Morgunblaðið - 09.06.1960, Side 14

Morgunblaðið - 09.06.1960, Side 14
14 MORCIJNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 9. júní 1960 ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögtnaður Málf’utningsskrifstofa. Bankastræti 12. — Sími 18499. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Gís/i Einarsson héraðsdómslögmaður. Málfiutníngsstofa. Laugavegi 20B. — Simi 19631. RAGNAR JQNSSON hæstaréttarl ögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 'ijögfræðistörf og eignaumsýsla Samkomur Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8,30: Almenn sam- koma. Majór Óskar Jónsson stj. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. — Garðar og Anna frá Stykkishólmi tala. Allir velkomnir! I. O. G. T. Stúkan Frón nr. 227 Fundur í kvöld kl. 20,30. Kosn- , ing fulltrúa á Stórstúkuþing. — Kosning embættismanna. Fréttir af Umdæmisstúkuþingi. — Tekin ákvörðun um skemmtiferð, o. fl. — Æ.t. Stúkan Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosn- ing fulltrúa til Stórstúkuþings. Kosin ferðanefnd. Tekin ákvörð- ,un um fundarhlé. — Æ.t. Kennslu Talkennsla. — Taltækni — Tallækningar Viðtalst. kl. 18—19, þriðjud., föstud. — Sími 17107. Björn Guðmundsson. Félagslíf KR — Knattspyrnudeild — Sumaræfingar 1960 5. flokkur (drengir, sem verða 12 ára á þessu ári og yngri). — Þjálfarar: Gunnar Felixson og Kristinn Jónsson. — Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7. 4. flokkur (drengir sem verða 13 og 14 ára á þessu ári). Þjálfari Guðbjörn Jónsson. — Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtu daga kl. 8. 3. flokkur (drengir, sem verða 15 og 16 ára á þessu ári). Þjálfar- ar: Örn Steinsen og Sigurður Óskarsson. — Mánudaga, þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtu- daga kl. 8. 2. flokkur, þjálfari Óli B. Jóns- son: Mánudaga kl. 9, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7,30. 1. og meistaraflokkur, þjálíari Óli B. Jónsson: Mónudaga kl. 8, þriðjudaga kl. 8,30, miðvikudaga kl. 8, fimmtudaga kl. 9 og föstu- daga kl. 8. Æfingarnar byrja í dag sam- kvæmt þessari töflu. Handknattleiksdeild Vals Stúlkur: — Fundur verður í kvöld kl. 19 að Hlíðarenda. Rætt verður um sumarstarfið. — Stjórnin. 17.-júní-mótið verður haldið á Melavellinum dagana 16. og 17 júní: Keppt verð ur í þessum greinum: 110 m gr.hl. 400 m gr. hl. 100 m., 200 m, 40 m, 800 m, 1500 m, 5000 m hlaupum, kúluvarpi, kringlukasti, sleggju- kasti, spjótkasti, stangarstökki, hástökki, langstökki, þrístökki, 4x100 m og 1000 m boðhlaupum. Þátttaka er opin öllum félögum innan ÍSÍ og skal hún tilkynnt FÍRR Hólatorgi 2, fyrir 11. júní. íþróttabandalag Reykjavíkur. Svifflugsskólinn í Oerlinghausen íslendingar í heimsmeist- arakeppni í svifflugi Ajikifi af köst VOPNAFIRÐI, 3. júní: — Ágæt- is veður hefur verið hér undan- farið, og óvenjulega vel gróið á þessum tíma. Hefur sauðburður sjaldan gengið jafn vel. Verið er að undirbúa verk- smiðjuna fyrir síldarvertíðina og koma upp soðkjarnatækjum, til að nýta mjölið úr soðinu, sem áður hefur farið í sjóinn. Með þessum aðgerðum aukast afköst verksmiðjunnar, sennilega í 3000 mál. Flugið hefur gengið mjög vel þessa þrjá fyrstu áætlunardaga. Þrjátíu og þrír farþegar hafa verið fluttir fram og til baka þessa daga, og einn dag varð að fljúga 3 ferðir og annan 2 ferðir. — Sigurjón. Færanlegar, veggfastar bókahillur Hagkvæmir greiðsluskilmálar Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13. — Sími 13879. DAGANA 4.—20. júní fer fram mikil alþjóða-svifflugskeppni í nágrenni Kölnar í Þýzkalandi. Verður þar keppt um heims- meistaratitil í svifflugi. Að þessu sinni taka íslendingar í fyrsta skipti þátt í heimsmótinu, en þau eru annars haldin til jafnaðar á tveggja ára fresti. Aðalkeppandi okkar verður Þórhallur Filippus- son, en aðrir í íslenzku sveitinni eru Björn Jónsson fararstjóri, Gísli Sigurðsson viðgerðarmaður og Ásbjörn Magnússon sem verð- ur aðstoðarmaður. Auk þess slást í hópinn í Þýzkalandi tveir ungir menn þeir Sverrir Þórodd- son og Þorgeir Pálsson sem báðir hafa dvalizt ásamt Þórhalli við æfingar á Oerlinghausen svif- MÁLFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, in hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. flugskólanum í Rínarhéraði. Mbl. hefUr nýlega fengið upp- lýsingar um dvöl þeirra svifflug- mannanna í Oerlinghausen. Svif- flugskólinn hefur þar myndar- legar nýjar byggingar við meðal- stóran