Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. maí 1960 MORCVNPr áfíjo 13 Dönsk Ijóöagerð og vandamál hennar Eftir dr. Hakon Stangerup dósent ENSKI gagnrýnandinn J. M. Cohen reynir að gefa heildar- mynd af nútímaskáldskap í at- hyglisverðri bók, sem nýlega er komin út. Að áliti Cohens hefst nútímaljóðlist með fyrsta frumsamda ljóðinu eftir Baudelaire, og Cohen telur, að dauðastund hennar sé nú runnin upp. 1 skrifum sínrum um skáldskap frá árunum 1860 —1960 leggur Cohen aðalá- herzlu á sl. 50 ár og f jallar um skáld, sem mikið hefir verið rætt um í heimi bókmennt- anna: T.S. Eliot, Jimenez, Lorca, Neruda, Ezra Pound og Dylan Thomas. En hann gefur sér einnig tóm til að minnast á minniháttar stjörnur á al- þjóðahimni ljóðlistarinnar — svo framarlega sem ljóðin eru á frönsku, ensku, þýzku eða spönsku. Því miður hefir J. M. Cohen ekki lesið nein Ijóð á Norðurlandamálunum. Hvað er þá að áliti enska gagn- rýnandans hið „nýtízkulega“ í þeim skáldskap, sem hann lýsir? Hið „nýtízkulega" andstætt hinu rómantíska og klassíska? Klass- ísku og rómantísku skáldin eiga þVátt fyrir allt sameiginlega trú á ákveðin verðmæti. Þau líta á heiminn, sem þau lifa í, sem skiljanlegan og áþreifanlegan. Hlutverk skáldsins er að lýsa þessum heimi eins Ijóst og hann getur. Nútímaskáldið gerir sér hins vegar engar vonir um að geta skynjað eða skilið heiminn, og þess vegna hefir hann enn síð- ur trú á, að hann geti leiðbeint eða uppörvað. Því að hugarheim- ur hans er óskiljanleg ringulreið, sem hann getur ekki flúið frá en endurspeglast í mótsagnakennd- um skrifum hans. Hann gengur ekki í björtu veðri út í skóg í hinum raunsanna heimi, heldur þreifar hann sig áfram í myrkum hugarheimi sjálfs sín. Árangurinn af hinu síðar- nefnda verður ekki Ijós og gagn- örður boðskapur. Þess vegna verður nútímaskáldið að hafna gagnorðu máli fyrirrennara sinna, fallegum, skýrum mynd- úm, hrynjandi og rími. Þegar hug urinn er leitandi og hvarflandi, er réttara að beita fyrir sig ó- ákveðnu og látlausu rnáli. Þessi afstaða ber vott um auðmýkt frammi fyrir viðfangsefninu, og hins sama verður einnig vart hjá Vísindamönnum nútímans. Skáld Cohens líkist hagfræðingnum, sem gaf eftirfarandi svar við þeirri margþvældu kröfu að gefa ótvíræðar skýringar: „It is bett- er to be vaguely right than to be exactly wrong“. Cohen telur, að í skáldskapn- um standi nú yfir miklir breyt- ingatimar, skáldskapurinn sé nú að skipta um ham og þess vegna steðji að honum erfiðleikar. Nú- tímaskáldin þurfa einkum að var- ast tvenns konar hættur: að í skáldverkum þeirra gæti of mik- illar tilfinningasemi, en kröfu- hörðum gagnrýnendum þyki vits mjög skynsamleg, en að sama munina vanta; eða kvæðin verði mjög skynsamleg, en að sama skapi tilfinningasnauð. Skáldin eru í mikilli klípu. Hvaða leið eiga þau að velja? J. M. Cohen hefir ákveðna skoðun á þessu: Skáldin myndu gera sig hlægi- leg, ef þau ætluðu sér að reyna að leika aftur klassísk og róman- tísk hlutverk sem spámenn, goð- sagnafræðingar eða löggjafar. Það er ekki hægt að fara sömu leið til baka. Er þó hægt að finna nýjan innblástur? J. M. Cohen svarar