Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 8
ð MORGVTSHr 4 fílÐ Pðstudagur 20. mal 1960 Nauðsynlegt er, að sem flestir œsku- menn finni starf við sitt hœfi Í* Starfsfræðsla verði tekin upp i skólum landsins — Úr framsöguræðu Sigurðar Bjarnasonar i Sameinuðu jpingi Á FUNDI Sameinaðs þings í fyrradag fylgdi Sigurður Bjarnason úr hlaði þings- ályktunartillögu um starfs- fræðslu, sem hann flytur ásamt Magnúsi Jónssyni. Tillagan hljóðar svo orð- rétt: „Alþingi ályktar að skora á r íkisstjórnina að beita sér fyrir því, að starfsfræðsla verði tekin upp í skólum landsins.“ í framsöguræðu sinni komst Sigurður Bjarnason m. a. svo að orði: Vaxandi þörf Tillaga sú, er hér liggur fyrir til umræðu byggist á vaxandi þörf æskunnar á aukinni fræðslu um störfin, sem hennar bíða i' þjóðfélaginu. Þessi þörf er tiltölulega ný en engu að síður aðkallandi. Ekki er ýkjalangt síðan að störfin voru svo fábreytt hérlendis, að lítill vandi var að afla sér þekk- ingar á þeim. Þau voru mest- megnis tengd landbúnaði og sjó- sókn og að hvorugum atvinnu- veginum var þá unnið með marg brotnum tækjum. Á þeim tíma skorti þjóðina ekki fyrst og fremst verklega heldur bóklega þekkingu. Starfsfræðsla ryður sér til rúms Með fræðslulögunum frá 1907 og 1946 var gert mikið átak til þess að auka bóklega þekkingu þjóðarinnar. En ekki var mönn- um þá nægilega ljóst hversu auk in þekking á fjölþættari störf um yrði bráð- lega aðkallandi. — Jafnvel árið 1946 var starfs- fræðsla ekki orðin almenn meðal nágranna- þjóða okkar. Fyrsta skipulega starfsfræðslan sem mér er kunnugt um, var veitt í Boston árið 1908. Árið 1949 var gerð samþykkt um það á alþjóðaráð- stefnu í Genf, að Sameinuðu þjóðirnar beindu tilmælum til meðlima sinna um að þær beittu sér fyrir starfsfræðslu og haía þær yfirleitt brugðizt mjög vel við þessari áskorun. T. d. er nú svo komið að starfsfræðsla er skyldunámsgrein í unglinga- og framhaldsskólum allra Norður- landanna nema Islands. Fræðsl- an er fyrst og fremst veitt af kennurum en skipulögð af sér- stökum starfsfræðslustjórum, sem auk skipulagningarstarfs- ins annast hina einstaklings- bundnu starfsfræðslu. Mismunandi eftir aldri og þroska Fræðslan í skólunum er mis- munandi mikil eftir aldri og þroska unglinganna og því, hversu nærri endanlegt val ævi- starfs væntanlega er. Yfirleitt er starfsfræðslan veitt 1—3 síð- ustu skólaárin og þá jafnan mest síðasta árið, eru þá dæmi þess að helmingur námstímans sé helgaður starfsfræðslu, ýmist innan veggja skólanna eða úti á vinnustöðum. Annars er er- indaflutningur ,samtöl, fræðslu- kvikmyndir, heimsóknir á vinnu- staði og störf á vinustöðum al- gengustu og eðlilegustu starfs- fræðsluleiðirnar. Fyrst í Reykjavík árið 1951 Hér á landi hófst vísir að starfsfræðslu þegar Reykjavík- . urbær réði Ólaf Gunnarsson, ^ sálfræðing, til þess að vinna að ) þeim málum haustið 1951. Hann 1 hefur á þeim árum, sem liðin eru i síðan safnað miklum fróðleik \ um atvinnulífið. Hann hefur skrifað leiðbeiningakverið „Hvað viltu verða?