrétti milli fyrirtækja, öfug- þróun í atvinnulífinu og dró veru lega úr samkeppnisaðstöðu iðn- aðarins gagnvart innfluttum vör- um. Ársþing iðnrekenda fagnar því afnámi söluskatts af iðnaðar- framleiðslu og þakkar fjármála- ráðherra forgöngu um þessa mik- ilsverðu leiðréttingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.