þessari spurningu játandi .Hann telur, að frjósöm andagift muni endurfæðast með „nýjum einfaldleika". Hann skrifar: „Með því að snúa aftur til einfaldleika í formi og máli, mun skáldið á ný fá áheyrn". Ég hefi drepið á efni bókar Cohens, þar sem gott væri að at- huga danskan skáldskap frá þess um árum í Ijósi þess ,sem þar kemur fram — og einkum skáld skapinn frá þessu ári eins og hann birtist í kvæðasöfnunum, sem hafa verið gefin út. Ber danskur skáldskapur merki þeirra hræringa, sem hafa átt sér stað í nútímaskáldskap úti í hin- um stóra heimi? Svarið verður í senn játandi og neitandi. Skáld- skapur í Danmörku er ekki eins nýtízkulegur í sniðum og skáld- skapur á hinum Norðurlöndun- um. T.d. eru áhrif súrrealisma og super-estetisma greinilegust í Svíþjóð, ekki eins Ijós í Finn- landi og Noregi, en á íslandi og þó einkum í Danmörku mega inn- lend áhrif sín meira en erlend. Áhrifa expressionismans í dönsk- um skáldskap gætti nokkuð eftir fyrri heimsstyrjöldina — aðal- fulltrúar hans voru þeir Emil Bönnelycke, Fredrik Nygaard og Tom Kristensen, en éfniviðurinn var ekki sóttur til útlanda, heldur til Jóhannesar V. Jensens og Sop husar Claussen. Sömu sögu er að segja af nútímaskáldskapnum, sem ruddi sér til rúms, meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð og á árunum eftir styrjöldina. Skáld in leita ekki eingöngu erlendra fyrirmynda, heldur leita þau inn- blásturs í verkum trúarbragða- sagnfræðingsins og prédikarans Vilhelms Grönbechs og skilningi hans á Sören Kierkegaard. Þekkt ustu skáldin á árunum 1940—1950 eru Halfdan Rasmussen, Ole Sar- vig, Ole Wivel, Erik Knudsen og Thorkild Björnvig. Að sjálfsögðu fjalla skáldin um höfuðviðburði þessara ára: styrj- öldina og hernámið. Menn hafa misst trúna á kenningar, kerfi og skoðanir og menn klígjar við að nota útþvæld orð og form. Skáld- in á fimmta tug aldarinnar hafna venjulega hefðbundnum, ljóðræn um möguleikum, rími og hrynj- andi og leita til hins myrka mynda- og táknmáls. í tímaritinu „Heretica", sem túlkaði á marg- an hátt stefnuskrá nýju skáld- anna, birtust í lok fimmta tugs aldarinnar ýmsar greinar, sem lýsa efni kvæðanna og formá þeirra. Hinn strangexistentíaliski skáld skapur þessa áratugs hefir raun verulega ekki haft svo mikil á- hrif á skáldskap eftirfarandi ára- tugs, og nýútkomin Ijóð í ár bera hans svo að segja engin merki. Meðal kvæðasafnanna í ár er lítið, þunnt hefti eftir Otto Gel- sted. Það heitir „Aldrig var dag- en saa lys“. Otto Gelsted varð fyrstur til að slá á strengi express íonismans á árum fyrri heims- styrjaldarinnar. En hann varð einnig fyrstur til að bregða beitt um brandi sínum gegn nýgræð- ingi expressíonismans í Dan- mörku og gerði bókstaflega út af við hann í frægu kvæði: „Re- klameskibet". Nafn kvæðisins talar sínu máli. Ljóð hans eru klassísk, formströng, flytja al- mennan boðskap en bera samt vott um sterk, persónulegt við- horf. Tvö kvæðasöfn eru eftir konur eru meðal umtalsverðra kvæða- bóka í ár: „Havet og Stjernen" eftir Grethe Risbjerg Thomsen og „Huset í Brúgge“ eftir Birthe Arnbak. Kvæðin eru spunnin af ljóðrænum töga, sem alltaf