“ þar sem í stuttu máli er sagt frá helztu starfs- greinum hérlendis, hvaða mennt- unar er krafizt til þess að geta unnið hin ýmsu störf, hvaða hæfileika þau útheimti o. s. frv. Þá hafa verið haldin erindi um starfsfræðslu í öllum unglinga- og framhaldsskólum Reykjavík- ur og svarað fyrirspurnum ungl- inga varðandi framhaldsnám og störf. Síðustu fimm árin hafa verið skipulagðir sérstakir starfsfræðsludagar hér í Reykja- vík, tveir starfsfræðsludagar á Akureyri og nú alveg nýlega á Akranesi. Sívaxandi aðsókn að þess- um starfsfræðsludögum sýn- ir að hér er verið á réttri leið. Æskan vill fræðast um atvinnulífið enda er val ævi- starfs í samræmi við áhuga- efni og hæfileika hyrningar- steinn að lífshamingju manna og þá um leið að velfarnaði þjóða. Starfsfræðsla er þjóðar- nauðsyn Það sem nú þarf að gera er að gera kennurum kleift að veita unglingum starfsfræðslu. Þetta er m. a. hægt að gera með kenn- aranámskeiðum, starfsfræðslu- kennslu í Kennaraskóla íslands og í B. A. deild Háskóla íslands. Starfsfræðslan á að veita ungl- ingunum glöggt yfirlit yfir hina ýmsu þætti atvinnulífsins, at- vinnumöguleika og atvinnuör- yggi. Þótt hún sé í eðli sínu hlutlaus, jafnar hún samt met- in milli þeirra greina sem mest aðsókn er að og hinna sem út- undan verða. Því veldur hlutlaus fræðsla um atvinnumöguleikana. Starfsfræðslan er þannig bæði frá mannúðarsjónarmiði og hag- nýtu sjónarmiði þjóðarnauðsyn. Við íslendingar erum fámenn þjóð og okkur er því meira virði en flestum öðrum þjóðum að enginn einstaklingur glatist heldur komist á sem réttasta hillu í lífinu. Að því stuðlar vel skipulögð og samvizkusamlega framkvæmd starfsfræðsla. Þess vegna er þessi tillaga flutt. Um- fram allt þurfum við að hagnýta vinnuafl okkar sem bezt og tryggja þróttmikinn rekstur framleiðslutækja okkar, sagði Sigurður Bjarnason að lokum. Tillögunni var vísað til alls- herjamefndar. Tva*r fyrirspurnir Á ALÞINGI var í gær útbýtt 2 fyrirspurnum. Sú fyrri er til fé- lagsmálaráðherra frá Benedikt Gröndal og hljóðar svo: „Hvað líður störfum nefndar, sem fé- lagsmálaráðherra skipaði 20. des. 1958 til að endurskoða lög nr. 36 frá 1952, um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöð um og kauptúnum?“ Hin síðari er til fjármálarúðherra frá Þór- arni Þórarinssyni og er hún á þessa leið: „Er það stefna ríkis- stjórnarinnar að láta gerðardóm fella úrskurði um skaðabótakröf- ur,-sem gerðar eru á hendur rík- issjóði, í stað þess að dómstólarn- ir fjalli um þær?“. f í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Siglfirðingar minnast afmælis Siglufjarðar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Ávarp: Gunnar Jóhannsson, alþm. Sýning: Revían „EITT LAUF“ Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu kl. 2,30. Simi 12339. — Pantanir sækist fyrir kl. 4. NEFNDIN. 2 skrifstofuherbergi til leigu strax vestan til í miðbænum. Tilboð sendist í pólsthólf 147. Ávaxta sparifé með hæðstu innlánsvöxtum. ^iiarisjóðurinn P U N DIÐ Klapparstíg 25. Opið kl. 10,30—12 f. h. og 5—6,3G e. h. Bæklaðir og sjúkir fá 150 bifreiðir í stað 50 Umræður um viðskiptamdlin a lokastigi FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um innflutnings- og gjaldeyrismál kom til einnar umræðu á fundi Neðri deild- ar Alþingis í gær. Eins og skýrt hefur verið frá samþykkti E. d. einróma smá- vægilega breytingu á frumvarp- inu við 3. umræðu þess. Var sú breyting um það, að