Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. sept. 1958 MORGVNBLAÐIÐ Jón Guðmundsson 75 órn JÓN Guömundsson, gastgjafi að Valhöll á Þingvöllum er 75 ára í dag. Jón er fæddur og uppalinn í Hörgsholti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 7. september 1883. Gerðist hann bóndi árið 1908 á Heiðabæ í Þingvallasveit. Á þeim bæ bjó Jón í 12 ár og undi vel hag sínum. Árið 1917 keypti Jón gistihúsið Valhöll á Þingvöllum af Tryggva Gunnarssyni banka- stjóra og meðeigendum hans. Eftir að Jón gestgjafi hafði í nokk ur ár rekið Valhöll þótti honum hagkvæmara að búa á jörðinni — Reykjavlkurbréf Framh. af bls. 11. láta bugast við þau kjör, eru í senn gæddir seiglu og dug. Nú síðustu dagana hefur sjó- mannastéttin enn orðið íslend- ingum til sæmdar. Framkoma varðskipsmanna okkar gegn hinu brezka ofurvaldi mun ætíð skráð á glæstustu spjöldum sögu íslands. Á sama veg og víst er, að Bretar munu skjótlega vilja gleyma herhlaupi sínu hingað. Það er vissulega rétt, sem nú er hermt eftir Bretum sjálfum, að- herhlaupið til íslands er flota þeirra ósamboðið. íslenzku varð- skipsmennimir hljóta þakkir nú og síðar, en fyrst og fremst skul- um við þakka forsjóninni, að ekki skuli hafa orðið manntjón af þessu heimskulega herhlaupi. + KVIKMYNDIR * „Á næturveiðum" AUSTURBÆJ ARB í Ó sýnir nú þessa amerísku sakamálamynd, eða öllu heldur glæpamynd, sem gerð er eftir samnefndri skáld- sögu Davis Grubbs. Gerist mynd in í héruðunum meðfram Ohio- ánni í Bandaríkjunum og er að- alpersónan geðbilaður glæpamað ur, Harry Powell að nafni. — Hann hefur komizt að því að bankaræningi einn og morðingi hefur rétt áður en lögreglan tók hann fastan, fengið börnum sín- um kornungum í hendur 10 þús- imd dollara, sem var ránsfeng- ur hans, og sagt þeim að geyma féð til seinni tíma og segja eng- um frá því, en sjálfs hans beið ekkert nema gálginn. — Harry Powell leitar nú börnin uppi, giftist móður þeirra og myrðir hana síðar, en hyggst nú neyða börnin til að segja frá hvar pen- ingarnir séu geymdir. — Hefst nú hinn óhugnanlegasti þáttur myndarinnar. Börnunum tekst að komast undan glæpamannin- um, en þó skellur þar hurð nærri hælum. — Þau ná í bát og halda niður Ohio-fljótið, en alltaf skýt- ur bófanum upp við og við án þess þó að honum takist að kló- festa börnin. Mynd þessi er afar óhugnan- leg og reynir mjög á taugar á- horfandans, enda er hún ágæt- lega sett á svið af hinum mikil- hæfa leikara Charles Laughton og leikurinn er ágætur, einkum þó leikur Roberts Mitchum's í hlutverki Powells. — Ego. Brúsastöðum, sem hann flutti á árið 1920. Það er að sjálfsögðu fjöldi manns, innlendra og erlendra, er Jón hefir tekið á móti í þessi 40 ár, sem hann hefur haft með hótelreksturinn að gera á Þing- völlum, og þar á meðal mörg er- lend stórmenni. Stórviðburður eins og Alþingishátíðin 1930 er sérstaklega minnisstæður Jóni, en þá hafði hann eins og endranær marga góða menn við hlið sér til að framkvæma hið mikla starf sem af honum var krafizt. Það hefur að sjálfsögðu oft ver- ið erfitt að halda í horfinu með stöðugt nýjum kröfum um bætt- an aðbúnað í hótelhaldinu þegar ekki er hægt að hafa opið nema 2 mánuði á árinu, sem eiga að greiða allan kostnaðinn. Jón Guðmundsson er mjög þjóð rækinn maður og Þingvallasveit- in er honum sérstaklega kær. Fáir íslendingar hafa verið eins stórtækir í gjöfum sínum og Jón Guðmundsson. Á lýðveldishátíð- inni 1944 ánafnaði Jón skógrækt ríkisins 300 þús. kr. til skógrækt- ar og fegrunar þjóðgarðinum á Þingvöllum, og vinnur Jón stöð- ugt hvert sumar að skógrækt þar. Það er margt og margvíslegt, sem Jón mundi vilja gera ef tími entist og margar eru þær tillög- urnar, sem hann mundi óska að kæmust í framkvæmd eins og t.d. að fá rafmagn frá Soginu um sveitina. í sveit hjá Jóni hafa verið marg ir unglingar, sem nú eru orðnir fullorðnir merkis-borarar, og mörgum er persónulega hlýtt til Jóns fyrir góðvild hans og hjarta gæði. Á þessum tímamótum ævi hans hugsa margir hlýtt til hans með innilegum óskum um góða heilsu, svo hann geti áfram starf- að til hagsbóta þjóðfélaginu. Vinur. 