og alls staðar hefir látið til sín taka í bókmenntum, ekki með stór- yrðum og borginmannlegum yfir- lýsingum heldur með kyrrlátum myndugleika. Þrjú ung skáld, Finn Methling í „Stjernefloden“, Bundgaard Povlsen í „Vartegn“ og Mogens Jacobsen í „Mellem to stole“ yrkja allir -— með varúð — rím- laust og oft án hrynjandi. Kvæða safn Bundgaard Povlsens er mark verðast, kvæði Finn Methlings skortir innri spennu, en Mogens Jacobsen er ungur, kátur piltur, og þunglyndisköst hans er ekki hægt að taka alvarlega. Látleysið var hafið að nýju til vegs með unga skáldinu Frank Jæger á árunum 1950—60. Með honum kom aftur fram á sjónar- sviðið skáld, sem gat skrifað um smámunina af þrótti og lífsgleði. Margir litu svo á, að hann hefði frelsað skáldskapinn úr viðjum existentíalismans og formleysis- ins, sem meinað hefðu almennum Dr. Hakon Stangerup lesendum að njóta hans. Hann eignaðist stóran hóp aðdáenda. En „nýr einfaldleiki“ jafngildir ekki eilífri sælu, og það kom í Ijós í nýja kvæðasafninu hans, „Cinna og andre digte“, sem er annað athyglisverðasta kvæða- safnið, er komið hefir út á dönsku á þessu ári. Þar er að finna hljóm fögur kvæði, 'rímuð og órímuð, en öll einkennast þau af karlmann- legum töfrum og kæti. En það kveður við þyngri tón í kvæðun- um, vandamálið mikla um sam- hengi og tilgang leitar á skáldið. „Veiðimaðurinn ungi“, eins og hann kallar sjálfan sig í fyrri bók sinni, mun ekki framar láta sér nægja að eltast við sólargeisla í hári unnustunnar. Og nú er röðin komin að at- hyglisverðasta og markverðasta kvæðasafninu frá árinu 1959— 1960. Það er „Figur og Ild“ eftir Thorkild Björnvig. í mínum augum boðar höfundurinn þeg- ar með bókartitlinum, að hann vilji reyna að taka afstöðu til þeirra erfiðleika, sem nútíma- kveðskapur á við að stríða. Með orðinu „figur“ á skáldið við hugs anagnótt, með „ild“ á hann við tilfinningahita. Hann vill ekki láta tilfinningarnar ráða lögum og lofum í skáldskapnum. Hins vegar segir hann okkur, að séu engar tilfinningar að baki hugs- ununum verði vitsmunalegur skáldskapur formlaus og ófrjór. Og hann veit, hvað hann er að tala um. Han er bókmenntafræð- ingur og hefir fengið gullverð- laun fyrir ritgerð, sem hann skrifaði um einn fyrirrennara hins nýtízkulega skáldskapar: Rilke. Ritgerð þessi er einmitt nýlega komin út í bókarformi. Hann hefir þýtt Rilke og verið skírnarvottur margra þeirra ný- tízkulegu kvæðasafna, sem aðrir hafa skrifað. Þeir erfiðleikar, sem steðja að nútímaskáldskap, hafa vafalaust valdið baráttu 'innra með honum. Sjónarmið fagurfræðinnar og vitsmunanna hafa togazt á um hann og þær raddir, sem hann heyrði innra með sér. Þessi barátta stendur enn yfir í nýja stóra kvæðasafninu hans. „Figur og Ild“ er höfuðverk í dönskum skáldskap og skiptir einnig miklu máli fyrir nútíma- skáldskap og vandamál hans í heild. Nútímaskáldin geta siglt á milli skers og báru. En sú sigl ing mun ekki reynast nútíma- skáldunum auðveldari en fyrir- rennurum þeirra. Hakon Stangerup. (Greinin er stytt í þýðingul. Lýhaskólar hér á landi? GYLFI Þ. Gíslason, menntamala- ráðherra, skýrði frá því á Al- þingi í gær til