fjármála- ráðuneyti skyldi vera heimilt að lækka aðflutningsgjöld af efni vörum til skógerðar, þar til lokið er endurskoðun tollskrárinnar, sem nú stendur yfir. Margar bifreiðaumsókmr bæklaðra Þegar frumvarpið kom á dag- skrá Neðri deildar aftur i gær, kvaddi viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, sér hljðs og gerði í stuttu máli grein fyrir ástæðunum til ofangreindrar breytingar. Síð- an skýrði hann Erá því, að nú lægju fyrir sér- fræðinganefnd, er með hefðimeð ið gera umsókn ir bæklaðra og sjúkra um niður fellingu aðflutningsgjalda af bif reiðum, umsóknir í hundraðatali og teldi nefndin mjög erfitt að kveða upp úr með það, hverjir af umsækjendum ættu mest til- kall til þeirra 50 bifreiða, sem lög heimiluðu að gefin væru eftir aðflutningsgjöld á. Af þessari ástæðu teldi ríkisstjórnin sann- gjarnt að fjölga þeim bifreiðum, sem hér væri um að ræða, og hefði í samræmi við það ákveðið að leggja fram breytingatillögu við bráðabirgðaákvæði frum- varpsins um innflutnings- og gjaldeyrismál þess efnis, að fjöldi umræddra bifreiða mætti árin 1960 og 1961 vera 150 hvort ár. Lagði G.Þ.G. síðan fram skrif- lega breytingatillögu um þetta efni, og kvaðst vonast til að mál- íð fengi fljóta afgreiðslu. Einar talar um Einar Olgeirsson notaði þetta tækifæri til alllangra ræðuhalda um viðskiptamálin almennt og óskaði að lokum eftir því að málinu yrði vísað til nefndar í deildinni aftur, vegna tillöguflutn ings G.Þ.G., sem hann kvað bera vott um að allt væri kák, sem stjórnin gerði. Nokkrar umræður urðu í framhaldi af þessu um þing sköp, hvort skylt væri að senda málið til nefndar, en í því efni stönguðust að nokkru leyti á bók stafur þingskapa og þær venjur, sem þróast rafa í þinginu. Varð sú niðurstaðan, að tillaga E. Olg. um að vísa málinu til fjárhags- nefndar var í samræmi við hans vilja borin undir atkvæði — en ieiid með 19:15. Þá varð deildar forseti, Jóhann Hafstein, við óskum E. Olg. um að fresta fundi. Þegar fundurinn var settur að nýju stundarfjórðungi síðar, skýrði E. Olg. frá því að hann mundi ekki skila nýju nefndar- áliti eða flytja breytingartillög ur, við hinar ý m s u greinar frumvarpsins, eins og hann hefði ætlað sér, enda ekki gefizt tími til. A hinn bóginn vildi hann flytja breyt- ingatillögu við hina skriflegu breytingatillögu G.Þ.G. um fjölg- un bifreiða til fatlaðra og sjúkra. Væri það tillaga sín, að heimildin yrði aukin upp í 250 bíla. Astæð- an til þessarar breytingartillögu aí sinni hálfu sagði E. Olg. að væri sú, að ef hún yrði samþykkt, væru meiri líkindi til þess að við gætum staðið við gerða samninga um bílakaup frá Sovétríkjunum. Atkvæði féllu svo, að breytingar tillaga E. Olg. var felld með 19 gegn 9, en tillaga G.Þ.G. sam þykkt með samhljóða atkvæðum. Var frumvarpið í heild þannig breytt samþykkt með 22 atkvæð- um gegn 11 og fer þá aftur til einnar umræðu í Efri leild. — Þess má að lokum geta, að fyrir hugað mun vera, að hin nýju ákvæði um innflutnings og gjald eyrismál komi til framkvæmda 1. júní n.k. Frimerki Flóttamannamerki frá allri Evrópu. — FRÍMERKJASALAN Lækjargata 6-A. IÐNÓ IÐNÓ nýjumg E R O N ásamt ÞÓR NILSEN skemmta DANSAÐ í kvöld kl. 9—11,30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.