5TÚLKA óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. Umsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt með- mælum ef til eru, sendist til afgreiðslu blaðsins fyr- ir 10. þ.m. merkt: Skóverzlun — 7506. Á sunudaginn hefur Biindrafélagið Kaffísölu í dag í Breið- fírðingabúð kl. 3—5 Ágóðlnn rennur í húsbyggingasjóð blindraheimilisins sem er í smíðum, við Stakkahlíð. Bæjarbúar! Fjölmennið til kaffidrykkjunnar og styðjið gott málefni. BLINDBAFÉLAGIÐ Ungir menn sem hafa áhuga fyrir störfum við gatspjaldavélar, verða ráðnir með framtíðarst£u-f fyrir augum, að loknum reynslutíma. Upplýsingar gefur skrifstofu- stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar. U nglingsstúlka óskast til aðstoðar í skrifstofu vorri nú þegar. Umsækjendur komi til viðtals í skrifstofuna kL 3—5 e.h. n.k. mánudag. Vesturgötu 10 — Reykjavík Nýlend uvöruverzlun til sölu Til sölu er fremur lítil nýlenduvöruverzlun á góð- um stað í Reykjavík. Verzlunin hefir starfað lengi á sama stað, og er í fullum gangi. Hentugt tóekifæri fyrir mann til að skapa sér og f jölskyldu sinni at- vinnu. I Þeir, sem kunna að hafa áhuga á þessu, sendi af- | greiðslu Mbl. bréf með upplýsingum um nafn, heim- ) ilisfang og símanúmer merkt: I „Nýlenduvöruverzlun — 7507“. Innilegt hjartans þakklæti til allra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára af- mælinu. Guð blessi ykkur ölL Guðrún Sigurðardóttir, Heggsstöðum. Hjartans þakklæti til allra er sýndu mér virðingu og vinsemd á 75 ára afmæli mínu þann 28. ágúst sL Ástríður Helgadóttir, V estmannaey jum. Tvö góð skrifstofuherl»ergi í miðbænum eru til leigu nú þegar. Tilboð merkt: „Lág leiga — 7508“ sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Stúlkur — atvinna 2 stúlkur vantar í verksmiðjuvinnu. l 1 stúlku í borðstofu. Fæði, húsnæði, hátt kaup. Upplýsingar í Álafoss, Þingoltsstræti 2. Elskulegur eiginmaður minn ÞORSTEINN JÓNSSON sjómaður, andaðist að heimili sínu, Skólavörðustíg 24A, föstudaginn 5. sept. Þorbjörg Grimsdóttir. Bálför konu minnár SVÖVU ÞORSTEINSDÓTTUR fer fram mánudaginn 8. september kl. 1.30 e.h. Ársæll Árnason. ELfSABET BALDVINSDÓTTIB frá Seyðisfirði, sem lézt 3. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjud. 9. þ.m. kl. 1,30. Árni Guðmundsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN INGVAR JÓNSSON Þverveg 6, er andaðist 25. ágúst, verður jarðsettur frá Neskirkju þriðjudaginn. 9. sept. kl. 1,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kranzar afþakkað, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarsjóð lam- aðra og fatlaðra. Óli Kr. Jónsson, Þórhallur Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingólfur Fr. Hallgrímsson Helga Jónsdóttir, Egill Fr. Haligrímsson .. og barnabörn. Þökkum af alhug öUum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát sonar míns og bróður okkar SIGUBPÁLS GUÐMUNDSSONAR Stóra-Saurbæ, Ölfusi. Jafnframt þökkum við öllum, sem sýndu hinum látna hlýhug og vináttu í hinum langvar- andi veikindum hans og reyndu á ýmsan hátt að létta honum þungbærar raunir. Sérstaklega þökkum við hjón- unum, sem önnuðust hann í Kaupmannahafnarferðinni. Ennfremur læknum og hjúkrunarliði á Elliheimilinu Grund. . Guðsblessun fylgi ykkur öllum. Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigurjón Guðmundsson, Jón Guðmundsson. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður KRISTINS ÓSKARS KRISTJÁNSSONAR sjómanns, Háteigsveg 25. Við viljum sérstaklega þakka starfsliði sjúkrahúss Hvítabandsins fyrir góða umönnun og hjálp í veikindum hans. Eiginkona, synir og tengdadætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.