svars fyrirspurn frá þeim Daníel Ágústínussyni og Ásgeiri Bjarnasyni, að athug- un stæði enn yfir á því, hvort alþýðuskólar með lýðháskóla- sniði yrðu stofnaðir hér. Ekki hefði þótt tímabært að taka á- kvarðanir um það mál til þessa, þar sem yfir hefði staðið almenn endurskoðun á fræðslulöggjöf- inni. Henni yrði væntanlega lok- ið í sumar, og þá brátt lagðar fram tillögur um þessi efni. Eldeyjardrangur 35 trillubátar AKRANESI, 18. maí: — 35 trillu- bátar eru á sjó í dag. Hraðfrysti- hús Haraldar Böðvarssonar og Co. byrjaði í gær að kaupa aflann af trillunum og menn vona að það verði áfram. — Oddur. Eldey friðlýst Þar er mesta súlubyggð heims NATTÚRUVERNDARRAÐ hefur ákveðið að friðlýsa Eldey út af Reykjanesi, sem friðland. Þar sem telja verður mikilvægt að friðlýsa Eldey sakir sérstæðs fuglalífs, er lagt bann við þvi að ganga á eyna án leyfis náttúru verndarráðs, svo og að ræna þar eða raska nokkrum hlut. Jafnframt eru öll skot bönnuð nær eynni en 2 km., nema nauð- syn beri til, og bannað er að hafa eyna að skotmarki, hvort heldur er af landi, sjó eða úr lofti. Þeir, sem brotlegir gerast við ákvæði þessa úrskurðar, verða látnir sæta ábyrgð. Arið 1940 voru sett lög um friðun Eldeyjar þar sem lagt er bann við því að ganga á eyna án leyfis ríkisstjórnarinnar svo og að spilla þar eða ræna nokkrum hlutum. Aðalhvatamaðurinn að þessari lagasetningu var Magnús Björnsson náttúrufræðingur, en hann skrifaði ítarlega grein í Dýraverndarann seint á árinu 1938 um Eldey og súlubyggðina þar. í grein þessari bar Magnús fram tillögu um friðlýsingu Eld- eyjar, sem siðar leiddi til fyrr- nefndrar lagasetningar. Eldey er mjög sérstæður mó- bergsklettur, sem rís úr hafi á fjölfarinni siglingaleið út af Reykjanesi. Það er einkum tvennt, sem haldið hefur nafni Eldeyjar á lofti. Þar er stærsta súlubyggð heimsins og þar var síðasta athvarf geirfuglsins í heiminum. Samkvæmt nýjustu at hugunum munu nú verpa um 15000 súluhjón í Eldey og hefur peim fjölgað um 5000 síðan ey- in var friðlýst 1940. Eldey er nú fullsetin og er því ekki við því að búast, að súlubyggðin þar geti vaxið meira vegna skorts á land- rými. En friðlýsing Eldeyjar hef- ur valdið því, að síðan 1940 hafa súlur tekið sér bólfestu á þremur nýjum stöðum á strönd Islands. Þessar nýju súlubyggðir eru í Skrúðnum út af Austfjörðum, á Stóra-Karli á Langanesi og í Rauðanúp á Melrakkasléttu. Að- ur en Eldey var friðlýst var stærsta súlubyggð heimsins á St. Kilda vestur af Skotlandi, en síð an hefur súlubyggðin í Eldey vaxið svo mjög, að hún er nú tvímælalaust stærsta súlubyggð heimsins. Annar þáttur í sögu Eldeyjar ei ekki jafnhugðnæmur og voxt- urur súlubyggðarinnar. I fyrstu viku júnímánaðar árið 1844 réru 14 vaskir menn úr Höfnum á átt- æringi út í Eldey og gengu þar á land. Þar rákust þeir á tvo geir- fugla og eitt geirfuglsegg á berg- fjáanum upp af lendingarstaðn- um við eyna. Þeir brugðu skjótt við og tókst að handsama fugl- ana og snúa þá úr hálsliðnum, en eggið brotnaði í átökunum. Þetta voru tveir síðustu geirfuglarnir. sem sögur fara af í heimmum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.