flugvöll og er fjöldi þýzkra ungmenna þar við flug- nám og æfingar. íslendingarnir hafa komið sér vel í þeim hópi og hafa að sjálfsögðu tekið þátt í öllu félagslífi nemendanna. Þeir hafa orðið til þess að vekja áhuga skólabræðra sinna á ís- landi og auk þess hafa þeir stundum farið í nálæga barna- skóla og sagt skólabörnunum frá ýmsu um fsland. Þjóðverjamir hafa verið ís- lenzku sveitinni mjög hjálplegir og minnast þess nú, að þeir fengu tækifæri er þeir voru að hefja svifflug fyrir nokkrum árum, að senda stóran svifflugshóp til æfinga uppi á fslandi. Til dæmis um hjálpsemi þeirra má geta þess að Þórhallur Filippusson hefur fengið að láni hjá Þjóðverjum spunkunýja svifflugu af beztu tegund, svonefnda K-6 flugu, sem er smíðuð hjá Schleicher verk- smiðjunum, og mun hann fljúga á henni í heimsmeistarakeppninni. Eykur það þannig möguleika hans, að hafa fyrsta flokks svif- flugu. Annars er ekki rétt að gera sér miklar vonir um að Þórhallur geti orðið mjög framarlega í keppninni, því að þarna er að fást við færustu svifflugmenn úr öllum hlutum heims. Það eina sem fslendingum þykir að, er að skyggnið er heldur lélegt suður á meginlandinu og veldur þar um hin alræmda meginlandsmóða. Er skyggni sjaldnast meira en um 10 km og er það nokkuð ann- að en heima á íslandi, þar sem það er oft 100—150 km. Til dæm- is sjá íslenzkir svifflugsmenn yfir Sandskeiði oft austur til Eyjafjallajökuls og vestur til Snæfellsjökuls. Stúlka eða kona sem fengist hefur við matreiðslu óskast þnnn 15. júní. AUSTURBAR. Sími 19611. V erzl unarhúsnœði óskast sem íyrst, helzt við Laugaveg neðri eða í miðbænum. Þarf ekki að vera stórt. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardag merkt: „Vefnaðarvarti — 3620“. Verzlun til sölu Til sölu er vel þekkt verzlunarfyrirtæki að öllu eða hálfu leyti, ef hentugt húsnæði er látið í té. Tilboð merkt: „Júni — 3621" sendist afgreiðslu blaðsins, sem fyrst. MARKADURINl Laugaveg 89. Þórðardóttir Ragnhildur MinningarorÖ F. 10/8. 1906. — D. 2/6. 1960 RAGNHILDUR Þórðardóttir verður jarðsett í dag frá Foss- vogskapellu. Það kom öllum á óvart að heyra tilkynnt lát henn- ar. Hún var það, ung að árum og hraustleg, að engum kom til hugar, að hún yrði svo skjótt burtkölluð. Hún fékk heilablæð- ingu og fór í sjúkrahús og hresstist þar, svo vonir stóðu til, að hún kæmist til fullrar heilsu aftur. Þær vonir brugðust. Hun andaðist snögglega að morgni dags 2. júní sl. Ragna var fædd að Vogum við ísafjarðardjúp 10/8. 1906. For- eldrar hennar voru þau Ingi- björg Einarsdóttir og Þórður Jónasson frá Svansvík. Þau voru systraböm. Mæður þeirra voru Ólöf og Rannveig Þórarinsdæt- ur Hannessonar. Kona Þórarins Hannessonar í Svansvík var Kristín Friðriksdóttir Haildórs- sonar á Látrum, en móðir Krist- ínar var Rannveig dóttir Jóns Arnórssonar sýslumanns í Reykj- arfirði. Ragna ólst upp hjá foreldrum sínum í Vogum þar til hún var 17—18 ára. Eftir það var hun á ýmsum bæjum við Djúp. Um tvítugsaldur fluttist hún frá Djúpi og dvaldi eftir það lengst af hér í Reykjavík. Um líkt leyti fluttust foreldrar henn- ar til Rannveigar dóttur sinnar að Þernumýri í Húnaþingi, og þar dóu þau bæði. Ragna heitin var heitbundin Guðjóni Guðjónssyni frá Litlu Drageyri í Skorradal, en hann dó skömmu áður en brúðkaup þeirra var fyrirhugað. Móðir Guðjóns, Ragnheiður Magnúsdóttir, dvaldi hjá Rögnu eftir iát hans, þar til hún dó í hárri elli fyrir tveim árum. — Reyndist Ragna henni mjög góð og umhyggjusöm. Ragna heitin bjó síðustu 13 ár- in í hinu sögufræga húsi Þor- bjargar Sveinsdóttur að Skóla- vörðustíg 11. Ragna hafði um 22 ára skeið unnið á saumastofu hjá klæð- skerunum Áma og Bjama. Hún var samvizkusöm og verkhög og naut trausts og virðingar hus- bænda sinna. Ragna var vel greind kona og prúð í framkomu. Hún hafði glaða og Ijúl'a Iund og var frið og fönguleg. Það sópaði að henni á íslenzka búningnum. Hún unni átthögum sínum og sýndi það með mikilli og góðri þátttöku í félagsskap Djúp- manna hér í bæ. Hún hafði á- kveðið að vitja æskustöðva og fomra vina við fyrstu hentug- leika. Hún hafði ekki átt þess kost um fjölda ára. Einn son átti Ragna heitin. Hann heitir Agúst Isfjörð og er nú aðeins 15 ára að aldri. Vinir Rögnu heitinnar biðjr. Guð að styðja hann til góðs þroska. — Votta ég honum og öðrum vanda- mönnum Rögnu innilega samúð og þakka henni forn og ný kynni. H. Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.